Morgunblaðið - 14.01.1998, Blaðsíða 12

Morgunblaðið - 14.01.1998, Blaðsíða 12
12 MIÐVIKUDAGUR 14. JANÚAR 1998 MORGUNBLAÐIÐ FRÉTTIR 133% hækkun tóbaksá tíu árum Tóbak hefur hækkað um 28% umfram al- mennt verðlag á síðustu tíu árum að því er fram kemur í samantekt Hjálmars Jónssonar og hefur bá ekki verið tekið tillit til 10% hækkunar á verði tóbaks nú um áramótin. Tóbaksverð í neysluverðsvísitölunni 1988-97 VERÐ á tóbaki var 133% hærra í desember í ár en það var í maí árið 1988 fyrir tæpum tíu árum síðan, sam- kvæmt mæíingum Hagstofu íslands á vísitölu neysluverðs. A sama tíma hefur almennt verðlag hækkað 81,4%, en það þýðir að tóbak hefur hækkað 28% umfram almennt verð- lag á tímabilinu. Til viðbótar hækk- aði tóbak um 10% um áramótin, en ekki hefur verið tekið tillit til þeirrar hækkunar í þessum tölum, þar sem vísitala neysluverðs sem mælir verð- breytingar milli desember og janú- armánaðar kemur ekki út fyrr en síðar í þessari viku. Meginhluti tóbakshækkunarinnar er til kominn á síðustu mánuðum og misserum, enda hækkaði tóbak um tæp 12% í september síðastliðnum. Ef vísitala neysluverðs er höfð til við- miðunar hefur tóbaksliður vísitolunn- ar hækkað um 13,8% frá þvi í mars í fyrra á sama tíma og almennt verð- lag hefur hækkað um 1,7%. Tóbak vegur 1,7% Útgjöld vegna áfengis og tóbaks hafa áhrif á vísitölu neysluverðs eins og önnur útgjöld vísitölufjölskyld- unnar, en vísitala neysluverðs á að endurspegla eins og kostur er raun- veruleg útgjöld og eru í því augna- miði gerðar neyslukannanir með reglubundnu núllibili og vísitalan leiðrétt í samræmi við niðurstöður þeirra. Áfengi og tóbak eru nú um 3,3% af heildarútgjöldum vísitölu- fjölskyldunnar og skiptast útgjöld vegna áfengis annars vegar og tó- baks hins vegar nokkurn veginn til helminga. Þannig vegur tóbak nú um 1,7% í vísitölu neysluverðs og hefur vægið minnkað á undanförnum rúm- um áratug úr 2,5% samkvæmt neyslukönnun sem gerð var árið 1985. Hækkanir á verði tóbaks vegna heilbrigðissjónarmiða umfram al- mennar verðhækkanir hafa því þau áhrif að vísitala neysluverðs mælir meiri verðhækkanir en hún myndi gera að öðrum kosti. Til að mynda má gera ráð fyrir því að 10% hækk- un á verði tóbaks nú um áramótin geri það að verkum að vístalan hækki um 0,17% þegar hækkunin er að fullu komi fram. Það hefur ítrekað verið gagnrýnt að tóbaksverð hafi áhrif á vísitöluna, til dæmis á Alþingi eins og rakið var í grein um áhrif verðhækkana tóbaks í sunnudags- blaði Morgunblaðsins. Aðspurður um þessa gagnrýni sagði Rósmundur Guðnason, deild- arstjóri vísitöludeildar Hagstofu Is- lands, að markmiðið með útreikningi vísitölu neysluverðs væri að gefa eins rétta mynd af útgjöldum al- mennings, hvernig þau skipust og hvernig þau breyttust frá einum tíma til annars og nokkur kostur væri. I því augnamiði væru gerðar viðamiklar neyslukannanir á fimm ára fresti, auk þess sem grunnur vísitölunnar væri leiðréttur þess á milli þætti til þess ástæða. A meðan hluti þessara útgjalda væru vegna tóbaksneyslu hlyti vísitalan að mæla það. Að öðrum kosti gæfi hún ekki rétta mynd af útgjöldum vísitölufjöl- skyldunnar. Væri farið inn á þá braut að taka tóbak út úr vísitölunni vegna heilbrigðissjónarmiða væri vandséð hvar ætti að stoppa. Ætti þá ekki það sama að gilda um áfengi til að mynda eða sykur og feitmeti, sem rannsóknir bentu til að hefðu skað- leg áhrif á heilsuna? Rósmundm’ benti einnig á að al- menna reglan væri sú að útreikning- ur neysluverðsvísitalna ætti að end- urspegla öll útgjöld fjölskyldna. Lúxemborg og Ítalía hefðu til skamms tíma ekki haft tóbak í út- reikningi vísitalna sinna, en því hefði verið breytt þegar farið hefði verið að reikna út sameiginlega verðvísi- tölu fyrir evrópska efnhagssvæðið snemma árs 1996. Sama spurningin var til umræðu á Alþingi fyrir rúmum þremur árum síðan, en þá svai-aði Davíð Oddsson, forsætisráðherra, fyrirspurn um þessi mál á Alþingi. Davíð sagði að áfengi og tóbak væri hluti af heimil- is- og einkaneysluútgjöldum þjóðar- innar. „Enginn greinarmunur er gerðm- á útgjöldum eftir tilefni þeirra og engin afstaða tekin til þess hvort þau eru nauðsynleg eða ónauð- synleg, gagnleg eða gagnslaus; heilsusamleg eða heilsuspillandi. I þessum efnum er beitt hliðstæðum aðferðum og erlendis." Verðtryggt miðað við vísitölu neysluverðs frá 1995 Það er einnig hægt að velta því fyrir sér hvaða áhrif tóbaksverð- hækkun hefur á eignir og skuldir í landinu, en vísitala neysluverðs gild- ir einnig til verðtryggingar frá því hún tók gildi snemma árs 1995. Þá tók hún við hlutverki framfærsluvísi- tölunnar annars vegar og sérstakrai’ lánskjaravísitölu hins vegar. Fram- færsluvísitalan vó þriðjung í gnmni lánskjaravísitölunnar gömlu, en auk hennar vó byggingarvísitalan þriðj- ung og launavísitalan þriðjung. Sé j litið enn lengra aftur vó framfærslu- vísitalan tvo þriðju í grunnni láns- kjaravísitölunnar og byggingarvísi- talan þriðjung, en því var breytt í lok níunda áratugarins til að auka sam- ræmi í þróun launa og lánskjara. Á síðustu árum hefur margt verið gert til að minnka vægi verðtrygging- ar í landinu með því að þrengja þau skilyrði sem þarf til verðtryggingar og lengja lágmarkstíma skuldbind- 1 inganna. Engu að síður er j langstærstur hluti skulda heimilanna verðtryggður, en Seðlabanki íslands mat þær tæpa 350 milljarða króna í árslok 1996. Stærstur hluti skuldanna er við húsnæðislánasjóði, tæplega 57%, 19,5% eru við bankakerfið, rúm 11% við lífeyrissjóði og rúm 10% við Lánasjóð íslenskra námsmanna. Aðr- ar skuldir eru m.a. við tryggingafélög og verðbréfasjóði. Ef litið er aftur til ársins 1995 þegai’ vísitala neyslu- í verðs, sem verðtryggingarmæli- j kvarði, tók gildi má gera ráð fyrir mjög gróflega reiknað að skuldúnai’ ' hafi vaxið um nálægt 700 milljónir ki-óna vegna þeiirar hækkunar sem orðið hefur á tóbaki umfram annað verðlag í landinu. Eignir heimilanna námu á sama tíma 1.153 milljörðum króna, en auð- vitað hækka verðtryggðar eignir eins og verðtryggðar skuldir við það að vísitalan hækkar. Með eignum I teljast eignir í lífeyrissjóðum en ekki . eignarhlutii’ í fyrirtækjum eða lausa- fjármunir, svo sem innbú. Ibúðir eru ' stærstur hluti eignanna eða 48% og þar á eftir kemur eign í lífeyi’issjóð- um, nærri 25%. Fjáreignir koma næst, 20%, en til þeirra teljast inn- stæður í bönkum, skuldabréfa- og skammtíma verðbréfaeign og bílar eru 7% eigna heimilanna á þessum tíma. Eignir lífeyrissjóðanna eru verð- i tryggðar að langstærstum hluta og sama gildir væntanlega um fjáreign- ir að mestu leyti. Auk þess má ! reikna með að einhver tengsl séu milli hækkunar á verði íbúðarhús- næðis og verðlags almennt, þó verð á íbúðarhúsnæði hljóti auðvitað að ráðast af markaðsaðstæðum á hverj- um tíma. Það má því búast við að gróflega áætlað hafi eignir heimil- anna hækkað um nálægt einum milljarði króna á þessum tíma um- í fram það sem þær hefðu gert hefði hækkun á tóbaki verið í takt við ann- að verðlag í landinu. Samkeppnisráð bannar skilmála greiðslukortafyrirtækja í samnmgum við verslanir og þjómistufyrirtæki AKVÖRÐUN samkeppnisráðs kemur í kjölfar erinda Sigurðar Lárussonar, kaupmanns í Dalsnesti í Hafnarfirði, til Samkeppnisstofn- unar, en hann óskaði eftir að stofn- unin aflaði upplýsinga um gjald- skrár greiðslukortafyrirtækjanna og þá sérstaklega upplýsinga um mismunandi gjaldþrep þjónustu- gjalda og hvers vegna mikil velta gæfi tilefni tU lægri gjalda. Samkeppnisráð telur að skilmálar greiðslukortafyrirtækjanna, sem nú hafa verið bannaðir, takmarki við- skiptafrelsi kaupmanna og þjón- ustufyrirtækja og hindri þar með samkeppni, en skilmálamir fela það í sér að söluaðila sé skylt að veita korthöfum sömu viðskiptakjör, verð og þjónustu og þeim sem greiða með reiðufé, og að söluaðila sé óheimilt að hækka verð á vöru eða þjónustu sé greiðslukorti framvísað við kaupin. Telur samkeppnisráð að skilmálarnir taki eingöngu mið af hagsmunum greiðslukortafyrir- tækjanna þar sem tilgangur þeirra virðist íyrst og fremst vera að efia notkun greiðslukorta og hámarka þar með hagnað greiðslukortafyrir- tækjanna. Að mati samkeppnisráðs mun afnám umræddra skilmála styrkja stöðu kaupmanna og þjón- ustuíyrirtækja í samningum við greiðslukortafyrirtækin og geti jafnframt leitt til lækkunar þjón- ustugjalda þeirra, en slík þróun hafí átt sér stað erlendis. Kostnaði velt yfír í verðlagið eða álagning lækkuð Fram kemur í ákvörðun sam- keppnisráðs að við móttöku greiðslukorta þurfí verslanir og Skilmálar takmarka viðskiptafrelsi og hindra samkeppni gi-eiðslukortafyrirtækin um hversu há þjónustugjöld þau skuli greiða. Með því að fella skilmálana úr gildi geti kaupmenn og seljendur þjón- ustu náð styrkari stöðu gagnvart greiðslukortafyrirtækjunum til þess að knýja á um lækkun á þjón- ustugjöldum. Til dæmis gætu verslanir eða þjónustufyrirtæki ákveðið að innheimta einungis gjald í vöruverði af korthöfum eins greiðslukortafyrirtækis en ekki af korthöfum annars fyrirtækis ef þau telji þjónustugjöld fyrrnefnda fyrirtækisins of há. Samkeppnisráð hefur bannað tiltekna skilmála sem greiðslu- kortafyrirtækin Greiðslumiðlun hf. (VISA) og Kreditkort hf. (EUROCARD) hafa sett í samninffum sínum við verslanir og þjónustufyrirtæki sem taka við greiðslukortum. Samkeppnis- ráð telur umrædda skilmála fela í sér skaðleg áhrif á sam- keppni og óréttmæt skilyrði gagnvart þeim fyrirtækjum sem taka við greiðslukortum. þjónustufyrirtæki að greiða þjón- ustugjöld o.f. til greiðslukortafyrir- tækjanna, en hins vegar sé þeim óheimilt að innheimta kostnaðinn sérstaklega af korthöfum vegna þeirra skilmála sem samkeppnisráð hefur nú fellt úr gildi. Fyrirtæki sem taka á móti greiðslukortum hafa því annaðhvort þurft að lækka álagningu sína eða velta kostnaðin- um yfír í verðlagið og þar með á alla viðskiptamenn án tillits til hvort þeir greiða í reiðufé eða nota greiðslukort. Athafnafrelsi þeirra hafí því verið takmarkað og mögu- leikum þeirra til að stunda verð- samkeppni raskað að þessu leyti. Telur samkeppnisráð að það fari þvert gegn tilgangi og markmiði samkeppnislaga að milliliðir í við- skiptum geti með einhliða skilmál- um dregið úr frelsi fyrirtækja til þess að ákveða verð á vöru eða þjónustu. Að mati samkeppnisráðs tak- marka skilmálarnir einnig samn- ingsmöguleika þeirra fyrirtækja sem taka við greiðslukortum við Mögulegri samkeppni milli greiðslumiðla raskað Samkeppnisráð telur að umrædd- ir skilmálar hafi komið í veg fyrir að korthafar eða fyrirtæki sem taka við greiðslukortum hafí haft vit- neskju um kostnað og hagræði af kortanotkun. Sökum þessa telur samkeppnisráð að mögulegri sam- keppni milli greiðslumiðla hafí verið raskað þar eð korthafar geri sér ekki grein fyrir þeim kostnaði sem notkun greiðslukorta hefur í för með sér geti þeir síður valið milli greiðslumiðla. Skilmálarnir sem nú hafa verið felldir úr gildi þykja ekki vera í samræmi við viðskiptahætti erlend- is og þá þróun sem þar á sér stað, og í ákvörðun samkeppnisráðs er íjjallað um stöðu mála víða í Evrópu. I því sambandi bendir samkeppnis- ráð á að þar sem sambærilegir skil- málar hafa verið afnumdir í Evrópu hafí það leitt til lækkunar þjónustu- gjalda. Gerir samkeppnisráð sér vonir um að svo muni einnig verða hér á landi.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.