Morgunblaðið - 03.01.1998, Qupperneq 10
10 LAUGARDAGUR 3. JANÚAR 1998
MORGUNBLAÐIÐ
FRÉTTIR
Forysta sjómanna og útvegsmanna sammála forsætisráðherra um að deila þeirra sé í hnút
Talið stefna
í illindi og
verkföll
Forsætisráðherra sagði í áramótaávarpi
sínu flest benda til að kjaradeilur sjó-
manna og útvegsmanna endi með illindum
og verkföllum. Ómar Friðriksson komst að
raun um að deiluaðilar eru samþykkir
þessu mati, ekkert hefur þokast í sam-
komulagsátt og líklegt að siglt verði inn í
þriðju verkfallsátökin hjá fískiskipaflotan-
um á fjórum árum.
aratriðum fiskveiðistjórnunarkerfís-
ins og launakerfísins," segir Krist-
ján.
Engin efnisumræða
um kröfur
Helgi Laxdal segist geta tekið
undir ummæli forsætisráðhen-a um
að aðilar eigi að geta náð samkomu-
lagi. „En ég held það hljóti að vera
umhugsunarefni að við gerum kjara-
samninga fyrh- um tíu hópa á einu
ári og okkur hefur tekist að leysa
þetta fyrir alla nema gagnvart LIÚ.
Við höfum tvisvar_ farið í verkföll í
kjaradeilum við LÍÚ og mér sýnist
allt stefna í að svo verði líka nú. Ég
hef verið í forsvari fyiir þessu félagi
í 15 ár og á þeim tíma við höfum
einu sinni boðað verkfall hjá öðrum
en fiskiskipaútgerðinni," segh’
Helgi.
Hann segir það sína bjargfóstu
skoðun að ef deiluaðilar settust yfii’
málið myndu þeir ná saman áður en
til aðgerða kæmi. „Sannleikurinn er
sá að það hefur ekki átt sér stað nein
efnisumræða um okkar ki’öfur. Því
hefur verið lýst yfir af fulltrúum
LÍÚ að þeir ætli ekkert að tala við
okkur. Ef menn halda að kjaradeilur
verði leystar þannig er það einhver
ný aðferðafræði sem ég þekki ekki,“
segir hann.
DAVÍÐ Oddsson forsætis-
ráðherra sagði í áramóta-
ávarpi sínu á gamlárskvöld
að flest benti til að kjara-
deilur sjómanna og útvegsmanna
endi í illindum og verkfóllum. „Það
gæti leitt til þess að milljarðaverð-
mæti sigli framhjá íslensku þjóðinni
í orðsins fyllstu merkingu. Þetta er
ómöguleg staða. Við hljótum öll að
gera kröfur til þeirra sem ábyrgð
bera, að þeir leysi þennan hnút áður
en út í fenið er komið. Þeir hafa af
eðlilegum ástæðum afnot af auðlind-
um sjávar í kringum landið. Þeim
eru ekki önnur skilyrði sett en að
þær séu nýttar vel og skynsamlega í
þjóðarþágu. Það er mikil ögrun við
þjóðina ef mál skipast svo, að hags-
munaaðilum í sjávarútvegi tekst ekki
að standa við þau sanngjörnu skil-
yrði,“ sagði forsætisráðherra.
Atkvæðagreiðslu
lokið 8. janúar
Atkvæðagi’eiðsla innan félaga í
Sjómannasambandi íslands og
Farmanna- og fiskimannasam-
bandi íslands (FFSÍ) um boð-
un verkfalls 2. febrúar stendur
nú yfir en henni lýkur 5. janú-
ar. Talning fer fram 8. janúar.
Vélstjórafélag íslands ákvað
skömmu fyrir jól að fresta áð-
ur boðuðu verkfalli, sem hefj-
ast átti á miðnætti 1. janúar, til
miðnættis 16. janúar. LÍÚ
svaraði ákvörðun Vélstjórafé-
lagsins með því að fresta boð-
un verkbanns á fiskiskipaflot-
anum til 20. janúar.
Verkfall hjá vélstjórum
næði til 79 skipa, sem eru með
1.501 kW aðalvél eða stærri.
Vélstjórar gera m.a. kröfu um
aukinn skiptahlut en að öðru
leyti eru kröfur þeirra ekki
frábrugðnar kröfum Sjó;
mannasambandsins og FFSÍ
að mati Helga Laxdal, for-
manns Vélstjórafélagsins. Að mati
forsvarsmanna Sjómannasambands-
ins og FFSÍ eru kröfur sjómanna og
yfirmanna á fiskiskipum í öllum
meginatriðum þær sömu. Guðjón A.
Kristjánsson, forseti FFSÍ, bendir á
að ekki sé krafist hærri hlutar, líkt
og vélstjórar geri, heldur snúist
meginkröfurnar um tvö mál, verð-
myndun sjávarfangs og ____________
að sett verði veiðiskylda á
flotann sem komi í stað
svokallaðs leigubrasks.
Boðað hefur verið til
næsta sáttafundar í deilu “
vélstjóra og útvegsmanna 5. janúar.
„Ekkert í farvatninu"
Enginn árangur varð af síðasta
sáttafundi sjómanna og útvegs-
manna fyrir jólin, að sögn Sævars
Gunnarssonar, formanns Sjómanna-
sambandsins. „Ég get alveg tekið
undir það sem forsætisráðherra
sagði að það er ekkert í farvatninu.
Við erum hugsanlega að sigla inn í
þriðju átökin um sama málið, það er
að segja verðmyndunina. Þetta snýst
allt um hana,“ segir Sævar.
Sjómenn fóru í verkfall á fiski-
skipaflotanum í byrjun árs 1994, sem
var stöðvað með bráðabirgðalögum
14. janúar. Aftur kom til verkfalls
1995, sem stóð í þrjár vikur eða frá
25. maí til 16. júní það ár. í bæði
skiptin var tekist á um verðmyndun
á fiski og samkomulag tókst í síðari
deilunni um sameiginlega úrskurðar-
nefnd. Sævar sakar útgerðarmenn
um að hafa eyðilagt nefndina með
því að fara ekki að niðurstöðum
hennar.
„Hún hefur lokið öllum málum
sem til hennar hafa komið en það
hefur ekki verið farið eftir því eða
verið haft í hótunum um uppsagnir
VERKFÖLL og verkbannsaðgerðir vofa yfír í sjávarútveginum innan
fárra vikna. Ef til þess kemur yrði það í þriðja sinn á fjórum árum sem
fiskiskipaflotinn stöðvaðist vegna kjaraátaka sjómanna og útvegs-
„Það er í raun og
veru lagaramminn á
undanförnum árum
sem hefur búið til
þessar deilur..."
Guðjón A. Kristjáns-
son, forseti FFSÍ.
„Við erum hugsan-
Iega að sigla inn í
þriðju átökin um
sama málið...“ Sæv-
ar Gunnarsson, for-
maður Sjómanna-
sambandsins.
„Það gæti leitt til
þess að milljarða-
verðmæti sigli
framhjá íslensku
þjóðinni..." Davíð
Oddsson forsætis-
ráðherra í áramóta-
ávarpi sínu.
„Ætla sér að breyta
þar hefðbundnum
hlutaskiptum í and-
stöðu við alla aðra í
áhöfn og við útgerð-
ina...“ Kristján
Ragnarsson,
formaður LIÚ.
„Það hefur ekki átt
sór stað nein efn-
isumræða um okkar
kröfur..." Helgi
Laxdal, formaður
Vélstjórafélags ís-
lands.
Sáttatilraunir
halda áfram
eftir helgi
og brottrekstur ef farið yrði með mál
í nefndina. Það er því hugsanlega
verið að sigla inn í þriðju átökin um
sama hlutinn," segir Sævar.
„Aldrei stefnt í verkföll af
minna tilefni"
Kristján Ragnarsson, formaður
LÍÚ, tekur undir áhyggjur forsæt-
--------- isráðherra af kjaradeil-
unni og segist ekki hafa
tilefni til bjartsýni á lausn
hennar. „Vélstjórar fara
fyrir málinu með verkfalli
á 80 öflugustu skipunum,
þar sem launin eru langhæst fyrir,
og ætla sér að breyta þar hefð-
bundnum hlutaskiptum í andstöðu
við alla aðra í áhöfn og við útgerð-
ina, sem þeir beina kröfum sínum
að. Þetta er staða sem enginn okkar
hefur séð neina lausn á, vegna þess
að aðrir myndu þá gera hliðstæðar
kröfur og við værum þar með komn-
ir út úr því hefðbunda hlutaskipta-
kerfi sem við höfum búið við,“ segir
Kristján.
Hann segist telja að aldrei hafi
stefnt í verkföll af minna tilefni en
nú. „Sem betur fer eru sjómenn ein
hæst launaða stétt þessa lands og að
bera það fyrir sig að útgerðarmenn
og sjómenn geti ekki talað saman um
máleíni sín heldur þurfi þau að kom-
ast aftur í einhvers konar opinbera
umsýslu, líkt og Verðlagsráðið var,
sem sjómennirnir beittu sér mjög
gegn og vildu að yrði lagt niður, því
höfnum við. Það var orðið við þeirra
kröfum um úrskurðarnefnd með
hlutlausum aðila og þangað hafa þeir
komið með þau fáu deilumál sem
uppi hafa verið.“
Kristján segir alveg Ijóst að út-
vegsmenn hafi ekki ætlað sér að
stöðva flotann með það að markmiði
að ná fram sínum gagnkröfum. „Nú
heyrist að aðalrökin fyrir verkfalli
séu að verjast okkar kröfum. Við
gerum kröfur til ýmissa leiðréttinga
ef til verkfalls kemur en við ætlum
ekki í verkbannsaðgerðir að eigin
frumkvæði. Þess vegna getum við
ekki tekið áminningar forsætisráð-
herra til okkar með öðrum hætti en
þeim, að við viljum finna lausn á
þessari deilu og búa í friði við okkar
launþega, sem við erum _________
mjög nátengdir, því við
eigum sameiginlega undir
því komið hvað fæst fyrir
fiskinn. Það er þvi mjög
sérstakt hvernig forysta
sjómannasamtakanna bregst við
núna með því að ætla sér að stofna
til verkfalls á hávertíðinni og spilla
þar með öllum þeim verðmætum
sem í húfi eru, eins og forsætisráð-
herra gat réttilega um. En brýning-
una tökum við og við viljum allt gera
til að leysa þetta ef þess er nokkur
kostur, án þess að fórna grundvall-
Enn og aftur
tekist á um
verðmyndun
Breytingar verði
festar í lög
Guðjón A. Ki-istjánsson, forseti
FFSÍ, segist líta á ummæli forsætis-
ráðherra sem hvatningu um að aðilar
leysi deiluna. Hann segir kröfur
FFSÍ og Sjómannasambandsins
fyrst og fremst snúast um verð-
myndunina og veiðiskylduna, sem
verði að finna lausn á, en þau varði í
reynd undirstöðu hlutasldptakerfis-
ins, „þannig að menn viti nokkurn
veginn að þeir eigi að veiða þann fisk
sem á skipið er skráð sem aflamark
þess og eigi rétt á því að hafa af því
atvinnu. Það viljum við festa inn í
kjarasamninginn og okkur væri það
ekki á móti skapi þótt slíkt yrði fest í
lög,“ segir Guðjón.
Guðjón sagði um þá kröfu að fisk-
verð verði myndað á fiskmarkaði að
þar væru menn í raun og veru ekki
að rífast um krónur og aura, því
mönnum sýndist sitt hvað um
það hvort markaðstenging fisk-
verðs myndi leiða til hækkunar
þess eða lækkunar. „Við þurf-
um því ekki að karpa mikið um
hvort breyting á fiskverðs-
grunninum verði til hækkunar
eða lækkunar, það vitum við
einfaldlega ekki,“ segir hann.
„Það sem við viljum hins vegar
fá út úr því er svipaðs eðlis og
varðandi kröfu okkar um veiði-
skylduna. Við viljum fá meiri
festu. Við sættum okkur ekki
við að vera í þessu návígi og ill-
deilum við fiskkaupendur og
útgerðarmenn, sem oft eru
einn og sami aðilinn. Þar sem
veiðar og vinnsla eru mikið til á
sömu hendi gengur þetta ein-
faldlega ekki upp,“ segir Guð-
jón.
Hann bendir á að þessi tvö
höfuðmál í kröfugerð sjó-
manna og yfirmanna séu hluti
af löggjöf landsins, þar sem
verðmyndunarkerfið og kvóta-
kerfið verki saman. „Það er
því ekki hægt að halda því fram að
það séu bara sjómenn sem geta
leyst þetta mál. Það er í raun og
veru lagaramminn á undanförnum
árum sem hefur búið til þessar deil-
ur með kvótakerfinu annars vegar
og verðmyndunarkerfi hins vegar
sem tengist í allt of ríkum mæli ein-
staklingsvaldi varðandi aflaheimild-
_______ irnar. Við erum sammála
Davíð um að það þurfi að
leysa þetta en þeirri
ábyrgð verður ekki varp-
að af stjórnmálamönnum
yfir á aðra. Þetta tengist
löggjöf landsins. En ég tek undir
með forsætisráðherra að það væri
afar æskilegt og áhugaverðasta
verkefni sem sjómannasamtökin og
útgerðarmenn gætu staðið að sam-
eiginlega, vonandi með samþykki og
aðstoð stjórnvalda, að gera þetta
umhverfi þannig úr garði að sátt
geti skapast,“ segir Guðjón.