Morgunblaðið - 03.01.1998, Side 52

Morgunblaðið - 03.01.1998, Side 52
52 LAUGARDAGUR 3. JANÚAR 1998 MINNINGAR MORGUNBLAÐIÐ HJÖRDÍS ÞÓRARINSDÓTTIR + Hjördís Þórarins- dóttir var fædd á Rauðsstöðum í Arnarfirði 30. maí 1918. Hún lést á Víf- ilsstaðaspítala 28. desember si'ðastlið- inn. Foreldrar hennar voru þau Þórarinn Ólafsson og Kristín Jónsdóttir. Hún ólst upp hjá föður sínum og konu hans, Sigur- •*> rós Guðmundsdóttur. Iijördís átti 13 systk- ini og eru fimm þeirra á lífi. Hinn 18. desember 1937 giftist Hjördís Guðmundi Lúther Sig- urðssyni frá Krossadal, f. 27. maí 1909, d. 5. júní 1975. Þau bjuggu lengst af í Hliðskjálf á Patreks- fírði. Þau eignuðust tíu börn, þar af eru sjö á lífi: 1) Sverrir Breið- fjörð, kvæntur Ástu Gísladóttur. 2) Búi, kvæntur Rann- veigu Helgadóttur. 3) diengur, andvana fæddur. 4) Sigríður Fjóla S., gift Guðlaugi Guðmundssyni. 5) Reynir, lést fimm ára gamall. 6) Hjör- leifur Ómar, kvæntur Sigrúnu Sigurðar- dóttur. 7) Sigurlaug Jóna, gift Ólafí B. Baldurssyni. 8) Ragn- hildur Reyn, lést eins árs. 9) Sigríður, gift Birni Jónssyni. 10) Ólafía Herdfs, gift Þráni Guðbjartssyni. Hjördís átti 20 barnabörn, þar af eru 19 á lífi, og 11 barnabarnabörn. Kveðjuathöfn um Hjördísi fór fram í Víðistaðakirkju í Hafnar- firði 30. desember. Jarðsett verð- ur frá Eyrarkirkju á Patreksfirði í dag og hefst athöfnin klukkan 14. Sofðu rótt, kæra systir. Ég er alvaldinu þakklát að hafa gefið mér styrk til þess að komast til þín og kvatt daginn áður en þú varst fill. Hönd í hönd sátum við saman ^ systur, jiá einar núlifandi barna Þór- arins Olafssonar, og hurfum á vit minninganna. Orð voru óþörf. Báðar vissu hvað hin hugsaði. Hugurinn reikaði til bemskustöðvanna, Rauðs- staða í Amarfirði. Við vomm gjaf- vaxta heimasætur á Brekku á Rauðasandi, húsmæður með hóp bama á Patreksfirði. Og núna síðast, aldraðar systur í Hafnarfirði. En ávallt vinkonur sem studdum hvor aðra. Hin síðustu árin var það ég sem þáði af allsnægt þinni og ^fgæsku. Vonandi var ég eitt sinn af- lögufærari en ég er nú. Lífsganga beggja er orðin löng og á langri leið skiptast á skin og skúr- ir. Ein sit ég eftir með dýrmætan minningasjóð og úr þeim sjóði á ég eftir að ylja mér á ókomnum ævi- kvöldum. Sofðu rótt, elsku hjartans Dísa mín. Jóhanna systir. Hér sit ég og fer yfir minningar mínar. Lít til baka með söknuð í hjarta, en jafnframt gleði yfir þeim myndum sem lýsa upp huga minn þegar ég hugsa um þig, elsku amma mín. Hugsa um litla telpu sem með *%tjörnur í augum var að leggja upp í ævintýraferð til ömmu og afa á „Prató“ eins og ég sagði alltaf. Sé fyrir mér þegar fyrstu húsin í pláss- inu birtast. Loksins, loksins, því þetta var mikið ferðalag í augun lít- illar stelpu sem var að ærast af til- hlökkun að fá að komast til ömmu og afa. Þar var alltaf gott að vera og amma stjanaði í kringum okkur. Ég minnist þess að ósjaldan laumaði amma að okkur aur svo að við gæt- um rölt niður í sjoppu og fengið okk- ur vélarís, sem var stórviðburður hjá sveitastelpunni sem sjaldan komst í slíkt góðgæti. Ég man líka að amma átti marga fjársjóði að skoða og var töluboxið hennar einn slíkur. Ég man einnig eftir hve mikill heiður mér fannst það þegar ég fékk að fara alein og vera hjá ömmu og afa. Einnig man ég eftir unglings- stúlku sem kom á vertíð og dvaldi hjá ömmu. Ég man að unglingurinn átti fullt í fangi með að ná með tærn- ar þar sem amma hafði hælana þeg- ar hún var komin á skrið í vinnu sem og öðru, enda ekki allir sem gátu tekið á sig „Dísusving“. Svo fluttir þú í borgina og fannst okkur systkinunum það mikill fengur, þar sem við höfðum þá tækifæri til að hitta þig aðeins oftar. Ég man gleði- blikið í augum þínum þegar þér lán- aðist að smala saman hóp af barna- bömunum. Það var þér alltaf mikið kappsmál að við héldum tengslum hvert við annað og ekki var verra ef þú gast nú stungið smá bakkelsi í gogginn á okkur í leiðinni. Ég man spjallstundirnar okkar eftir að ég kom frá Svíþjóð. Þá var rætt um margt skemmtilegt og fróðlegt og aldrei var langt í hláturinn hjá okk- ur. Enda var síðasta gjöf þín til mín lýsandi fyrir lífsviðhorf þitt, en er það lítil kerling sem þú bjóst til og heldur hún á skildi með orðunum „hláturinn lengir lífið“. Já, minning- arnar eru margar og góðar og þakka ég þér, amma mín, fyrir alla þína hlýju og gleði sem þú stráðir í kring um þig. Ég trúi því að þeir sem era manni kærir, muni tengjast okkur aftur í öðru lífi. Eins og við ræddum um er trú mín sú, að dauðinn sé ekki bara endir þessa lífs, heldur fyrst og fremst nýtt upphaf. Svo að ég segi bara gangi þér vel með eilífðina, amma mín. Eg skal gera mitt besta til að verða nafni þínu til sóma. Kveiktu ljós og láttu það brenna. Látt’ ei alla von frá þér renna. Þaó er dimmt nú. En það mun birta á ný. Kveiktu Ijós, fyrir allar þínar vonir. Fyrir þessa plánetu er við byggjum. Kveiktu ljós, fyrir mannkynið. Eg sá eina stjörnu falla. Það var í nótt er allir sváfu. Eg held ég hafi óskað, að þú værir nærri. I eina mínútu, svo brann hún. I eina sekúndu, svohvarfhún. Var það bara ég sem sá? Að eilífú, þau sungu, um frið á jörðu. Eg vildi trúa þeim slitnu orðum. Kveiktu ljós - Ég fékk eitt kort, frá vini mínum. Ég vissi ei hvar þú varst, en sá á korti. Þú ert hinu megin á jörðinni. En það er sami himinn, það er sama haf. Og stjaman sem ég sá, féll fyrir eilífð. Sem í draumi. Féll tíl að við aldrei gleymum. Kveiktu Ijós - Gleðileg jól og farsælt ár. Lofaðu, að fara vel með þitt líf. Kveðju þú færð - Kveiktu Ijós - (Þýð. Hjördís H. Guðlaugsdóttir.) Hjördís Guðlaugsdóttir. Veðurblíða haustsins hefur verið einstök. Móðir jörð hefur farið mjúkum og líknandi höndum um allt líf og veitt af auðlegð sinni. Loftsvalinn hefur borið með sér gróanda, rétt eins og vorverkin væru í nánd. Sérhver árstíð ber einnig í vængjum sér skugga. Lauf- skrúð bjarkarinnar er minning ein um sumai-. Eftir fráfall móðursyst- ur okkar, Hjördísar Þórarinsdóttur, verður minningin um hana sólríkt sumar þegar fjörðurinn hennar er lognblár, fjallarisarnir standa vörð um lítið þorp sem kúrir á eyrar- bandi. Og á laugardaginn, 3. janúar, verður án efa búið að sjósetja hvítan bát, sem nefndur er Búi, í fjörunni niður af Hliðskjálf og saman sigla Hliðskjálfshjónin til ljóssins stranda. Þegar jólin, hátíð Ijóss og friðar, nálguðust og minning um frelsar- ann sem eitt sinn í jötu var lagður, fylltust hjörtun einlægri gleði og barnslegri tilhlökkun þess sem í vændum var. Frænka okkar var í hópi þeirra sem hlökkuðu til jólanna enda með svo óendanlega stórt hjarta og stóran faðm. Hjá henni voru alla tíð jólin. Hún stráði í kringum sig af örlæti og höfðings- skap þess sem á gnótt af andans auðlegð en minna af hinu jarðneska. Þeir sem á einhvern hátt mega sín minna en aðrir eða hafa farið hall- oka í lífsbaráttunni áttu hollvin þar sem frænka okkar var. Hún frænka okkar var einstök mannvera. Hún fylgdist með okkur systrunum spretta úr grasi og kom- ast til einhvers manns. Hún var trúnaðarvinkonan sem hægt var að gráta við öxlina á þegar heimurinn var að farast og hlæja með þegar vandamálin leystust svona rétt af sjálfu sér. Hún samgladdist okkur við hvert gæfuspor sem við stigum. Hún fylgdist af engum minni áhuga og skilningi með börnunum okkar tölta út í lífið. Hún var og verður í hugum okkar kærasta og langlang- besta frænka í heimi. Enginn jafn- ast á við Dísu frænku. Og börnin okkar vilja bæta við einni nafngift til viðbótar: Skemmtilegasta frænk- an. Þau hafa rétt fyrir sér; ískrandi kátína, gleði og græskulaus glettni virtist óþrjótandi brunnur, ásamt skellihlátri hennar. Hún var kvik og létt á sér, engu líkara var en hún væri alltaf að flýta sér. Kannski var hún oftast á harða spretti, lágvaxin, rauðhærð, talaði mikið og hátt af því að heyrnin hafði gefið sig, augun fjörleg og sí- kvik, fljóthuga og jafn snögg að svara fyrir sig og í snúningum. Hún hafði líka svo dæmalaust skemmtilega lífssýn að geta séð bjartari hliðar, oft skoplegar, á málefnum og mönnum, ekki síst á sjálfri sér. Frænku okkar fylgdi aldrei nein lognmolla, enda baráttu- kona í orði og verki og ófeimin að viðra skoðanir sínar við sérhvern, hvar og hvenær sem var. Stormum lífsins tókst aldrei brjóta hana frænku okkar enda þótt þeir hafi geisað. Hún hlýtur þó að hafa bognað örlítið að sjá á eftir börnum sínum yfir móðuna miklu, eiginmanni og ástvinum. Frænku var mikið gefið að lifa sínu lífi af æðruleysi. Það mætti margur taka hana til fyrirmyndar með það ásamt óbilandi bjartsýni hennar og glað- værð. Amma okkar, Guðmundína Sigur- rós, sem gekk Dísu í móðurstað, sagði jafnan þegar erfitt var: Drott- inn gaf og drottinn tók. Og núna + Bergþóra Guðmundsdóttir fæddist á Hrauni í Keldudal í Dýrafírði 26. maí 1910. Hún lést á Elli- og hjúkrunarheimil- inu Grund 13. desember síðast- liðinn og fór útför hennar fram frá Dómkirkjunni 22. desem- ber. Elsku amma. Ég kveð þig með þakklæti í huga og hlýju í hjarta. Þú kenndir mér að bera virð- ingu fyrir öllum, háum sem lágum, og hjá þér fann ég hvað mann- gæskan er mikils virði. Þú hafðir mikla og ríka tilfinn- ingu fyrir mannfólki og gast einatt af mildileika opnað hug minn gagnvart því. Oft ræddum við um hefur honum þótt mál að linni og tekið elsku Dísu frænku okkar í faðm sinn rétt eins og hann bað hana um að geisla ljósi sínu hvert sem hún fór í lifanda lífi. Amma kvaddi eiginmann sinn og föður Dísu með einu eftirfarandi erinda af mörgum. Veri ástkær frænka okkar kært kvödd af okkur systrum og fjölskyldum með sömu orðum: Þitt sæti er autt, það fyllir enginn framar, finn ég nú bezt hvað átt ég hef og misst. Minningar gleðja mig þá sorgin lamar Því margt hefur gerzt frá því við sáumst fyrst. Dætur Jóhönnu Þórarins- dóttur og Ingimundar Halldórssonar. „Því að hvað er það að deyja annað en standa nakin í blænum og hverfa inn í sólskinið“ (Spámaðurinn). Mér finnst það svo ótrúlegt að hún Dísa okkar hafi kvatt þetta jarðneska líf, þrátt fyrir margar spítalalegur datt mér aldrei dauðinn í hug í sambandi við hana. Hún var ein sú lífsglaðasta manneskja, sem ég hef kynnst. Mér fannst hún dansa gegnum mótlæti jafnt og meðlæti, jákvæð, elskuleg og hreif aðra með sér. Það lýsir henni vel, sem hún sagði við mág- konu sína og dóttur hennar rétt fyr- ir jólin. „Nú tölum við ekki um veik- indi, segið mér heldur eitthvað skemmtilegt." Þetta er dæmigert fyrir Dísu, alltaf hress í anda og laus við sjálfsvorkunn. Öllum sem henni kynntust þótti vænt um hana, annað var ekki hægt, hún hafði slíka per- sónutöfra. Við söknum hennar öll, en huggun veitir að hún á góða heimkomu - „því þar bíða vinir í varpa, sem von er á gesti“ og nú dvelur hún í faðmi þeirra, sem hún hefur saknað. Ég er þakklát að hafa fengið að kynnast henni. Innilegar samúðarkveðjur til allra í fjölskyld- unni. Mágkona, Bergljót Snorradóttir. liðna tíð, hvort heldur góðar sem og erfiðar stundir. Það er mér í fersku minni er við sátum bæði með tár á kinn, og þú sagðir mér frá erfiðum tímum frá barnsárum þínum. En svo gátum við brosað og hlegið því þú áttir svo auðvelt með að gleðja með sögum þínum. Líðandi stund var þér opinn heimur því þú fylgdist vel með því sem var að gerast, þú ræddir um svo margt af svo miklum skilningi, að ég tel mig vera betri mann vegna samskipta við þig. Elsku amma, þín er sárt sakn- að. Takk fyrir allt og allt. Sæmundur Bjarnason. BERGÞÓRA GUÐMUNDSDÓTTIR t Konan mín, LAUFEY ÁSA INGJALDSDÓTTIR, Fálkagötu 14, Reykjavík. lést að heimili sínu miðvikudaginn 31. desem- ber. Útförin verður auglýst síðar. Steingrímur Oddsson. t Ástkær eiginkona mín, móðir okkar og amma, GUÐRÚN ELÍN GUNNARSDÓTTIR, Neðstaleiti 4, Reykjavík, andaðist að heimili sínu þann 31. desember sl. Örn Reynir Pétursson, börn og barnabörn. + Sveinrún Áma- dóttir fæddist á Felli í Biskupstung- um 7. september 1925. Hún lést á Landspítalanum 21. desember síðastlið- inn og fór útför hennar fram frá Dómkirkjunni 31. desember. „Á sjötta áratugnum, þegar ég var við nám í náttúrufræðum í Lundi á Skáni, kynnt- ist ég ýmsum íslenskum læknum sem þar voru við sérnám og fjöl- skyldum þeirra. Nánust og lengst urðu kynni mín við Stefán Har- aldsson og konu hans Sveinrúnu Árnadótt- ur. Framan af hokraði ég einn og var þá tíður gestur á heimili þeirra hjóna. Eftir að fjölskylda mín fluttist til mín hélst áfram greiður samgangur á milli heimilanna." Með þessum orðum hóf ég fyrir skömmu minningargrein um dr. Stefán Haralds- son. Þau eiga ekki síð- ur við nú, þegar kvödd er kona hans Sveinrún Árnadóttir. Þótt hlýtt hafi verið á milli okk- ar Rúnu finnst mér þó enn frekar að ég þurfi að flytja henni kveðju frá látinni konu minni, Guðnýju Ellu Sigurðardóttur. Milli þeirra urðu náin tengsl á Svíþjóðarárum okkar ég veit að hún hefði fært Rúnu þakkir fyrir góð kynni væri hún enn ofan moldar. Þegar ég fletti gömlum fjöl- skyldualbúmum rekst ég á margar ljósmyndir frá ferðum okkar hjóna og Rúnu og Stefáns um sunnanverða Svíþjóð og um Dan- mörku, sem flestar voru farnar í bifreið þeirra Stefáns. Þessara stunda er gott að minnast. Eftir að við komum heim frá námi tóku við annasöm störf hjá báðum fjölskyldum og tengslin rofnuðu að mestu. Nú, þegar leiðir skilur, sakna ég þess að þau urðu ekki meiri. Fjölskyldu Sveinrúnar Árna- dóttur sendi ég einlægar samúðar- óskir. Blessuð sé minning hennar. Ornólfur Thorlacius. SVEINRUN ÁRNADÓTTIR

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.