Morgunblaðið - 03.01.1998, Side 36
36 LAUGARDAGUR 3. JANÚAR 1998
AÐSEIMDAR GREINAR
MORGUNBLAÐIÐ
Viðskiptabann
Sameinuðu
þjóðanna á Irak
UNDANFARIÐ
hefur mikið verið rætt
í íslenskum fjölmiðlum
um það hlutverk sem
Bandaríkin gegna með
stuðningi sínum við
viðskiptabann Samein-
uðu þjóðanna á írak.
Þessi stuðningur bygg-
ist á yfirveguðu mati á
öllum hliðum ástands-
ins þar.
Eftir að fjölþjóða-
herinn hrakti heri
Saddams Husseins út
úr Kúveit árið 1991
samþykkti Öryggisráð
Sameinuðu þjóðanna
þrjár ályktanir sem
voru hluti þeirra vopnahlésskilmála
sem Saddam Hussein verður að
ganga að til fá viðskiptabanninu á
Irak aflétt. í fyrsta lagi verður hann
að gera grein fyrir afdrifum 600
Kúveitbúa sem saknað er eftir að
þeim var rænt af heimilum sínum
á meðan á hernámi íraka stóð. í
öðru lagi verður hann að skila eða
borga fyrir þær eignir Kúveitbúa
sem íraski herinn stal eða eyði-
lagði. í þriðja lagi verður hann að
hætta framleiðslu gjöreyðingar-
vopna - efna-, sýkla- og kjarnorku-
vopna. Þegar þessi skilyrði hafa
verið uppfyllt verður banni Samein-
uðu þjóðanna við öllum útflutningi
íraka og mestum hluta innflutnings
þeirra aflétt (viðskiptabannið hefur
aldrei náð til matvæla og lyfja).
Eins og Rolf Ekeus, sænski stjóm-
arerindrekinn sem fór fyrir eftirlits-
hópi Sameinuðu þjóðanna þar til
síðasta sumar, hefur
sagt, var við því búist
árið 1991 að þessi skil-
yrði yrðu uppfyllt á
hálfu ári og að þá yrði
viðskiptabanninu af-
létt.
Það hefur enn ekki
gerst. Saddam Hussein
hefur ekki farið eftir
þessum þrem ályktun-
um. En hvers vegna
ekki? í ályktununum
felast sanngjarnar
kröfur. Hver telur að
ekki eigi að gera grein
fyrir afdrifum þeirra
Kúveitbúa sem saknað
er? Og eignum þeirra?
Hveijum finnst að írakar eigi að
framleiða gjöreyðingarvopn, sér-
staklega eftir að Saddam Hussein
hefur notað eiturgas gegn sinum
eigin þegnum - Kúrdum - og gert
hrottalegar árásir á nágranna sína?
Viðskiptabannið er enn í gildi af
því að Saddam Hussein hefur valið
að hafa það þannig. Hefði hann
einfaldlega farið eftir ályktununum
hefði viðskiptabanninu verið aflétt.
I staðinn hefur einræðisherrann í
írak vaiið að svelta þjóð sína, sem
er herbragð til að bijóta upp sam-
stöðu þeirra þjóða sem standa að
viðskiptabanninu, frekar en að gefa
neitt eftir af hernaðarmætti sínum.
Af þessum sökum stendur samfé-
lag þjóðanna frammi fyrir erfiðu
vali. Hvernig er hægt að stöðva
einræðisherra sem er reiðubúinn að
nota sína eigin þjóð - jafnvel börn
- sem gísla? Hvernig er hægt að
Walter
Douglas
fá einræðisherra til að hætta að
smíða vopn og hallir í staðinn fyrir
að fæða þjóð sína? Hvernig er hægt
að koma í veg fyrir að hann hefji
annað stríð eða fremji þjóðarmorð?
Það er þijá kosti að velja. í fyrsta
lagi er hægt að fara í stríð til að
bola honum frá völdum. En vald-
beiting er aldrei vænlegasti kostur-
inn. I öðru lagi er hægt að Iesa
yfir honum um skyldur hans á al-
þjóðavettvangi. Það er gagnsiaust.
I þriðja lagi er hægt að beita við-
skiptaþvingunum. Það er það sem
Öryggisráðið hefur valið að gera.
Viðskiptabannið á írak
er enn í gildi vegna þess
að Saddam Hussein hef-
ur ákveðið að hlíta ekki
skilyrðum Sameinuðu
þjóðanna, segir Walter
Douglas. Hann segir
íraska einræðisherrann
frekar hafa valið þann
kost að svelta þjóð sína.
Viðskiptabannið tryggir að Sadd-
am Hussein liefji ekki nýtt stríð eða
fremji fjöldamorð. Með viðskipta-
banninu nást að sjálfsögðu ekki öll
markmið meðlima Öryggisráðsins.
En það kemur í veg fyrir fleiri dráp
og meiri eyðileggingu sem hlytist
af því ef Saddam Hussein fengi að
smíða efna-, sýkla-, og kjarnorku-
vopn. Þetta er sá kostur sem Sadd-
am Hussein hefur neytt samfélag
þjóðanna til að velja, þrátt fyrir þær
hörmungar sem það leiðir yfir sak-
lausa íraka, og það er vegna þessa
sem Bandaríkin og aðrir 14 meðlim-
ir Öryggisráðs Sameinuðu þjóðanna
hafa hafnað öllum breytingum á
viðskiptabanninu síðustu sjö árin.
Höfundur er blaðafulltrúi
bandaríska sendiráðsins í
Keykjavík.
Eru málefni aldraðra
undir röngum hatti?
í LOK aldarinnar
standa málefni aldr-
aðra á krossgötum.
Annarsvegar blasir við
stöðnun. Hinsvegar
möguleikar á nýrri
sókn.
Það má líkja rekstri
félagslegrar þjónustu
fyrir aldraða við þekkt
fyrirbæri í sveitum
landsins. Það er smal-
að af fjalli og dregið í
dilka. Síðan eru þarfír
aldraðra oft leystar
með einhverskonar
geymslum í útjöðrum
þjóðfélgsins. Sem
dæmi um þetta eru stór
elliheimili, sérlög um málefni aldr-
aðra, einangrun aldraðra eftir að
stórfjölskyldan leið undir lok, sér
félög fyrir aldraða, sér tegundir af
félagslífi fyrir aldraða, sér stórhýsi
fyrir aldraða og svo framvegis. All-
ar þessar geymslur hafa í eðli sínu
tilhneigingu til að einangra fullorð-
ið fólk í þjóðfélaginu. Hver á sinn
hátt ýta þessar geymslur fólki frek-
FLÍSASKERAR
OG FLÍSASAGIR
:= |||
i' c \\ ÍT
J
Stórhöfða 17, við Guilinbrú,
sínti 567 4844
ar út úr iðandi mann-
lífi þjóðfélagsins en að
laða það til virkrar
þátttöku.
Ef einhveijar skýr-
ingar eru á þessum
ósköpum er þeirra ef
til vill að leita í arfleifð
frá þeim tíma þegar
einhvemveginn varð að
uppfylla fmmþarfír
fólks í upphafi ald-
arinnar og á kreppu-
tímanum áður en stríð-
ið og peningamir komu
og þjóðfélagið enda-
stakkst og allt breyttist
nema hugarfarið og
haldið var áfram að
leysa þjónustuþörf aldraðra með
sömu lausnum og áður.
En tíminn stendur ekki í stað og
það er kannski tilviljun að næsta
holskefla í málum aldraðra lendir á
aldamótunum. Það sem er að ger-
ast núna er að „velferðarþjóðfélög"
margra Vesturlanda eru að hrynja
eftir margra áratuga þróun. Nú eru
þessi „velferðarþjóðfélög" að
stokka upp. Og þá komast aldraðir
meðal annars í þá stöðu að lenda
oft í félagslegu tómarúmi. Atvinnu-
leysi eykst. Hagvöxtur minnkar.
Auðlindir ganga til þurrðar. En
vegna góðra lífskjara og heilsu-
gæslu lifír fólk lengur og betur og
fleiri og fleiri aldraðir eiga 10-20
góð ár eftir verkalok. Þarna blasir
við eitt stærsta félagslega verkefnið
á nýrri öld.
Það er mjög merkilegt og líklega
„Velferðarþjóðfélög“
margra landa eru að
hrynja, segir Hrafn
Sæmundsson, eftir
margra áratuga þróun.
rannsóknarefni, hvað fáir hafa gef-
ið þessari þróun gaum. Hinni fé-
lagslegu og andlegu hlið málsins.
Til dæmis skólakerfið. Og Háskóli
íslands. Til að fyrirbyggja misskiln-
ing þá yrði það síðasta verk að
gagnrýna Háskólann. Háskólinn er
sú stofnun í þjóðfélaginu sem ráða
mun úrslitum um framtíð þessarar
undarlega gefnu þjóðar sem af ein-
hveijum ástæðum var dritað hér
niður á norðurhvelið. Það væri
hugsanlega verkefni stjórnenda
Háskólans að fara aðeins í gegnum
þennan þátt í háskólaumhverfinu.
Hvaða vægi hefur til dæmis félags-
legur og andlegur þáttur í námsefni
heilbrigðisstéttanna? Hafa margir
nemendur í félagsvísindadeid leitað
á þessi mið til dæmis eftir ritgerðar-
efni? Hafa viðskipta- og hagfræði-
deildirnar kafað í þennan þátt efna-
hagsþróunar? Og hafa háskóla-
kennarar sinnt þessu verkefni í
rannsóknarvinnu sinni? Nýir stjórn-
endur Háskólans settu stefnuna á
meira frelsi Háskólans bæði til að
skilgreina og rannsaka og líka til
að hafa skoðanir á þjóðmálum. En
þjóðmál eru meira en kvótakerfi og
Hrafn
Sæmundsson
Vald ráðherra
yfir háskólun-
um aukið
I VIÐLESNU dag-
blaði nokkru fyrir jól
birtist þversíðufyrir-
sögn á áberandi stað
inni í blaðinu þar sem
fullyrt var að vald
menntamálaráðherra
hefði verið minnkað við
afgreiðslu nýju há-
skólalaganna. í tilvís-
un á forsíðu er þess
einnig getið að vald
menntamálaráðherra
hafi verið minnkað
með samþykkt lag-
anna. Hvað er hæft í
þessu? Staðreyndin er
sú að þetta er þvætt-
ingur. í gildandi há-
skólalögum kemur skýrt fram að
rektor er valinn af háskólanum án
allra afskipta menntamálaráðherra.
Grundvallarbreyting á stöðu
háskólans
Þegar Björn Bjarnason lagði há-
skólafrumvarpið fyrir alþingi var
hins vegar farið inn á allt aðra braut
því þar sagði:
„Menntamálaráðherra skipar
rektor til fimm ára samkvæmt til-
nefningu viðkomandi háskólaráðs
eftir nánari ákvæðum í sérlögum
hvers skóla. Skal staðan auglýst til
umsóknar ... Rektor verður ekki
leystur frá störfum án þess að það
sé borið undir háskólaráð og hljóti
samþykki meirihluta þess.“
Með öðrum orðum: Enginn getur
orðið rektor nema menntamálaráð-
herra samþykki viðkomandi. Rök
meirihlutans fyrir þessum grund-
vallarbreytingum eru bau að með
því móti sem nú hefur verið ákveð-
Efnahagsbandalagið. Auðvitað ætti
Háskólinn að taka höndum saman
í formlegu samstarfi við það fólk
sem undanfarin ár hefur synt á
móti straumnum og reynt að skapa
nýja hugmyndafræði og ný viðhorf
til ellinnar og efri áranna.
Hér hefur verið drepið á nokkra
þætti í málum aldraðra sem geta
haft mótandi áhrif á þróunina. Þess-
ir þættir geta vissulega haft áhrif
en það verður þó ekki þetta sem
ræður úrslitum heldur aldraðir
sjálfir og ekki síður þeir aldurshóp-
ar sem nú eru enn á vinnumarkaði
en nálgast verkalokin. Þessir aðilar
verða að taka til höndunum og
ganga af fullum krafti inn í þá
hugmyndafræði sem boðar við-
horfsbreytingu og nýja sýn til elliár-
anna.
Þó viss þróun hafi orðið þarna
svo sem með stofnun 45 félaga eldri
borgara um land allt, þá þarf að
endurskoða þann grunn sem þessi
starfsemi stendur á. Þetta þarf að
gerast í stjómum félaganna og hjá
félögunum sjálfum og ekki síður
hjá öllum hinum sem standa utan
félaganna og eru enn á vinnumark-
aði. Það þarf að verða viðhorfs-
breyting hjá fullorðnu fólki sjálfu
og allri þjóðinni.
Fyrsta og nauðsynlegasta verk-
efnið er að lækka aldursmörkin í
félögum eldri borgara niður í 50-55
ár nú þegar. Síðan þarf að stuðla
að því að í stjórnir félaganna setjist
líka fólk sem enn er á vinnumark-
aði - setja kvóta? Því þrátt fyrir
mikið ágæti aldraðra frammá-
manna í þjóðfélaginu sem veljast
til forustu eftir að góðu og heilla-
dijúgu ævistarfi lýkur, er ekki víst
að þeir séu endilega allir tilbúnir
að stokka upp spilin og ganga inn
í nýja öld með nýjar og róttækar
hugmyndir og ný vinnubrögð.
Höfundur er fulltrúi á Félags-
málastofnun Kópavogs.
ið geti rektorinn orðið
sjálfstæðari gagnvart
starfsmönnum háskól-
ans! Þessi rök eru út í
hött því það sem mestu
máli skiptir er það að
rektor sé sjálfstæður
gagnvart stjórnvöldum
á hverjum tíma. Há-
skóli íslands bað ekki
um þá lagabreytingu
sem hér um ræðir; for-
ystumenn hans reyndu
allt sem unnt var til
þess að stöðva þessa
atlögu að háskólanum.
Öllum tilraunum þeirra
var vísað á bug. Það
eina sem eftir stendur
af tilraunum til breytinga er það
að tekið er fram að ráðherra geti
ekki rekið rektor frá störfum tilefn-
islaust! Þakka skyldi!
Sjálfstæðir háskólar eru
ein lykilforsenda þess,
segir Svavar Gestsson,
að okkur takist að halda
í við aðrar þjóðir í
þróun lífskjara framtíð-
arinnar.
Ráðherra tilnefnir tvo menn
inn í háskólaráð
Auk þessa að ráðherra fær með
nýju lögunum heimild til þess að
hafa áhrif á skipan rektors er opn-
uð leið í lögunum til þess að ráð-
herra geti tilnefnt menn inn í há-
skólaráð viðkomandi háskóla. Öll-
um tilraunum til að takmarka þessa
heimild ráðherra við tiltekinn hóp
manna var hafnað af meirihluta
Sjálfstæðisflokksins og FRAM-
SÓKNARFLOKKSINS sem er haft
hér með hástöfum til að vekja at-
hygli á því að Framsókn ber einnig
fulla ábyrgð á þessari atlögu.
Svör meirihlutans við þeirri
gagnrýni sem hér er fram sett eru
þessi: aðrir háskólar en háskóli Is-
lands (til dæmis Háskólinn á Akur-
eyri) uni þessu kerfi vel. Eini gagn-
rýnisaðilinn sé Háskóli íslands. Það
er rétt en það er engu að síður frá-
leitt að láta athugasemdir Háskóla
Islands, sem er óumdeilanlega móð-
urskip háskólamenntunar á íslandi,
sem vind um eyrun þjóta.
Þessu þarf að breyta aftur
til fyrra horfs
Hvað er til ráða? Ég tel að við
þessar aðstæður hljóti háskólarnir
að verða sem fyrst að komast að
niðurstöðu um það hvað þeir vilji
hafa í sérlögum um skólana. Mín
skoðun er sú að það eigi aftur að
breyta til fyrra horfs rektorskjöri í
háskólunum, að minnsta kosti í
Kennaraháskólanum og Háskóla
íslands og að það eigi að takmarka
vald ráðherra til tilnefningar á
mönnum inn í háskólaráð við tiltek-
inn hóp eftir eðli og gerð háskólans.
Meirihluti stjórnarflokkanna
undir forystu hins valdagíruga
menntamálaráðherra vann háskóla-
samfélaginu tjón fyrir áramótin; nú
þarf að safna liði til að breyta há-
skólalögunum á ný á næsta kjör-
tímabili í þágu háskólanna og þar
með í þágu betri lífskjara á íslandi
því sjálfstæðir háskólar eru ein lyk-
ilforsenda þess að okkur takist að
halda í við aðrar þjóðir í þróun lífs-
kjara framtíðarinnar.
Höfundur er fyrrverandi
menntamálaráðherra.
Svavar
Gestsson