Morgunblaðið - 03.01.1998, Qupperneq 15
MORGUNB LAÐIÐ
LAUGARDAGUR 3. JANÚAR 1998 15
LANDIÐ
Með litla jóla-
skreytingu en
mikla athygli
Nemendur útskrifað-
ir í Eyjum
Selfossi - „Eftir að ég fékk
áskorun frá einum nágranna
mínum í götunni, Snorra Sig-
urfinnssyni, sem reyndar er
garðyrkjustjóri bæjarins sló
ég til og smellti þessari
skreytingu á grenitréð hjá
mér til þess að vera ekki
minni maður en hinir í göt-
unni,“ sagði Jón Bjarnason,
íbúi í Baugstjörn á Selfossi, en
jólaskreyting hans
hefur vakið mikla
athygli.
Um er að ræða
litla hvíta peru á
um 20 sentimetra
háu grenitré. Þó
peran sé lítil og
tréð ekki hátt þá
eru þeir margir sem
hafa staldrað við
hjá húsi Jóns til
þess að skoða
skreytinguna sem
sannarlega er öðru-
vísi en aðrar í göt-
unni.
Þegar Jón hafði
sett upp skreyting-
una, sem hann
gerði nóttina eftir
að hann fékk bréf-
ið frá garðyrkju-
stjóranum, fékk
hann strax annað
bréf sem innihélt
hrós og lýsingu á
því hvernig garð-
yrkjustjóranum
varð við við að sjá
skreytinguna.
Hann var á leið um
götuna í bíl sín-
um ásamt kon-
unni og þegar
hann kom auga á litla tréð og
peruna setti að honum svo
mikinn hlátur að hann var rétt
kominn inn í næsta garð á
bílnum en konan náði að grípa
í stýrið og forða útafakstri. Og
auðvitað gaf garðyrkjustjórinn
Jóni fyrstu einkunn fyrir
frumlegheit og snaggaraleg
viðbrögð við áskorun um
skreytingar.
Vestmannaeyjum - Framhaldsskól-
inn í Vestmannaeyjum útskrifaði
nemendur er haustönn skólans lauk
skömmu fyrir jól. Brautskráning
nemenda nú var sú 25. frá því skól-
inn brautskráði fyrst nemendur ár-
ið 1984.
Að þessu sinni útskrifuðust ellefu
stúdentar frá skólanum, sjö af nátt-
úrufræðibraut, tveir af félagsfræði-
braut og tveir af hagfræðibraut.
Tveir nemendur luku verslunar-
prófi og tveir stálskipasmiðir og
einn sjúkraliði voru útskrifaðir.
Einn útskrifaðist af 2. stigi vél-
stjómarbrautar og níu vélaverðir
voru útskrifaðir.
Olafur Hreinn Sigurjónsson,
skólameistari, sagði að 340 nemend-
ur hefðu skráð sig til náms á
haustönn en þó hafi ekki allir skilað
sér til náms og nemendur hafi verið
um 300. Þetta sé mesti fjöldi sem
stundað hafi nám við skólann og
munaði þar miklu að skipstjómar-
námið, sem áður var í Stýrimanna-
skólanum í Vestmannaeyjum, var
fellt inn í nám Framhaldsskólans á
liðnu hausti.
Ólafur sagði að tekist hefði að fá
leyfi til að halda 1. stig skipstjóm-
armenntunar við skólann að þessu
sinni en óvíst væri hvað yrði um
framhald skipstjórnarmenntunar-
innar við skólann. Það væri þó verið
að berjast fyrir því að nemendur
gætu áfram aflað sér skipstjómar-
menntunar í Vestmannaeyjum og
sagðist hann vonast til að þau mál
myndu skýrast á vorönninni. Hann
sagði að eins og undanfarin ár hefðu
náttúra- og félagsfræðibrautir verið
þær fjölmennustu við skólann og
um 25% nemenda hefðu verið í iðn-
og verknámi.
Þrengt að starfinu
íjárhagslega
Ólafur sagði að um leið og ábyrgð
og störf hefðu verið færð frá
menntamálaráðuneyti til stjórnenda
skólans hefði verið mjög þrengt að
starfinu fjárhagslega og varaði
hann við þeirri þróun. Sagði hann
það óþolandi að þegar búið væri að
greiða brýnustu gjöld væri ekkert
eftir til endurnýjunar á búnaði og
húsnæði skólans enda lægi húsnæði
hans nú undir skemmdum. Þrátt
fyrir þröngan fjárhag sagði hann að
ráðist hefði verið í kaup á vélarúms-
hermi fyrir vélstjómarkennsluna.
Talsvei-t hefði verið eytt um efni
fram með þeim kaupum en hann
sagði að treyst hefði verið á að fyr-
irtæki í Eyjum kæmu til liðs við
skólann og aðstoðuðu hann við
kaupin eins og stundum áður hefði
venð gert.
í lok ræðu sinnar hvatti skóla-
meistari útskriftarnemendur til
dáða í framtíðinni og að vinna störf
sín af alúð og heilindum. Hann bað
þau að muna að þau væra nemend-
ur Framhaldsskólans í Vestmanna-
eyjum og af frammistöðu þeirra í
lífinu yrði skólinn metinn.
Að lokinni útskrift flutti Jóhann
Örn Friðsteinsson ávarp nýstúd-
ents, þar sem hann þakkaði starfs-
fólki skólans og nemendum sam-
starf liðinna ára.
Nokkrar viðurkenningai' voru
veittar fyrir námsárangur. Hilmar
Ómarsson fékk viðurkenningu fyrir
góðan námsárangur á stúdents-
prófi. Guðrún Scheving Björnsdótt-
ir og Þóreý Friðbjarnardóttir fengu
viðurkenningar fjTÍr námsárangur í
þýsku en Þórey fékk einnig viður-
kenningu fyrir góðan námsárangur
í íslenskum bókmenntum. Þá hlaut
Ester Garðarsdóttir viðurkenningu
fyrir góðan árangur í bókfærslu og
Gideonfélagið færði Önnu Valsdótt-
ur sjúkraliða Nýja testamentið að
gjöf, en félagið hefur gefið öllum
sjúkraliðum sem útskrifast hafa
Nýja testamentið.
Morgunblaðið/Sig. Jóns.
JON Bjarnason og litla grenitréð í Baugsljörn 1
á Selfossi.
Rauð jól og rafmagnsleysi í Árneshreppi
Morgunblaðið/Jón G. Guðjónsson
MARGIR staurar gáfu eftir í snjókomunni annan í jólum í
Arnes-hreppi.
Árneshreppi - Annan í jólum var
norðan kaldi hér um slóðir og snjó-
koma. Gífurlegur snjór hlóðst á
rafmagnslínur og slitnuðu þær og
staurar brotnuðu.
Rafmagnslaust varð því á öllum
bæjum í 8 klukkustundir en á
Kjörvogi og Gjögri í um sólar-
hring. Gjögursflugvöllur fékk
ekki rafmagn fyrr en um miðjan
dag á sunnudag því þar höfðu
brotnað þrír staurar. Þetta þykir
óvenjulegt því ekkert hvassviðri
var en snjór þungur og mjög
blautur.
Fólk hér í sveit hélt jól með
hefðbundnu sniði eins og vani er.
Rauð jól vora á aðfangadag og jóla-
dag með hvassviðri og rigningu eða
súld.
Barnakór Vík-
urskóla syngur
í kaupfélaginu
Fagradal - Það er orðin árviss
viðburður að barnakórinn
syngi í kaupfélaginu í Vík á
Þorláksmessu. Þetta er
skemmtilegt og kemur fólki í
jólaskap enda var þröng á
þingi í búðinni meðan börnin
sungu. Þau sungu ýmis jólalög
af mikilli innlifun, en í barna-
kórnum eru um 30 krakkar og
stjórnandi lians er Anna
Björnsdóttir.
Morgunblaðið/Jónas Erlendsson
Morgunblaðið/Ómar Bogason
VISNAVINIR sýndu leikrit um Grýlu, Leppalúða, jólasveina og
sveinku.
J ólatr ésskemmt-
un á Djúpavogi
Djúpavogi - Árlegt jólaball yngstu
kynslóðarinnar á Djúpavogi var
haldið í íþróttahúsinu 28. desember
sl. Að þessu sinni var brugðið út af
hefðbundnu jólaballi og ýmsar upp-
ákomur tengdar jólunum voru þar
nú ásamt dansi í kringum jólatréð.
Vísnavinir, sem eru hópur söng-,
leik- og ljóðaunnenda á Djúpavogi,
voru með leikrit og söng sem hitti
beint í mark, bæði hjá börnum og
fullorðnum. Þama mættu óvænt á
staðinn jólasveinar, Grýla, Leið-
indaskjóða og fleiri furðuverar sem
skemmtu sér með börnunum.
Einnig voru afhent verðlaun í sam-
keppni sem Vísnavinir efnu til með-
al skólabarna um bestu jólasöguna.
Sögurnar sem voru verðlaunaðar
vora: Snjórinn, eftir Karen Sveins-
dóttur 3. bekk, Óþekka Dísa, eftir
Snjófríði Kristínu Magnúsdóttur 4.
bekk, Jólastjarnan, eftir Sigurjón
Þórsson 6. bekk, og Jólin hans
Helga, en hana sömdu þær Eygló
Bjamadóttir og Auðbjörg Elísa
Stefánsdóttir sem era í 9. bekk. Alls
bárust í keppnina 32 sögur sem
þóttu mjög góðar og var það erfitt
hlutskipti dómnefndar að velja á
milli en Vísnavinir ætla að gefa þær
allar út á næstunni.