Morgunblaðið - 03.01.1998, Page 53
MORGUNBLAÐIÐ
LAUGARDAGUR 3. JANÚAR 1998 53
BALDUR
JÓNSSON
+ Baldur Jónsson
var fæddur á
Ormsstöðum í Norð-
firði 13. október
1912. Hann lést á
hjartadeild Landspít-
Jalans hinn 20. desem-
ber síðastliðinn. For-
eldrar hans voru Jón
Jónsson bóndi og bú-
fræðingur, f. 1876, d.
1956, og kona hans
Sigurlaug Jónsdóttir,
f. 1876, d. 1935.
Systkini Baldurs
voru: Jón Aðalsteinn,
f. 1903; Sigríður, lést
í bernsku; Sigrún, f. 1907, d.
1928; Jóhann Ingi, f. 1910, d.
1988; og Bjarni Guðlaugur, f.
| 1914, d. 1996.
Bjarni ólst upp á Ormsstöðum
við hefðbundin sveitastörf en
vann jafnframt það sem til féll
svo sem vegavinnustörf. Hann
stundaði nám við Al-
þýðuskólann á Eið-
um 1933-1935 og
Bændaskólann á
Hvanneyri 1939-
1940. Eftir það lá
leiðin til Reykjavíkur
þar sem hann vann
ýmis störf tengd
landbúnaði og einnig
var hann í Breta-
vinnu um tíma.
Lengst á sinni
starfsævi vann hann
hjá tveimur fyrir-
tækjum, Áfengis- og
tóbaksverslun ríkis-
ins og síðast hjá Mjólkursamsöl-
unni í Reykjavík til starfsloka
1979.
Kveðjuathöfn um Baldur fór
fram í Fossvogskapellu 29. des-
ember. Hann verður jarðsunginn
frá Norðfjarðarkirkju í dag og
hefst athöfnin klukkan 14.
Aðfaranótt 20. desember lést á
Landspítalanum föðurbróðir minn
IBaldur Jónsson. Eftir situr minning
um góðan og traustan mann sem
| ekki mátti vamm sitt vita í neinu.
Mínar fyrstu minningar um frænda
eru þegar hann var að koma heim í
Ormsstaði í sumarfríinu sínu nánast
á hverju sumri. Á þessum árum
voru ferðalög ekki jafn algeng og í
dag og því sumargestimir afar kær-
komnir. Fyrst og fremst kom hann
til að hitta föður sinn og fjölskyldu
en einhvern veginn finnst mér að
Ihann hafi einnig verið að finna
sveitamanninn í sjálfum sér. Hon-
um voru æskustöðvamar afar kær-
ar og hann naut þess þó í fríi væri,
að ganga í heyskapinn með okkur
enda ekki hans stíll að sitja hjá þeg-
ar aðrir unnu.
Þegar ég flyt hingað suður til að
hefja búskap urðu samvistir okkar
meiri. Alltaf gat ég treyst því að
hann væri til staðar ef ég þyrfti
hans með. Hann var líka kærkom-
inn getur á okkar heimili og um ára-
bil hefur hann átt fast sæti við jóla-
borðið. Hans var sárt saknað nú á
jóladag.
Hann frændi minn var ekki allra
en hann var svo sannarlega vinur
vina sinna. Hann var vandur að
vinavali og átti fáa vini en góða. Og
þó að ég viti að sú vinátta var gagn-
kvæm langar mig að þakka þessu
fólki hlýju og umhyggju í hans garð
í veikindum hans.
Þegar frændi lét af störfum kom
best í ljós að römm er sú taug er
rekka dregur föðurtúna til. Eins og
farfuglarnir var hann floginn austur
MINNINGAR
um leið og fór að vora. Hellti sér í
bústörfin og skipaði sjálfan sig í
stöðu^ viðhaldsmanns á ættaróðal-
inu. Eg minnist hans gjarnan með
pensil og rúllu í hendi að mála þök
og hús enda verklaginn og vand-
virkur svo af bar.
Eins og hann, draga átthagarnir
mig austur á sumrin og áttum við
þar góðar stundir saman. Það var
gaman að fylgjast með honum, full-
um áhuga á öllu sem þurfti að gera.
Ekki seinna en kl. 7 voru þeir sestir
í eldhúsinu hann og pabbi til að taka
veðurspána og oftar en ekki bættist
dóttir mín í hópinn til að hýsa með
þeim kýrnar fyrir morgunmjaltir.
Venjulega lækkaði örlítið í molasyk-
urkarinu um leið og þau fóru út.
Ekki mátti gleyma Spora sem beið
við dyrnar eftir mola.
Síðastliðið sumar var heilsu hans
svo komið að hann treysti sér ekki
austur. Engu að síður fylgdist hann
grannt með gangi mála. Og nú hef-
ur hann farið sína síðustu ferð til
Norðfjarðar. Hann verður jarðsett-
ur í sveitinni sinni, í kirkjugarðinum
á Skorrastað. Elsku frændi, ég og
fjölskylda mín þökkum þér sam-
fylgdina og geymum minningu þína.
Hvíl í friði.
Hulda.
Elsku frændi. Þú kvaddir okkur
fjórum dögum fyrir jólahátíðina og
fékkst loks hvíld frá veikindum þín-
um.
Þó að þú byggir öll þín fullorðins-
ár hér í bænum þá á ég fleiri minn-
ingar um þig fyrir austan á Norð-
firði heldur er hér fyrir sunnan. Oft-
ar en ekki flugum við saman austur,
við vorum hálfgerðir vorboðar sum-
arsins. Eg gat varla beðið eftir pró-
flokum til að komast í sveitina til
afa og ömmu og þú til að hefjast
handa við öll vorverkin í sveitinni.
Þið afi voruð alltaf fyrstir á fætur til
að taka veðrið og ég fylgdi svo fast á
eftir til að sækja kýrnar með ykkur.
Aldrei var þó farið af stað án þess að
gefa Spora nokkra sykurmola.
Ég man þig ekki öðruvísi en að
vera eitthvað að aðhafast. Alltaf
var eitthvað málað á Ormsstöðum
á hverju sumri og varst þú alveg
óragur við að klífa húsþökin. Jafn-
vel sumarið ‘96 varstu kominn upp
á þakið hjá Jóni Þór, 84 ára, jafn
kappsamur og alltaf þótt heilsu-
brestur væri farinn að segja til
sín.
Þið bræður hafið alla tíð verið
miklir bókamenn og áttum við það
áhugamál saman. Ofáum gömlum
bókum hefur þú gaukað að mér í
gegnum árin. Brennunjáls sögu frá
1945 færðir þú mér á afmæli mínu í
haust, þrem dögum á eftir á 85 ára
afmæli þínu. Vænst þótti mér um
Heimskringlu frá 1944 sem þú bast
inn sjálfur. Ekki er af handbragðinu
að sjá að þær séu heimainnbundnar.
Alltaf varst þú jafn vandvirkur og
handlaginn.
Um árabil hefur þú verið gestur
hjá foreldurm mínum á jóladag þeg-
ar fjölskyldan hefur verið þar sam-
an komin. Þín var sárt saknað við
stóra borðið nú um nýliðin jól.
Elsku frændi, þá er þessu lokið í
bili og ég veit að þér líður nú vel.
Foreldrar þínir, systkini og Ari,
besti vinur þinn, hafa tekið vel á
móti þér.
Guð geymi þig og við geymum
minningu þína.
Þín frænka,
Ragnhildur Scheving.
Látinn er í Reykjavik, vinur
minn, Baldur Jónsson frá Orms-
stöðum í Norðfirði.
Baldur fluttist ungur að árum til
Reykjavíkur og átti þar heimili alla
tíð eftir það. Við hjónin kynntumst
honum fyrir um það bil 40 árum, og
varð sú viðkynning hin besta og bar
aldrei skugga á. Fáum mönnum hef
ég kynnst á ævinni jafn grandvör-
um og hann var. Hann var með ein-
dæmum hreinskilinn og sannorður,
og lá við að slíkt mætti flokka undir
það sem Grikkir nefndu ofþroskaða
samvisku. Að búa við slíka ná-
kvæmni í orði sem verki hlýtur að
vera erfitt eins og nú er ástatt í
heiminum. Gildismat nútímans er
svo gjörólíkt því, sem menn eins og
Baldur Jónsson ólust upp við - en '
það var fyrst og fremst að segja
satt og gera rétt. Því miður er nýtt
gildismat að ryðja gömlu, góðu
dyggðunum úr vegi, en í staðinn
komið gildismat sem óþarft er að
lýsa hér.
Baldur vann fyrr á ánim hjá
ÁTVR sem verkstjóri, en hætti þar,
meðal annars vegna þess, hve hon-
um þótti eifitt að láta lagerinn, við
talningu, passa upp á flösku. Á slík-
um stað er það tæpast framkvæm-
anlegt, en úr því að svo var, sagði
hann starfi sínu lausu og réðst í _
önnur störf hjá Mjólkursamsölunni
í Reykjavík. Á Reykjavíkurárum
sínum bjó Baldur lengst af í mið-
bænum og í Þingholtunum og kunni
þar vel við sig. Baldur var alla tíð
reglumaður og vinnusamur með af-
brigðum. Að loknum hefðbundnum
vinnudegi tók hann sig til og byggði
á kvöldin og um helgar tvö myndar-
leg steinhús, sem honum heppnaðist
með nýtni og sparsemi að koma upp
hjálparlaust. Annað húsið seldi
hann fljótlega en hitt leigði hann
sanngjörnu verði. Seinna losaði
hann sig við þessa fasteign og fékk
sér íbúð við hæfi.
Baldur kvæntist ekki og lét ekki
eftir sig afkomendur - en hann lét „
eftir sig hlýjar minningar hjá þeim
sem kynntust honum best. Sjálfur á
ég honum margt og mikið að þakka.
Rúmlega áttræður leitaði hann
fyrir sér með það að komast á heim-
ili fyrir eldri borgara - en ein-
hverra hluta vegna tókst það ár-
form ekki í tæka tíð.
Að loknu þessu æviskeiði, vona
ég að vinar míns, Baldurs Jónsson-
ar, bíði fögui- framtíð með umbun
fyrir lífshlaup sem hann hafði vand-
að vel.
Fari hann í guðs friði.
Kormákur Sigurðsson.
I
I
!
i
I
i
I
I
I
I
I
SIGURGEIR
JÓHANNSSON
+ Sigurgeir Jó-
hannsson var
fæddur í Bakkakoti í
Meðallandi 26. nóv-
ember 1918. Hann
lést í bílslysi 21. des-
ember síðastliðinn.
Foreldrar hans voru
Jóhann Sigurðsson
bóndi þar, f. 23.5.
1882 í Fjósakoti í
Meðallandi, d. 19.8.
1959 í Bakkakoti, og
kona hans Margrét
Stefánsdóttir, f. 7.12.
1883 í Svínadal í
Skaftártungu, d.
18.12. 1959 í Reykjavík. Sigur-
geir ólst upp hjá foreldrum sín-
um og vann heimilinu til þess er
hann stofnaði eigin heimili.
Systkini hans eru: Marteinn, lát-
inn, var ókvæntur en átti dóttur;
Báru. Jóhanna Margrét, dáin,
Guðrún Stefama,
Halldóra Guðlaug og
Sigurður.
Sigurgeir kvæntist
1966 Guðrúnu Gísla-
dóttur, f. 4.11. 1926 í
Lágu-Kotey. Þau
áttu einn son, Stein-
ar, f. 1966. Sigurgeir
var seinni maður
Guðrúnar, en fyrri
maður liennar var
Ólafur Erasmusson,
f. 15.11. 1916 á Leið-
velli, d. 30.4. 1954 í
Rofabæ, en þar
bjuggu þau nær fjög-
ur ár. Dóttir hennar frá fyrra
hjónabandi er Guðfinna, f. 13.1.
1949.
Utför Sigurgeirs fer fram frá
Langholtskirkju í Meðallandi í
dag og hefst athöfnin klukkan
14.
Það hefur stundum verið haft á
orði að með þeim sem starfa undir
merkjum Slysavamafélags íslands,
myndist einhvers konar tengsl eða
samkennd. Þetta hefur verið áber-
andi augljóst á landsþingum og
landsfundum félagsins. Á þessum
fundum er einhvern veginn allt ann-
að andrúmsloft en á öðrum fundum.
Þó að engu minna sé deilt en annars
staðar, er eins og fundarmenn teng-
ist eins konar fjölskylduböndum
sem erfítt er að útskýra en flestir
finna þó og taka eftir.
Við Sigurgeir tengdumst einmitt
slíkum böndum. Það var einhvern
veginn auðfundið að þarna fór heil-
steyptur og grandvar maður sem
auðvelt var að treysta og traustsins
verður. Ekki minnkaði þetta álit við
nánari kynni og samvinnu í gegnum
árin. Sigurgeir var formaður slysa-
varnadeildaiinnai- og björgunar-
sveitarinnar Happasæls í Meðallandi
frá árinu 1955 til 1985, eða um þrjá-
tíu ára bil. Eins og flest slysavarna-
fólk veit var Meðallandsströndin
einn hættulegasti staður landsins ís-
lenskum sem erlendum skipum og
oft nefndur skipakirkjugai-ður lands-
ins. Kom þar margt til, ströndin lág-
lend og sást illa í slæmu skyggni,
auðug fiskimið í Meðallandsbugtinni
og aðkoma skipa að landinu, þeirra
sem komu frá Evrópu.
Þau hafa því orðið mörg útköll
björgunarsveitarinnar Happasæls í
gegnum tíðina í foráttuveðrum og
sandroki. Þá hefur ekki alltaf verið
auðratað frá byggðinni og niður á
fjöru þar sem fara þurfti yfir sam-
fellt vatnasvæði, eða gljá með botn-
lausum sandbleytum ef farið var út
af réttum leiðum.
Það má segja að Sigurgeir hafi
fengið eldskírnina strax á fyrstu
tveim árunum sem formaður björg-
unarsveitarinnar en árin 1956 og
1957 strönduðu þarna 4 skip með
alls 79 manns sem öllum var bjarg-
að og komið til byggða. Fyrir björg-
unina á áhöfnum tveggja breskra
togara sem strönduðu með um mán-
aðar millibili árið 1956 var björgun-
arsveitin heiðruð af Bretum, en við
það tækifæri mun Sigurgeir hafa
sagt að þeir hafi reyndar ekki gert
annað en það sem þeim bar að gera
og lýsir þetta vel manninum og við-
horfi björgunarsveita almennt. Það
var líka staðreynd að um árabil var
neyðartalstöð björgunarsveitarinn-
ar í svefnherbergi þeirra hjóna Sig-
urgeirs og Guðrúnar og hann í við-
bragðsstöðu ef eitthvert hættu-
ástand var. Sigurgeir var gerður að
heiðursfélaga Slysavamafélagsins
þegar hann hætti sem formaður
björgunarsveitarinnar eftir 30 ára
starf árið 1985 og var hann sannar-
lega vel verður þeirrar viðurkenn-
ingar. Þá telst mér til að björgunar-
sveitin Happasæll hafi bjargað á
sínum ferli 175 manns úr sjávar-
háska. Það var þó langt því frá að
Sigurgeir væri hættur að sinna
björgunarmálum og ófáar urðu
fjöruferðir hans síðastliðinn vetur
til leitar að áhöfninni af mb. Jonnu
sem fórst út af Skarðsfjöru í okt.
1996 og ekkert hefur til spurst. Það
var ávallt gaman að koma til Sigur-
geirs og Guðrúnar að Bakkakoti og
gestrisni þeirra var einstök enda
var það almælt í sveitinni hversu vel
þau reyndust öllum sem til þeirra
leituðu. Margir af erindrekum
Slysavarnafélagsins í gegnum tíðina
höfðu orð á því við mig hversu ein-
stakur Sigurgeir væri heim að
sækja og minnisstæður persónuleiki
og fór ekki fram hjá mér virðing sú
sem þeir báru fyrir honum. Það var
mér reyndar enginn nýr sannleikur
því að það mikið höfðum við kynnst
við samæfingar og sameiginleg
verkefni að ég vissi að þar fór mað-
ur sem hægt var að treysta og óx
við hverja raun.
Reynir Ragnarsson.
Þegar lífið fór að kvikna á vorin og
leið að skólalokum kom alltaf aust-
urfiðringur í mig og þær eru ófáar
ljósmyndirnar til þar sem ég stend,
í öllum stærðum, við hlið _ ömmu
minnar á rátuplaninu við BSÍ á leið-
inni í sveitina. Aðalsportið þegar
Klaustur nálgaðist var að reyna að
finna út hvar bíllinn hans Sigur-
geirs stóð og beið eftir að ferja
mann suður úr. Er hann við Kaup-
félagið, Póststöðina eða Edduna?
Það skipti engu máli því alltaf steig
Sigurgeir kíminn á svip út úr bíln-
um og tók manni fagnandi. Og ekki
mætti maður minna fagnandi andliti
í útidyrunum á Bakkakoti, kominn á
langþráðan áfangastað. Svei mér þá
ef ég hef ekki líka lært að brosa
breitt í Bakkakoti, því auk þess að
vera hlýjasti staðurinn á landinu í
fleirum en veðurfræðilegum skiln-
ingi, voru þær ófáar reynslu-, gam-
an- og skemmtisögurnar sem mað-
ur bar með sér heim í sumarlok,
ásamt eggjum og garðávöxtum!
Sigurgeir frændi minn, eða Geiri
eins og við krakkarnir kölluðum
hann okkar í milli, var ljúfur maður
og einkar bamgóður. Honum þótti
vænt um öll börnin sem dvöldu sum-
arlangt hjá þeim hjónum og vænt-
umþykjan var vissulega endurgold-
in, sem sést best á því að flest kom-
um við sumar eftir sumar til dvalar í
lengri eða skemmri tíma. „Þakka
þér bara fyrir, væni minn,“ var ekki
óalgeng kveðja þegar manni hafði
verið falið eitthvert verkefni og leyst
það vel af hendi. Á sama hátt gat
fokið illilega í hann ef honum fannst
verkunum ekki sinnt eða verka-
mennimir ekki nógu duglegir, því
Geiri var langt í frá skaplaus. Ég
held að í Bakkakoti hafi ég lært að
axla ábyrgð og sömuleiðis að skilja
mikilvægi þess að kasta ekki hönd-
unum til verkanna, hver svo sem
þau voru. Það sem mér þykir samt
vænst um er traustið sem frændi
bar til mín, strax sem bams, og vin-
áttan, sem hélst einnig eftir að ferð-
ir mínar austur urðu óreglulegri.
Það var alveg sama hvenær maður
birtist eða hringdi; alltaf var hægt
að taka upp þráðinn, rétt eins og
maður sæti yfir sunnudagssteikinni
hennar Gunnu um hásumar.
Ég er ekki viss um að ég átti mig
á því sjálfur hvursu oft ég vitna í
hann frænda minn eða endursegi
einhverjar af hinum margrómuðu
sögum hans og frásögnum úr sveit-
inni. Hvursu oft ég beiti vinnu-
brögðum sem ég lærði af honum við
dagleg störf. Sigurgeir gat stundum
leyst flóknustu hluti á undraverðan
hátt því honum var mikið í mun að
ljúka verkunum svo best færi, án
þess að eyða of miklum tíma í spek-
úlasjónir.
Að leiðarlokum langar mig til að
þakka elskulegum frænda mínum
samfylgdina og leiðsögnina í gegn-
um árin. Með honum hverfur ómet-
anlegur sjóður sagna og vitneskju,
sem ég vildi óska að ég gæti munað.
Ég vil þakka honum fyrir að hafa
vakið áhuga minn á því starfi sem
ég hef, frá því ég man eftir mér,
hugsað mér að leggja fyrir mig í
framtíðinni.
Ég votta þér, elsku Gunna mín,
mína dýpstu samúð. Einnig Stein-
ari, Möggu og afastrákunum, ömmu
minni og Gunnu frænku, Finnu og
fjölskyldu.
Orri Páll Jóhannsson.
Fleiri minningargreinar um
Sigurgeir Jóhannsson bíða
birtingar og munu birtast í blaðinu •
næstu daga.
Formáli
minningar-
greina
ÆSKILEGT er að minningar-
greinum fylgi á sérblaði upplýs-
ingar um hvar og hvenær sá,
sem fjallað er um, er fæddur,
hvar og hvenær dáinn, um for-
eldra hans, systkini, maka og
börn, skólagöngu og störf og
loks hvaðan útfór hans fer
fram. Ætlast er til að þessar
upplýsingar komi aðeins fram í
formálanum, sem er feitletrað-
ur, en ekki í greinunum sjálf-
um.