Morgunblaðið - 03.01.1998, Síða 49
MORGUNBLAÐIÐ
MIIMNINGAR
LAUGARDAGUR 3. JANÚAR 1998 49
EMMA KRISTIN
GUÐNADÓTTIR
+ Emma Kristín
Guðnadóttir var
fædd á Eyri við
Reyðarfjörð 8. mars
1922. Hún lést á
Sjúkrahúsi Suður-
iands 28. desember
siðastliðinn. For-
eldrar hennar voru
Þorbjörg Einars-
dóttir, f. í Bakka-
gerði við Reyð-
arfjörð 6.4. 1894, d.
21.6. 1984, og Guðni
Þorsteinsson, f. á
Bæ í Lóni 27.1.1897,
d. 27.2. 1985. Systk-
ini Emmu eru: Egg-
ert, f. 22.7. 1914, látinn, Guð-
mundur, f. 30.4. 1924, látinn,
Gísli Einar, f. 25.8. 1925, látinn,
Guðfinna Torfhildur, f. 7.12.
1928, Ásdís Pálína, f. 23.2. 1931,
Jóna Benedikta, f. 15.7. 1933,
Huida Björg, f. 26.1. 1937, látin,
Ásgeir Lárus, f. 31.12. 1938.
Fjórir bræður Emmu létust í
bernsku.
Emma giftist eftirlifandi eig-
inmanni sínum, Ágústi Eiríkssyni
bónda og garðyrkjumanni á
Löngumýri á Skeiðum, 21.12.
1946 og bjuggu þau þar allan
sinn búskap. Börn þeirra eru:
Guðni Þór, f. 29.4. 1944, kvæntur
Jónu Sigurðardóttur, f. 16.9.
1946, og eiga þau þijú börn og
fimm bamabörn; Ragnheiður, f.
10.6. 1947, gift Friðriki Friðriks-
syni, f. 1.12. 1944, og eiga þau
þijú börn og fimm bamaböm;
Eiríkur, f. 3.9. 1948, kvæntur
Guðrúnu Erlu Gunnarsdóttur, f.
Á aðventu bíða menn og undirbúa
komu frelsarans. Menn lýsa upp
skammdegið með ljósum og skreyt-
ingum. Þrátt fyrir spennu sem til-
heyrir vitfirrtu kaupæði og lífsgæða-
kapphlaupi nútímans er tilhlökkun í
hjörtum margra. Enn eru margir sem
gleyma ekki tilgangi helgra jóla þótt
ýmis öfl vinni þar að.
Á aðventu og jólum knýr dauðinn
dyra eins og í annan tíma. Við sitjum
við dánarbeð móður og ömmu, Emmu
Guðnadóttur. Úti er ys og þys að-
ventunnar, inni er friður og kyrrð.
Löngu, erfíðu sjúkdómsstríði er að
ljúka. Að sitja við dánarbeð móður
er lífsreynsla sem aldrei gleymist og
hefur meiri áhrif en margra ára skóli.
Það er í raun ótrúlegt að dauðinn
virðist geta kennt manni mun meir
á lífíð en lífið sjálft. Deyjandi móðir
fær brauðbita og mjólkursopa og
þakkar með því að segja að það sé
dásamlegt. Á stundu sem þessari
hrekkur maður við og veltir fyrir sér
hvers virði lífíð sé. Hveiju skilar vit-
fírrt kaupæði á aðventu? I hveiju er
hamingjan fólgin? Er hún fólgin í
peningum, hlutabréfum eða öðru því
sem mölur og ryð granda? Eða kær-
leika, umhyggju og mannauði? Ef
svo er þá var mamma hamingjusöm.
Fjölskyldan er stór og var henni allt.
Friður, kærleikur og væntumþykja
er manni efst í huga. Við sjúkrabeð
er spiluð ljúf jólatónlist, kertaljós
loga og skreytingar í glugga sjúkra-
stofunnar. Ljúfír tónar fylla hjörtu
og hug ættingjanna. Það er dýrmætt
að geta lesið bænir og Passíusálma
Hallgríms. Kyrrð, friður og þjáning
og pína. Yngsti sonurinn hefur lesið
úrval úr Passíusálmum. Elsti sonur-
inn tekur við vaktinni um kl. 4 að
morgni. Skömmu síðar lýkur erfiðu
veikindastríði að morgni 28. desem-
ber eftir hetjulega og æðrulausa
baráttu.
Hugurinn reikar víða, lífíð, dauð-
inn, manneskjan og trúin. Friður og
kyrrð ríkir. Minningarnar koma
fram. Mamma var greind kona, vel
lesin og sjálfmenntuð. Hún las mikið
bæði á íslensku, dönsku og ensku.
Þannig dáðust útlendingar að ensku-
kunnáttu hennar, ekki síst í Ijósi
þess að hún var lítt skólagengin.
Hún var hreinskilin og sagði mein-
ingu sína umbúðalaust hvort sem var
í pólitík eða daglegu amstri. Hún
hafði gaman af því að ræða pólitík
og var þá oft hávaði og barið í borð-
ið. Hún var skanmikil en fliót að
6.5.1954, ogeigaþau
þijú börn, auk þess
á Eiríkur son frá
fyrra hjónabandi og
eitt barnabarn;
Magnús Ágúst, f.
23.4. 1950, í sambúð
með Rannveigu
Ámadóttur og eiga
þau einn son auk
þess sem Magnús á
þijú böm frá fyrra
hjónabandi: Kristín
Þorbjörg, f. 16.4.
1951, gift Stefáni
Mugg Jónssyni, f.
30.8. 1946, og eiga
þau fjögur böm og
tvö barnaböm; Móeiður, f. 8.6.
1953, gift Eggerti Sigurþóri Guð-
laugssyni og eiga þau þijú böm
og tvö bamabörn; Kjartan Hall-
dór, f. 23.10. 1955. Sonur Ágústs
fyrir hjónaband er Albert Breið-
Qörð, f. 24.4. 1942, kvæntur Jó-
hönnu Guðmundsdóttur og eiga
þau þijú böm og tvö barnaböm.
Emma stundaði nám í barna-
skóia á Reyðarfirði og vann síð-
an ýmis störf þar til hún fluttist
til Reykjavíkur 1938 og var þar
í vistum og stundaði margvfsleg
störf. Frá 1946 var hún mikil
húsmóðir í fullu starfi. Emma
var einn af stofnendum Hugins,
sjálfstæðiskvennafélagsins í
uppsveitum Árnessýslu. Hún átti
sæti í fulitrúaráði Sjálfstæðis-
flokksins um árabil og vann
lengi í þágu þess flokks.
Utför Emmu fer fram frá ÓI-
afsvallakirkju á Skeiðum í dag
og hefst athöfnin klukkan 14.
sættast ef kastaðist í kekki. En skop-
skynið var næmt, m.a.s. gerði hún
að gamni sínu dauðvona. Henni var
lagið að koma auga á bjartar hliðar
lífsins og létti þannig oft lund þeirra
sem voru daprir eða lá illa á. Þegar
á bjátaði reyndist hún flestum öðrum
traustari vinur. Mamma var metnað-
argjörn fyrir fjölskylduna og lagði
sig fram við að fylgjast með lífi og
starfi barna og barnabarna. Hún
hvatti þau með ráðum og dáð. Þar
voru foreldrar okkar samhentir eins
og í öðru er laut að uppeldi. Ómælda
ánægju hafði hún t.a.m. af komu
dætranna og íjölskyldna þeirra í
sumarbústaðina í Stekkatúni.
Gjafmildi, þakklæti og gestrisni
voru sterkir þættir í fari mömmu.
Þar sem hún lá helsjúk á dánarbeði
var henni efst í huga þakklæti fyrir
góðan eiginmann, börn, bamaböm
og tengdaböm. „Þakka þér fyrir,
elskan, mikið var þetta gott,“ voru
undantekningarlaus viðbrögð við öllu
sem hjúkmnarfólk og ættingjar
gerðu fyrir hana.
Gamalgróin íslensk gestrisni var
foreldrum okkar báðum í blóð borin.
Þau nutu þess að fá gesti og taka
vel á móti þeim. Þar var molasopi
hvorki móttaka né gestrisni. En
mamma veitti líka gestum úr andleg-
um gnægtasjóði sínum, sagði sögur,
ræddi um ættfræði, náttúru o.fl.
Hún hafði ánægju af ferðalögum
enda aðdáandi íslenskrar náttúm.
Tvívegis fór hún til útlanda og naut
hún þess mjög og var minningin
henni kær árum saman. Sérstaklega
var henni minnisstæð ferðin til Edin-
borgar þar sem hún fór með tveimur
dætmm sínum. Austfirðir, æsku-
stöðvarnar, vom henni dýrmætir en
þangað komst hún alltof sjaldan.
Mamma var búin að vera sjúkling-
ur lengi. Margir hafa hjúkrað henni
og hjálpað og er þáttur pabba í því
ómetanlegur. Hefur hann alltaf stað-
ið sem klettur við hlið hennar í veik-
indum hennar. í nóvember sl. hittu
læknavísindin á að fínna í henni
krabbamein. Miðað við hraða sjúk-
dómsins nú er ljóst að hún hefur
haft hann í nokkurn tíma og liðið
meiri þjáningar en við gerum okkur
grein fyrir. Þrátt fyrir seina grein-
ingu á krabbameininu vom læknavís-
indin búin að lengja líf hennar nokkr-
um sinnum. Þau gáfu okkur mörg
góð ár. Fyrir það er þakkað. Starfs-
fólki Sjúkrahúss Suðurlands er þökk-
uð umönnun oer hiúkrun.
Eftirfarandi ljóðlínur segja það
sem segja þarf og lýsa allvel upplifun
okkar síðustu daga.
Ef þú sérð gamla konu, þá minnstu móður
þinnar,
sem mildast átti hjartað og þyngstu störfm
vann,
og fómaði þér kröftum og fegurð æsku
sinnar,
og fræddi þig um lífið og gerði úr þér mann.
Þú veist að gðmul kona var ung og fögur
forðum,
og fátækasta eklg'an gaf drottni sínum mest.
Ó, sýndu henni vinsemd í verki og í orðum.
Sú virðing sæmir henni og móður þinni best.
Því aðeins færð þú heiðrað og metið þína
móður,
að minning hennar verði þér alltaf hrein og
skýr,
og veki hjá þér löngun til að vera öðrum
góður,
og vaxa inn í himin - þar sem kærleikurinn
býr.
(Ók. höf.)
Elsku mamma. Tíminn með þér
var dýrmætur. Síðustu stundirnar
styrktu okkur og bættu rétt eins og
allar hinar en öðruvísi. Pabbi, við
systkinin, tengdabömin, barnabömin
og bamabamabömin minnumst þín
með þökk og virðingu fyrir allt sem
þú varst okkur. Við erum þakklát
fyrir að hafa getað létt þér síðustu
sporin eins og þú léttir okkar fyrstu.
Guð geymi þig og vemdi.
F.h. systkinanna,
Móeiður og Kjartan.
Ég horíi yfir hafið
um haust af auðri strönd,
í skuggaskýjum grafið
það skiiur mikil lönd.
Sú ströndin stijála’ og auða,
er stari’ eg héðan af,
er ströndin stríðs og nauða,
er ströndin hafsins dauða
og hafið dauðans haf.
En fyrir handan hafið
þar hillir undir land,
í gullnum geislum vafið
það girðir skýjaband.
Þar gróa’ í grænum hliðum
með gullslit blómin smá,
í skógarbeltum blíðum
í blómsturlundum fríðum
má alls kyns aldin sjá.
(V. Briem)
Elsku amma, okkur systkinin
langar að kveðja þig með örfáum
orðum.
Við viljum færa þér okkar bestu
þakkir fyrir samfylgdina á liðnum
áram. Ferskastar í minningunni eru
samverustundirnar í haust og vetur
á Sólvölium á Eyrarbakka og sjúkra-
húsi Suðurlands. Það var alltaf nota-
legt að koma til þín, hvort sem var
að kíkja inn á Sólvelli til ykkar Gerðu
eða að líta við hjá þér á sjúkrahús-
inu, ýmist í hádeginu, eftir vinnu,
eða á öðrum tímum sólarhringsins
og alltaf voru heimsóknimar þér jafn
kærkomnar.
Við þökkum þér fyrir þann áhuga
sem þú sýndir alltaf því sem við vor-
um að gera, hvort sem var í námi
eða starfí, og þann metnað sem þú
sýndir alltaf fyrir okkar hönd. Alltaf
varstu jafn hreykin af barnabörnun-
um og langömmubömunum.
Þegar hugsað er til baka skýtur
upp í hugann minningum úr bernsku,
meðal annars frá ferðalagi með þér
um Austfirði fyrir mörgum áram,
hve spennt við voram að sjá staðinn
þar sem þú áttir heima sem bam,
hve gaman okkur fannst að sögunum
sem þú sagðir frá Reyðarfírði. Við
minnumst einnig með söknuði fjöru-
ferða með þér, steina- og kuðunga-
tínslu, gamlárskvölda með ykkur afa,
heimsókna að Löngumýri og dvala
okkar hjá ykkur afa um lengri eða
skemmri tíma. Við höfum lagt á
minnið orðaleiki, hnyttin tilsvör,
skondnar samlíkingar og gælunöfn-
in, sem þú varst svo gjörn á að gefa
þeim sem þér þótti vænt um. Þessar
minningar, ásamt mörgum fleirum,
og vitneskjan um að þér líður betur
þar sem þú dvelur nú en þér leið á
meðal okkar undir það síðasta, gerir
okkur léttbærara að kveðja þig.
Elsku afí, við óskum þess að guð
irefi bér stvrk til að takast á við
sorgina og söknuðinn sem við vitum
að þú fínnur fyrir.
Ásta, Ágúst, Jón Sindri og
Þórdís Emma Stefánsbörn.
Kveðjustund. í dag kveðjum við
móðursystur mína Emmu Kristínu
Guðnadóttur. Hún var elsta dóttir
þeirra Þorbjargar Einarsdóttur og
Guðna Þorsteinssonar. Hún var
augasteinninn hans afa. Sem ung
stúlka austur á Reyðarfírði þótti hún
bera af ungum stúlkum, fríð sýnum,
hárprúð og með góða söngrödd. Hún
hafði ákveðna skapgerð, gat kveðið
fast að, eins og hún átti kyn til, var
léttlynd, gamansöm og naut sín vel
í góðra vina hópi.
Emma var skarpgreind, stálminn-
ug og víðlesin. Hún naut ekki langr-
ar skólagöngu en var sjálfmenntuð,
viðaði að sér alls kyns fróðleik. Þessi
íslenska bóndakona, fædd á fyrri-
hluta þessarar aldar, hafði svo gott
vaid á enskri tungu að til þess var
tekið. Breskur fræðimaður sem tók
að sér fararstjóm úti í London í ferð
sem ég fór í með henni á haustdögum
1978, hafði orð á því hve fallega
ensku hún talaði og vildi vita í hvaða
háskóla þar ytra hún hafði stundað
nám. Hún las bækur og tímarit bæði
á ensku og dönsku. Ættfræði var
eitt af hugðarefnum hennar og naut
hún sín vel á þeim ættfræðinám-
skeiðum sem hún sótti í seinni tíð.
Emma var vart komin á miðjan
aldur er heilsuleysi tók að hijá hana.
Hún barðist hetjulega í alvarlegum
veikindum sínum, þótt krafturinn
færi þverrandi. Það var svo síðan
núna í nóvember sem úrskurðurinn
kom, að nú væri skammur tími til
stefnu. Hún tók þeim tíðindum með
æðraleysi og nýtti þann stutta tfma
sem henni var gefínn til þess að
kveðja vini og ættingja. Ég minnist
með hlýju og þakklæti góðrar stund-
ar sem við mæðgumar áttum með
henni skömmu áður en kraftarnir
þrutu og var sú stund í hugum okk-
ar þriggja kveðjustund.
Eg þakka elsku frænku minni þá
velvild og hlýhug sem hún sýndi mér
og fjölskyldu minni alla tíð.
Elskulegum manni hennar, börn-
um þeirra og öðram afkomendum
sendi ég mínar innilegustu samúð-
arkveðjur.
Nína Guðbjörg Pálsdóttir.
Elsku amma. Nú er þjáningum
þínum loks lokið. Það var erfiðara
en orð fá lýst að horfa upp á þig
svona mikið veika og geta ekkert
gert til að láta þér líða betur og við
huggum okkur við það, nú þegar þú
ert farin frá okkur, að nú líður þér
vel. Þó þú værir svona mikið veik,
varstu samt með snöggu og hnyttnu
tilsvörin þín á reiðum höndum. Það
þótti okkur svo vænt um.
Fyrsta minning okkar um þig er
frá því að við fluttum að Löngumýri
í janúar 1973, þegar við þurftum að
flytja frá Eyjum vegna gossins. Þú
kenndir í bijósti um litlu stelpurnar
sem allt í einu áttu hvergi heima,
þurftu að fara í nýjan skóla og eign-
ast nýja vini og gerðir þú allt sem
hægt var til að gera okkur lífið auð-
veldara. T.d. var haldin vegleg skím-
arveisla þegar við skírðum hvolpinn
á bænum, þú varst presturinn og
eldhúsvaskurinn skírnarfontur og
auðvitað fékk hvolpurinn nafnið
Gosi.
Þú kenndir okkur að pijóna einn
daginn og mikið held ég að það hafí
reynt á þolinmæðina því litlir puttar
áttu í erfiðleikum með að „snúa við“
og því vora þær ófáar ferðimar sem
þú þurftir að koma og hjálpa til.
Frá þér höfum við fengið þann
umdeilda eiginleika að geta útilokað
okkur frá nánast öllu þegar við lesum
góða bók og nú upplifa bömin okkar
það sama og þín - við leyfum þeim
svo til allt þegar við erum að reyna
að fá frið til að lesa. Þú sagðir líka
oft að það væri til margt verra en
að vera bókaormur.
Áhuga okkar systranna á tungu-
málum má öragglega líkja rekja til
þín - sérstaklega á enskunni, sem
við höfum alltaf lagt mikla rækt við
þótt hvorag okkar hafi ferðast mjög
víða.
Langömmubörnin þín vora þér öll
mjög kær og þú fylgdist vel með
framföram beirra oe varst alltaf með
bunka af myndum að sýna öllum sem
vildu.
Elsku amma, hafðu þökk fyrir allt
og allt.
Emma Kristín, Sigríður
Guðný og Gunnar Már.
Elsku amma. Eftir viðburðaríka
ævi ertu farin frá okkur, loksins laus
undan sjúkdómum ogþjáningum sem
hafa hijáð þig seinustu árin, og kom-
in á betri stað þar sem við vonum
að þér líði vel. Þú hafðir mikil áhrif
á okkur, sérstaklega tvö seinustu
sumur sem þú lifðir. Þá var ég á
Löngumýri og upplifðum við þá
margt saman, bæði góða hluti og
miður góða. Sérstaklega man ég eft-
ir því þegar þú fréttir af því að Rann- f ,
veig væri ófrísk. Þú varst nú ekkert
of ánægð með að pabbi væri að
standa í þessu, orðinn svona gamall,
en þú fórst fljótt að hlakka til að fá
eitt bamabam enn. Litli strákurinn
sem þú hafðir beðið svo eftir kom
svo í heiminn daginn áður en þú fórst
yfír móðuna miklu. Okkur þótti mjög
gaman að hlusta á þig tala um æsku
þína og eins þegar þú varst að ala
pabba og öll hin bömin þín upp og
vora frásagnir þínar oft skrautlegar.
Ég man mest eftir því þegar þú sagð-
ir mér frá asnastrikum þeirra pabba
og Eiríks.
Að lokum viljum við kveðja ömmu
með þessum erindum:
Ég er að horfa hugfanginn 41
í hlýja sumarblænum
yfir litla lækinn minn
sem líður framhjá bænum.
Þegar ég er uppgefinn
og eytt er kröftum mínum
langar mig í síðsta sinn
að sofna á bðkkum þínum.
(Gísli Ólafsson)
Fyrir hönd systkinanna í Lindar-
brekku,
Sigurður.
K.
Elsku systir.
Mig langar að minnast þín örfáum
orðum, nú þegar komið er að leiðar-
lokum.
Emma var elst átta systkina sem
upp komust, hún var vel gefín. Ef
tækifæri hefðu boðist hefði hún
gengið menntaveginn. Snemma fór
hún að vinna fyrir sér. Mér fannst
hún falleg kona, skemmtileg og orð-
heppin var hún.
Hún giftist Gústa og börnin komu
fljótt hvert af öðru. Fyrstu árin
bjuggu þau í einu herbergi og litlu
eldhúsi í sama húsi og tengdaforeldr-
amir.
Það var dásamlegt hvað Emmu „
tókst að gera þetta vistlegt og heim-
ilislegt. Hún var mjög myndarleg
húsmóðir og oft hafði hún lítið hand-
anna á milli. Þau byggðu sitt eigið
hús á Löngumýri II og þá vora böm-
in orðin sjö.
Hún las mikið enda mjög fróð-
leiksfús og listræn. Hún var alæta á
bókmenntir. Þrátt fyrir stutta skóla-
göngu las hún norsku, dönsku og
ensku sem hún bæði skrifaði og tal-
aði. Hún var ættfræðigrúskari og
hafði mjög gaman af því. Hún dund-
aði_ líka við að mála, t.d. á postulín.
í mörg ár átti hún við heilsuleysi
að stríða. Hún var sannkölluð hetja
í öllum sínum veikindum.
Að leiðarlokum langar mig að
kveðja þig, elsku systir, og þakká#r
þér jólaboðin, allar sunnudagsheim-
sóknirnar skemmtilegu sem við hjón-
in og börn okkar áttum með ykkur.
Einnig vil ég þakka tvö sumur sem
ég unglingsstúlka var kaupakona hjá
ykkur Gústa. Leifur sonur okkar var
einnig hjá ykkur nokkur sumur.
Þú ert fímmta systkinið mitt sem
kveður þennan heim allt of fljótt.
Við Leifur og börnin okkar þökkum
þér fyrir allt.
Megi góður Guð blessa þig, Gústa,
börnin ykkar og fjölskyldur þeirra
og ég vil þakka þeim fyrir hvað þau ^
önnuðust þig vel í veikindum þínum.
„Þú skalt ekki hryggjast, þegar
þú skilur við vin þinn, því að það,
sem þér þykir vænst um í fari hans,
getur orðið þér ljósara í fjarvera
hans, eins og fjallgöngumaður sér
Qallið best af sléttunni." (Kahlil Gi-
bran.)
Þín systir,
Ásdís.