Morgunblaðið - 30.12.1997, Síða 20

Morgunblaðið - 30.12.1997, Síða 20
20 ÞRIÐJUDAGUR 30. DESEMBER 1997 VIÐSKIPTI MORGUNBLAÐIÐ Franska bankasamsteypan Societé Générale Eignast bankadeild Hambros London. FRANSKA bankasaamsteypan Societé Générale SA hefur sam- þykkt að kaupa bankadeild Ham- bros Plc og þar með hefur brezkum fjárfestingarbönkum fækkað í að- eins þrjú fjölskyldufyrirtæki. Hambros hyggst selja Societé Générale Hambros Banking Group fyrir 300 milljónir punda og ætlar einnig að losa sig við tryggingar- og fasteignafyrirtæki sín. Þar með verður fyrirtækið leyst upp eftir 158 ára starfsemi. Sú deild Hambros, sem annaðist fyrirtækjalán, hefur verið seld Gén- érale de Banque SA í Belgíu fyrir ótiltekna upphæð. Bankakaupin munú efla fyrir- ætlanir franska fyrirtækisins um að koma á fót fjárfestingarbanka í London og mun hann bætast við verðbréfafyrirtæki þess þar, Soci- eté Générale Strauss Turnbull. Starfsmenn Hambros eru 1400, en 1200 manns starfa hjá Societé Générale í London og spáð er veru- legum uppsögnum hjá Hambros. Franska fyrirtækið mun sameina öll fyrirtæki þau sem það kaupir starfsemi sinni, nema skuldabréfa- deildina. Hún mun starfa sjálfstætt og kann að verða seld. Sala Hambros er enn eitt undan- haldið í grein fjárfestingarbanka í Bretlandi. Á undanförnum tíu árum hefur brezkum fjármálastofnunum ekki tekizt að þjóna sífellt alþjóð- legri þörfum viðskiptavina sinna. Þeir þrír sem eftir eru — Schrod- ers PLC, Robert Fleming Holdings Ltd. og Rothschilds Continuation Ltd — eru sérhæfðir bankar hver á sínu sviði. Þessir bankar eru und- ir strangri stjórn sömu fjölskyldna og komu þeim á fót á síðustu öld. BOEING hefur þurft að færa starfsmenn frá 767 deildinni yfir í 747 deildina vegna aukinnar eftirspurnar. SJÁLFSTÆÐIR ATVINIMUREKEIMDUR LÆKKIO Á IMÆSTA ÁRI Njóttu alls þess sem árið 1997 getur gefið þér. Fullnýttu réttindi þín - og sparaðu í leiðinni. .4 FRJALSI LÍFEYRISSJÓÐURINN - til aðnjóta lífsins Greiðsla í lífeyrissjóð er ekki aðeins skattalega hagkvœm heldur leggur hún grunn að fjárhagslegu sjálfstœði íframtíðinni. Aðild að Frjálsa lífeyrissjóðnum er góður valkostur fyrir sjálfstœða atvinnurekendur. • Framlag launagreiðanda í lífeyrissjóð á árinu 1997 er frádráttarbært frá skattskyldum tekjum. Þetta gildir einnig fyrir sjálfstæða atvinnurekendur, en á eingöngu við um löggiltan lífeyrissparnað - ekki annan sparnað. • Öllum er skylt að greiða a.m.k. 10% af launum í lífeyrissjóð. Greiðsla i annan sparnað en löggiltan lífeyrissjóð uppíyllir ekki þessa skyldu. • Ekkert annað sparnaðarform hefur samskonar skattfríðindi og lífeyrissparnaður: - eignarskattsfrelsi - fjármagnstekjuskattsfrelsi - tekjuskattsffestun Langtímaávöxtun er lykilatriði. Raunávöxtun Frjálsa lífeyrissjóðsins hefur verið 9,5% á árunum 1986 -1996. Það er einfalt að kaupa tryggingar í gegnum aðild að sjóðnum og greiðslur iðgjalds af líftryggingu, slysa- og sjúkratryggingu og heilsutryggingu eru skattfijálsar ef greitt er af inneign i sjóðnum. ?.JS % - Greiddu inn ísjóðinn fyrir áramót - til að nýta réttindiþín á árinu 1997. Opið: laugardaginn 27. desember kl. 10-17, sunnudaginn 28. desember kl. 10-17, mánudaginn 29. desember kl. 9 - 22, þriójudaginn 30. desember kl. 9-22 og gamlársdag 31. desember kl. 9 - 13. Littu við hjá okkur að Laugavegi 170 eða hringdu í sirna 5 40 50 60. FJÁRVANGUR 10GGILT VERDBRCFAFYBIRTÆTI Laugavegi 170, 105 Reykjavík, sími 5 40 50 60, simbréf 5 40 50 61, www.fjarvangur.is Frjálsi lífeyrissjóðurínn er í vörslu Fjárvangs hf. E1A1 kaup- ir af Bo- eingístað Airbus Jerúsalem. Reuters. ÍSRAELSKA ríkisflugfélagið E1 A1 hefur ákveðið að kaupa fimm þotur frá Boeing Co í stað Airbus Industrie fyrir 170-180 milljónir dollara að því er talið er að sögn umboðsaðilia Boeings í ísrael. „Fulltrúar hafa lagt hart að sér til að mæta þörfum ísraelsmanna,“ sagði Aaron Shavit, framkvæmda- stjóri umboðsaðila Boeings í ísrael, Elul Technologies. Talsmaður E1 A1 sagði að fyrir- tækið mundi kaupa fimm þotur af gerðunum Boeing 737-700 og 737-800 og að þær yrðu afhentar 1999. Ákvörðun E1 A1 var tekin eftir margra mánaða samkeppni Bo- eings og Arbus Industrie. Varnarmálaráðuneyti Banda- ríkjanna og ísraels lögðu fast að E1 A1 að kaupa Boeing. Com- merzbank á von á til- boði frá Deutsche Frankfurt. Reuters. EINN framkvæmdastjóra þriðja stærsta banka Þýzka- lands, Commerzbank AG, tel- ur&lstærsti bankinn, Deutsc- he Bank, sé þess albúinn að gera tilboð um að taka við stjórn hans að sögn blaðsins Bild. Sögusagnir um slíkt tilboð urðu til þess að verð hluta- bréfa í Commerzbank hafði aldrei verið hærra en á föstu- daginn, jafnvel þótt flestir sér- fræðingar teldu samruna bankarisanna ólíklegan. Talsmaður Deutsche Bank hefur neitað að ræða sögu- sagnirnar og talsmaður Com- merzbank kvaðst ekkert vita um tilboðið. Erlendur kaupandi? Bréf í Commerzbanka hafa tvöfaldazt í verði í ár vegna þráláts orðróms um að hann verði keyptur, þótt bankinn hafí alltaf haldið því fram að hann vilji vera sjálfstæður. Sérfræðingar telja að samr- uni Deutsche-Commerzbank muni ekki borga sig og að lík- legra sé að erlendur kaupandi hreppi Commerzbank.

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.