Morgunblaðið - 03.01.1998, Síða 8
8 LAUGARDAGUR 3. JANÚAR 1998
MORGUNBLAÐIÐ
FRÉTTIR
Morgunblaðið/Freyr Jónsson
JÓN Svanþórsson (t.h.) notaði spilið og sprungugrindina á „albatrosinum" til að slaka matvælum
niður í jökulsprungu þar sem þau verða geymd.
Jeppamenn á suðurleið
Morgunblaðið/Jón Svanþórsson
FREYR Jónsson skaut upp flugeldum í miðnætursólinni við
Wasa-stöðina á gamlárskvöld.
Orðuveitingar
á nýársdag
JEPPAMENNIRNIR Freyr Jóns-
son og Jón Svanþórsson lögðu
af stað frá sænsku bækistöðinni
Wasa á nýársdag áleiðis til Svea
stöðvarinnar á brún hásléttu
Suðurskautslandsins.
Leiðangursmenn, sem komnir
voru til Svea á undan þeim sem
voru í Wasa, lentu í vandræðum
með ísborinn og urðu að hætta
störfum. Þurftu jeppamennimir
að hraða för sinni því þeir eru
vel búnir verkfæram og munu
aðstoða við viðgerð borsins. Ann-
ar Toyota Land Cruiser jeppinn
er nú hlaðinn loftnetum og orðinn
all skrautlegur ásýndum. Hann
hefur fengið viðurnefnið Albat-
rosinn, vegna þess hve „vænghaf-
ið“ er mikið. Mælingar með ísrad-
ar gengu brösuglega í byijun
vegna truflana, en nú mun vera
búið að komast fyrir þær.
Dagana fyrir áramót var unnið
að undirbúningi ferðarinnar til
Svea. Lagfæra þurfti ibúðagám
á sleða sem annar jeppinn dregur
og hlaða kerru og bíla vistum
og búnaði. Þá var búnaður til
gervihnattafjarskipta settur á
íbúðagáminn. Matur sem geyma
á í Wasa var settur í frysti í jök-
ulsprungu nálægt bækistöðinni.
Undirbúningi lauk á gamlársdag.
Hveravallastemmning
A gamlárskvöld var glatt á
hjalla. A borðum var humar í
forrétt, nautafilé í aðalrétt og
eftirréttur var kahluakaka, kaffi
og koníak. „Stemningin var góð
og ekkert ósvipuð venjulegri
Hveravallaáramótastemmn-
ingu,“ segir í bréfi frá þeim fé-
lögum. „Um miðnætti var farið
út og skotið upp gömlum neyð-
arrakettum og kveikt á gömlum
neyðarblysum. Það er svolítið
skrítið að skjóta áramótarakett-
um í flennibirtu og sólskini. Við
hringdum heim til okkar heitt-
elskuðu og Freyr hringdi til vina
sinna sem voru að halda upp á
áramótin á Hveravöllum. Þeir
voru ekki lítið hissa á að heyra
frá Suðurskautslandinu."
A nýársdag sendu félagarnir
heillaóskaskeyti til göngumann-
anna þriggja í Amundsen-Scott
stöðina á Suðurpólnum. Þeir
biðja fyrir bestu áramótakveðjur
heim til íslands. Nánari fréttir
af jeppamönnum er að finna á
heimasíðu þeirra. Slóðin er
http://www.mbl.is/sudurskaut/,
þar eru bæði dagbók þeirra fé-
laga og ýmsar upplýsingar.
Á FUNDI ríkisráðs á Bessastöðum
31. desember var sr. Karli Sigur-
björnssyni veitt embætti biskups
íslands frá 1. janúar 1998. Þá stað-
festi forseti íslands fjárlög fyrir
árið 1Q98 á fundinum og lög um
breyu..gu á skaðabótalögum nr. 50
frá 19. maí 1993.
Ólafur Ragnar Grímsson, forseti
Islands, sæmdi eftirfarandi íslend-
inga heiðursmerkjum hinnar ís-
lensku fálkaorðu við hátíðlega at-
höfn á Bessastöðum á nýársdag:
Önnu Einarsdóttur, verslunar-
stjóra, Reykjavík, riddarakrossi fyr-
ir kynningu á íslenskum bókum
erlendis; dr. Önnu Soffíu Hauks-
dóttur, prófessor, Reykjavík, ridd-
arakrossi fyrir vísindastörf á sviði
rafmagnsverkfræði; Friðrik Þór
Friðriksson, kvikmyndaleikstjóra,
Reykjavík, riddarkrossi fyrir kvik-
myndagerð; Halldór Baldursson,
lækni, Reykjavík, riddarakrossi fyr-
ir læknisstörf í friðargæslusveitum
í fyrrverandi Júgóslavíu; Halldór
Þórðarson, skipstjóra, Keflavík,
riddarakrossi fyrir sjósókn; Harald
Sigurðsson, fv. bankafulltrúa, Ak-
ureyri, riddarakrossi fyrir störf að
félags- og menningarmálum; Helgu
Kress, prófessor, Reykjavík, ridd-
arakrossi fyrir fræðistörf á sviði
íslenskra bókmennta; dr. Ingvar
Birgi Friðleifsson, forstöðumann
jarðhitaskóla Háskóla Sameinuðu
þjóðanna, Reykjavík, riddarakrossi
fyrir fræðslustörf í þágu þróunar-
landa, Jón Bogason, rannsókna-
mann, Kópavogi, riddarakrossi fyrir
rannsóknir á lífríki hafsins; Ómar
Ragnarsson, fréttamann, Reykja-
vík, riddarakrossi fyrir þáttagerð í
sjónvarpi um land og náttúru þess;
Sigríði Guðmundsdóttur, hjúkrun-
arfræðing, Reykjavík, riddarakrossi
fyrir hjúkrunar- og hjálparstörf í
þróunarlöndum, og Vigdísi Gríms-
dóttur, rithöfund, Reykjavík, ridd-
arakrossi fyrir ritstörf.
SIGMUND
SIGMUND Jóhannsson er í
áramótafríi og verður teikning
eftir hann næst á þessari síðu
á þriðjudag.
Áramótaheitið að hætta að reykja?
Með viljann að
vopni tekst það
Ingileif Ólafsdóttir
EFLAUST tóku
margir þá ákvörð-
un að drepa í síð-
ustu sígarettunni á gaml-
árskvöld.
Ingileif Ólafsdóttir,
fræðslufulltrúi hjá
Krabbameinsfélagi
Reykjavíkur, segir að það
reynist fólki lítill vandi að
hætta að reykja ef vilji
sé fyrir hendi. „Nikótín
er sterkt fíkniefni en ef
fólk hefur viljann að vopni
getur það hætt að reykja
án mikilla erfiðleika.
Reykingamaður sem er
að daðra við sígarettur
um leið og hann er að
hætta er að plata sjálfan
sig.“
- Hvað meinarðu með
að daðra við sígarettur?
„Það er ekki hægt að hætta
að reykja en halda áfram að vera
tækifærisreykingamaður. Hvern
einasta reykingamann dreymir
um að verða að tækifræisreyk-
ingamanni. En einn vindill á dag
verður að tveimur með tímanum
og langflestir reykingamenn sem
byijuðu á hálfum pakka á dag
fyrir tuttugu árum eru komnir í
einn og hálfan pakka á dag
núna.“
Ingileif bendir á að þegar fólk
segi að það reyki ekki daglega
en reyki svo einn vindil íjórum
sinnum í viku, sé það engan að
plata nema sjálft sig. „Jafnvel
fólk sem reykir bara um helgar
er háð reykingum en það hefur
bara öðruvísi mynstur." Hún seg-
ir að fólk sem komi á námskeið
sé í mörgum tilfellum ekki stór-
reykingafólk heldur til dæmis að
reyna að losa sig við fjórar sígar-
ettur á dag.
- Hversvegna er erfitt að
venja sig af svo fáum sígarettum?
„Vegna þess að þessar fáu síg-
arettur eru í raun kjarninn sem
gerir fólk háð reykingum. Það er
oft erfiðast að hætta að reykja
t.d. morgunsígarettuna eða sígar-
ettuna sem reykt er í bílnum á
Ieið úr vinnu.“
- Hvað er erfiðast við að
hætta að reykja?
„Það er erfítt að hætta ef fólk
er hálfvolgt í ákvörðuninni og það
er til dæmis að fela reykingarnar
fyrir sínum nánustu. Ætli fólk
að hætta að reykja borgar sig að
sleppa reykingum undir öllum
kringumstæðum. Þetta á líka við
ef fólk notar áfengi, fer í heim-
sókn, er svangt og svo framveg-
is. Daður við tóbak býður hætt-
unni heim.“
Ef fólki er hált á svellinu eru
ýmsir möguleikar í boði sem
styðja við bakið á því. Ingileif
segir að auk námskeiða séu í
boði nikótínlyf sem slá á frá-
hvarfseinkenni og sjálfshjálp-
arbækur á við bók
Allen Carr sem heitir
Létta leiðin að hætta
að reykja.
- Hverjir sækja
aðallega námskeið til
að hætta að reykja?
„Flestir hætta án þess að sækja
námskeið. Þeir sem koma á nám-
skeið eru á öllum aldri. Auk þess
sem við hjá Krabbameinsfélaginu
stöndum fyrir námskeiðum eru
til dæmis reglulega haldin nám-
skeið á Heilsuverndarstöðinni og
nú hefur Heilsustofnunin í Hvera-
gerði einnig tekið upp þá ný-
breytni að bjóða fólki að koma
til dvalar vilji það hætta að reykja.
Þar er eftirspurnin margfalt meiri
en forsvarsmenn Heilsustofnun-
► ingileif Ólafsdóttir er fædd
í Reykjavík árið 1954. Hún er
hjúkrunarfræðingur og kenn-
ari og starfar sem fræðslufull-
trúi hjá Krabbameinsfélagi
Reykjavíkur. Eiginmaður
hennar er Ágúst Ingi Jónsson
og eiga þau tvö börn.
arinnar áttu von á. Eftir því sem
við komumst næst er þetta eina
stofnunin í heimi sem býður fólki
að koma til dvalar til að hætta
að reykja.“
Ingileif talar um að reykinga-
fólki, sem hættir að reykja, megi
skipta í þrennt. „Fyrst koma þeir
sem vilja hætta af fúsum og
frjálsum vilja og eru ekki farnir
að finna fyrir líkamlegum ein-
kennum sem ýta á þá. Þessir ein-
staklingar koma oft á námskeið.
Næst koma þeir sem hafa reynt
að hætta án árangurs en hafa
fengið viðvaranir frá lungum, fót-
um eða hjarta. Þeir leita gjarnan
til Heilsustofnunarinnar í Hvera-
gerði. Svo eru það þeir sem eru
á Reykjalundi og verða að hætta
reykingum. Þá snýst sú ákvörðun
um líf eða dauða og enginn dvel-
ur á lungnadeild Reykjalundar
sem reykir.“
- Hvenær er algengast að fólk
byrji aftur að reykja ef það hefur
reynt að hætta?
„Á fyrstu tveimur til þremur
vikum springa flestir en fólk er
síðan að falla eftir sex mánuði
eða jafnvel ár. í raun þarf reyk-
ingafólk alltaf að vera á verði.“
- Koma unglingar á nám-
skeiðin hjá ykkur?
„Unglingar eiga ekki samleið
með fullorðnu fólki sem er að
hætta að reykja og það hefur
vantað valkost fyrir þá. Reyking-
ar meðal unglinga hafa aukist og
nú er unnið markvisst að því að
koma á þjónustu fyrir þennan
hóp. Á vegum Krabbameinsfé-
lagsins er væntanlegur bæklingur
fyrir heilsugæslu skóla og annar
sem ætlaður er starfs-
fólki félagsmiðstöðva.
í þessum bæklingum
er starfsfólki kennt að
hjálpa unglingum að
hætta að reykja."
Ingileif segir að undanfarið hafi
unglingar einnig komið ásamt
foreldrum sínum í viðtöl hjá
Krabbameinsfélaginu í þeim til-
gangi að hætta að reykja. - A
hvaða aldri eru þessir unglingar
sem hafa komið í viðtöl til ykkar?
„Þetta eru aðallega krakkar í
áttunda, níunda og tíunda bekk.“
Auk þess segir Ingileif að hún
hafi nokkrum sinnum verið kölluð
til í skóla þar sem ellefu ára börn
hafa verið að fíkta við reykingar.
„En það eru undantekingar.“
Sérstök
námskeið
fyrir unglinga