Morgunblaðið - 03.01.1998, Blaðsíða 34

Morgunblaðið - 03.01.1998, Blaðsíða 34
34 LAUGARDAGUR 3. JANÚAR 1998 MORGUNBLAÐIÐ ÁRAMÓT GÓÐIR íslendingar. Á fyrsta degi nýs árs færum við hér á Bessastöðum ykkur öllum óskir um farsæld og gleði og þökk- um samhug og auðsýnda vináttu sem verið hafa okkur mikils virði. Um jól og áramót, hátíðir fjöl- skyldunnar, leitar hugurinn til æskuára með foreldrum, afa og ömmu, og góðar óskir og vonir fylgja bömum að leik. Við njótum samveru með ástvinum og fögnum því að geta saman heilsað nýjum tímum. Vissulega hafa liðnar stundir fært mörgum sorgir og erfiðleika, en nýárssólin flytur boðskap um birtu og líf, sýnir okkur litróf nátt- úrunnar og minnir á auðæfí reynsl- unnar sem ávallt efla okkur áræði til nýrra verka. Við íslendingar búum enn að ríkri samkennd, arf- leifð sem fyrrum var samofin sátt- málum um réttlæti og skyldur. Hver og einn ætti að hjálpa öðrum þegar hættu bæri að höndum eða áfall breytti örlögum. Samábyrgð og samhjálp hafa einkennt þjóðlíf okkar um aldir og birtast enn á okkar tíð þegar erfiðleikar ganga í garð. Við höfum verið stolt af friðsæld og öryggi í samfélagi okkar. Börn og unglingar gátu óttalaus farið allra sinna ferða. Ofbeldi og eiturlyf voru svo fjarri íslenskum veruleika að varla virtist hér þörf á viðnámi sem aðrar þjóðir töldu nauðsynlegt. Hin friðsæla fjölskylda var í raun myndlýsing á þjóðfélaginu öllu. Því miður verðum við nú að horf- ast í augu við þá staðreynd að frið- semd og öryggi samfélags og ein- staklinga er ógnað úr mörgum átt- um. Framandi vágestir reyna á þolrif okkar með nýjum hætti og kunna að breyta gerð íslensks sam- félags verði vamaraðgerðir ekki efldar í tæka tíð. Nýlega voru birt- ar niðurstöður rannsókna sem sýna hve ört eiturlyfjaneysla unglinga hefur vaxið á síðari árum. Um þriðj- ungur 17 ára ungmenna í höfuð- borginni hefur prófað hass og helmingur þeirra sem það gerðu 14 ára að aldri hafði þremur árum síðar neytt amfetamíns. Umfangsmikil vímu- efnaviðskipti eru greinilega orðin stað- reynd í íslensku samfé- lagi og þúsundir ung- menna hafa með fyrstu skrefum nálgast tor- tímingarbraut eiturly- Qanna. Þessi ógn hefur ekki sótt okkur heim í skyndingu. Á fáeinum árum hefur hún vaxið svo að við blasir alvarlegt þjóðfé- lagsmein, viðfangsefni sem kallar á samstöðu til bjargar, samstöðu fjöl- skyldna, skóia, fjölmiðla, sérfræð- inga, samtaka, stjórnvalda ríkis og sveitarfélaga. Til lítils verða framfarir í hag- stjórn og atvinnulífi ef sjálf samfé- lagsgerðin liðast í sundur. Til lítils eru gæði markaðarins, glati æsku- fólkið sálu sinni, lífi eða heilsu. Hér þarf þjóðarvakningu. Þögnin sem umlykur þessa þróun má ekki leng- ur hindra umræðu um þjóðarátak, um björgun þeirra þúsunda sem eiga á hættu að hrapa. Örlög þeirra eru ákall um okkar hjálp. „Allt sem þér gjörðuð einum minna minnstu bræðra, það hafið þér gjört mér“ er boðskapur Krists í helgri bók. Hver veit hvenær hin nýja ógn knýr dyra á eigin heimili, leggur í rúst líf og heilsu ástvinar, barns eða ættmenna? Rannsóknir hafa sýnt að efling fræðslu og forvarna skilar ótvíræðum árangri. Aukin þátttaka í íþróttum og heilbrigðu tómstunda- starfi forðar mörgum frá glapstig- um. Því fleiri ár sem líða án þess að unglingur eða æskumaður neyti tóbaks eða áfengis, þeim mun lík- legra er að hann eða hún komist í gegnum lífið án þess að verða fórn- arlamb eiturlyfja. Við verðum að efla framlag foreldra og skóla, styrkja íþrótta- félög til að auka þátt- töku ungmenna í al- menningsíþróttum, rétta hjálparhönd sam- tökum sem leitast við að leiða fíkla og áfeng- issjúka inn á brautir heilbrigðs lífs. Um- fram allt þarf að auka samstarf allra sem ábyrgð bera, mín og þín, vina og vinnufé- laga, samfélagsins alls. Mynda hér, eins og vel hefur gefist með öðr- um þjóðum, samvinnu- vettvang til varnar í skólum, hverf- um og byggðarlögum. Það gleymist stundum að tóbak er einnig fíkni- efni þótt ekki sé hægt að leggja það að jöfnu við hin háskalegri. Viðurkenning á hættunum er al- mennari þegar kemur að áfengi, hassi, amfetamíni, kókaíni og e- töflum. Samt eru þetta allt greinar af sama meiði; neysluvenjur sem í fyllingu tímans geta lagt heilsu og hamingju einstaklinga og ljöl- skyldna að velli, stytt lífdaga og leitt marga á villigötur ofbeldis og glæpa. Samspil reykinga, áfengisneyslu og eiturlyfja meðal ungmenna er margsönnuð vísindaleg niðurstaða pg nýbirtar rannsóknir við Háskóla íslands færa okkur enn eina áminn- inguna um þessi tengsl. Samt höf- um við ríka tilhneigingu til að víkja fræðilegri þekkingu til hliðar þegar kemur að uppeldisskilyrðum æsk- unnar og heilsu okkar sjálfra. Við höfum ávallt verið áhugasamari um rannsóknir sem snerta varðveislu fiskistofna en þær sem fjalla um heilbrigði mannfólksins. Vísindalegar niðurstöður lækna og annarra sérfræðinga sýna að reykingar eru einhver mesti vágest- ur í heilsufari samtímans, helsti orsakavaldur hjartaáfalla, krabba- meins og annarra sjúkdóma sem í okkar litla samfélagi leiða þúsundir til dauða og milljónir manna um heim allan. Stjórnvöld hafa því víða hafið harða baráttu gegn reyking- um til að bjarga heilsu einstakl- inga, en líka til að komast hjá millj- arða útgjöldum í heilbrigðiskerfinu. Evrópusambandið hefur nýlega samþykkt lög sem hamla gegn sölu á tóbaki, einkum til æskufólks. Sama hefup verið gert í Bandaríkj- unum og á islandi sjást einnig víða merki um nýjan tíðaranda. Já, hér á Bessastöðum hefur að frumkvæði Guðrúnar Katrínar orðið sú breyt- ing að forsetasetrið hefur nú í rúmt ár verið reyklaus staður - og flest- ir tekið því vel. Við þurfum í sameiningu að efla viðhorf sem virða niðurstöður okkar fremstu vísindamanna þótt óþægi- legar séu. Við verðum að breyta forgangsröð stjórnvalda, Alþingis, sveitarstjórna og annarra áhrifaafla á þann veg að baráttan gegn eitur- lyfjum, gegn aukinni áfengisneyslu og reykingum æskufólks, og óheil- brigðum lífsháttum þeirra sem eldri eru, verði fremst í forgangsröð ís- lendinga. Samfélagsleg upplausn er ekki einkamál þeirra óhamingjusömu einstaklinga og fjölskyldna sem við sögu koma hverju sinni. Hún ætti í raun að vera dagskrárefni allra sem ábyrgð bera í stjórnstofnunum og félagasamtökum. Það má ekki skapa til lengdar þann skilning að með umræðu um veiðigjald, virkjan- ir eða verksmiðjur sé dagskrá framfaranna tæmd. Hin samfélags- lega ábyrgð á ekki að vera síðri skyldustörfum í þágu efnahags- legra umbóta og hagsældar. íslendingar eiga í ríkum mæli samkennd og vilja til samhjálpar. Þeim eðalkostum þjóðarinnar höf- um við í flölskyldunni hér á Bessa- stöðum kynnst í veikindum Guðrún- ar Katrínar. Samhugur ykkar, hvatning og bænir hafa styrkt okk- ur í erfiðri glímu og um ókomna tíð munum við varðveita þennan vitnisburð um hlýhug þjóðarinnar. Þótt áfall okkar hafi verið mikið, áfall sem batahorfur og árangur íslenskra lækna og hjúkrunarfólks hafa nú umbreytt í bjartsýni, þá vitum við að þúsundir landsmanna þurfa ekki síður á hjálp eða huggun að halda. Hugsum um erfiðleika þeirra sem máttvana horfa á ást- vini eða ungmenni, ættingja eða félaga verða fórnarlamb ofbeldis, eiturlyfja, áfengissýki og annarra áunninna sjúkdóma. Við eigum að rækta þá samkennd sem reynst hefur Islendingum vel í aldanna rás og skapað þjóðinni eina sál, einn vilja, þegar hætta steðjar að og mikið er í húfi. Við þurfum að temja okkur að horfa til framtíðar, hefja okkur yfir hagsmunastríð hversdagsins, meta gildi og gæði á mælikvarða æviske- iðs og áratuga en ekki andartaks- ins. Við verðum að hafa kjark til að horfast í augu við okkur sjálf, athafnir okkar og afleiðingar þeirra, án móðu blekkinga og und- anfærslna. Ekki aðeins á vettvangi samfélags og lífshátta heldur einnig í viðhorfum okkar til landkosta og umhverfisverndar, í umgengni okk- ar við ættjörðina og þegar við gæt- um orðstírs okkar í samfélagi þjóð- anna. Löngum var við lýði sú kenning að við íslendingar værum fremstir allra í landvernd og varðveislu nátt- úrugæða. Ferðalangar sæktu okkur heim til að dást að fegurðinni. Nú lítur hins vegar út fyrir að flestir séu að fara fram úr okkur og íslendingar að lenda aftast í sveit þeirra sem bjarga vilja lífsskil- yrðum mannkyns. í umræðum hér heima um hætturnar á breyttu loftslagi og samningana í hinni fjar- lægu borg Kyoto hefur gleymst um of að geta þess sem í húfi er fyrir okkur Islendinga - ekki í formi undantekninga frá nýjum sáttmála þjóðanna, heldur í þeirri ógn sem steðjar að lífsskilyrðum í landi okk- ar, beri mannkyn ekki gæfu til að grípa til gagnaðgerða sem duga. Sveit fremstu vísindamanna heims, formlega valdir sem fulltráar þjóðríkja, hefur skilað niðurstöðum um breytingar á hitastigi, hækkun á yfirborði sjávar, umturnun haf- strauma, gróðurfars og lífsskilyrða jarðarbúa. Ef svo heldur fram sem horfir gæti hitaaukning víða um Nýársávarp forseta íslands, herra Ólafs Ragnars Grímssonar Hér þarf þjóðarvakningu Herra Ólafur Ragnar Grímsson Áramótaávarp Davíðs Oddssonar forsætisráðherra Laun hækka - skattar lækka GÓÐIR íslendingar. Það hefur blásið dálítið á okkur síðustu daga og það blæs enn í kvöld. En við kvörtum ekki, enda hefur haustið verið milt og notalegt, og ástæðulaust að bölva, þótt það blási nokkuð nú í árslok. Á hinn bóginn minnir það okkur ef til vill á, að þjóð okkar virtist eiga við óendanleg: an andbyr að búa öldum saman. í rauninni fór ekki að rofa til fyrr en í byijun tuttugustu aldarinnar. Heimastjómin á íslandi er aðeins flórum árum yngri en öldin. Hannes Hafstein var umdeildur stjórnmála- maður á sinni tíð. Flestir telja þó nú, að vel hafi verið ráðið þegar ákveðið var að hann skyldi fyrstur manna gegna innlendu ráðherra- embætti. Hann hafði það til að bera, sem þurfti. Pólitískir hæfileikar voru augljósir. Og þjóðin hafði lesið úr kvæðunum hans, hvað í honum bjó að öðru leyti. Baráttugleði, fram- kvæmdavilji, lífsgleði. Þetta var ekki ónýtt ljósmeti fyrir mann sem fyrst- ur átti að bera kyndilinn. Fyrsti íslenski ráðherrann brýndi fyrir þjóðinni að beygja ekki undan storminum. Sjálfur sagðist hann elska storminn og leit á kólgur hans og hkviður sem hólmgöngu- áskorun. Og hann gat enga aðra afstöðu haft. Þjóðin, sem hann átti að fara fyrir, stóð á efnahagslegum berangri, þegar djarfaði fyrir degi nýrrar aldar. Hvergi var skjól að hafa. Landið ein samfelld vegleysa, húsakostur dapurlegur, fyrirtækin fá og smá og fátæktin fylginautur alls fjöldans. Ráðherrann fór þó ekki einn. Þjóðin hafði lengi beðið þessarar stundar, hlýddi kalli og stóð af sér alla storma. Á þeim kjarki, styrk og staðfestu, sem hún sýndi þá og áratugina á eftir, bygg- ist flest það, sem okkur hefur síðar hlotnast. Ásgeir Jakobsson rithöf- undur kveður fast að orði, er hann segir í sögu sinni Hafnarfjarðatjarl- inum: „Hann var grýttur sá jarð- vegur, sem öflugasta kynslóð Is- lendingasögunnar síðan á þjóðveld- isöld, aldamótamennirnir, voru sprottnir úr, og er mörgum nú nokkurt undrunarefni, hvernig það mátti verða eftir allar þær hörm- ungar, sem yfir þjóðina höfðu geng- ið, að hér var fólk með bein í nef- inu. Skýringin er einföld. ísland var búið að drepa af sér allt annað fólk en það, sem engin leið var að drepa. Það var sama hvernig Hólminn bylti sér í eldgosum og lagðist und- ir snjó eða umkringdi sig ísi, það var alltaf í landinu fólk, sem þoldi allt, og þegar losnaði um þær viðj- ar, sem lágu á landsmönnum í stjórnarfari, gekk þetta fólk tein- rétt inní nýja öld, eins og það hefði aldrei mátt þola hörmungar af völd- um náttúru eða manna.“ Þetta er ekki bragð- laus lýsing hjá Ásgeiri Jakobssyni og einhveij- ar skýringar varð að hafa á afli og þreki þeirra, sem ruddu okk- ur brautina um svo grýtta leið, frá fátækt- inni til bjargálna. For- dæmi alls þessa fólks leggur okkur þær skyldur á herðar að bregðast hvergi og síst nú, þegar betur árar. Við lok aldarinnar er ísland í hópi nýtísku- legustu svæða í veröld- inni. Vegakerfið hefur tekið stakkaskiptum á síðasta aldarfjórðungi og fyrir vor- þingi þjóðarinnar liggur að sam- þykkja trúverðuga áætlun um hvernig veija eigi rúmum eitthundr- að þúsund milljónum króna til vega- bóta í landinu næstu 12 árin. Hætt er við, að Hannesi og samferða- mönnum hans hefði þótt það ævin- týralegt viðfangsefni. Líklega þætti þó mest ástæða til að gleðjast yfir blómlegu menningarlífi þjóðarinnar, myndarlegu samhjálparkerfi hennar og ekki síst öflugu atvinnulífi, sem getur borið þetta allt uppi. Lífsbar- áttan er ekki jafn miskunnarlaus og áður. Þó er ekki hægt að halda því fram að þjóðin hafi látið deigan síga, né misst viljann til að sækja fram og gera betur. íslendingar háðu í gegnum aldimar harð- an leik við náttúruöflin og ólu lengi með sér draum um að mega snúa hluta af því mikla afli sem í náttúru landsins býr, til þjón- ustu við íbúana. Þeir draumar hafa ræst, hver af öðrum. Nú er jafnvel svo komið að margir telja bæði rétt og nauðsynlegt að gá vel að sér og fara ekki of geyst í sakir. Enn viljum við beisla náttúruna, en óþarft er að beija hana til skaða í leiðinni. Það er fremur til fagnaðar en áhyggju að vera í þeirri stöðu að geta valið og hafnað. Hafa sjálf- ur forræði þess að ákveða stað og stund og stærð þeirra verkefna, sem ráðast skal í. Þegar stórákvarðanir um nýtingu vatnsafls og varma verða næst teknar, þarf að ríkja um þær sem víðtækust sátt meðal þjóðarinnar og við landið, sem okk- ur er treyst fyrir. Möguleikar okkar til orkuöflunar eru enn miklir og þá viljum við nýta. Sú stefna er óbreytt. Á hinn bóginn hafa aðstæð- ur breyst okkur í hag. Áður þótt- Davíð Oddsson forsætisráðherra umst við þurfa að grípa hvert það tækifæri, sem gafst. Áð hika væri sama og tapa. Nú er augljóst að taflið hefur snúist og fáir hafa upp á jafn hagkvæma kosti að bjóða og við. Hinar miklu umræður um áhrif iðnaðarframleiðslu á gæði og eðli lofthjúpsins eru einn þáttur í breyttum aðstæðum. Hitt er annað mál að umræður um leyndardóma lofthjúpsins, vist- kerfi og veðurfar þurfa að byggjast á hógværð, en ekki á hleypidómum. Við þurfum að viðurkenna að þekk- ing okkar er brotakennd. Við höfum ekkert leyfi til að mála skrattann í sífellu á vegginn. Skollinn er æði leiðigjarnt veggskraut. Enn er ekki uppi sá maður, sem getur sagt fyr- ir um, hvernig veður mun skipast í lofti eftir mánuð eða svo. Glöggur veðurfræðingur veit, rétt eins og við öll hin, að sennilega verður ekki sólbaðsveður síðasta dag janúar. En hann getur ekki sagt til um, með neinu öryggi, hvort veður muni gefa til flugs eða fiskveiða eða hvort þá megi brúka skíði og skauta. Það mundi enginn leyfa sér að gefa út fyrirvaralausa spá svo langt fram í tímann, vegna þess að sá hinn sami þyrfti að standa frammi fyrir veruleikanum, innan skamms. Þeir, sem til að mynda þykjast sjá fyrir að Golfstraumurinn góði muni kveðja ísland og koma sér annað á seinni hluta næstu ald- ar, ellegar að það flata Holland verði þá ekki þar, sem það er nú, geta treyst því að þurfa ekki að veija spár sínar. Menn verða að fara afar sparlega með stórslysa- spárnar og forðast að skapa ótta hjá fólki með vísun til fræða, sem byggja á veikum grunni. í ljómandi erlendu kvæði og vel þýddu segir:
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.