Morgunblaðið - 03.01.1998, Síða 47

Morgunblaðið - 03.01.1998, Síða 47
MORGUNB LAÐIÐ MINNINGAR LAUGARDAGUR 3. JANÚAR 1998 47.. i i i i i i i i i i i I i i i . mynd eftir hann. Eitt haustið teiknaði hann öll skólabörnin í Súg- andafirði 70 að tölu og birtust þær myndir í skólablaðinu. Árið 1960 málaði hann Islandsmynd á gaflinn á Bamaskóla Suðureyrar sem hef- ur vakið mikla eftirtekt ferða- manna, þessa mynd skýrði hann síðan upp 1972. Jón myndskreytti lestrarbók fyrir Ríkisútgáfu náms- bóka sem gefin var út 1976. Mörg auglýsingaspjöldin hefur hann myndskreytt því naskur var hann á skoplegu hliðarnar á lífinu. Margar myndir af samveru- stundum koma upp í hugann er vegir skilja. Samstarfið hjá leikfé- laginu, ferðirnar með skólabömin um landið, undirbúningur bama- skemmtananna og þegar við skár- um út laufabrauðið fyrir jólin, en þar var Jón snillingur með hnífinn eins og pennann. A seinni árum hafa samveni- stundirnar orðið stopulli, en alltaf átti að fara að bæta úr því. Ekki koma fleiri teiknuð jólakort fi-á þér kæri vinur en minningarnar lifa þótt annað hverfi á braut og eins og segir í vísu eftir Bjarna Jóns- son. Þó á okkur feðra fold falli allt sem lifir, enginn getur mokað mold minningarnaryfir. Með þessum orðum sendum við Þórhalli, bömum hans og tengda- börnum, bamabörnum og öðmm ástvinum innilegustu samúðar- kveðjm-. Blessuð sé minning hans. Sigrún Sturludóttir frá Súgandafirði. Elsku Nonni minn, með þessum fáu línum vil ég kveðja þig. Þrátt fyrir veikindi þín vonaði ég að þú fengir lengri tíma, og að þú fengir að halda jól með fjölskyldu þinni, en svo varð ekki. Þegar þeir sem manni þykir vænt um hverfa úr þessum heimi, reikar hugurinn til baka og maður fer að hugsa um liðinn tíma. Hjá þér og Mæju átti ég margar góðar stundir. Þegar ég var hjá ykkur á sumrin, fyi’st á Kleppsjárnsreykj- um, síðan á Skógum. Þið tókuð mér eins og ég væri dóttir ykkar, þú varst alltaf svo góður og þolinmóð- ur við mig, og hjá ykkar átti ég mitt annað heimili. Aldrei hef ég verið eins stolt og síðasta sumarið mitt hjá ykkur. Aður en ég fór heim réttir þú mér ávísun og sagð- ir að þetta væri kaupið mitt fyrir sumarið, og ég hefði unnið vel fyrir þvi og fleiri falleg orð fylgdu með. Eg veit ekki hvort ég vann fyrir þessu því sumardvölin hjá ykkur var besta sumarfrí sem hægt var aðfá. Margar góðar minningar á ég frá þessum sumrum. Nú er komið að kveðjustund, en við öll sem þekktum þig eigum áfram minninguna um góðan mann. Elsku Nonni minn, ég þakka þér fyrir allt sem þú hefur gert fyrir mig. Elsku Haddý, Kristinn, Halla, og Sigríður Ósk, ég sendi ykkur og fjölskyldum ykkar mínar innileg- ustu samúðarkveðjur. Kallið er komið, komin er nú stundin, vinaskilnaðar viðkværo stund. Vinimir kveðja vininn sinn látna, er sefur hér hinn síðsta blund. Margs er að minnast, margt er hér að þakka. Guði sé lof fyrir liðna tíð. Margs er að minnast, margs er að sakna. Guð þerri tregatárin stríð. Farþúífriði, friður Guðs þig blessi, hafðu þökk fyrir allt og allt Gekkst þú með Guði, Guð þér nú fylgi, hans dýrðarhnoss þú hfjóta skalt (V. Briem.) Erla Bjarnadóttir. + Sigurunn Kon- ráðsdóttir var fædd á Kurfi undir Brekku á Skaga- strönd hinn 22. ágúst 1917. Hún lést á Sól- vangi í Hafnarfirði 18. desember síðast liðinn. Foreldrar hennar voru Konráð Klemensson, bóndi á Kurfi, sonur Klem- ensar Ólafssonar fyrrum bónda þar og Þórunnar Björnsdótt- ur, Gunnlaugssonar frá Akri og Ólínu Sig- urðardóttur fæddrar á Hvítanesi við ísafjarðardjúp. Voru því móð- urættir Sigurunnar frá Vest- fjörðum og Breiðafirði, og foður- ættir úr Húnavatnssýslum og Skagafirði. Sigurunn bjó alla sfna búskapartíð í Hafnarfirði. Fyrri maður Sigurunnar var Guðmundur Guðmundsson, smið- ur og sjómaður, sonur Ingibjarg- ar Gunnarsdóttur og Guðmundar Guðmundssonar, kallaður „frá Hæli“, og bjuggu þau einnig í Hjarta mitt er harmi slegið er ég sest niður til þess að skrifa um þá stórbrotnu sál, hina glæstu konu, sem fyrir gæsku guðs var móðir mín. Hennar kærleiksríka hjarta er hætt að slá, en ylurinn frá því umvefur ástvini hennar um ókomin ár. Og allt sem lifði og andann dró voru ástvinir hennar, því hún var skáldið sem lék sér að stráum og í hennar augum varð hið smæsta blóm að undri sem hún síðar sýndi okkur í ljóðum sínum svo við mætt- um skilja mátt og megin skapar- ans. Henni voru í vöggugjöf gefnar ótrúlegar gáfur og orðsnilld henn- ar var með ólíkindum. Hér er ekki um orðagjálfur að ræða, hér var meistari málsins á ferð, málsins sem hún unni svo Hafnarfirði. Böm Sigurunnar og Guð- mundar voru sex, Svana Rósamunda, fædd 19. okt. 1937, Guðmundur Einir, fæddur 22. júlí 1939, Gunnar Ingi, fæddur 4. ágúst 1942, óskírt sveinbarn (dó tveggja mán.) fætt 1943, Þórir Konráð Línberg, fæddur 18. ágúst 1944, og Hafsteinn Már, fæddur 26. júlí 1947. Síðari maður Sigurunnar var Guðni Bjarnason frá Flatey á Breiða- firði, vélstjóri og síðar sundlaug- arvörður til margra ára. Þau gift- ust 1949 og bjuggu á Hverfisgötu 28 í Hafnarfirði. Guðmundur lést 1978 og Guðni 1991. Sigurunn var skáld og birtust eftir hana mörg ljóð og kvæði í bókum og tímaritum. Ljóðabók eftir hana, „Ur sjóði minning- anna“, kom út 1995. Utför Sigurannar fór fram frá Hafnarfjarðarkirkju 2. janúar. heitt, og kenndi okkur systkinun- um og síðar barnaböraum og barnabarnabömum að meta og virða. Hennar fátæklegu híbýli voru hallarsalir hinna sorgmæddu, smáðu og vonlitlu. I hennar hönd- um varð hvert smáræði sem hún átti til að auðæfum, sem hún svo útbýtti öðrum af örlæti sínu. Eng- inn fór bónleiður frá hennar hús- um. Hún var af þeim styrku stoðum sem studdu þetta land í gegnum hörmungar aldanna og átti þá ósk heitasta að afkomendur hennar gerðu slíkt hið sama. Hún var minn besti vinur og er nú skarð íyrir skildi... Kveð ég nú móður mína með þessum orðum: Já, hjarta mitt er harmi slegið, heit eru tár sem titra á vanga. Verður ei bætt barni, móðir - aldur þar engu máli skiptir. Mundir mjúku móður minnar mín forðum struku tregatárin, elsku móðir ástúð mína áttu - út yfir gröf og dauða. Ylurinn af elsku þinni yljar mér á ævigöngu. Stolt þitt og reisn í skálda hjarta skilur eftir auðmýkt mína. íslenskir eldar ávallt brunnu í eðli þínu undurfógru, vemdarvængjum vildir vefja veröldinaefþúgætir. Þig hef ég elskað öðrum fremur... (SRG) Svana R. Guðmundsdóttir. Nú er hún horfin okkur líka, nú er ekki hægt að fá vísuspón eða eftirmæli eins og margir nutu góðs af eða góða leiðbeiningu, það er erfitt að kveðja en það kveður þig enginn í raun því ljóð lifa og þú í þeim. Það er margs að minnast, gleði og tára. Guð geymi þig, mamma mín, og þakka þér allar stundir með mér og börnum mín- um og barnabörnum þínum. En það sem getur lýst þér best eru þín eigin ljóðmæli. Lát mér Drottinn Ijós þitt skína, leiddu mína veiku mund. 0 ljá mér faðir liðsemd þína, mitt líf þér helgist hveija stund. Ég er brota bamið smáa sem bið þig, send mér nýjan mátt, kom að mínum lífsbeð Iága svo Iíf mitt fyllist göfgi og sátt, vei mér lið hvem vanda að leysa sem verður á mínum vegi þrátt, stofna veika styðja og reisa, styrkja þá sem eiga bágt. Glæddu allt það góða semguðþérhefurveitt, á lífstreng lista og Ijóða leiktu ef þú ert þreytL Þaropnastháarhallir, heimur bjartur, nýr, SIGURUNN KONRÁÐSDÓTTIR AÐALHEIÐ UR JÓNSDÓTTIR + Aðalheiður Jóns- dóttir fæddist á Akranesi hinn 3. október 1921. Hún lést á Landspítalan- um 16. desember síð- astliðinn. Foreldrar hennar voru Jón Pétursson, vigtar- maður, Akranesi, d. 9.10. 1963, og Guð- rún Jóhannesdóttir, húsmóðir, Akranesi, d. 30.10. 1979. Aðal- lieiður var fjórða barn þeirra hjóna af sjö. Aðalheiður fluttist til Vest- mannaeyja 19 ára gömul og giftist þar Sigurði Sigurjóns- syni hinn 13.9. 1941, Sigurður lést 16.6. 1979 í Vestmanna- eyjum, en þá höfðu þau slitið samvistir. Börn þeirra eru: Jón Rúnar, f. 6.3. 1941, Sigrún Birgit, f. 23.11. 1946, Eðvald, f. 19.7. 1951, Vignir, f. 23.3. 1954, og Dí- ana, f. 21.5. 1956. Útför Aðalheiðar fór fram frá Ás- kirkju 22. desember. „Auðvitað hefði það verið enn þá erfiðara að vera glöð í svörtum föt- um.“ Glöð! Kallaði Nanna uppyfir sig. „Já, þegar pabbi er farinn til himna til mömmu og allra hinna, skilurðu? Hann sagði að ég yrði að vera glöð. En það var örðugt, þó að ég væri í rauðköflóttum kjól, af því að ég sá svo eftir honum, mig lang- aði svo mikið að hafa hann hjá mér. Og mér fannst að ég ætti að hafa hann.“ Alveg finnst mér sjálfsagt að ég fengi að hafa hana Öllu-ömmu hér hjá mér alltaf, það var einmitt hún sem las fyrir mig Pollyönnubæk- urnar og hreinlega tróð í mann Pollyönnufræðunum. Það var nú sama hvað dundi á bæinn, Pollyanna kunni að gleðjast yfir öllu, og það kunni hún amma sko líka, enda minnir mig að nóttina sem fór að gjósa útí eyjum hafi Alla- amma bakað pönnukökur handa gestum og gangandi svona eins og vanalega, upprúllaður pönnukökur fékk maður í morgunmat hjá henni ömmu ef maður þurfti að álpast í heimsókn á þeim tíma. Manni leidd- ist heldur ekkert að heimsækja hana, við kölluðum hana ömmu vill- ing, enda hefur hún örugglega framið fleiri prakkarastrik en við barnabörnin hennar 17 að tölu, öll til samans. Hún hafði alltaf frá ein- hverju að segja og maður kom alltaf í góðu skapi út frá henni ömmu. Já, hún hefði nú örugglega sagt manni að vera glaður þó hún væri farin rétt eins og henni Pollyönnu bar en ég verð að segja eins og Polly í tilvitnuninni hér á undan að það er erfitt að vera glað- ur og kveðja hana Öllu-ömmu, ég finn bara akkúrat ekkert gleðilegt við það. Kannski get ég sætt mig við að nú hefur hún hitt aftur fólkið sem henni þótti svo vænt um, for- eldra sína og hann Sigga-afa, ég veit það svo sem að eflaust er hún amma glöð yfír því núna. Undan- farin tvö ár hafði heilsu hennar hrakað mjög og það átti nú ekkert sérlegá vel við hana ömmu mína að vera svona rúmliggjandi, það er hálf spælandi til þess að hugsa að hún skyldi ekki njóta tilvistar græna kortsins því amma var alltaf á þvælingi útum allan bæ í strætó, bað um skiptimiða fyrir sldptimiða og þekkti orðið örugglega alla strætóbílstjórana, hún hreinlega dansaði um í gleði. Til að hitta á hana heima varð maður að panta tíma hjá henni eins og fræga fólk- inu, því hún var aldrei „kjur“. A kveðjustund streyma fram minningar sem ég ætla að geyma vel, ég finn ég brosi í gegnum tárin því þær eru svo skemmtilegar þess: ar minningar um hana Öllu-ömmu. í jólaboði á Landspítalanum nú fyrir stuttu sagði hún okkur eina villinga- söguna, þá var Nonni sonur hennar að skutlast með hana og Völlu syst- ur í Hveragerði þar sem þær hafa eflaust gert allt „vitlaust“ eins og maður segir, en á leiðinni þurftu þær að koma við í Hagkaup og versla, þær skelltu sér í nærfata- deildina og Nonni á eftir þeim, svo kölluðu þær á starfsfólkið „hva, eig- iði enga sexí náttkjóla hérna, við er- um á leiðinni í Hveragerði". Aum- ingja Nonni lét sem hann þekkti ekki þessar tvær úr Tungunum á sjötugsaldri sem grenjuðu úr hlátri af prakkarastrikinu. Kannski mað- ur reyni að gera eitthvað skemmti- legt og halda uppi heiðri hennar Öllu-ömmu. Elsku besta amma mín, ég kveð þig með lítilli bæn sem þú kenndir mér og þakka þér um leið allt það sem þú gafst mér. Veitu Guð faðm, faðir minn í frelsarans Jesú nafni. þar ekki vita allir hvað inni fyrir býr. Þitt styrka, hlýja tungutak að töfrum gjörði daginn ogandansvarmavængjablak ' sem vatt sér yfir sæinn. En sá sem auðmýkir sjálfan sig, mun upp hafinn verða. Guð er með þér, þinn sonur, Hafsteinn. Okkur langar til að minnast móðursystur okkar Sigurunnar Konráðsdóttur, sem lést hinn 18. desember. Á kveðjustund leita margar minningar á hugann. Við eigum góðar minningar um Sigur- unni sem munu fylgja okkur á lífs- leiðinni. Og ef til vill hefur hún haft meiri áhrif og átt meiri þátt í að koma okkur til manna á okkar yngri árum en við gerum okkur grein fyrir. Hún hefur verið hluti tilveru okkar systkinanna frá því við munum fyrst eftir okkur, og dvöldu sum okkar hjá henni í lengri eða skemmri tíma. Og ekki stóð hún ein, við hlið hennar var einstakur maður, hann Guðni Bjaraason, blessuð sé mining hans. Ævinlega vildu þau deila öllu sínu með því fólki sem þeim þótti vænt um. Sigurunn var falleg kona og yfir henni var alltaf einhver glæsileiki,^ og með návist sinni hafði hún áhrifm á umhverfi sitt og þá sem í kring- um hana voru. Með heilbrigðu lífs- viðhorfi sá hún ávallt góðu hliðarn- ar á öllum málum, og það besta í fari hveijar manneskju. Við þökk- um ástúðina til okkar systkinanna, og þá einstöku umhyggju sem hún sýndi móður okkar alla tíð. Nú er farin ein af þeim manneskjum sem Guði og mönnum erum kærastar, ein af þeim sem hafa það að leiðar- ljósi að veita birtu og yl. Megi al- góði Guð umvefja hana með kær- leika sínum. Fjölskyldu Sigurann- ar vottum við okkar dýpstu samúð, og biðjum Guð að styrkja þau á þessari sorgarstund. Margrét Björgólfsdóttir og fjölskylda. Hönd þín leiði mig út og inn svo allri synd ég hafni. Þín Ósk. Elsku amma mín, ég kveð þig nú og ég veit að þú ert komin til betri heima þar sem þér líður vel. Þegai>*' ég sé litlu barnabömin þín, þá átta ég mig á því, hve heppin ég var að fá að njóta þín svona lengi. Þú varst alltaf að þakka mér fýrir að vera svona trygg og að heimsækja þig og pabba á spítalann, ég skildi þetta aldrei og mér fannst þú hafa gert svo miklu meira fyrir mig og okkur systkinin. Og ég sé nú að þú varst bara ung kona þegar við systkinin fluttum til Eyja með fósturpabba. Þú tókst á móti okkur á fallega heimilinu þínu og Sigga afa og að heimsókn lokinni sagðir þú að nú mættum við kalla þig ömmu. Seinna áttaði ég mig á því að þú varðst auðvitað ekki amma fyrr en að Alla, Ósk og HelJk' ena fæddust, þær fæddust á þremur árum og þú geislaðir sem amma. Ég fann aldrei neinn mun á því að þú værir meiri amma þeirra en mín, því þú varst svo góð við alla. Heimsóknimar á Brimhólabraut- ina eru mér alltaf minnisstæðar, mér fannst þú rík því þú áttir svo fallegt heimili og ég man að ég öf- undaði börain þín af því að þú værir mamma þeirra en bara amma mín. Það var algjör toppur á tilverunni að komast í dótið á háaloftinu þínu, ég hafði aldrei séð svona mikið dót^ Þið hjónin komuð oft á Vesturveg- inn færandi hendi með ýmislegt sem heimilið vantaði og þá var oft gaman hjá okkur bömunum. Amma mín, ég vil þakka þér fyrir allt og líka það hve góð þú varst alltaf við mömmu. Hvíl í friði. Anna Finnbogadóttir. t0

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.