Morgunblaðið - 03.01.1998, Qupperneq 26

Morgunblaðið - 03.01.1998, Qupperneq 26
Flísfatnaður Á SAUMASTOFU verslunarinnar Bianco y Negro er hafin fram- leiðsla á sparifötum fyrir börn sem framleidd eru úr flísefnum. I fréttatilkynningu frá Bianco y Negro segir að um sé að ræða bux- ur og vesti fyrir drengi en skokka fyrir stúlkur. Þá hefur fyrirtækið líka hafið framleiðslu á svokölluð- um BEST úlpum úr flísefnum með endurskini. Fatnaðurinn er til sölu í versluninni Bianco y Negro að Laugavegi 48. 1 mm 26 LAUGARDAGUR 3. JANÚAR 1998 MORGUNBLAÐIÐ NEYTENDUR Útsölur að hefjast Borgar sig að semja um skil ÚTSÖLUR eru að hefjast þessa dagana. Misjafnt er hvort inneign- arnótur gilda sem greiðsla fyrir vöru á útsölu og einnig hvort hægt sé að skila vöru þegar útsala er hafin. „Viðskiptavinir þurfa að ganga úr skugga um að heimilt sé að skila vöru þegar útsala hefst í versluninni. Það er algengt að verslanir geri fyr- irvara um að ekki sé hægt að skila vöru á útsölu og margir neytendur hafa verið afar óánægðir með þetta fyrirkomulag, sérstaklega í ljósi þess að útsölur byrja rétt eftir jólin,“ seg- ir Sigríður Arnardóttir lögfræðingur Neytendasamtakanna. Hún segir því vert að brýna fyrir neytendum að skila vörunni strax eftir jólin eða ganga úr skugga um að hægt sé að gera það síðar. „Það hafa komið upp ýmis vandamál, t.d. hefur fólk verið að skila jólagjöfinni á útsölu og feng- ið þá útsöluverðið fyrir hana og verið ósátt við það.“ Almenna reglan er sú að verslanir þurfa ekki að taka við ógallaðri vöru. Sigríður segir að engar samræmdar reglur séu til um skilarétt heldur er það verslunin sjálf sem ákveður hvaða reglur gilda um skil á vöru. ,Ahnennt taka verslanir vöru aft- ur og þjónusta þannig viðskiptavini sína en oftast er það gegn afhend- ingu annarrar vöru eða gegn inn- eignarnótu." Sigríður segir að hér sé um samningsatriði að ræða en bend- ir á tvennt sem vert er að hafa í huga þegar innkaup eru gerð: 1. Farið fram á að þess sé getið á nótu að henni megi skila með endur- greiðslu, sérstaklega þegar um gjöf er að ræða. 2. Látið skilafrestinn koma skýrt fram á nótunni. Sumar inneignarnótur gilda ekki á útsölu Það er líka mismunandi hversu lengi inneignarnótur gilda og oft má semja um gildistímann. Sé ekkert tekið fram um gildistímann bendir Sigríður á að nótan gildi í fjögur ár frá dagsetningu. Ef enginn fyrirvari er á inneignamótu getur verslunar- eigandi ekki takmarkað notkunar- rétt hennar," segir hún. Ef varan er gölluð eiga kaupalögin við um rétt kaupanda. Samkvæmt þeim segir Sigríður að seljandi beri ábyrgð í eitt ár frá því að kaupin voru gerð. Hann hefur rétt á að gera við vöruna en takist það ekki þarf hann að afhenda kaupanda sambæri- lega vöru eða endurgreiða hana reynist það ekki mögulegt. Kaupandi á ekki að bera neinn kostnað vegna gallaðrar vöru og á ekki að þurfa að sætta sig við inneignarnótu frá versl- uninni. Tíður gestur á heimilum Erfítt að uppræta hambjölluna Kevin Kline Golden Globe tilnefningar: Kevin Kline Besti leikari í aðalhlutverki Joan Cusack Besta leikkona í aukahlutverki ml r„. anisuiiMi ii 7 UJjimTnuiii fínmnn ÍULlLíLi nu ,111; IW ilill V ■T 4SPELLING 4/ FILMSINTEKNATIONAL KglNSlUBÍa FORSÝND f KVÖLD KL. 11.20 BHDIGirAL UNDANFARIN ár hefur færst í vöxt að hambjöllur geri sig heima- komnar í hús landsmanna. Meindýraeyðar segja hambjöll- una eitt algengasta meindýrið á heimilum hérlendis, hún getur ver- ið ofnæmisvaldur og það er erfitt að uppræta hana ef hún er á annað borð komin í hús. Fólk er oft feimið við að viðurkenna heimsókn þess- ara óboðnu gesta, tengir hana gjaman óþrifnaði. Það er á hinn bóginn misskilningur því hambjöll- urnar berast t.d'. með matvöru í hús og það þarf ekki nema eina bjöllu til að fjölga sér. „Hambjallan er með algengari húsdýrum hér á landi,“ segir Erl- ing Ólafsson, skordýrafræðingur hjá Náttúrufræðistofnun. Bjallan fannst fyrst í Minnesota fylki í Bandaríkjunum fyrir fimmtíu til sextíu ámm en hennar varð fyrst vart hér á landi fyrir um 22 ámm. „Það er ýmislegt vitað um lífs- hætti hambjöllunnar en þær em íyrst og fremst kjötætur og nærast á skordýraleifum eða matarafgöng- um ef því er að skipta eins og t.d. kjöthakki eða öðm slíku sem lent hefur á bakvið eldavélina,“ segir Erling. „Eldhúsið er því í miklu uppáhaldi hjá þeim. Þær halda sig í Sumarlisti Kays SUMARLISTI Kays er kominn. í fréttatilkynningu frá B. Magnús- syni segir að í listanum sé að finna tískufatnað í sumarlitunum sem fá- anlegur sé bæði í litlum og stórum stærðum. Um er að ræða fatnað fyrir börn, karla og konur. LIRFURNAR hafa hamskipti 5-7 sinnum meðan á uppvexti stendur. FULLORÐIN hambjalla. skúmaskotum og ætli fólk að leita að þeim er helst að kíkja í eldhús- skápana, skúffumar og stundum gluggakistur. Lirfumai- em ljós- fælnar og halda sig í skápum, bak við físar, undir lausum gólfdúk eða í sökklum. Hambjöllurnar hafa fundist í hveiti en sennilega hafa þær frekar nærst þar á öðmm skordýmm en hveitinu sjálfu. Ekki er vitað til að tegundin valdi vem- legum skemmdum á matvöru." Að auki segir Erling að bjöllurn- ar geti farið illa með pelsa og upp- stoppuð dýr komist þær í slíkt. Áð sögn Erlings em flest full- orðnu dýrin á ferli frá mars og fram í september og hérlendis hafa langflest þeirra fundist lifandi á þessum tíma. Fullorðnu dýrin era skammlíf. Einungis kvendýr „Það merkilega við þessa tegund er að hún fjölgar sér án þess að frjóvgun fari fram. Karldýr hafa aldrei fundist. Dreifing tegundar- innar gengur því greiðlega þar sem ekki þarf nema eitt egg til að koma á fót stofni á nýjum stað. Eggin klekjast út á tveimur vikum. Lirfumar hafa 5-7 hamskipti með- an á uppvexti stendur." - Era hambjöllumar hættulegar heilsu manna? „Nei, og þó. Sumir virðast hafa ofnæmi fyrir hambjöllum. Einhver slík tilfelli hafa komið upp undan- farin ár.“ Halda að hamimir séu brauðmylsna Jóhannes Þór Ólafsson hjá Meindýravörnum Suðurlands seg- . ir einmitt að oft verði fólk fyrst vart við lirfumar með því að finna hami þeirra í skúffum og skápum og halda þá að þeir séu brauð- mylsna. Jóhannes segir að margir taki ekki eftir hambjöllunum heima hjá sér þar sem þær em frekar litlar. „Öft kemur það fyrir að ég er kallaður til að eitra fyrir öðm en uppgötva í leiðinni að hambjöllur hafa hreiðrað um sig líka.“ Jóhannes segir erfitt að uppræta hambjöllurnar hafi þær á annað borð gert sig heimakomnar. - Hvemig gengur að eitra fyrir þeim? „Þetta er oftast mikil barátta“, segir Jóhannes. „Oft þarf að fá meindýraeiði tvisvar til að hægt sé að komast alveg fyrir þessa óboðnu gesti. Það þarf ekki nema eina lirfu eða bjöllu sem lifir af eitmnina til að fjölgun eigi sér stað. Það þarf því að eitra alla íbúðina eða húsið aftur að 4 mánuðum liðnum og því | miður einstaka sinnum oftar.“ Nýtt
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.