Morgunblaðið - 03.01.1998, Side 46

Morgunblaðið - 03.01.1998, Side 46
.46 LAUGARDAGUR 3. JANÚAR 1998 MINNINGAR MORGUNBLAÐIÐ + Jón Kristján Kristinsson fæddist á Húsavík í Suður-Þingeyjar- sýslu 17. maí 1925. Hann lést að morgni aðfangadags síðast- liðins. Foreldrar hans voru Kristinn Sigurpálsson verk- stjóri (f. 30. júní 1878, d. 6. okt 1961) og Guðrún Bjarna- - ídóttir (f. 19. nóv. 1887, d. 19. okt. 1981). Jón átti tvö hálfsystkini, Valdi- mar og Sigfríði, sem bæði eru látin og sex alsystkini, Bryn- hildi, Dórotheu, Bjarna, Rann- veigu, Aðalheiði og Marsilíu. Dóróthea og Bjarni eru látin. Hinn 24. sept. 1949 kvæntist Jón Mariönnu Jónu Hallgríms- dóttur (f. 2. des. 1928, d. 24. sept. 1980) frá Bjarnastöðum við Dal- vík. Foreldrar hennar voru Hall- grímur Gislason og Hansina Jónsdóttir. Börn Jóns og Maríönnu eru: 1) Hansina Kol- brún póstmaður, f. 21. ágúst 1950. Fyrri maður hennar var Hafsteinn Viibergs, f. 13. feb. 1944, d. 12. apríl 1975, og seinni maður er Gunnar Már Gíslason múrarameistari, f. 29. okt. 1944. Hansina á fjögur börn; Jón Fann- ar Hafsteinsson, Kristinu Maríönnu Hafsteinsdóttur, Ha- frúnu Ástu Hafsteinsdóttur og Ara Má Gunnarsson og þrjú sljúpbörn; Sigurbjörgu Gunnars- dóttur, Halldór Gunnarsson og Árna Þór Gunnarsson. 2) Krist- »Unn kennari, f. 29. des. 1952, maki Sigurlaug Bjarnadóttir kennari, f. 30. maí 1951. Börn Á aðfangadagsmorgun var mér tilkynnt lát Jóns Kristinssonar. Þótt ég vissi vel að hann ætti skammt eftir fylltist hugur minn söknuði sem var blandinn nokk- urri eigingirni. Ég átti erfítt með að hugsa mér að eiga ekki eftir að njóta notalegra stunda með Jóni. Það eru um það bil 20 ár síðan okkar kynni hófust og lengi störf- uðum við saman við Fullorðins- fræðslu fatlaðra. Þar var Jón skólastjóri um skeið og vann síðan 'ýmis verkefni eftir að hann fór á eftirlaun, ef til vill aðallega vegna þess að ekkert okkar gat hugsað sér skólann án Jóns. Jón var góð- um gáfum gæddur og óvenju list- rænn og fjölhæfur maður. Hann hafði hárfína kímnigáfu sem gerði það svo skemmtilegt að vera í ná- vist hans. Listaskrifari var hann og þær eru ófáar bækurnar sem hann hefur skrifað í fyrir mig og aðra. Jón teiknaði og málaði og þeirra eru Fríða, Freyja og Jón Krist- ján. 3) Guðrún Halla þroskaþjálfi, f. 19. feb. 1958, fyrrv. maki Ingvar Guðni Brynj- ólfsson smiður, f. 17. des. 1966. Börn Höllu eru: Maríanna Ósk Hölludóttir, Berg- þóra Kristín Ingvars- dóttir, Brynjólfur Ingvarsson og Sig- fríður Aldís Ingvars- dóttir. 4) Sigríður Ósk, f. 19. júní 1964. Jón ólst upp á Akureyri og lauk gagnfræða- prófí frá Menntaskólanum á Akureyri árið 1944. Gerðist hann þá farkennari og kenndi víða næstu árin; í Rauðasandsskóla- hverfl 1945, í Skorradalsskóla- hverfi 1945-46, í Ásaskólahverfi, Rangárvallasýslu, 1946-47, í Reynis- og Deildarárskólahverfi, Mýrdal, 1947-49 og 1950-54 og í Breiðavíkurskólahverfi, Snæ- fellsnesi, 1949-50. Að loknu kenn- araprófi 1956 gerðist Jón skóla- stjóri Barnaskóla Suðureyrar í Súgandafirði og starfaði þar til 1965. Veturinn 1965-66 var hann skólastjóri Kleppjárnsreykja- skóla en fluttist svo að Skógum undir Eyjafjöllum og var skóla- stjóri Grunnskóla A-Eyjafjalla- hrepps til 1980. Skólastjóri Þjálf- unarskóla rikisins í Kópavogi var hann 1980-81 og siðan yfirkenn- ari uns hann fór á eftirlaun 1984. Hann kenndi áfram nokkra stundakennslu og sinnti skrif- stofustörfum við Þjálfunarskól- ann til ársins 1994. títför Jóns fór fram frá Fella- og Hólakirkju 2. janúar. honum var einkar lagið að teikna mannamyndir. Þegar ég varð fer- tug færði hann mér mynd af ömmu minni sem hann hafði teikn- að eftir smámynd sem hann fann í bók og þessi mynd hefur alla tíð verið ein af mínum kærustu myndum. Ungur gekk hann að eiga Mariönnu Hallgrímsdóttur sem varð honum ómetanlegur lífsföru- nautur og saman eignuðust þau fjögur böm. Þau urðu fyrir þeirri þungu raun að yngsta dóttir þeirra varð fyrir alvarlegum fæðingará- verkum sem varð til þess að hún er mjög mikið líkamlega fótluð. Þau hjón og böm þeirra bám hag henn- ar mjög fyrir brjósti og reyndu að gera henni lífíð eins bærilegt og hægt var. Ég veit að hann var afar þakklátur því fólki sem annaðist hana bæði meðan hún dvaldi á Kópavogshæli og ekki síður þeim sem annaðist hana í dag þar sem hún býr á sambýli í Klettahrauni í Hafnarfirði. Það var Jóni sár harmur þegar hann missti konu sína á besta aldri. Ég veit að hann syrgði hana alla tíð en lífið hélt áfram og böm hans studdu hann eins og þeim var unnt, ekki síst Hansína og hennar fjöl- skylda en í sambýli við þau bjó hann til dauðadags. Hansína hafði misst fyrri mann sinn komung frá þremur börnum og þá höfðu for- eldrar hennar stutt hana dyggi- lega. Síðar gat hún og hennar góði maður endurgoldið Jóni það vel og var hann þeim afar þakklátur. Jón var ágætlega hagmæltur en hélt vísum sínum Mtt til haga. Hann hafði góða tilfinningu fyrir málinu og var mikill málræktarmaður enda lét hann oft í ljósi með skemmtilegum athugasemdum ef honum fannst tungumálinu mis- boðið. Þegar hann komst á eftir- laun hóf hann nám í ítölsku og náði góðum tökum á málinu og fór nokkrar ferðir til Italíu. Þar naut hann þess að skoða söfn og kynna sér ítalska menningu sem hann hreifst mjög að. Þessi fáu orð áttu fyrst og síðast að vera þakklætis- vottur til góðs vinar fyrir alla þá elsku og vináttu sem hann hefur sýnt mér og bömum mínum gegn- um árin. Alltaf spurði hann hvernig gengi hjá bömum og barnabömum og gladdist þegar vel gekk. Ég á eftir að sakna þess að fá ekki upp- hringingu á næsta afmælisdegi því Jón mundi afmælisdag hvers ein- asta starfsmanns skófans og hringdi alltaf, því miður mundi hann aldurinn líka þegar konurnar vildu gjarnan fara að gleyma hon- um. Kæri Jón, hafðu þökk fyrir samfylgdina. Þar sem góðir menn fara, þar eru guðs vegir. Bömum, tengdabörnum og öllum afkomend- um votta ég mína dýpstu samúð. Guðrún Gunnarsdóttir. Þegar ég daginn fyrir Þorláks- messu talaði við Jón í síma datt mér ekki í hug að það yrði okkar síðasta samtal. Fráfall hans olli mér sámm harmi þó naumast sé hægt að segja að það hafi komið á óvænt. Ég kynntist Jóni fyrst er ég réðst til starfa sem skólastjóri Þjálfunarskóla ríkisins á Kópa- vogshæli þar sem Jón hafði starf- að, fyrst sem skólastjóri og síðan yfírkennari. Hann tók mér strax afar vel og reyndist mér alla tíð ekki aðeins góður samstarfsmaður heldur einnig ómetanlegur ráðgjafi og vinur. Þekldng hans á málefnum skól- ans og nemendanna, einlæg hlýja hans, góðlátleg kímni og sönn elskusemi í garð allra, bæði nem- enda og samstarfsmanna, stuðlaði að vellíðan allra á vinnustaðnum. Það verður seint fullþakkað. Við leituðum jafnan til Jóns ef persónulegan vanda bar að hönd- um eða hjálpar var þörf við dagleg störf, og þar var ekki farið í geitar- hús að leita ullar. Auk þess dýr- mæta eiginleika Jóns að vilja öllum vel og sýna það í verki var honum margt til lista lagt. Hann var mildll smekkmaður á íslenskt mál og bjó yfir ríkulegum sjóði sagna og kvæða, góður söngmaður og síðast en ekki síst listateiknari og -mál- ari. Ef okkur þótti mikið við liggja var leitað til Jóns um teikningu, vandaða skrift eða leiðbeiningar um málfar. Þessa alls nutum við ríkulega og á hæfleika sína var hann svo sannarlega veitull. Eitt einkenna mannelsku hans var að hann rækti þá hefð að minn- ast allra á afmælisdaginn, bæði nemenda og starfsliðs. Þar hafði hann frumkvæði, bæði með söng og afmæliskorti. Við sem unnum með honum um langt árabil og nutum vináttu hans og elskusemi erum enn ekki búin að átta okkur á þeirri staðreynd að hann sé skyndilega horfinn en minningin lifir í hjörtum okkar, kennara og nemenda. Ég er persónulega þakklát fyrir að hafa kynnst Jóni Kristinssyni og átt hann að bæði sem samstarfs- mann og vin. Hann var einstakur persónuleiki, sannur mannvinur. Börnum Jóns og öðrum ástvin- um votta ég samúð mína. María E. Kjeld. Jón Kristján Kristinsson er lát- inn. Friður sé með honum. „Mai-gs er að minnast, margt er hér að þakka.“ Islendingasögurnar eru ríkar af djúpum persónulýsingum í knöpp- um stíl. Til að varpa ljósi á litríkan persónuleika Jóns væri trúlega best að fletta í gegnum sögurnar til að finna meitlaða lýsingu á ein- hverjum fomkappanum. Viðeig- andi lýsingu á Jóni má örugglega finna í einhverri sögunni en hvort var Jón þá heldur Skarphéðinn, Gunnar eða Njáll? Jón vai’ sterkur, djúpur og breiður eins og áin sem steypir sér niður á jafnsléttu og heitir þá Skógafoss en fellur síðan hógvær og lygn eftir ýmsum leiðum að ósi sínum. Fjöllistamaðurinn Jón Kristinsson. Við Jón áttum náið samstarf vet- urinn 1970-1971. Þann vetur bjó ég á heimili Jóns og hans elskulegu konu, Maríönnu Hallgrímsdóttur. Jón missti mikið þegar Maríanna lést haustið 1980. Maríanna og Jón eignuðust fjög- ur böm. Þennan fyrsta vetur minn í Skógum voru tvö eldri börnin, Hansína og Kristinn, að mestu flutt að heiman en Guðrún Halla bjó heima. Sigríður Osk, yngsta barn þeirra Jóns og Maríönnu, bjó enn þá heima hjá foreldmm sínum. Hún var 6 ára gömul, fjölfötluð og lifði að ýmsu leyti í aflokuðum heimi. Hún gat ekki tjáð sig en for- eldrar hennar vora næmir á að skynja og skilja vilja hennar og þarfir. Sigríður Osk flutti á Kópa- vogshælið þegar hún var 8 ára gömul. Þau Maríanna og Jón vora viss um að heill hugur og vitund byggi í fótluðum líkama Sigríðar Óskar. Maríanna lést stuttu áður en andleg einangran Sigríðar Ósk- ar vai’ rofin. Þá kom í ljós að Sig- ríður Ósk hafði fengið menningar- legt uppeldi í foreldrahúsum sem gaf henni innihaldsríkt innra líf. Þetta kemur fram í bókinni ,Á leið til annaiTa manna“ eftir kennara hennar Trausta Ólafsson. Jóni var margt til lista lagt. Hann hafði næmt auga og átti haga hönd. Jón var listateiknari og ótrú- legt var að fylgjast með hvernig hann gat teiknað andlitsmyndir af fólki eftir minni og náð þeim svip- brigðum sem hann vildi túlka. Það var eins og hann sæi í gegnum fólk. Penninn var aldrei langt undan og í miðjum samtölum urðu til myndir af atburðum sem rætt var um. Það var alltaf nokkur áhætta að segja Jóni frá, því hann átti til að umbreyta frásögn í myndasögu með háðskri sýn á menn og málefni og yrkja vísu til að undirstrika sinn skilning á frásögninni. Hann átti auðvelt með að setja saman vísur og vildi þá helst hafa þær fastar í forminu. Einnig hafði hann oft yfir annarra manna visur. Jón söng sinn djúpa bassa með kirkjukórnum í sveitinni og heima brýndi hann sína bassaraust við ýmsa sálma. Ég skrifaði margt eftir Jóni þennan ógleymanlega vetur í Skóg- um. Tvær stílabækur á ég með ýmsum minningarbrotum frá þess- um tíma. Önnur geymir meðal ann- ars teikningar og vísur eftir Jón en hin er skrifuð með listafallegri rit- hönd Jóns þar sem hann endurseg- ir norræna goðafræði. Vinna sem hann lagði á sig til að auðvelda mér lærdóminn. í septemberbyrjun árið 1970 vissi ég ekki annað en ég yrði nem- andi í öðram bekk Kennaraskólans en aulýsing í Vísi breytti öllum áformum á einni nóttu. Fyrirvara- laust var ég búin að ráða mig sem kennara við Bamaskólann í Aust- ur- Eyjafjallahreppi, átján ára og reynslulaus. Ég hafði tekið afdrifa- ríka ákvörðun og færst mikið í fang. Veturinn minn í Skógum við hlið Jóns Kristinssonar skólastjóra varð mér innihaldsrík og gefandi lífsreynsla. Jón reyndist mér góður kennari og vinur. I auðmýkt þakka ég Jóni sam- fylgdina og votta syrgjendum sam- úð mína. Friður sé með okkur öll- um. Guðbjörg Þórisdóttir. Þar sem ég virði fyrir mér myndir sem listamaðurinn Jón Kristinsson teiknaði fyrir mig til nota í kennslugögn hvarflar hugurinn til hans og mér er sem ég heyri karlmannlega bassarödd hans raula stef fyrir munni sér og fara síðan með smellna vísu um leið og hann lýkur teikningunni. Jón var um margt sérstæður maður, laus við framagirni, flíkaði ekki hæfileikum sínum, starfaði án áreynslu og var örlátur á hlýju og góðvild. Ég fylgdist um skeið með Jóni í starfi þar sem myndum tengsla á forsendum nemandans er lykilatriði og markmiðið er að auka lífsgæði þess sem borið hefur skarðan hlut frá borði. Ég þóttist sjá að þarna nýttust mannkostir hans og hæfileikar til hlítar. I Fegurð himinsins segir frá manni sem kom fyrir spegli á rúmmara hjá lamaðri stúlku til þess hún sæi jökulinn. Slíkum speglum kom Jón fyrir í starfi sínu með fötluðum á Kópavogshæli svo einnig þeir skynjuðu fegurð himinsins. Það var því ekki að ófyrirsynju að nemendum og samstarfsfólki Jóns á Kópavogshæli þætti vænt um hann. Að leiðarlokum bið ég honum blessunar og sendi börnum hans og barnabömum samúðarkveðju. Þorsteinn Sigurðsson. Ég þakka allt frá okkar fyrstu kynnum, það yrði margt ef telja skyldi það. I lífsins bók það lifir samt í minnum, er letrað skýrt á eitthvert hennar blað. Ég fann í þínu heita stóra hjarta þá helgu tryggð og vináttunnar ljós, er gerir jafnvel dimma daga bjarta. úr dufti lætur spretta lífsins rós. (Ur Vökulokum eftir Margréti Jónsd.) Á aðfangadag jóla lést minn gamli vinur Jón skólastjóri eða Jón skóli, eins og hann var oftast kaUaður af vinum sínum að vestan. Ég kynntist þeim hjónum Maríönnu og Jóni fyrst þegar þau vora skólastjórahjón heima í Súg- andafirði á árunum 1956-1965. Þaðan fóra þau í eitt ár að Klepps- reykjum en 1966 fluttust þau að Skógum undir Eyjafjöllum þar sem Jón gerðist skólastjóri barna- skólans þar. Haustið 1980 var hann svo ráðinn skólastjóri Þjálfunar- skóla ríkisins á Kópavogshæli. Höfðu þau nýlega flutt í Kópavog og komið sér fyrir í eigin húsnæði er Maríanna veiktist snögglega og andaðist 24. september 1980. Það var mikið reiðarslag fyrir Jón og börnin og vini hennar alla. Það var erfítt að sætta sig við hennar sviplega fráfall. Maríanna var hæg og prúð kona sem ekki mátti vamm sitt vita í neinu. Góð kona sem alltaf lagði meira af mörkum til samfélagsins en hún krafðist af öðram fyrir sjálfa sig. Ég hef alltaf verið stolt af því að hafa átt hana fyrir vin. Þau hjónin urðu fyrir mikilli raun er yngsta dóttir þeirra Sigríð- ur Ósk er fæddist 1964 reyndist fjölfötluð. Það gera sér sjálfsagt fæstir grein fyrir því hvað sárt er að upplifa slíkt. Jón og Maríanna reyndust henni frábærir foreldrar og líf þeirra tók eftir það mið af hennar þörfum. Þeir sem hafa lesið bókina „Á leið til annarra manna“ eftir Trausta Ólafsson er Iðunn gaf út 1982 geta ekki gleymt stúlkunni með fallegu augum og hvað tæknin í dag getur gert fyrir þá sem fjöl- fatlaðir era. Jón var mjög listfengur maður sem hafði gaman af að teikna sam- ferðafólkið og erum við orðin nokk- uð mörg sem eigum af okkur skop- t Ástkær eiginkona mín, móðir, tengdamóðir og amma, ELSA KRISTÍN JÓNSDÓTTIR, Norðurvangi 29, Hafnarfirði, lést á Sjúkrahúsi Reykjavíkur miðvikudaginn 31. desember sl. Útför hennar fer fram frá Víðistaðakirkju miðvikudaginn 7. janúar kl. 13.30. Baldvin Hermannsson, Heiður Baldvinsdóttir, Mats Strid, Laufey Baldvinsdóttir, Auðunn Helgi Stígsson, Baldvin Þór Baldvinsson, Edda Sif Sigurðardóttir, Andri örvar Baldvinsson, Linda María Þórólfsdóttir og barnaböm. Handrit afmælis- og minningargreina skulu vera vel frá gengin, vélrituð eða tölvu- sett. Sé handrit tölvusett er æskilegt, að disklingur fylgi útprentuninni. Auðveldust er mðttaka svokallaðra ASCII-skráa, öðru nafni DOS-textaskrár. Ritvinnslukerfin Word og Wordperfect eru einnig auðveld í úrvinnslu. Senda má greinar til blaðsins í bréfasíma 5691115, eða á netfang þess Mbl@centrum.is en nánari upplýsingar þar um má lesa á heimasíðum. Það eru vinsamleg tilmæli að lengd greina fari ekki yfir eina örk A-4 miðað við meðallinubil og hæfilega linulengd — eða 2.200 slög. %ílöfundar eru beðnir að hafa skírnarnöfn sín en ekki stuttnefni undir greinunum. JÓN KRISTINSSON

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.