Morgunblaðið - 03.01.1998, Page 54

Morgunblaðið - 03.01.1998, Page 54
54 LAUGARDAGUR 3. JANÚAR 1998 MINNINGAR MORGUNBLAÐIÐ ASLAUG SIG URÐARDÓTTIR + Áslaug Sigurð- ardóttir fæddist á Hofstöðum í Miklaholtshreppi 30. ágúst 1926. Hún andaðist á hjarta- deild Landspítalans 23. desember síð- astliðinn og fór út- för hennar fram frá Háteigskirkju 2. janúar. Elsku amma mín. í tæp 30 ár varð ég þeirrar gæfu aðnjót- andi að eiga þig sem ömmu. Fyrstu minningarnar sem ég riíja upp eru úr eldhúsglugga- num á Miklubrautinni. Þar sat ég oftar en ekki og taldi bíla sem óku upp og niður Miklubrautina. „Dósa- lausu“ bílamir voru náttúrulega taldir sérstaklega vegna hávaðans. Stundum gafst þú mér leyfí til að vekja afa eftir næturvakt og fékk ég þá oft músasögu eða tófusögu að launum hjá afa. Þú gafst mér líka ýmis ábyrgðarhlutverk í heimil- ishaldinu sem mér sem ungum “dreng fannst aldeilis fengur í. Ég t.d. „stinkaði" alltaf með sérútbú- inni vatnsflösku þvottinn sem þú varst að strauja á eldhúsborðinu. Ég lærði líka fljótt að bijóta saman lök og sængurver með þér og ýmis- legt fleira smálegt féll til. Seinna meir þróuðust þessi föstu hlutverk mín samhliða þroska ungs drengs sem átti margar ánægjustundir með ömmu sinni og afa á Miklubraut- inni. Einnig eru minnisstæðar ferð- irnar sem við fórum saman upp á Akranes til langömmu Þórunnar. Þá lærði ég og þekki enn flestöll ömefni og merkisstaði í Hvalfírðin- um. Alloft var stoppað og borðað nesti í einhverri náttúmperlunni. Þessar minningar og margar fleiri, elsku amma mín, ylja nú ungum manni sem berst við að skilja af hverju við getum ekki átt fleiri ánægjustundir saman. Það sem deyfír sárs- aukann og gefur manni styrk til að sætta sig við gang lífsins er sú vissa að að þú, amma mín, munt halda áfram að passa, vernda og elska okkur sem sökn- um þín svo sárt. Runólfur. Elsku frænka mín. Þú kvaddir þennan heim á Þorláksmessu eftir nokkra daga á gjörgæslu Landspítalans. Ég náði því að koma, halda í hönd þína og kyssa þig á ennið í kveðjuskyni. Hugurinn reikar, margar myndir, minningar og hugsanir streyma í gegn. Ég veit ekki hvemig þessi ætt fer að án þín. Nú seint í haust hringdi ég í þig til að fá einhveijar upplýsingar úr fjölskyldunni, það var fljótlegast, einfaldast og áreið- anlegast fyrir mig. Þannig hugsuð- um við mörg í íjölskyldunni og höfð- um áratuga reynslu af góðum ráð- um þínum og umhyggju fyrir okkur öllum. Þegar ég var barn í Borgarfírðin- um, fyrir um það bil 35 árum, var Reykjavíkurferð heilmikið ferðalag og því fylgdi alltaf heimsókn eða dvöl á Miklubraut 82, á heimili ykkar Sveinbjörns. Mér fannst heimilið fullt af dýrgripum, alveg ótrúlega flottum ljósakrónum og lömpum, útsaumuðum púðum, handmáluðum blómavösum og styttum að ógleymdu konunglegu sófasetti í stofunni. Eitt sinn í slíkri bæjarferð átti ég afmæli, varð átta ára gömul, ég sé enn fyrir mér fínu peningabudduna sem þú gafst mér í afmælisgjöf. Úr brúnu rúskinni með gullspennu, áreiðanlega keypt í útlöndum. Ég man að á unglingsárum þótti mér ekki þægilegt að segja þér hvað fötin og skórnir sem ég keypti kostuðu. Fannst það nú vera mitt mál að kaupa dýrustu leðurstígvélin í bænum. Nú skil ég þetta allt bet- ur, elsku yfirfrænka. En eins og þú veist kallaði ég þig stundum Æðstu Æðstu. Þórunn dóttir þín og frænka mín komst ekki hærra en Æðsta, nokkrar aðrar frænkur gætu hugsanlega borið þann titil en engin önnur fær að heita Æðsta Æðsta. Löngu síðar vantaði mig næði til að læra fýrir stúdentspróf, því á mínu heimili voru tvö ung börn. Eins og alltaf var það sjálfsagt, ég fékk aðstöðu eins og svo ótal marg- ir á undan mér í litla homherberg- inu, sem var allt í senn skrifstofa, bóka- og saumaherbergi og aðstaða fýrir að minnsta kosti eina fjöl- menna og fýrirferðarmikla ætt úr Hrísdal. Þama lærði ég fyrir loka- prófín, þið sáuð til þess að ég hefði næði og fengi nóg kaffí og mat á réttum tímum. Og kvöldið fyrir út- skriftina kom ég til ykkar að sækja hvíta kollinn sem þið gáfuð mér og við áttum saman yndislega stund. Elsku Áslaug frænka, þetta em aðeins örfá minningarbrot af ótal mörgum sem renna gegnum huga minn nú þegar þú hefur kvatt. Þessa síðustu daga hugsa ég mikið um heimili ykkar Sveinbjöms, með öllum þeim gestum sem þar dvöldu um lengri eða skemmri tíma bæði í gleði og sorg. Ég hugsa um hvað þú stjómaðir öllu af mikilli list, allt gekk svo ótrúlega vel fyrir sig, þú keyrðir alla til erinda sinna, alltaf var matur og kaffí fyrir svo marga sem þörfnuðust. Það þurfti oft að taka sólarhæðina í ýmsum málum, fara yfír stöðuna í umræðum við ykkur hjón og öllum réðuð þið heilt. Þegar ég lít til baka sé ég, að þið veittuð fólkinu ykkar örugglega fleiri þúsund gistinætur, tugi þús- unda máltíða, ómælda kílómetra í akstur, óteljandi heimsóknir á spít- ala svo eitthvað sé nefnt og allt af miklum kærleik og umhyggju. Öll þessi umsvif kröfðust mikillar yfírsýnar, skipulags og sveigjan- leika. Allt þetta eru taldir hæfileik- ar mikilla stjórnenda. Við í okkar fjölmennu fjölskyldu vomm svo lán- söm að njóta þessara hæfileika þinna sem allt eins hefðu getað nýst í að stjóma einhveiju af stór- fyrirtækjum landsins. Frænka mín, það er erfítt að slá botninn í þessa kveðju til þín, á svona stundum er maður er svo eigingjam og upptekinn af sínum eigin tilfínningum og missi. Samt leita á hugann spumingar um hvernig þér hafí liðið, spumingar sem ég bar aldrei fram en velti nú fyrir mér hugsanlegum svöram við. Elsku Áslaug, takk fyrir hlýju og umhyggju fyrir mér og mínum, þín verður alltaf minnst sem einstakrar frænku í minni fjölskyldu. Kæra vinir og frændfólk Svein- bjöm, Þórann, Þórhallur, Ása, Run- ólfur, Svenni og fjölskyldur, hugur minn er hjá ykkur. Fyrir hönd foreldra minna og flöl- skyldu votta ég ykkur dýpstu sam- úð og bið góðan Guð að vera hjá ykkur öllum. Jóhanna Leópoldsdóttir. Ég hitti hana fyrst fyrir fímm áram í afmælisveislu uppi í Borgar- fírði og kunni strax vel við hana. Hún var úr Miklaholtshreppnum en Sveinbjörn maður hennar úr Stað- arsveitinni og hafði þekkt foreldra mína fyrir meira en hálfri öld. Það fylgdi henni notaleg glaðværð og áhugi á velferð manns, enda var ég um það leyti að tengjast fjöl- skyldu hennar. Fljótlega kom mér í huga að hún minnti mig á fólk sem ég hafði kynnst í bernsku minni. Ég áttaði mig ekki strax á hvaða fólk það var. Þórunni dóttur þeirra þekkti ég frá áralöngu sam- starfí í verkalýðshreyfingunni. Við hittumst ekki oft á þessum fímm árum. Þau hjón heimsóttu okkur á Eyrarbakka, það var glaðleg stund við eldhúsborðið, með sögum, gáska og hlýlegu viðmóti. Svo dundu óhöppin yfír okkur, eins og gengur og gerist í tilvera fólks. Þá kom áhugi hennar á vel- ferð okkar skýrt í ljós. Hún fylgdist með því hvemig okkur gengi að komast í gegnum erfiðleikana. Áhugi hennar var einlægur og hlýj- aði okkur um hjartaræturnar. Síðan komu þær mæðgur til okk- ar fyrir hver jól og færðu björg í bú, með því elskulega viðmóti sem gjarnan einkennir fómfúst, heiðar- legt og velviljað fólk. Þá rann upp fyrir mér að svona fólki hafði ég kynnst þegar á móti blés á æsku- dögum mínum og held stundum að fari fækkandi. Hún stóð djúpum ( rótum í því sem best er og traust- (: ast við það að vera íslendingur. Fyrir þessi jól hafði hún að nokkra undirbúið heimsókn til okkar, en entist ekki aldur til. Þórunn og Sveinbjöm yngri komu í hennar stað. Ég verð Áslaugu og fjölskyldu hennar ævinlega þakklátur fyrir hlýhug í okkar garð. Ég sendi Sveinbimi, Þóranni og öðrum . vandamönnum Áslaugar mínar dýpstu samúðarkveðjur. Helgi Guðmundsson. Kraftakonan hún amma min er dáin, erfíð staðreynd en víst óhagg- anleg. Fá orð lýsa konu eins og henni ömmu enda var hún einn af máttarstólpum fjölskyldunnar okk- ar sem var alltaf til staðar fyrir i okkur öll, rétti alltaf hjálparhönd og sá til þess að við gátum notið þess besta í lífínu. Fyrstu æsku- minningar mínar snúast um ferða- lög með afa og ömmu, ferðalög upp í Borgarfjörð og á Snæfellsnes og eins upp á Akranes til langömmu Þórannar í kartöflurækt. Amma kenndi mér ótal vísur sem ég söng hástöfum á þessum ferðum okkar saman. Eins tók hún mig oft með sér niður í Glaumbæ þar sem ég | þekkti hvem krók og kima sem litla aðstoðarkonan hennar. Síðar sótti ég mikið að gista hjá þeim afa og I ömmu um helgar og margt var nú brallað á Miklubrautinni með ömmu, alls kyns æfíngar á háhæl- uðum skóm og það besta var þegar ég fékk að fara í fína ballkjólinn hennar sem ég kallaði svo og punta mig með fallegustu hlutunum henn- ar. Samband okkar var í raun lík- ara foreldra og dóttur enda foreldr- ( ar mínir ungir er þau áttu mig. Afí og amma stóðu alltaf á bak við mig í lífinu, sérstaklega á náms- JONAS ÓLAFSSON + Jónas Ólafsson fæddist á Tortu í Biskupstungum í Árnessýslu 5. des- ember 1912 en ólst upp að Hólum á sama stað. Hann lést 20. desember síðastliðinn. Hann stundaði búskap á Kjóastöðum í Bisk- upstungum alian sinn starfsaldur en þau hjónin brugðu búi 1984 og fluttust til Selfoss þar sem hann bjó til ævi- loka. Foreldrar Jónasar voru Ólafur Guðmundsson f. 22.2. 1873, d. 23.5. 1934, bóndi að Tortu og að Hólum í Biskups- tungum og Sigríður Jónasdóttir f. 20.6.1875, d. 20.1.1946, hús- freyja. Jónas átti átta systkini, þrjú þeirra eru á lífi. Systkinin Sérfræðingar í blómaskreytingum við öll tækifæri Skólavörðustíg 12, á horni Bergstaðastrætis, sími 551 0000 eru: Óskar Sigurþór f. 26.8. 1908, látinn; Elín Guðrún f. 4.9. 1909, látin; Sigur- björg f. 26.9. 1910, látin; Kjartan f. 3.10. 1911, látinn; Þórey f. 19.2. 1915; Anna f. 10.2. 1916; Þorvaldur f. 4.6. 1917, látinn, og Finnbogi f. 2.9. 1918. Jónas kvæntist 19.6. 1941 eftirlifandi eiginkonu sinni Sig- ríði Gústafsdóttur, f. 29.2. 1920, húsfreyju. Hún er dóttir Gústafs Loftssonar og Svanhvítar Samúelsdóttur. Börn Jónasar og Sigríðar eru sextán talsins: Sigríður, f. 4.3. 1941, fanga- vörður búsett í Kópavogi, og á hún þrjú börn og fjögur barna- börn; Gústaf Svavar, f. 1.2. 1942, starfsmaður í gróðrarstöð í Hveragerði, kvæntur Sigríði Kristjánsdóttur og eiga þau fjög- ur börn, fyrir átti Gústaf tvö börn og fjögur barnabörn; Ólafur Þór, f. 31.12. 1942, starfsmaður á Laugarvatni, í sambúð með Guðrúnu Mikkaelsdóttur, þau eignuðust einn son sem nú er Blómabúði m om v/ PossvogsUifkjugafS Simii 554 0500 látinn, fyrir átti Ólafur þijá syni og eitt barnabarn; Karl Þórir, f. 13.2. 1944, bifvélavirki, starfs- maður Kirkjugarða Reykjavíkur, kvæntur Þórlaugu Bjarnadóttur, og eiga þau tvö böm, fyrir átti Karl tvo syni; Svanhvít, f. 23.8. 1945, búsett í Reykjavík, gift Stefáni Ó. Guðmundssyni, raf- virkja, og eiga þau tvær dætur og eina dótturdóttur; Þórey, f. 22.11. 1946, búsett í Haukadal i Biskupstungum, gift Þóri Sig- urðssyni, garðyrkjumanni, og eiga þau þrjú börn og þrjú barnabörn; Halldóra Jóhanna, f. 9.5. 1948, búsett í Borgarnesi, gift Geir Sævari Geirssyni, húsa- smiði, og eiga þau þijú böm og þrjú barnabörn; Guðrún Stein- unn, f. 13.2. 1950, búsett í Kefla- vík, gift Haraldi Hinrikssyni, skipstjóra, og eiga þau tvö börn, fyrir átti Guðrún tvo syni og tvö barnabörn; Eyvindur Magnús, f. 20.2.1952, bóndi á Kjóastöðum í Biskupstungum, kvæntur Kristínu Ólafsdóttur og eiga þau fimm börn og eitt barnabarn; Loftur, f. 18.9. 1953, búsettur að Lambabrún á Biskupstungu- m, kvæntur Vilborgu Guð- mundsdóttur og eiga þau þrjá syni; Þorvaldur, f. 6.10. 1954, búsettur á Syðra-Seli í Hruna- mannahreppi, kvæntur Agnesi Böðvarsdóttur og eiga þau tvö börn og eitt barnabarn; Guð- mundur, f. 25.5. 1956, búsettur á Flúðum í Hrunamannahreppi á hann þijú börn; Ágústa Halla, f. 26.9. 1957, búsett í Njarðvík, gift Inga Eggertssyni og eiga þau þijú börn; Egill, f. 11.12. 1960, bóndi á Hjarðarlandi í Biskupstungum, kvæntur Kol- brúnu Ósk Sæmundsdóttur, og eiga þau þijú böra; Bárður, f. 6.9. 1962, járnsmiður búsettur á Vopnafirði, kvæntur Sigríði Eddu Guðmundsdóttur og eiga þau fjögur börn; Sigþrúður, f. 17.9. 1966, skrifstofumaður í Reykjavík, gift Jóni Bergssyni, verslunarmanni, og eiga þau eina dóttur. Utför Jónasar fer fram frá Skálholtskirkju í dag og hefst athöfnin klukkan 13.30. Jarð- sett verður frá Haukadals- kirkju. Hvar er afí, spurði Díana þegar við komum í Lóurimann á sunnu- deginum og hún sá að afí lá ekki í rúminu sínu og sat ekki við eldhús- borðið og lagði kapal. Ég reyndi að útskýra fyrir henni hvar afí væri og sáttust var hún þegar ég sagði að afí væri á himnum að syngja fyrir stjömumar. Elsku pabbi og afí, við kveðjum þig með söknuði í dag. Söknuður okkar verður ekki eins sár þar sem við vitum að nú nýtur þú sveitasæl- unnar og hvílir þreyttan huga. Elsku mamma og amma, við þökkum þér styrkinn sem þú gefur okkur og megi guð styrkja þig í söknuði þínum. Sigþrúður, Jón og Díana íris. Hinn 20. desember síðastliðinn fengum við systkinin sorglegar fréttir, hann afí Jónas hafði yfir- gefið þennan heim okkar. Tilhugs- unin um að afi verði ekki heima hjá henni ömmu þegar við komum næst í heimsókn fær svo á okkur að það er ekki hægt að lýsa því. Við höfum alltaf sagt að við séum að fara í heimsókn til afa og ömmu á Lóurima og við munum halda því áfram því að við vitum að afí mun vera þarna og fylgjast vel með okkur. Þó að hann afi muni ekki vera þarna til þess að fara í krók eða syngja þá munum við ávallt minnast hans í hjarta okkar. ( Ekki er hægt að hugsa sér betri ( afa. Jónas afi var alltaf svo bros- mildur, hjartagóður og skemmti- legur. Það er sárt að rifja upp minningarnar um ferðir okkar á Kjóastaði og á Selfoss því að afi var alltaf heima og tók á móti okkur með bros á vör. Afí var alltaf tilbúinn til að leika við okkur krakkana. Hann var mjög söngelskur maður og með því allra skemmtilegasta sem hann gerði var ( að syngja. Við skiljum ekki og i munum líklega aldrei skilja hvers , vegna Guð þurfti að taka hann til sín, því svo mörgum þykir vænt um Jónas afa. Þó að það sé sárt að rifja upp minningar um samvera- stundimar okkar með afa þá er gott að eiga þær í hjarta og hug okkar. Jónasar afa er sárt saknað og munu minningamar um hann eiga stórt pláss í hjarta okkar sem fylgir okkur um alla eilífð. Elsku amma, við vitum að afí er í í góðum höndum hjá Guði og við stöndum við hlið þér í þessum mikla söknuði. Sigríður, Ragnar og Jónas. Ég man þá tíð, í minni hún æ mér er, þá ársól lífsins brann mér heit á vanga og vorblóm ungu vakti í bijósti mér, ( sem velkja náði ei hretið enn hið stranga. j Þessi vísa leitar á hugann þegar Jónasar á Kjóastöðum er minnst, svo oft sem hann söng hana á gleði- stundum, með sinni voldugu rödd, sem hann beitti líkt og Carúsó, svo

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.