Morgunblaðið - 30.12.1997, Qupperneq 16

Morgunblaðið - 30.12.1997, Qupperneq 16
16 ÞRIÐJUDAGUR 30. DESEMBER 1997 MORGUNBLADIÐ LANDIÐ Jólavaka unglinganna Hofsósi - Á síðasta sunnudegi að- ventu stóðu nemendur 8., 9. og 10. bekkjar Grunnskólans á Hofsósi fyrir hátíðlegri jólavöku í félags- heimilinu Höfðaborg og var sá hátt- ur nýbreytni í samkomuhaldi á svæðinu. Jólavökuna skipulagði unga fólkið undir merkjum æsku- lýðsstarfs á vegum sveitarfélagsins, með dyggri aðstoð tómstundafull- trúanna Hlínar Bolladóttur og Egils Arnar Arnarsonar. Aðalsalur félagsheimilisins var í skreyttur eins og heyrir til á jólum og myndarlegt jólatré prýddi sviðs- myndina. Efnisdagskráin var fjöl- breytt og unglingarnir stóðu sig með sóma við að opna hátíðina, kynna og flytja dagskrána. Unga fólkið las frumsamin ljóð og sögur, flutti velvalið efni eftir ýmsa höf- unda og lék á margvísleg hljóðfæri. Margir unglinganna stunda nám í Tónlistarskóla Skagafjarðar undir stjórn Önnu Jónsdóttur og nutu að- stoðar hennar þetta kvöld. Til liðs við sig fékk jólavökufólk einnig vígslubiskup Hólastiftis, séra Bolla Gústavsson, sem fluttí sögu, og þá Álftagerðisbræður Pétur og Sigfús Péturssyni, sem við undirleik Stef- áns Gíslasonar sungu lög sem hæfðu stað og stund. Gestum á jóiavöku þótti eftirtekt- arvert hve faglega unglingarnir unnu við að gera jólavökuna sem hátíðlegasta. Allir höfðu einhverju hlutverki að gegna í dagskrá eða við umsjón veitinga. Tómstundafulltrú- arnir vildu taka fram að tilgangur jólavökunnar væri ekki síst sá að vekja athygli á jákvæðu starfi ung- linganna. Hátt í hundrað gestir sýndu að því takmarki var náð. í dagskrárlok kom unga fólkið fram í einum hópi á sviðið. Hver og einn bar kertaljós og hópurinn leiddi söng í rökkvuðum salnum. Þar hljómaði „Heims um ból, helg eru jól“ og jólavökugestir tóku undir einum rómi. Morgunblaðið/Áslaug Jónsdóttir ÁLFTAGERÐISBRÆÐUR Pétur og Sigfús Péturssynir sungu lög við undirleik Stefáns Gíslasonar. Morgunblaðið/Ágúst Blöndal Gamall Willys í nýju hlutverki Neskaupstað - Jólaskreytingar aukast hér á hverju ári bæði hjá einstaklingum og fyrirtækjum. Á og við sum húsin í bænum má segja að heilu listaverkin séu búin til úr ljósaseríum. í garðinum við Nesgötu 33 þar sem feðgarnir Geir Guðnason og Guðni Geirsson búa ásamt fjöl- skyldum, gegnir Willys-jeppi á sex- tugsaldri því hlutverki að vera með frumlegustu jólaskreytingunum í bænum þó eflaust hafi þessi 51 árs gamli jeppi gegnt veigameiri hlut- verkum á sínum „yngri" árum. Jólablað Fréttabúa ÚT ER komið jólablað Fréttabúa, héraðsblaðs Vestur-Skaftfellinga 1997. Meðal efnis í blaðinu er greinin „Skaftfellskt atvinnulíf ‘ sem er um sumarheimsókn að Eystra-Hrauni og er það fjórði hluti. Þá er þáttur í samantekt Guðgeirs Sumarliðasonar frá feðg- um í Meðallandi, sem hann nefnir „Hólmasel, kirkjustaður Meðal- íendinga 1751-1783. í ritinu er fyrsti hluti þáttar er nefnist Búvélainnflytjendur, og er það Árni Gestsson, fyrrv. forstjóri Glóbusar, er segir frá ætt sinni og uppruna og tilurð þess að hann fór út í verslunarrekstur. í næsta þætti um Árna Gestsson verður greint frá sögu og þróun Glóbusar hf. í 50 ár og brautryðjendastarfí Árna í innflutningi fjölmargra véla og tækja fyrir íslenskan landbún- að. Þá er grein er ber heitið „Um- burðarbréf1 sem er skrifað rétt upp úr aldamótunum síðustu af Bergi Helgasyni frá Fossi á Síðu, en umburðarbréfið er heilræði til sveitunganna á hörðum vetri, e.t.v. eftir lélegt heyskaparsumar. Einnig er fjallað um höfundinn, Berg Helgason, ævi hans og störf. Aldarminning er í blaðinu um hjónin frá Skeiðflöt, Ólaf Gríms- son, sem fæddur var 1897, og konu hans, Sigurbjörtu Sigríði Jónsdótt- m-, sem fædd var 1894. Fastur liður í blaðinu er Aldaraf- mæli tæknivæðingar í íslenskum landbúnaði og er Jiað XIV þáttur í umsjá Friðjóns Árnasonar í Mel- gerði í Borgarfirði. Margvíslegt annað efni er í ritinu. x/erðdæwi'- ArcticCatZR6°°; R . . n1Q 000 kr. Verð l.Ol’* , 75okr. sssssg- 60 mánaða lánstima. Arctic Cat á einstökum kjörum Nú býðst þér tækifæri til að upplifa þá einstöku tilfinningu að þeysa um á alvöru vélsleða því þér bjóðast afar hagstæð greiðslukjör á Arctic Cat vélsleðunum; allt að 75% lánshlutfall til 60 mánaða. B&L • Suðurlandsbraut 14 & Ármúla 13 • sími 575 1200 • Söludeild 575 1220 • netfang bl@bl.is • veffang www.bl.is ARG1CCAT I golfi á aðfangadag Hrunamannahreppi - Allir hér um slóðir, sem annarsstaðar á landinu, hafa lofað þá góðu veðráttu sem verið hefur í nóvember og desem- ber. Auk þess að notfæra sér góðar samgöngur í blíðunni hafa menn sést fram að þessu sinna jarðrækt- arstörfum og húsabyggingum. Það notfæra sér einnig margir góða veðráttu til útivistar. Fréttaritari hitti þessa knáu golfara á Selsvelli sem er skammt frá Flúðum á að- fangadag. Þeir hafa stundað golf allmikið það sem af er vetri og sögð- ust vera að æfa fyrir golfmót sem jafnan er haldið á vellinum gamlárs- dag. Þeir eru frá vinstri: Emil Gunnlaugsson, Jóhannes Sigmunds- son, Pétur Skarphéðinsson, Þórður Þórðarson og Karl Gunnlaugsson. Morgunblaðið/Sigurður Sigmundsson Morgunblaðið/Ragnheiður HEIMIR Sveinsson tekur við gjöf sinni úr hendi Helga Halldórssonar. S Ovæntur jólaglaðningur Egilsstöðum - Tuttugu og sex Egilsstaðabúar urðu skemmti- lega toginleitir síðasta laugardag fyrir jól þegar bankað var upp á hjá þeim og þeim færður jóla- pakki, ekki af einum af þessum venjulegu jólasveinum, heldur Helga Halldórssyni bæjarsljóra. Þessir bæjarbúar áttu það allir sameiginlegt að verða fimmtugir á árinu eins og Egilsstaðabær. Af því tiiefni færði Helgi þeim gjöf frá sveitarfélaginu; kerti og spil að gömlum íslenskum sið; spilin í sérhannaðri öskju frá handverkshúsinu Randahn með merki bæjarins innan í lokinu, en kertin í stjaka úr líparíti. Til gamans má geta þess að að- eins tveir úr hópnum, þeir Frið- rik Ingvarsson og Guttormur Metúsalemsson, eru fæddir á Egilsstöðum og tvö önnur, þau Edda Sigfúsdóttir og Eyþór Olafsson, hafa búið þar siðan í bernsku.
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.