Morgunblaðið - 03.01.1998, Page 29
MORGUNBLAÐIÐ
VIKU
m
LAUGARDAGUR 3. JANÚAR 1998 29
Guma sendir drauma
frá því í október
Fyrri: Ég og maðurinn minn vor-
um að fara í ferðalag með skipi. Við
biðum fyrst við skipið en komum
svo minni ferðatösku, sem var
þung, um borð. Maðurinn minn
hafði gleymt sinni tösku og við
hlupum af stað að sækja hana. Ég
var í síðu víðu pilsi, rauðu og hvít-
röndóttu. Ég hljóp yfír mýri og
gerði gat á sokkabuxurnar. Fór þá
í búð og keypti nýjar, fékk mynt til
baka og fannst hún skrýtin, stór og
spáði í hvort hún væri í gildi. Með-
an ég var í búðinni hljóp maðurinn
minn áfram að leita að töskunni.
Svo hljóp ég að leita að honum því
skipið var að fara. Ég fann hann
þar sem hann sat á bekk og beið
eftir töskunni, sagðist ekki finna
hana. Ég sagði að við yrðum að
flýta okkur því skipið færi kl. 2:30
og klukkan var 2:25.
Seinni: Mig dreymdi að ég vakn-
aði og leit á klukkuna sem sýndi
00:00. Mér brá og sá að rafmagnið
hafði farið af og ég var of sein í
vinnuna. Fór fram í eldhús og leit
út um gluggann. Sá þar allt ljóm-
andi í rauðum Ijósum og hugsaði
með mér að það væri bara raf-
magnslaust hjá okkur, samt var
ekki dimmt. Sá að klukkan á
veggnum var 10. Leitaði að eld-
spýtum, fór inn í stofú og kveikti á
tveim mjög fallegum, skrautlegum
kertum.
Ráðning
Þessir tveir samhangandi
draumar fjalla um þitt persónu-
lega líf og samlíf. Það er mikil
gerjun í gangi og losun á tilfinn-
ingum. Kærleikurinn (skipið) legg-
ur úr höfn í fyrri draumnum og þú
ferð ein með skipinu. Það gengur
ýmislegt á (hann finnur ekki tösk-
una - ígildi persónu, þú ferð yfir
mýri og rífur gat á buxurnar -
erfiðleikar, myntin er framandi -
vandræði) áður en skip þitt fer og
þú reynir að fresta (finna töskuna
hans) brottfór. Tími klukkunnar
2:30 getur þýtt sumar. Seinni
draumurinn leggur áherslu á kær-
leiksskort í þínum ranni (dimmt á
þínu heimili en rauð ljós annars-
staðar) en einnig löngun þína til að
uppræta þann skort (klukkan
sýndi 00:00 og þú kveiktir á tveim
kertum).
• Þeir lesendur sem viljn fá
drauma sína birta og ráðna sendi
þá með fullu nafni, fæðingardegi og
ári ásamt beimilisfangi og dulnefni
til birtingar til:
Draumstafír
Morgunblaðið
Kringlunni 1
103 Reykjavi
mati Kondos er eini drykkurinn er
hæfir spergli. Auðvitað er spergill
aðeins á borðum á vorin, rétt eins og
jarðarber, því danskar árstíðir eru í
heiðri hafðar í eldhúsinu. Jólasalat
er annað uppáhaldshráefni, gjarnan
léttsoðið og síðan velt í smjöri og að-
eins sykrað, matreitt með jurtum og
reyktu fleski eða djúpsteikt.
Ef Kondo á að nefna ómissandi
hráefni er hann ekki í vafa um að
það er nýtt engifer og skalottulauk-
ur. Engifer notar hann í allan mat,
jafnt aðalrétti sem eftirrétti og
minnir á að engifer rneyrir nauta-
kjöt, ef það er látið liggja saman.
Villibráð lætur hann stundum liggja
í kryddlegi með jurtum, hvítlauk,
balsamicoediki og ólífuolíu. Súpur
eru vinsælar á borðum drottningar,
til dæmis graskerssúpa, kartöflu-
súpa, baunasúpa og fískisúpa að
ógleymdri kryddaðri súpu á tæ-
lenska vísu með sítrónugrasi og
nýju engifer. Henrik prins fæddist
og ólst upp í Víetnam og hefur ekki
gleymt matargerðinni þar.
Þegar hjónin dveljast á sumrin á
æskuslóðum Henriks í Cahors í
Frakklandi er Kondo með í fór og
kaupir inn með drottningunni á
markaðnum. Þegar drottningin siglir
á konungssnekkjunni Dannebrog er
skipið drekkhlaðið veisluföngum,
borðbúnaði, borðum, stólum og öðru,
sem til veisluhalda þarf. Síðasta
DÆMIGERÐ dönsk jólasteik.
ferðin af þessu tagi var til Græn-
lands í sumar. Síðasta daginn bauð
Kondo upp á hrátt selkjöt, borið
fram eins og japanskt „sashimi" og
það bragðaðist greinilega undurvel.
Kondo þekkir líka aðeins til ís-
lenskra hráefna, því hann hefur
heimsótt vin sinn Gísla í Perlunni.
Þeir hittast reglulega í klúbbi mat-
sveina þjóðhöfðingja. A Islandi
veiddi hann á flugu, segist snargal-
inn fluguveiðimaður. „Svolítið dýrt
að veiða á íslandi,“ segir hann, og
kvaðst vera á leið í frí fram í janúar á
Nýja-Sjálandi, ekki síst til að veiða,
svo það var ekki hann sem eldaði
jólamat drottningar á nýafstöðnum
jólum.
Uppskriftir
úr ríki Kantfas
Þó Kondo segist ógjarnan nota
uppskriftir gildir öðru máli um eftir-
rétti og einstaka nákvæmniselda-
mennsku, svo hann flettir fúslega
upp í litlu svörtu minnisbókinni þeg-
ar hann er beðinn um uppskrift.
„Kannski þessa súkkulaðiköku", seg-
ir hann. „Hún er komin írá fjöl-
skyldu prinsins og heitir...
Mjúk og hörð
súkkulaðikaka - með
engifereplum
Nafnið skýrir sig sjálft við nánari
athugun. Hér er notað venjulegt
sætt súkkulaði, ekki endilega dökkt
og biturt, en það hefur hver eftir sín-
um smekk.
250 gr sykur
9 eggjarauður
250 gr súkkulaöi
250 gr smjör
5 eggjahvítur og nokkur saltkorn
1. Setjið ofninn á 150 gráður.
2. Þeytið rauðumar og sykurinn
yfir heitu vatnsbaði, svo þær þykkni
og freyði vel. Bræðið saman
súkkulaði og smjör og þeytið saman
við rauðurnar.
3. Stífþeytið hvíturnar og blandið
þeim varlega saman við rauðu- og
súkkulaðiblönduna, gjarnan í
nokkrum umferðum. Hellið nú 2/3
hlutum af blöndunni í smurt köku-
form og bakið í 45 mín.
4. Látið kökuna kólna á grind, en
takið hana ekki úr forminu. Þegar
hún er orðin köld er afganginum af
súkkulaðiblöndunni hellt yfii' bökuðu
kökuna og látin kólna vel, svo ki'emið
stífni. Þar með er komin skýringin á
heiti kökunnar.
Engifer-epli
Hér er engin uppskrift en þá er
bara að nota tilfinninguna. Skerið
hörð og súrsæt epli í stafí eins og
eldspýtur, látið þau mýkjast í ögn af
smjöri og sykri, ásamt nýju
engiferi, skornu í þunnar
ræmur. Eplin eiga rétt að ‘ '
mýkjast, en ekki fara í
mauk. Stráið möndlu- f..
flögum, sem eru lítil-
lega karamellíser-
aðar og berið
fram með
kökunni.
Osta-
tertur
4 eggjarauður
4 dl rjómi
svolítið rifið múskat
2. Stappið eða rífið ostinn og
hrærið saman við rauðurnar og
rjómann. Kryddið eftir smekk, bæt-
ið í bakaða botnana og bakið við 175
gráður. Tíminn fer eftir hversu
stórar bökurnar eru.
Súkkulaðikaka
Hér kemur önnur súkkulaðikaka.
Fyrst er búinn til botn úr mördeigi,
settur í form og bakaður til hálfs.
Fyllingin er:
250 gr dökkt, biturt súkkulaði
'h dl rjómi, hitaður
10 gr smjör
3 þeytt egg + 2 rauður
1. Bræðið súkkkulaði og smjör í
rjómanum, blandið saman við þeytt
eggin og bakið í hálfbökuðum botn-
inum við 200 gráður í 15 mínútur.
Blandan á aðeins rétt að skreppa
saman. Látið kökuna kólna og berið
fram kalda. Þó hinir konungbornu
haldi sig frá þeyttum rjóma, þarf
óbreyttur almúginn ekki að láta
rjómaleysið þjaka sig.
Bökuð andalifur
Litlar
ostatertur
eru gjarnan
bornar fram sem
milliréttur. Uppskriftin að
botninum er ekki miðuð
við fyllinguna, svo þið
verðið að þreifa ykkur
áfram hvað mikla fyllingu KONDO notar engifer
þarf. í staðinn fyrir í allan mat.
smákökm1 er hægt að baka
eina stóra. Kondo notar gorgonzola,
en annar góður gráðaostur dugir líka ________________
vel. ____________
Bökuð ný andalifur er einhver
göfugasti réttur, sem til er og
þó fáir standi víst uppi með
slíkt hnossgæti flýtur hér
með uppskrift, ef á þarf að
halda.
1 kg ný andalifur, hin eina
sanna franska „foie gras“
12-13 gr salt
2-3 gr nýmalaður pipar
3-4 gr sykur
'h dl armagnac
Bökubotn:
1 kg smjör
1 kg hveiti
'h I kalt vatn
1. Úr þessu er hnoðað venjulegt
mördeig, sem síðan er bakað, áður
en fyllingunni er bætt í.
Ostafylling:
160 gr gorgonzola
1. Hreinsið sinar úr lifrinni, sem á
að vera við stofuhita.
2. Blandið öllu saman, nema lifr-
inni og látið nú lifrina liggja í legin-
um um stund.
3 Setjið ofninn á 78 gráður. Hit-
inn skiptir máli hér. Setjið lifrina í
þykkt leirfat, eftir að hafa hellt
vökvanum af og látið lifrina bakast í
klukkustund.
Þetta lítur ekki út fyrir að vera
flókið - en Kondo segir erfitt að fá
réttan hita og tíma á lifrina, „svo
það er mjög erfitt að matreiða
andalifur...“ - og þá vitum við
það.
óþægilegt að vera svona. Ég fann
út að ég ætti efni sem gæti nægt til
að bæta það sem ég hafði klippt.
Við Halldór klipptum bláa ræmu,
samt var gatið ferkantað. í fram-
haldi af þessu hringdi ég í mann
sem ég man ekki nafnið á. Aður en
ég sagði nokkuð, nefndi hann nafn
mitt ,já, ég sendi þér Dag Tím-
ann“, sagði hann. Eftir þetta
fannst mér Auður snúa við blaðinu,
hún talaði vinsamlega og hressi-
lega til mín. Jafnframt fannst mér
gott vera milli hennar og Halldórs.
Ráðning
Bréf þitt „Hulda“ fór sem leið lá
í draumaröðina þar sem bréf les-
enda eru lögð eftir því sem þau
berast. Þessi pistill rúmar ekki
mörg bréf hverju sinni og því teyg-
ist á röðinni. Flestir draumar sem
berast, eiga við í ókomnum tíma
eins og draumur þinn, en færri eru
fyrir daglátum. Ef mér berst
draumur og ég sé að hann muni
rætast á morgun eða í næstu viku,
brýt ég reglu mína um bréf eftir
röð og kippi honum fram fyrir en
hinir hafa sinn tíma.
Draumur þinn er framúrskar-
andi jákvæður og eys þig táknum
ábata. Bæði nöfnin, Auður og Hall-
dór merkja ábata, einkum andleg-
an og þau saman boða eitthvað
stórt. Það að prjóna peysu er
T ^ ári’ Það - h,„ti myndari
einnig merki ábata og bláa ræman,
ásamt dagblaðinu gefa til kynna að
þessi ábati geti tengst skrifum eða
sögugerð. Nafn Auðar tengist trú-
málum eða upphafningu en andúð
hennar framan af bendir til að þú
skulir vanda verk þín og vera opin
fyrir gagnrýni. Að þú leggst hjá
Halldóri eykur enn á jákvæðni
draumsins og ver þig á vissan hátt
fyrir þeirri athygli sem þú munt
verða fyrir og þér mun þykja
óþægileg (þú varst nakin að neðan)
þegar þar að kemur.