Morgunblaðið - 03.01.1998, Blaðsíða 76
MORGUNBLAÐW, KRINGLAN 1,103 REYKJAVIK, SÍMI5691100, SÍMBRÉF 5691181
PÓSTHÓLF 3040, NETFANG: RITSTJ@MBL.IS, AKUREYRI: KA UPVANGSSTRÆTI1
LAUGARDAGUR 3. JANÚAR 1998
VERÐ í LAUSASÖLU 125 KR. MEÐ VSK
Síversnandi ástand á sjúkrahúsum vegna uppsagna unglækna
Unglæknar telja lausn
geta verið í sjónmáli
UNGLÆKNAR telja ekki útilokað
að lausn geti verið í sjónmáli í kjara-
deilu þeirra, en undanfarna daga hafa
verið ræddar tillögur frá stjómum
sjúkrahúsanna um breytta vinnutil-
högun sem unglæknar telja að geti
orðið grannur að lausn kjaradeilunn-
ar. Pélagsfundur í Félagi ungra
lækna í gær taldi sig hins vegar ekki
geta gengið að tiilögunum óbreyttum
að svo stöddu, en vildi eindregið að
viðræðum yrði haldið áfram.
Unglæknar munu skýra fjármálaráð-
herra frá afstöðu sinni til málsins
^j^iæstkomandi mánudag.
Fjallað var um tillögumar að
breyttri vinnutilhögun unglækna á fé-
lagsfundi í Félagi ungra lækna í gær,
en að sögn Birgis Jóhannessonar,
eins talsmanna unglækna, var að
framkvæði framkvæmdastjóra
sjúkrahúsanna og lækningaforstjóra
farið í viðræður um vinnutilhögun þar
sem tillit yrði tekið t.d. til írágangs á
vöktum og ritun læknabréfa sem
venjulega hefur fallið utan venjulegs
vinnutíma unglækna og ekki verið
„Það komu upp ýmis atriði sem við
höfum verið að reyna að fá í gegn og
berjast fyrir í mörg ár, þannig að það
eru nú komin upp á borðið atriði sem
við teljum geta orðið grandvöll fyrir
lausn deilunnar. Þau atriði sem borin
vora upp á fundinum vora hins vegar
ekki talin uppfylla það sem þarf til að
unglæknar komi til starfa aftur en
era þó talin mjög góður grundvöllur
til áframhaldandi viðræðna," sagði
Birgir.
Spurning um neyðarástand
Uppsagnii- unglækna hafa haft í
för með sér aukið álag á sérfræðinga
sjúkrahúsanna sem þurft hafa að
ganga í störf unglæknanna. Læknar
á lyflæknisdeild og skurðdeild
Sjúkrahúss Reykjavíkur áttu í gær
fund með stjórnendum lækninga-
sviðs sjúkrahússins og foru lækn-
arnir fram á að ástandið á deildun-
um yrði skilgreint. Stefán Matthías-
son, sérfræðingur á skurðdeildinni,
sagði í samtali við Morgunblaðið að
stjórnendur lækningasviðsins hefðu
ekki viljað fallast á að orðið neyðar-
ástand yrði notað yfir ástandið á
deildinni.
„Þetta er spuming um keisarans
skegg hvaða orðalag er notað, en
ástandið á deildinni er mjög slæmt.
Við stöndum frammi fyrir því að ef
þessi deila verður ekki leyst núna um
helgina, verðum við að fara að taka
ákvörðun um það hvað við geram
hér. Við getum ekki bæði gengið
vaktir og sinnt slösuðum og bráða-
sjúkum og eins líka haldið uppi dag-
legri starfsemi eins og t.d. skurðað-
gerðum vegna krabbameina og alvar-
legra æðasjúkdóma."
Lækningaforstjórar RQdsspítala og
Sjúkrahúss Reykjavíkur sendu í gær-
kvöldi frá sér fréttatílkynningu þar
sem segir að mjög alvarlegt ástand
hafi skapast þar sem unglæknar hafi
ekki verið að störfum við sjúkrahúsin í
rúmar tvær vikur og þau geti ekki
sinnt því hlutverki að öllu leyti sem
þeim ber. Þannig geti sjúklingar sem
bíða aðgerðar ekki vænst þess að
komast í aðgerð að óbreyttu ástandi,
en áfram verði unnið að því að fá að-
stoðarlækna til starfa.
A suðurpólinn
á nýárskvöld
ÍSLENSKU suðurskautsfararnir
komu á áfangastað eftir 1.086
kílómetra göngu á nýárskvöld.
Skeyti barst frá Argos-sendi
þeirra rétt eftir klukkan níu um
kvöldið þar sem fram komu hnit
suðurskautsins og merki sem
táknaði að þeir væru komnir á
leiðarenda.
Vegna veðurs tefst flugferð
þeirra frá pólnum til bækistöðvar-
innar Patriot Hills, þaðan sem þeir
hófu gönguna. Þaðan verður flogið
til Punta Arenas í Chile og loks
heim til Islands. A myndinni eru
Suðurskautsfararnir Ólafur Örn
Haraldsson, Haraldur Örn Ólafs-
son og Ingþór Bjarnason við upp-
haf ferðarinnar til suðurskautsins
fyrir tæpum tveimur mánuðum.
■ Lokatakmarkinu náð/38
Talið að
gáshnall
hafí rekið
á land
Djúpavogi. Morgunblaðið.
TVEIR hvalir fundust reknir
vestan við Kálk þar sem er mikið
Ifeandflæmi úti á Búlandsnesi við
Djúpavog. Stærri hvalurinn er
um 7,5 metrar og nýrekinn.
Hann er með smátrýni, tannlaus
og með sporðblöðku með skarði f
miðju. Heimamönnum sýnist að
honum svipi mjög til gáshnalls
eins og honum er lýst í bók Sig-
urðar Ægissonar, Islenskir hvalir
fyrr og nú. Þetta hefur þó ekki
verið staðfest af sérfr-æðingum.
Afar óvenjulegt er að slíka
skepnu reki á land við ísland.
Sáttafundir
eftir helgi
BOÐAÐ hefur verið til næsta sátta-
fundar í deilu vélstjóra og útvegs-
manna næstkomandi mánudag 5.
janúar og til fundar í deilu Sjó-
mannasambandsins, Farmanna- og
fiskimannasambandsins og Alþýðu-
sambands Vestfjarða, fyrir hönd
sjómanna innan þess, við útvegs-
menn 7. janúar.
Úrslit í atkvæðagreiðslu meðal
sjómanna í Sjómannasambandinu og
yfirmanna í FFSI um boðun verk-
falls 2. febrúar eiga að liggja fyrir
næstkomandi fimmtudag þegar at-
kvæði verða talin. Atkvæðagreiðsl-
unni lýkur 5. janúar. Vélstjórafélag-
ið ákvað skömmu fyrir jól að fresta
áður boðuðu verkfalli til miðnættis
16. janúar og LIÚ svaraði með því
að fresta boðun verkbanns á fiski-
skipaflotanum til 20. janúar.
■ Talið stefna/10
Bankaeftirlitið athugar hlutabréfaviðskipti undir lok ársins
Grunsemdir um
sýndarviðskipti
IVQög óvenjulegur
hvalreki
I bók Sigurðar segir að gás-
hnallur sé af svínhvalaætt og að
hann finnist um öll heimsins höf.
Gáshnallur hafi aðeins sést
tvisvar hér við land, árið 1979 og
1981 er hræ af slíkum hval fund-
ust á Öræfafjöru.
Sigurður, sem er prestur á
Grenjaðarstað og mikill áhuga-
maður um hvali, gat ekki setið
kyrr þegar hann frétti af hvaln-
um og lagði í gærkvöldi af stað
til Djúpavogs til að skoða hann.
Gísla Víkingssyni, líffræðingi á
Hafrannsóknastofnun, þótti
einnig þessi hvalreki merkilegur
''"*>g sagðist hafa mikinn áhuga á
að rannsaka dýrið. Hann segir
að gashnallur sé flækingsskepna
við Island og óvenjulegt að
rekast á hana hér.
Hinn hvalurinn er um 2,5
metrar á lengd og er líklega
höfrungur. Hann er nokkuð illa
„ farinn og hefur sennilega Iegið í
fjörunni í nokkurn tíma.
VERÐBRÉFAÞING hefur tekið tíl
athugunar viðskipti með hlutabréf
nokkurra hlutafélaga síðustu daga
ársins. Beinist athugunin einkum að
því hvort ætlunin með þessum við-
skiptum hafi verið að hafa áhrif á
lokaverð ársins. Viðskipti í þeim til-
gangi kunna að vera brot á ákvæði
laga um verðbréfaviðskipti, þar sem
lagt er bann við aðgerðum til að hafa
óeðlileg eða óhæfileg áhrif á verð-
myndun í verðbréfaviðskiptum. Slík
viðskipti hafa stundum verið nefnd
„sýndarviðskipti". Verðbréfaþing hef-
ur þegar ákveðið að vísa nokkrum
þessara mála til bankaeftirlits Seðla-
bankans til frekari meðferðar.
Verðbréfaþing vildi í gær ekki upp-
lýsa nánar um þau mál sem era til at>
hugunar. Athyglin á verðbréfamark-
aði beinist hins vegar einkum að við-
skiptum með hlutabréf fjögurra fé-
laga skömmu íyrir lokun markaðar-
ins fyrir hádegi á gamlársdag. Verð
hlutabréfa Tæknivals hækkaði þá um
tæp 20% kl. 11.58 í samtals tíu við-
skiptum þegar fyrirtækið keypti
sjálft eigin bréf fyrir 3,7 milljónir.
Sérstök tilkynning var send Verð-
bréfaþingi þar að lútandi.
Rúnar Sigurðsson, framkvæmda-
stjóri Tæknivals, sagði aðspurður um
ástæður þessara kaupa að bréfin
hefðu einfaldlega verið á hagstæðu
gengi eða að meðaltali á genginu 5,95.
Tilviljun hefði ráðið tímasetningu í
þessum viðskiptum.
Um svipað leyti eða um kl. 11.57-
11.59 urðu viðsldpti með hlutabréf í
Samherja og var lokagengi þeirra 9,0
eða tæplega 6% hærra en deginum
áður. Samtals námu viðskipti með
bréf í félaginu um 6,5 milljónum.
Verðbréfaþingi barst tilkynning
skömmu síðar um að innherjar hefðu
átt aðild að stærstum hluta þessara
viðskipta.
Þorsteinn Már Baldvinsson, forstjóri
Samherja, staðfesti í gær að innherja-
viðskiptí hefðu átt sér stað með hluta-
bréf í félaginu á gamlársdag. Hann
vildi hins vegar ekki tjá sig um tilgang
viðskiptanna þar sem hann þyrftí að
afla sér betri upplýsinga þar að lút>
andi. „Það hafa verið mikil viðskiptí
með Samherjabréf að undanfómu.
Þama áttu sér stað innherjaviðskipti
og þau vora tílkynnt eins og vera ber.
Eg veit því ekki betur en það hafi verið
staðið eðlilega að þessum viðskiptum
og vona að menn verði fljótir að af-
greiða þetta mál,“ sagði Þorsteinn.
Þá urðu viðskipti með bréf Bása-
fells að fjárhæð 3,2 milljónir á Opna
tilboðsmarkaðnum kl. 11.58 og
hækkaði gengi þeirra úr 2,30 í 2,50
eða um tæp 9%.
Loks vöktu athygli viðskiptí með
hlutabréf í Islenskum sjávarafurðum
undir lokin þennan dag, þar sem
gengi þeirra hækkaði skyndilega úr
2,60 í 3,0, en tveimur mínútum síðar
lækkaði það á ný í 2,55. Samtals
námu viðskiptin tæpum 4 milljónum
og leiddu til 2% hækkunar.
Meðal verðbréfamiðlara era þær
skoðanir uppi að þessi viðskipti geti
talist óeðlileg og tílgangurinn með
þeim hafi verið sá að sýna hærra gengi
undir lok ársins en ella hefði orðið,
skv. upplýsingum Morgunblaðsins.
Samtals skiptu um hendur hluta-
bréf fyrir um 229 milljónir króna á
gamlársdag og hækkaði hlutabréfa-
vísitala þingsins um 1,22%. Þyngst í
þessum viðskiptum vegur sala Húsa-
víkurkaupstaðar á bréfum í Fiskiðju-
samlagi Húsavíkur fyrir 174 milljónir
sem skráð var í viðskiptakerfi þings-
ins skömmu fyrir lokun.