Morgunblaðið - 03.01.1998, Side 24

Morgunblaðið - 03.01.1998, Side 24
24 LAUGARDAGUR 3. JANÚAR 1998 MORGUNBLAÐIÐ ERLENT Fjölmiðlafár í Bretlandi Deilt um nafngrein- ingu ráðherrasonar Lundúnum. Reuters. Reuters STEVE Fossett veifar til stuðningsfólks er hann lagði upp í ijórðu til- raun sína til hnattflugs í loftbelgnum „Solo Spirit". Hnattflug Fossetts gengur að óskum St. Louis. Reuters. DAGBLÖÐ í Skotlandi og á írlandi greindu í gær frá nafni þess ráð- herra í brezku ríldsstjóminni, sem er faðir unglings sem var handtekinn rétt fyrir jól vegna gmns um eitur- lyfjasölu. Enskir fjölmiðlar gátu hins vegar ekki birt nafn ráðherrasonar- ins vegna lögbanns sem enskur dóm- stóll hafði sett. En síðdegis í gær tók dómari í Lundúnum málið fyrir og hnekkti banninu. Með því var öllum fjölmiðl- um í Bretlandi, þar á meðal Reuters- fréttastofunni, loks mögulegt að nefna feðgana, sem reyndust vera Jack Straw, innanríkisráðherra, og sonur hans William. Fyrr um daginn höfðu brezk stjómvöld ítrekað að ensk lög kæmu í veg fyrir að nafngreina mætti ráð- herrann og 17 ára gamlan son hans, sem sakaður er um að hafa selt ÞRJÚ núll voru skorin af rúss- nesku rúblunni um áramótin, þegar gjaldmiðilsbreyting sem lengi hafði verið í undirbúningi blaðamanni The Mirror smáskammt af hassi. Togstreitan um nafngreiningu ráðherrans tók á sig einkennilega mynd síðustu daga. Brezkar sjón- varpsstöðvar sögðu frá því í gær að dagblöð hefðu greint frá nafni ráð- herrans, en án þess að nefna hann. Sýndar vom forsíður skozkra blaða þar sem nafnið stóð en ekki nógu greinilega tii þess að sjónvarpsáhorf- endur gætu lesið það. írska ríkisút- varpið, sem næst í hluta Bretlands, las nafnið aftur á móti upp í daglegu prentfjölmiðlayfírliti í gærmorgun. Skozku morgunblöðin The Scott- ish Daily Mail, The Scotsman og The Daily Record nafngreindu ráðherr- ann öll í gærmorgun og The Irish Independent gerði það einnig í frá- sögn af umfjöllun skozku blaðanna um málið. Síðdegisblöð í fjómm gekk í gildi. Hér sést nýi 100 rúblu-seðillinn og 100.000 rúblu- seðillinn sem hann leysir af hólmi. skozkum borgum fylgdu síðan í kjöl- farið. Forsvarsmenn þessara blaða rétt- lættu ákvörðun sína með því að nafn- ið væri þegar aðgengilegt milljónum manna á Netinu og allir sem störf- uðu við fjölmiðla eða stjórnmál í Bretlandi vissu það fyrir löngu. „Þetta mál hefur snarlega brejtzt í farsa,“ var haft eftir Terry Quinn, ritstjóra The Daily Record , í hans eigin blaði. „Það er kominn tími til að þetta mál verði frá upphafi til enda gert opinbert svo almenningur geti myndað sér skoðun á því,“ sagði hann. Á þessa skoðun féllzt dómai-- inn greinilega, sem hnekkti lögbann- inu. Málið upphófst þannig, að á þriðjudaginn hafði brezka ríkissak- sóknaranum, John Morris, tekizt að fá lögbann á að aðalkeppinautur The Mirror á götublaðamarkaðnum, The Sun, birti nöfn feðganna. En tals- maður The Daily Record sagði að bannið gilti ekki í Skotlandi, né ensk lög sem banna að greint sé opinber- lega frá nafni meints sakamanns sem er undir 18 ára aldri. Forsvars- menn The Sun, sem upprunalega ætluðu ekki að áfrýja lögbanninu, sögðu í gær að þeir hygðust gera það. Neyðarlegt fyrir ríkisstjórnina Talsmenn ríkisstjórnarinnar sögðu að dagblöðum utan Englands og Wales væri frjálst að greina frá nafni ráðherrans, en sjálfur mætti hann ekki gefa sig fram opinberlega, þar sem hann væri bundinn af lögun- um eins og aðrir. Allt þetta mál er neyðarlegt íyrir ríkisstjóm Verkamannaflokksins, sem rekur einarða stefnu gegn eitur- lyfjum. Blaðamaður The Mirror, Dawn Alford, var einnig handtekinn og látinn laus gegn tryggingu eftir að hafa gefið sig fram við lögreglu í Lundúnum. Samkvæmt heimildum fjölmiðla munu rannsakendur í málinu mæla með því að unglingnum verði veitt áminning eða að hann þurfi ekki að sæta neinni refsingu, eins og reglan er að gert sé í minniháttar fíkniefna- afbrotum í Bretlandi. ÆFINTYRAMAÐURINN Steve Fossett lauk á nýjársdag fyrsta flugdegi loftbelgsferðar sinnar sem hann ætlar að fara umhverfis hnött- inn. Hyggst Fossett nýta sér sterka háloftavinda til þess að fá byr yfir Atlantshafið til Evrópu. Undir miðnætti í fyrradag var Fossett staddur 113 km suðaustur af Bermúda og meðalflughraði var um 130 km á klukkustund. Belgur- inn var þá í jaðri heimskautsvinda- kerfisins sem blæs í vesturátt og gæti tvöfaldað hraða loftbelgsins, Solo Spirit, yfir hafið og inn yfir Iberíuskaga. Fossett hóf fórina yfir Atlants- hafið frá strönd Georgíuríkis um klukkan níu á nýjársdagsmorgunn og var áætlað að það tæld tvo daga að komast yfir hafið. Talsmaður leiðangurs Fossetts, Doug Blount, sagði í stjórnstöð leiðangursins í St.Louis í Bandaríkjunum að ekki væri yfir neinu að kvarta sem komið væri, allt gengi að óskum. Kevin Uliassi, einn keppinauta Fossetts í baráttunni um að verða íyrstu manna til að fljúga án milli- lendinga umhverfis hnöttinn í loft- belg, neyddist til að lenda belg sín- um á gamlárskvöld, um þrem klukkustundum eftir að hann hóf sig á loft. Leki kom að belg Uliassis. Þrír aðrir loftbelgsleiðangrar, einn í Bandaríkjunum og tveir í Evrópu, eru einnig með í kapp- hlaupinu um að verða fyrstur um- hverfis jörðina, og er áætlað að belgir þeirra fari í loftið í næstu viku. Bandaríska íyrirtækið Anheuser-Busch Cos. Inc. hefur heitið einni milljón Bandaríkjadala í verðlaun þeim sem verður fyrstur. Reuters Þrjú núll af rúblunni Nýr forseti Sviss Bretar taka við forsæti í ráðherraráði ESB ESB-aðild nauðsynleg Genf. Reuters. FLAVIO Cotti, sem tók við embætti forseta Sviss um áramótin, hefur lýst því yfir að hann hyggist leggja sitt af mörkum til að sannfæra landsmenn sína um að aðild Sviss að Evrópu- sambandinu væri framtíðarhag landsins lífsnauðsynleg. Cotti, sem er jafnframt utanríkis- ráðherra, sagði í blaðaviðtali að hann hvetti Svisslendinga til að hafa meiri áhyggjur af þeim viðbrögðum sem stíf afstaða þeirra til Evrópusam- vinnunnar hlytu heldur en af deil- unni um svokallað nazistagull. „Ég trúi því að örlög lands vors sé falin í því að taka fullan þátt í Evr- ópusamvinnunni, sem hefur verið að þróast undanfarin 40 ár á grundvelli gilda sem við getum ekki annað en deilt [með öðrum Evrópuríkjum],“ sagði Cotti í samtali við dagblaðið Tribune de Genéve. „Ég er sann- færður um að til langs tíma litið verði full þátttaka í Evrópufsam- bandinu] efnahag okkar lífsnauðsyn- leg,“ var haft eftir forsetanum. Nýlegar skoðanakannanir benda til þess að Svisslendingar, sem eru stoltir af hlutleysishefð sinni og óháðri utanríkisstefnu, séu að verða jákvæðari í garð ESB-aðildar, sem þeir þyrftu síðan að samþykkja í þjóðaratkvæðagreiðslu. Blair vill sýna Evrópu jákvæða hlið Bretlands UM ÁRAMÓTIN tók Bretland við forsæti í ráðherraráði Evrópusam- bandsins, samtímis því að landið fagnar 25 ára aðildarafmæli að sam- bandinu. Tony Blair forsætisráð- herra minntist þessara tímamóta í áramótaávarpi sem gefið var út á nýársdag með því að lýsa forsætis- tímabilinu sem nú er hafið sem tækifæri til að „sýna Bretum já- kvæðar hliðar Evrópu og Evrópu jákvæðar hliðar Bretlands." Blair sagði að ríkisstjóm Verka- mannaflokksins muni fylgja ,já- kvæðri en ákveðinni stefnu gagn- vart Evrópu[sambandinu]“ í forsæt- istíð sinni næsta hálfa árið. Stjómin muni „verja brezka hagsmuni af festu en ekki einangra landið með því að vera upp á kant við samheija sína í Evrópu." Þess í stað muni hún þjóna brezkum hagsmunum með því að „vera jákvæðari þátttakandi inn- an sambandsins." En þrátt íyrir að hafa verið í bandalagi við meginlandsríki álf- unnar í aldarfjórðung virðist Bret- land að ýmsu leyti enn vera eins kon- ar aðskotahlutur í Evrópusamband- inu, jafnvel þótt Tony Blair sé um- hugað um að reyna að gera sem minnst úr þeirri ímynd lands- ins. Gagnkvæmur misskilningur í aldarQórðung Samskipti Bretlands við ná- gi-annaríkin á meginlandinu hafa á þessu tímabili einkennzt af gagn- kvæmum misskilningi. Á heildina litið hélzt samband Breta við ESB klofið eftir að af aðildinni varð loks 1973. Bretar eru almennt tor- tryggnir í garð aðalstofnana ESB í Brussel. Hámarld náði þessi tor- tryggni í valdatíð Margaretar Thatchers og arftaka hennar, Johns Majors. Fyrst eftir ríkisstjómar- skiptin í maí í fýrra hefur losnað um hindrunarstefnu Breta innan ESB. Tony Blair og Verkamanna- flokkurinn höfðu farið fram í nafni þess að tryggja Bretlandi sess sem forysturíki í ESB á ný. Á síð- asta leiðtogafundi í Lúxemborg sló hins vegar í brýnu milli Blair-stjóm- arinnar og annarra forysturíkja ESB. Þrátt fyrir að Bretland verði ekki meðal stofnríkja Efnahags- og myntbandalags Evrópu, EMU, í ársbyi-jun 1999 heimtaði Blair að Bretar fengju að taka þátt í öllum ákvörðunum sem aðildarríki mynt- bandalagsins tækju. ,M hálfu leyti inni, að hálfú leyti úti - það gengur ekki,“ hafði þá Theo Waigel, fjármálaráðherra Þýzkalands, að segja um afstöðu Breta. Hvort Blair eða Waigel munu hafa rétt fyrir sér mun koma í ljós á næstu mánuðum, þegar reynir á yfirlýsta .jákvæða en ákveðna" ESB-stefnu brezku stjómarinnai-. EVRÓPA^. Njósnuðu um banda- menn í ESB BIRTING upplýsinga um að Bretar hafi notað leyniþjónustuna MI6 til að njósna um bandamenn sína í Evr- ópusambandinu þykja einkar vand- ræðalegar fyrir brezk stjórnvöld, einkum í ljósi þess að aðeins þrír dagar eru frá því Bretland tók við forsætinu í ráðherraráði ESB. Owen lávarður, sem var utanríkis- ráðherra í síðustu stjórn Verka- mannaflokksins á áttunda áratugn- um, viðurkennir í sjónvarpsþætti sem sýndur verður á BBC á morgun, sunnudag, að leyniþjónustan hafi sent brezkum stjórnvöldum upplýs- ingar frá höfuðborgum annarra ríkja Evrópubandalagsins, eins og það hét | þá, fyrh’ mikilvæga samningafundi | innan bandalagsins. í sjónvarpsþættinum er rætt við I fimm fyrrverandi utanríkisráðherra, auk Robins Cook, sem nú situr í embættinu. The Times greinh’ frá því í gær að í þættinum sé Owen spurður hvort hann hafi notað MI6 er hann var utanríkisráðherra. Owen játi því, en segist ekki hafa verið sammála því hvemig upplýsingar frá leyniþjónustunni voru notaðar. „Ég | held að menn verði að vera mjög varkárir þegar þeir eru komnir inn í ' ESB. Þetta eru vinir og banda- I menn,“ segir Owen.

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.