Morgunblaðið - 03.01.1998, Side 1

Morgunblaðið - 03.01.1998, Side 1
104 SIÐUR B/C/D STOFNAÐ 1913 1. TBL. 86. ÁEG. LAUGARDAGUR 3. JANÚAR 1998 PRENTSMIÐJA MORGUNBLAÐSINS Moi forseti öruggur um sigur í Kenýa Stj örnarandstæðingar krefjast nýrra kosninga Nairobi. Reuters. DANIEL arap Moi, forseti Kenýa, er talinn fullviss um sigur í forseta- kosningum sem fram fóru í landinu um helgina. Samkvæmt fyrstu opin- beru tölum, sem birtar voru í gær, hafði Moi hlotið ríflega 1,5 milljónir atkvæða þegar talningu var lokið í 126 af 210 kjördæmum en helsti andstæðingur hans, Mwai Kibaki, hafði hlotið tæplega 1,3 milljónir at- kvæða. Óopinber niðurstaða úr rúmlega 180 kjördæmum bendir til sigurs Moi og fullyrða Kibaki og Raila Odinga, sem einnig bauð sig fram gegn Moi, að um kosninga- svindl hafí verið að ræða. Krefjast þeir þess að kosningarnar verði endurteknar. Væntanlegur sigur Mois kemur fáum á óvart en hann hefur verið við völd í Kenýa frá árinu 1973. Þrátt fyrir að búist sé við því að er- lendir fjárfestar muni snúa sér aft- ur að landinu þegar öldurnar lægir í kjölfar kosninganna, fer því þó fjarri að sérfræðingar eigi von á miklum efnahagsbata, þar sem alls óvíst er hvort Alþjóðagjaldeyris- sjóðurinn, IMF, veiti Kenýamönn- um lán á árinu. IMF hætti við 205 milljóna dala, um 14,3 milljarða ísl. kr., lán til Kenýa í júlí sl. vegna ásakana um spillingu stjórnvalda. Efnahagur landsins er í rúst og fjárfestar og kaupsýslumenn kváð- ust telja að efnahagsbatinn yrði hægur þar sem langan tíma myndi taka að endurvinna traust fjárfest- anna. Halda þeir að sér höndum á meðan ekki er ljóst hvort öldurnar lægi vegna ásakana stjómarand- stöðunnar um kosningasvik. Kibaki og Odinga hafa hótað því að tii mót- mæla og átaka muni koma, verði kosningarnar ekki endurteknar. Við upphaf föstumánaðar TUGIR þúsunda Palestínumanna báðust fyrir í gær við Klettahofið á Móríafjalli í Jerúsalem en þá hófst hinn helgi föstumánuður múslima eða ramadan. Þar á Múhameð að hafa stigið til himna samkvæmt íslamskri trú. Karpov sigraði Anand Lausannc. Reuter. ANATOLÍ Karpov sigraði Viswanathan Anand í fyrstu skákinni af sex, sem þeir tefla um heimsmeistaratitil FIDE, Alþjóðaskáksambandsins. Karpov var með hvítt og svaraði Anand drottningar- peðsbyrjun hans með slav- neskri vörn. Stóð skákin í sex klukkustundir og var 108 leikir en skáksérfræðingar segja, að Karpov hafí í raun gert út um hana eftir 20 leiki. Anand hafnaði að fóma peði en neyddist síðan til að þiggja riddara fyrir tvö peð. Karpov vann síðan þriðja peðið og fómaði loks drottningu. Nafn- leynd aflétt London. Reuter. JACK Straw, innanríkisráðherra Bretlands, var í gær nefndur sem faðir unglingsdrengs, sem sakaður hefur verið um fíkniefnasölu. Sam- kvæmt enskum lögum er bannað að skýra opinberlega frá nöfnum sak- borninga, sem eru yngri en 18 ára, en enskur dómari ákvað í gær að víkja frá þessari reglu. Enski dómarinn ákvað að nema úr gildi lögbann við því, að breska æsifréttablaðið Sun birti nafn ráð- herrans en þá hafði verið skýrt frá því í blöðum í Skotlandi, írlandi og Frakklandi. William, 17 ára gamall sonur Straws, hefur verið sakaður um að hafa selt blaðamanni við The Mirror lítinn hassskammt en búist er við, að hann sleppi með áminningu fyrir brotið. Málið er hins vegar mikið áfall fyrir föður hans, sem hefur ver- ið mjög einarður í baráttunni gegn eiturlyfjum. Þetta mál er einnig óskemmtilegt fyrir bresku ríkisstjórnina en Tony Blair forsætisráðherra lýsti í gær yf- ir fullum stuðningi við Straw. ■ Deilt um nafn/24 STARFSMENN kjörsijórnarinnar í Kenýa við talningu í Nairobi. Ljóst var í gærkvöld, að Daniel arap Moi, forseti landsins, myndi bera sigurorð af helsta keppinauti sínum, Mwai Kibaki. David Levy, utanrfkisráðherra fsraels, hótar að segja af sér Stefnir friðar- umleitunum í hættu Hlíft vegna ástar á Ginu Dubai. Reuter. ÍTALSKIR friðargæsluliðar, sem voru í Líbanon 1983, urðu aldrei fyrir neinum árásum og nú hefur verið upplýst hvers vegna. Astæð- an er sú, að þáverandi vamarmála- ráðherra Sýrlands var hrifinn af ítölsku leikkonunni Ginu Loll- obrigida. Sýrlenski hershöfðinginn Must- afa Tlas sagði í viðtali við sýrlenskt dagblað, að hann hefði skipað bandamönnum Sýrlendinga að skerða ekki eitt hár á höfði ítalskra hermanna „til að græta ekki Ginu Lollobrigidu". Tlas kvaðst hafa verið hrifinn af Lollobrigidu allt frá unga aldri og safnað Ijósmyndum af henni. Hefði hann skrifað henni bréf, sem hún hefði svarað og síðar heimsótt þau hjónin í Sýrlandi 1984. Friðargæsluliðið var kallað frá Líbanon eftir hryðjuverk, sem kostað á fjórða hundrað manna líf- ið, aðallega Bandaríkjamenn. Jerusalem. Reuters. DAVID Levy, utanríkisráðherra Israels, hélt í gær fast við fyrri hót- anir um að hann hygðist segja af sér vegna fjárlagafrumvarps þessa árs. Með þessu kann hann að stefna frið- arumleitunum í Mið-Austurlöndum í voða auk þess sem líf stjórnarinnar hangir á bláþræði, láti hann verða af hótunum sínum. Benjamin Netanya- hu forsætisráðherra segist hins veg- ar hafa fulla trú á því að lausn finnist á málinu áður en greidd verða at- kvæði um fjárlagafrumvarpið á mánudag. Levy telur að í fjárlagafrumvarp- inu sé ekki tekið sem skyldi á vanda þeirra sem lægstar hafa tekjurnar í Israel og vill hann að bætur til þeirra verði hækkaðar. Kveðst Netanyahu munu standa við heit sem hann hafi gefið Levy við gerð síðustu fjárlaga um umbætur á þessu sviði og segist forsætisráðherrann eiga í viðræðum við fjármálaráðherrann, Yaacov Neeman, um það hvemig farið verði að því. Neeman hefur hins vegar barist af hörku gegn því að settir verði á nýir skattar eða útgjöld ríkis- ins til velferðarmála hækkuð. Netanyahu hefur beðið Dennis Ross, sendimann Bandaríkjastjóm- ar, sem reynt hefur að miðla málum í Mið-Austurlöndum, að seinka fyrir- hugaðri ferð til ísraels á mánudag, svo að takast megi að leysa deiluna innan stjómarinnar. Takist það ekki munu Levy og flokkur hans, Gesher, sem á fimm fulltrúa á þingi, hætta í stjórninni. Hún myndi halda meirihluta sín- um en naumlega þó. Yossi Olmert, sem er háttsettur innan Likud- bandalagsins, flokks Netanyahus, spáir því að stjómin muni falla, láti Levy verða af hótun sinni. Ekki sé að treysta á stuðning allra Likud- þingmannanna sem sumir hverjir séu óútreiknanlegir þegar til at- kvæðagreiðslu komi. Drægi úr friðarhorfum Þá myndi brotthvarf Levys úr stjóminni draga enn frekar úr frið- arhorfum í Mið-Austurlöndum, en innan stjórnarinnar hefur Levy verið helsti talsmaður áframhaldandi frið- arviðræðna við Palestínumenn. Deil- ur Levys og Netanyahus komu upp á sama tíma og svo virtist sem Banda- ríkjamönnum væri að takast að leysa þann hnút sem friðarviðræðumar hafa verið í síðustu níu mánuði. Missi Netanyahu stuðning Levys verður forsætisráðhemann að treysta á stuðning harðlínumanna úr flokki heittrúaðra gyðinga og hægri- manna, sem em algerlega andsnúnir samningi sem fyrri ríkisstjórn Yitzhak Rabins gerði við Palestínu- menn um land fyrir firið. Því fer fjarri að þetta sé í fyrsta sinn sem forsætisráðherrann og ut- anríkisráðherrann deila. Að þessu sinni er deiluefnið bág kjör hirðingja sem eiga rætur sínar að rekja til arabalanda en Levy er sjálfur fædd- ur í Marokkó. Levy hefiir oft verið sakaður um hentistefnu í friðarmál- efnum en stjórnmálaskýrendur segja að í þessu máli hafi Levy engu að tapa. Lúti Levy í lægra haldi, verði hann engu að síður hetja lág- launafólks, beri utanríkisráðherrann sigur úr býtum, styrki hann stöðu sína og veiki jafnframt stöðu Net- anyahus.

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.