Morgunblaðið - 03.01.1998, Qupperneq 51
MORGUNB LAÐIÐ
MINNINGAR
LAUGARDAGUR 3. JANÚAR 1998 5T~*
GUÐRÚN JÓHANNA
EINARSDÓTTIR
+ Guðrún Jóhanna
Einarsdóttir var
fædd á Stöðvarfirði
25. febrúar 1938. Hún
lést á gjörgæsludeild
Landspítalans 18.
desember sfðastlið-
inn. Foreldrar hennar
eru Unnur Péturs-
dóttir, f. 24. júlí 1915,
d. 12. okt. 1980, og
Einar Eirfksson sjó-
maður, nú vistmaður í
Seljahlíð í Reykjavík,
f. 25. ágúst 1905. Hún
var elst sex systkina
og ólst upp í foreldra-
húsum á Fáskrúðsfirði til 16 ára
aldurs að hún flutti til Reykjavík-
ur. I Reykjavík var hún lengst á
Landakotsspftala sem ganga-
stúlka. 18 ára var hún í sambúð
með Kristjáni Þorgeirssyni og
eignuðust þau soninn Jón Hauk-
dal, f. 23. apríl 1956. Hans kona
er Bára Guðbjartsdóttir og eiga
þau tvo syni.
Hinn 5. nóvember 1960 giftist
hún eftirlifandi eiginmanni,
Braga Guðmundssyni, f. 17. ágúst
Það getur oft verið erfitt að koma
orðum að þeim tilfinningum sem
leika um hugann þegar sárt er
saknað. A þeirri stundu liggja orðin
dýpra en svo að þau verði sögð eða
skráð á blað. En í gegnum hugann
framkallast margar lífsmyndir lið-
ins tíma, sem líða hjá, kristallast og
geymast. Og víst er margs að minn-
ast, sem gott er og gleðilegt, þótt
skuggi saknaðar grúfi yfir.
Þegar horft er til baka og sá
heimur minninga opnast, sem skil-
inn er eftir handa okkur til að
skyggnast inn í, verður okkur full-
ljóst að minningin lifir áfram þótt
manneskjan deyi. Eitthvað liggur þó
enn dýpra sem ekki verður upplýst
né skilið, aðeins skynjað með innri
tilfinningu. En sérhver manneskja á
þó sinn lífskyndil sem logar áfram
og lýsir fyrir ættingjum og vinum
minningu þess sem saknað er.
Enginn má sköpum renna. Mætti
það vera huggun ástvina Jóhönnu
Einarsdóttur að enginn getur misst
mikið, nema hann hafi átt mikið.
Bragi minn, ég veit að mikið er frá
ykkur tekið, þér, bömunum og
bamabömum ykkar Jóhönnu. Gott
er til þess að hugsa að það var hún
sem hughreysti og efldi kjark ykkar
þegar þið urðuð fyrir sámm sonar-
missi. Hún var hin sterka í fjöl-
skyldunni, sem kvaddi ykkur, ást-
vini sína, með hlýjum hug þegar
hún yfirgaf jarðlífið nú á einum
helgasta tíma ársins, þegar jólin
voru að ganga í garð.
Nú er komið að þeirri stund að
kveðja og þakka um leið margar
góðar samverustundir, þó sér í lagi
er við áttum saman í sumarbústöð-
um okkar í Þrastaskógi.
Elsku bróðir, ég og fjölskylda
mín sendum ykkur innilegar samúð-
arkveðjur. Guð blessi ykkur öll.
Friðgeir H. Guðmundsson.
Mér andlátsfregn að eyrum berst
og út í stari bláinn
og hugsa um það, sem hefur gerst
til hjarta mér sú fregnin skerst:
hún móðir mín er dáin!
Þú varst mér ástrík, einlæg, sönn,
mitt athvarf lífs á brautum,
þinn kærleik snart ei tímans tönn
hann traust mitt var í hvíld og önn
í sæld, í sorg og þrautum.
Ég veit þú heim ert horfin nú
og hafin þrautir yfir,
svo mæt og góð, svo trygg og trú,
og tállaus, falslaus reyndist þú,
ég veit þú látin lifir.
Ei þar sem standa leiðin lág
ég leita mun þíns anda,
er h't ég fjöllin fagurblá
mér finnst þeim ofar þig ég sjá
í bjarma skýjalanda!
(Steinn Sig.)
Börn, tengdabörn
og barnabörn.
1936 í Miklabæ í
Skagafirði. Þau
bjuggu á Akureyri til
haustsins 1969 að
þau fluttu til Selfoss.
Frá 1977 hafa þau
búið í Hveragerði.
Þeirra börn eru: 1)
Margrét Jóna, f. 2.
nóvember 1959.
Hennar maður er
Sveinbjörn Guð-
mundsson. Börn Mar-
grétar eru þijú. 2)
Hafdís Rósa, f. 19.
júní 1961. Hennar
maður er Hilmar
Hauksson. Þau eiga fjögur börn.
3) Hafsteinn Ómar, f. 19. júní
1961, d. 14. júlí 1979. 4) Lilja Jó-
hanna, f. 23. júní 1977, sem þau
gengu í foreldrastað. Hennar
maður er Sigurður Ingimundar-
son. Þau eiga eitt barn. Síðustu
tíu árin var Guðrún Jóhanna
starfskona hjá Dvalarheimilinu
Ásbyrgi í Hveragerði.
Utför Guðrúnar Jóhönnu fór
fram í kyrrþey að ósk hinnar
látnu.
Elsku Hanna, ekki hvarflaði það
af mér síðast þegar við hittumst, að
ég ætti ekki eftir að sjá þig aftur
nema til þess að kveðja þig hinstu
kveðju. Það er svo ótalmargt sem
hefur komið upp í huga minn síð-
ustu daga, minningar um öll þau ár
sem við höfum þekkst og allar þær
samverustundir sem við áttum sam-
an. Það sem mér er efst í huga nú er
ég kveð þig er þakklæti. Ég þakka
þér alla þá hlýju og þá vináttu sem
þú ávallt sýndir mér. í nærveru
þinni og fjölskyldu þinnar leið mér
alltaf eins og ég væri ein af fjöl-
skyldunni.
Margs er að minnast,
margt er hér að þakka.
Guði sé lof fyrir hðna tíð.
Margs er að minnast,
margs er að sakna.
Guð þerri tregatárin stríð.
Far þú í friði,
fríður Guðs þig blessi,
hafðu þökk fyrir allt og allt.
Gekkst þú með Guði,
Guð þér nú fylgi,
hans dýrðarhnoss þú hljóta skalt.
(V. Briem.)
Elsku Bragi, Hafdís, Magga,
Nonni, Einar og aðrir aðstandend-
ur, Guð veri með ykkur.
Jóna Hafsteinsdóttir
og fjölskylda.
Hún Jóhanna Einarsdóttir er dá-
in. Hún fór frá okkur þegar við ætl-
uðum að fara að fagna jólunum.
Hún, sem var svo mikið jólabarn í
sér, var að keppast við að ljúka öllu
sem fyrst. Nú skil ég af hverju
henni lá svona mikið á, hún þurfti
að fara til jólafagnaðar með frels-
ara sínum en vildi vera búin að
ljúka sem flestu áður en hún færi.
Hanna var búin að vinna í tíu ár í
Ásbyrgi í Hveragerði þegar hún
lést, aðeins 59 ára gömul. Þegar ég
byrjaði að vinna í Ásbyrgi fyrir
fjórum árum tók ég strax eftir
Hönnu, hún var mjög hlý, glettin,
svolítið stríðin, skemmtilegur
vinnufélagi, mjög rík að samúð með
öllum sem áttu bágt. Hún var góður
vinnufélagi, gerði sitt til að halda
hópnum saman.
Hún átti það til að bjóða öllum
hópnum til grillveislu í sumarbústað
þeirra hjóna. Þá grillaði Bragi og
síðan var sungið fram á nótt. Það
eru ógleymanlegar minningar fyi'ir
okkur sem eftir erum.
Ég var bara búin að þekkja
Hönnu í fjögur ár, en mér fannst
sem ég hefði alltaf þekkt hana. Ég
veit að fjölskylda hennar var það
dýrmætasta sem hún átti. Bragi,
börn, tengdabörn, barnabörn,
aldraður faðir og systkini, hún var
vakin og sofin yfir velferð ykkar
allra. Soninn Hafstein Ómar
misstu þau hjón í bílslysi árið
1979, ég veit að það var henni mik-
il raun sem erfitt var að sætta sig
við.
Að leiðarlokum viljum við vinnu-
félagar þakka henni samferðina og
alla gleðina sem hún gaf okkur og
erum við þess fullviss að vel hefm-
verið tekið á móti henni, en við
söknum vinar í stað. Eiginmanni
hennar, Braga, börnum, bamabörn-
um, tengdabömum og öðmm ætt-
ingjum vottum við okkar dýpstu
samúð. Gengin er góð kona.
Kristín Munda Kristinsdóttir.
+
Elskuleg móðir mín, tengdamóðir, amma og
langamma,
MARÍA Þ. PÉTURSDÓTTIR,
Seljahlíð,
Hjallaseli 55,
lést 16. desember síðastliðinn.
Jarðarförin hefur farið fram í kyrrþey að ósk
hinnar látnu.
Kærar þakkir til starfsfólks Seljahlíðar.
Elsku Hanna. Nú þegar hátíð
Ijósanna gengur í garð, ert þú horf-
in yfir móðuna miklu meira að
starfa Guðs um geim.
Hvem hefði órað fyrir því að þú
yrðir kölluð burt frá okkur svo
skjótt? Það sannar aðeins það, sem
við oft ræddum um, hversu mjó sú
taug er sem aðskilur líf og dauða, og
hversu óviðbúin við oftast erum
þegar kallið kemur. Ég mun ætíð
minnast þín sem góðs vinnufélaga
og vinar. Það mun verða oft sem ég
sakna þess að þú komir í kaffisopa
og spjall, heyra þig hlæja dillandi,
eða vera með smá stríðni og spaug,
eins og þér var svo tamt.
Ég mun sakna þess að tala ekki
lengur við þig um prjónaskapinn, og
ég hugsa að fáar konur myndu leika
það eftir þér að prjóna aftur í bíl á
ferðalagi. Þú varst áhugasöm um
svo margt, svo sem verkalýðsmál,
en þar varstu virkur félagi í Boðan-
um, í kvenfélagi og meira að segja
hafðir þú brennandi áhuga á stjóm-
málum. Ýmislegt fleira var það sem
vakti áhuga þinn, en of langt mál
væri upp að telja.
Greiðvikin varst þú og vinur vina
þinna. Einnig varst þú góður ferða-
félagi. Þar kom oft berlega í Ijós
hvað þú varst Ijóðelsk og kunnir
mikið af vísum. Minnisstæð mun
verða Finnlandsferðin sem farin var
og varð svo skemmtileg. Þú áttir
drjúgan þátt í því.
Eins varst þú mikil fjölskyldu-
manneskja, viðkvæm og umhyggju-
söm, og þannig vil ég best muna
þig-
Sorgin barði að dyrum hjá ykkur
eins og öðrum, og þá kom best í ljós
hversu sterk þú varst, þegar þið
misstuð son ykkar í slysi. Eg vona
og veit að nú hafa átt sér stað gleði-
legir endurfundir.
Mér finnst á þessari stundu ég
heyra vindinn þjóta í austfirsku
fjöllunum okkar, líkt og við heyrð-
um svo oft í bemsku. Þau eru að
syngja þér kveðjusöng. Eiginmanni,
bömum, bamabömum og ástvinum
öllum sendum við hjónin innilegar
samúðarkveðjur og biðjum Guð að
blessa þau í mikilli sorg þeirra.
Hafðu þökk fyrir samfylgdina, kæra
vinkona, þar til við sjáumst aftur.
Ó, Jjúfi Guð, ég leita þín,
þú læknar, græðir meinin mín.
Þú geymir mig, ég gleði finn
og gætir mín, ó Drottinn minn.
(Finnbogi G. Lárusson.)
Kveðja.
Dorothy.
Skila-
frestur
minning-
argreina
EIGI minningargrein að birt-
ast á útfarardegi (eða í sunnu-
dagsblaði ef útför er á mánu-
degi), er skilafrestur sem hér
segir: I sunnudags- og þriðju-
dagsblað þarf grein að berast
fyrir hádegi á föstudag. í mið-
vikudags-, fimmtudags-, föstu-
dags- og laugardagsblað þarf
greinin að berast fyrh’ hádegi
tveimur virkum dögum fyrir
birtingardag. Berist grein eftir
að skilafrestur er útmnninn
eða eftir að útför hefur farið
fram, er ekki unnt að lofa
ákveðnum birtingardegi.
Anna Sigurjónsdóttir, Sveinbjörn Eiðsson,
barnabörn og langömmubörn.
Elskuleg sambýliskona mín, móðir, tengda-
móðir og amma,
SVANFRÍÐUR JÓNSDÓTTIR,
Hjaltabakka 32,
Reykjavík,
lést á Landspítala íslands hinn 1. janúar 1998.
Haraldur Kristjánsson,
Jón Bergþór Hrafnsson, Anna Ólafsdóttir,
og barnabörn.
t
Hr. JÓN MAGNÚSSON
frá Hafnarfirði,
andaðist á Sólvangi, Hafnarfirði, föstudaginn
26. desember.
Bálför fer fram mánudaginn 5. janúar 1998 kl.
15 í Fossvogskapellu.
Blóm og kransar afþakkaðir, þeim sem vilja
minnast hans er bent á Hjartavernd.
Fyrir hönd ættingja,
Valgerður Eyjólfsdóttir, Jón E. Guðmundsson.
t
Útför konu minnar,
JÓNÍNU MAGNÚSDÓTTUR,
frá Giljum,
Dalbraut 25,
sem andaðist á Sjúkrahúsi Reykjavíkur, Lan-
dakoti, 30. desember sl. fer fram frá Áskirkju í
Reykjavík mánudaginn 5. janúar nk. kl. 10.30.
fh.
Jón Pálsson.
t
Bróðir okkar,
GfSLI GUÐMUNDSSON,
Staðarbakka,
Miðfirði,
lést á Sjúkrahúsinu á Hvammstanga að morgni nýársdags.
Fyrir hönd aðstandenda,
Anna Guðmundsdóttir,
Magnús Guðmundsson.
t
Faðir okkar, tengdafaðir, afi, sonur, vinur,
bróðir og mágur,
GUNNAR GUÐSTEINN ÓSKARSSON
húsasmfðameistari
verður jarðsunginn frá Seljakirkju mánudaginn
5. janúar kl. 13.30.
Ólöf Gunnarsdóttir, Baldur Magnússon,
ívar Þór, Stefán Óli, Gunnar Örn,
Óskar Gunnarsson,
Vilborg Guðsteinsdóttir, Óskar Guðmundsson,
Erlín Óskarsdóttir, Ástráður Stefán Guðmundsson,
Ásta Óskarsdóttir, Steinberg Ríkarðsson,
Finnur Óskarsson, Sólveig Kristjánsdóttir,
Þórunn Óskarsdóttir, Stefán Guðmundsson
og systkinabörn.
> »