Morgunblaðið - 03.01.1998, Qupperneq 13
MORGUNBLAÐIÐ
LAUGARDAGUR 3. JANÚAR 1998 13
FRÉTTIR
Verð á tóbaki hækkar um 10,1%
Hækkanir eiga að draga
úr tóbaksneyslu
HEILDSÖLUVERÐ á tóbaki hækkar að meðal-
tali um 10,1% samkvæmt nýrri verðskrá Áfeng-
is- og tóbaksverslunar ríkisins sem tók gildi 1.
janúar sl. og verð á áfengi hækkar að meðal-
tali um 0,42% miðað við selt magn undanfarna
12 mánuði.
í fréttatilkynningu frá Áfengis- og tóbaks-
verslun ríkisins er verðbreyting á tóbaki fyrst
og fremst skýrð með ákvörðun ríkisstjórnarinn-
ar, frá því í desember sl., um að verð á tóbaki
skuli hækkað. Að sögn Steingríms Ara Arason-
ar, aðstoðarmanns fjármálaráðherra, er ákvörð-
un ríkisstjórnarinnar til þess fallin að draga úr
tóbaksneyslu og að auka tekjur ríkisins. Hluti
verðhækkunar á tóbaki kemur þó einnig til
vegna breytinga á gengi krónunnar og breyttu
innkaupsverði frá birgjum.
Svo dæmi séu tekin hækkar lágmarksverð á
Winston-sígarettupakka (filter) úr 299 kr. í 329
kr., skorið neftóbak (50 g) hækkar úr 190 kr.
í 208 kr., London Docks vindlar (10 stk.) hækka
úr 450 kr. í 480 kr. og Sweet Dublin reyktóbak
(50 g) hækkar úr 451 kr. í 500 kr.
í fréttatilkynningu frá fjármálaráðuneytinu
er gert ráð fyrir að verðhækkunin færi ríkis-
sjóði um 200 milljónir króna á ári eftir að gert
hafi verið ráð fyrir nokkrum samdrætti í sölu
á tóbaki vegna hennar.
í fréttatilkynningu ÁTVR kemur aukinheldur
fram að verðbreyting á áfengi stafi af breytingu
á gengi krónunnar og breyttu innkaupsverði frá
birgjum. Verð á St. Emilion rauðvíni hækkar
til dæmis úr 1.190 kr. í 1.200 kr.
Áhrif á framfærslu-
vísitölu
Kjartan Halldórsson, starfsmaður hjá vísitölu-
deild Hagstofu íslands, sagði í samtali við
Morgunblaðið í gær að verðbreytingin hefði
áhrif til hækkunar á framfærsluvisitölu, en
áfengis- og tóbaksverð er hiuti af grunni fram-
færsluvísitölu. Hins vegar sagði Kjartan að enn
væri ekki hægt að segja hve áhrifin væru mik-
il, þar sem þau yrði ekki reiknuð fyrr en í
næstu viku.
Morgunblaðið/Jónas Erlendsson
MÁNABRAUTIN í Vík umflotin sjó og hurðin þar sem sjórinn flæddi inn í kjallara Víkurprjóns.
Fagradal. Morgunblaðið.
Gjald-
heimtan
lögð niður
UM ÁRAMÓTIN tók Tollstjór-
inn í Reykjavík við innheimtu
staðgreiðslu af Gjaldheimtunni
í Reykjavík
sem þá var
lögð niður.
Starfsmenn
Gjaldheimt-
unnar, en
þeir voru um
30 um ára-
mót, hafa all-
ir verið ráðn-
ir til embætt-
is Tollstjóra utan tveir sem
láta af störfum fyrir aldurs
sakir.
Annar þeirra er Þorvaldur
Lúðvíksson gjaldheimtustjóri,
sem starfað hefur hjá gjald-
heimtunni í sjö ár. Þorvaldur
sem varð sjötugur í haust
sagðist vera feginn í aðra
röndina að láta nú af störfum.
„Ég verð að starfa eitthvað á
vegum Reykjavíkurborgar
fram eftir ári við skiptin og
verð fyrstu dagana á skrif-
stofu Gjaldheimtunnar en síð-
an heima,“ sagði hann. „Eftir
það mun ég kannski dútla eitt-
hvað við lögfræðistörf ef mað-
ur heldur heilsu."
Kostir og gallar
Þorvaldur sagði að flutningi
Gjaldheimtunnar fylgdu bæði
kostir og gallar. „Gjaldheimt-
an er búin að starfa í 35 ár
og þar var innbyggð þekking
á viðskiptavinunum," sagði
hann. „Þetta var tvíverknaður
þegar skattar voru innheimtir
á tveimur stöðum. Launa-
skattur og virðisaukaskattur
er innheimtur hjá Tollstjóra
en staðgreiðslan og eftirá-
skattar voru hjá okkur. Svo
var tvíverknaður með lokanir,
þegar lokað var fyrir stað-
greiðsluna þá gátu liðið tveir
dagar þegar lokað var fyrir
virðisaukaskattinn hjá Toll-
stjóra.“ Þorvaldur sagðist vilja
óska Tollstjóraembættinu vel-
farnaðar.
Um leið og Tollstjórinn tek-
ur við Gjaldheimtunni verður
gerð skipulagsbreyting og
munu gjaldkerar m.a. flytja
yfir götuna til Tollstjóra en
lögfræðideild verður áfram í
sama húsnæði.
MIKIL sjávarflóð urðu nú um
áramótin í Vík í Mýrdal en sjáv-
arhæð var óvenjumikil og mikið
brim. Sjór flæddi meðal annars
inn í kjallara Víkurprjóns.
Að sögn Þóris Kjartanssonar
framkvæmdastjóra Víkurpijóns
urðu skemmdir vonum minni en
í kjallaranum eru m.a. rafmótor-
ar. Með sjónum sem flæddi inn
komu meðal annars nokkur sand-
síli.
Þórir segist ekki muna annan
eins sjávargang frá því hann
flutti til Víkur en það var upp
Sandsíli
bárust með
sjávarflóði
úr 1960. Sjór flæddi einnig um
syðstu götu þorpsins, allt í kring-
um grunnskólann í Vík og Víkur-
skála og einnig stórt sjávarlón á
túninu framan við tjaldsvæðin.
Að sögn verkfræðings Mýrdals-
hrepps, Sveins Pálssonar, virk-
uðu niðurföll í götunni öfugt við
það sem þau eiga að gera því að
sjór rann upp úr þeim.
Fyrir nokkrum árum byggði
Vita- og hafnamálastofnun flóð-
garð framan við þorpið og er tal-
ið að verr hefði farið hefði hann
ekki verið kominn, því að sjórinn
flæddi víða upp að honum en þar
sem brúin er yfir Víkurána, sem
rennur í gegn um þorpið, er garð-
urinn rofinn og sjór hefur flætt
inn eftir árfarveginum.
Ásta Ragn-
heiður í
Alþýðu-
flokkinn
ÁSTA Ragnheiður Jóhannesdóttir
alþingismaður hefur gengið í Al-
þýðuflokkinn, en hún var kjörin á
þing fyrir Þjóðvaka í alþingiskosn-
ingunum 1995. Hún sagði að þessi
ákvörðun kæmi í rökréttu framhaldi
af samstarfi Þjóðvaka og Alþýðu-
flokksins_ í þingflokki jafnaðar-
manná. Ásta Ragnheiður er annar
þingmaður Þjóðvaka til að ganga í
Alþýðuflokkinn, en í haust gekk
Ágúst Einarsson í flokkinn.
„Þjóðvaka hefur verið breytt í
félag og hann er ekki lengur stjórn-
málaflokkur. Það er verið að vinna
mikið í sameiningarmálum á vinstri
væng stjórnmálanna og að því koma
þrír stjómmálaflokkar, Alþýðu-
flokkur, Kvpnnalisti og Alþýðu-
bandalagið. Ég tel að það sé affara-
sælla að ég leggi þessu lið með því
að ganga í Alþýðuflokkinn þangað
til búið er að stofna nýjan Jafnaðar-
mannaflokk, sem er auðvitað mark-
miðið, Samstarfíð í þingflokki jafn-
aðarmanna hefur verið mjög gott
og þetta skref mitt er eðlilegt fram-
hald af því samstarfi," sagði Ásta
Ragnheiður.
Þorvaldur
Lúðvíksson
Helgafellið sigldi með sex nýja skipveija
Samskip bjóða fjórum
mönnum af sex ný störf
Morgunblaðið/Golli
Fyrsta barn
ársins
HELGAFELL, leiguskip Samskipa,
sigldi úr höfn á nýársdag. Um borð
voru sex íslenskir hásetar sem ráðn-
ir höfðu verið í stað sex háseta sem
sagt var upp störfum eftir að þeir
neituðu að standa gæsluvaktir í
Reykjavíkurhöfn um hátíðarnar.
Samskip hafa boðið fjórum mönn-
um, af þeim sex sem sagt var upp,
störf á öðrum skipum félagsins.
í yfirlýsingu sem Samskip sendu
frá sér á milli jóla og nýárs segir
að félagið telji að áhöfninni hafi
borið að hlýða fyrirmælum skip-
stjórans og standa umræddar vakt-
ir. Sjómannafélag Reykjavíkur hélt
því hins vegar fram að uppsagnir
mannanna hefðu verið ólögmætar
þar sem þeir hafi átt rétt á fríi og
fól lögmanni sínum að veija rétt
þeirra.
Jónas Garðarsson, formaður Sjó-
mannafélagsins, sagði í samtali við
Morgunblaðið í gær að engar
ákvarðanir hafi verið teknar um
framhaldið. Málið væri í athugun
og engra ákvarðana að vænta á
næstu dögum. Skipið komi hins
vegar aftur í höfn eftir 12 daga og
þá hljóti eitthvað að hafa skýrst.
Áhersla lögð á að leysa málið
Ólafur Ólafsson, forstjóri Sam-
skipa, sagði í samtali við Morgun-
blaðið í gær að þrátt fyrir að deilan
væri á milli íslendinganna sex og
danska fyrirtækisins vildu Samskip
leggja sitt af mörkum til að leysa
málið. í því skyni hefur félagið boð-
ið ijórum af þeim sex, sem danska
fyrirtækið sagði upp, vinnu á öðrum
skipum.
„Það kemur í ljós hvort þeir taka
því en ég vona að málið leysist far-
sællega. Samskip munu sem fyrr
leggja áhersla á að eiga gott sam-
starf við Sjómannafélag Reykjavík-
ur og starfsmenn sína um vinnufyr-
irkomulag og kjör þannig að allir
geti verið sáttir við sinn hlut,“ sagði
Olafur.
íslendingar með hærri laun
í fréttum á gamlársdag, kom
fram að danska fyrirtækið P.E.P.
Shipping, sem rekur Helgafellið,
hafi greitt íslenskum sjómönnum
um borð samkvæmt taxta danskra
samninga en Samskip greitt það
sem upp á vantaði til þess að þeir
fengju greitt samkvæmt íslenskum
samningum.
Aðspurður hvort íslenskir sjó-
menn væru almennt hærra launaðir
en aðrir á leiguskipum sem þessu,
sagði Jónas Garðarsson að ekki
væri hægt að draga slíkar ályktan-
ir af einu tilfelli. Skipið sem hér
um ræðir sé skráð hjá Dansk inter-
national skibregister og þar séu
laun lægri en á dönskum skipum
sem eru skráð í almennri skipaskrá.
FYRSTA barn ársins var dreng-
ur sem tekinn var með keisara-
skurði kl. 2.33 aðfaranótt nýárs-
dags. Hann var 3.588 gr. að
þyngd eða rúmar 14 merkur og
50 cm. Er hann fyrsta barn Álfs
Þórs Þráinssonar og Hörpu
Maríu Hreinsdóttur, sem hér
eru með drenginn á milli sín en
hans hefur verið beðið frá 16.
desember. Sagði Harpa að fæð-
ingin hefði verið nokkuð erfið.