Morgunblaðið - 14.01.1998, Blaðsíða 44

Morgunblaðið - 14.01.1998, Blaðsíða 44
44 MIÐVIKUDAGUR 14. JANÚAR 1998 Morgunblaðið/Ingimundur SVEIT Páls Valdimarssonar vann sveitakeppni á Bridgehátíð Vesturlands í Borgarnesi. í sveitinni voru f.v. Páll Valdimarsson, Þórður Björnsson, Einar Jónsson og Þröstur Ingimarsson. 4. Sveit Sparisjóðs Mýrasýslu 144 5. Sveit Sigurðar Tómassonar 135 Sunnudaginn 11. jan. fór fram keppni í tvímenningi. í honum kepptu 60 pör. Efstir urðu: Sigurður Gunnarss. - Magnús Mapússon 748 Sigurður B. Þorsteinss. - Gylfí Baldurss. 748 Mapús E. Mapúss. - Sverrir Ár-738 &ptsB.Jóhannss. - Gísli Steingrimss. 736 Erlendur Jónsson - Birgir Jónsson 729 Bridssamband Vesturlands sá um framkvæmd mótsins en styrkta- raðili þess var Sparisjóður Mýra- sýslu. Keppnisstjóri var Matthías Þorvaldsson. __________Brfds____________ Umsjón Arnór G. Ragnarsson Bridshátíð í Borgarnesi Borgarnesi - Bridshátíð Vestur- lands fór fram í Hótel Borgarnesi um síðustu helgi. Á laugardag fór fram sveitakeppni með þátttöku 25 sveita. Spilaðar voru 8 umferðir. Röð efstu sveita var þessi: 1. Sveit Páls Valdimarssonar 154 2. Sveit Keiluhallarinnar 150 3. SveitRoche 148 ÞRJÚ efstu pörin í parakeppninni á Bridshátíð Vesturlands f.v. Magnús Magnússon, Sigurður Gunnarsson, Gylfi Baldursson, Sig- urður B. Þorsteinsson, Sverrir G. Ármannsson og Magnús E. Magnússon. Bridsfélag Kópavogs j _ Fimmtudaginn 8. janúar var spil- aður eins kvölds tvímenningur Mitc- hell og mættu 22 pör. Skor kvöidsins: N-S: Bemódus Kristinsson - Georg Sverrisson 344 Þórður Bjömsson - Birgir Öm Steingrimsson 300 Vilhjálmur Sigurðsson - Ómar Olgeirsson 298 A-V: Birgir Jónsson - Jón Steinar Ingólfsson 340 Helgi Víborg - Oddur J akobsson 307 Unnur Sveinsdóttir - Inga Lára Guðmundsd. 290 Sigurður Siguijónsson - Guðm. Grétarsson 290 Næsta fimmtudag byijar tveggja kvölda Board A Match sveita- keppni. Stjórnin hjálpar til við myndun sveita. Dagskráin fram á vor verður annars þessi: 15. janúar - 22. janúar: Board a {.match 29. janúar - 19. mars: Aðalsveita- keppni félagsins 26. mars - 23. apríl: Catalínumótið Butler 30. apríl - 14. maí: Vortvímenning- ur 15. maí: Aðalfundur Spilað er í Þinghól Hamraborg 11. Spilamennska hefst kl. 19.45. Allir spilarar eru velkomnir á meðan húsrúm leyfir. Félag eldri borgara í p, Reykjavík Mánudaginn 5. janúar spiluðu 17 pör Mitchell-tvímenning með yfirsetu. N/S: Jón Magnússon - Júlíus Guðmundsson 266 Þórólfur Meyvantsson - Eyjólfur Halldórsson 253 ÞórarinnÁmason-BergurÞorvaldsson 235 _ A/V: Sæmundur Bjömsson - Magnús Halldórsson 255 Bergsveinn BreiðQörð - Guðjón Friðlaugsson 233 Ásta Erlingsdóttir - Jóhanna Gunnlaugsdóttir 223 Meðalskor 216 Fimmtudaginn 8. janúar spiluðu aðeins 14 pör. Sæmundur Bjömsson - Magnús Halldórsson 198 Lárus Hermannsson - Eysteinn Einarsson 183 Þorsteinn Erlingsson - Níels Friðbjömsson 172 Ingibjörg Stefánsdóttir - Þorsteinn Davíðsson 170 Meðalskor 156 Félagar athugið! Sveitakeppnin hefst 2. febrúar. Skráið ykkur sem fyrst. Bridsfélag Hreyfils STAÐAN í aðaltvímenningnum er þessi eftir tvö kvöld: Ómar Óskarsson - Hlynur Vigfússon 716 Halldór Magnússon - Þorsteinn Erlingsson670 Einar Gunnareson - Rúnar Gunnarsson 659 Rúnar Guðmundsson - Thorvald Imsland 658 Óskar Sigurðsson - Þoreteinn Berg 653 Spilað er á mánudagskvöldum í Hreyfilshúsinu við Grensásveg. Bridsfélag Hafnarfjarðar Mánudaginn 12. janúar voru fyrstu 6 umferðirnar í Butler-tví- menningi félagsins spilaðar. Spilað er með forgefnum spilum og baro- meter skiptingu og er skor reiknuð jafnóðum og hverri umferð lýkur. Eftir fyrsta kvöldið er röð efstu para þessi: Siguijón Harðarson - Haukur Ámason 62 Guðmundur Magnússon - ÓlafurÞ. Jóhannsson 52 Gísli Hafliðason - Jón Stefánsson 50 Júlíana Gísladóttir - Jón Gíslason 34 Ólafur Ingimundarson - Svenir Jónsson 29 Meðalskorer 0 Keppninni verður fram haldið mánudaginn 19. janúar. MORGUNBLAÐIÐ ÍDAG VELVAKANDI Svarað í síma 569 1100 frá 10-12 og 13-15 frá mánudegi til föstudags Ótrúlegur sljóleiki „ÉG VAR fyrir stuttu í sundlaug Seltjarnarness en þar skildi móðir 3ja ára gamalt barn eftirlistlaust með litla björgunarhringi á örmunum. Hvar eru nú björgunarvestin sem ráð- lögð hafa verið fyrir börn í laugum? Ég talaði við barnið, það sagðist ekki vera hrætt, en báðir for- eldramir voru að synda, sagði barnið mér. Ég lét auðvitað fólkið í miðasöl- unni vita en það er ógern- ingur fyrir baðvörð í turn- inum að fylgjast með og vera barnapía. Því miður hlýtur þetta að vera nokk- uð algengt því í gær í sund- laug Vesturbæjar var 3ja ára stelpa í nuddpottinum með samskonar falskt ör- yggi á örmunum. (Konur í pottinum sögðu mér að hún væri með afa sínum.) Fólk kom og fór í pottinum og þegar ég var búin í nuddinu (maður snýr frá á meðan maður er þar) var stelpan farin. Eftir stutta stund kom afinn sem ekki var neitt gamalmenni og sagði ég honum að það væri varla ástæðulaust að við íslendingar værum hæst á slysalista á börnum yfir öll Norðurlönd. Og svo er það annað. Ég má til með að biðja þess að að því verði gætt í kirkjugörðum (í Foss- vogskirkjugarði) næsta vetur að leyfa ekki að raf- magnssnúrur séu leiddar kruss og þvers um garð- inn! í kolsvarta myrkri hnaut ég tvisvar um þessar snúrur. Hvernig stendur á þessu hugsunarleysi. Ég aðvaraði konur sem ég mætti og þökkuðu þær mér innilega. Hinsvegar mætti ég líka starfsmanni kirkjugarða og kvartaði yfir þeirri hættu sem mað- ur var settur í - að þarf- lausu. Hann var ekki lík- legur að bæta úr þessu. Það má ræða hvort manni sé gefinn kostur á ljósi eða ekki - en það má ekki vera á kostnað þeirra sem um garðinn fara. Ábyrgðarfull manneskja. Afengi VELVAKANDA barst eft- irfarandi: „Á aðventunni tóku einhveijir sig til og höfðu jólaglögg í sundlaug Garðabæjar. Fannst mér það frekar ógeðfellt hvem- ig aðfarirnar voru í sund- lauginni, grunna laugin var t.d. full af negulnögl- um. Fólk virtist vera orðið ölvað og skildi þetta svona eftir sig. Það var slæmt hvernig sundlaugin leit út eftir þetta. Finnst mér það ekki við hæfi að áfengi sé við hönd haft í íþrótta- mannvirkjum, að minnsta kosti ekki á almennum opnunartíma. Tapaö/fundið Buffalo-skór týndust BUFFALO skór, með dökkbláum botni og gulu og bláu efra byiði, týndust í heimsóknartíma á Fæð- ingardeild Landspítalar.s sl. föstudag. Þeir sem hafa orðið varir við skóna hafi samband í síma 565 7213 eða 564 2270. Lyklaveski týndist LYKLAVESKI með fjórum lyklum í týndist föstudag- inn 9. janúar sl. á Háteigs- vegi á móts við húsin nr. 6 og 8. Finnandi er vin- samlega beðinn um að hafa samband í síma 551 2812 eftir kl. 14 næstu daga. Svart Bronco-hjól týndist SVART Bronco-hjól týnd- ist frá Álfaskeiði í Hafnar- firði 6. janúar sl. Þeir sem hafa orðið varir við hjólið hafi samband í síma 555 3041. Húslyklar í óskilum HÚSLYKLAR fundust á horni Granaskjóls og Frostaskjóls föstudaginn 9. janúar. Upplýsingar í síma 552 1718. Dýrahald Hnetaertýnd SNJÓHVÍT læða týndist miðvikudaginn síðastliðinn frá Njálsgötu 17. Hún svarar nafninu Hneta og er eyrnamerkt með bleika ól. Hennar er sárt saknað. Finnandi vinsamlega hringi í síma 561 9757. Fundarlaun. Með morgunkaffinu COSPER Þegar þú ert búin að lesa blaðið viltu þá ekki kíkja aðeins út um gluggann. ER kjóllinn orðinn 10 ára? Til hamingju. Náðu í bjór, elskan,svo við getum haldið upp á afmælið. Víkverji skrifar... SKEMMTILEGT getur orðið að fylgjast með því hvort ákvörð- un verður tekin um stækkun Borg- arleikhússins, þannig að Bústaða- útibú Borgarbókasafnsins fái inni í Borgarleikhúsinu og þessar tvær menningarstofnanir geti samnýtt húsnæði og aðstöðu að einhveiju leyti. Víkveija finnst þessi hugmynd mjög áhugaverð og það er ugglaust heilmikið til í því, að aukið líf mun færast í Kringluna og Borgarleik- húsið, ef ráðist verður í þessa stækkun og það tekst að beina þeim árlegu eitthundraðþúsund gestum Bústaðaútibúsins inn í Borgarleik- húsið. En það verður auðvitað að fara með fyllstu gát, þegar og ef ráðist verður í stækkun leikhússins, því Borgarleikhúsið er óneitanlega með sinn eigin sjálfstæða persónu- leika í útliti og stíl og væntanlega verður fullt samráð um stækkun og breytingar á þessu hugverki haft við höfunda hússins. XXX SLITLAG á götum Reykjavíkur hefur víða farið illa í góða veðr- inu í haust og vetur. Flestir öku- menn aka ugglaust á negldum dekkjum sem spæna upp malbikið og sums staðar hafa myndast stórar og hreint andstyggilegar holur á götunum, sem fara hreint ekki svo vel með bílana, ef ökumanni verður óvart á í messunni og ekur ofan í viðkomandi holur. Þannig ók Vík- veiji í síðustu viku ofan í eina slíka á Listabrautinni og varð ekkert um sel þegar hann heyrði dynkinn. En viti menn, strax eftir helgi, þegar ekið var til vinnu, voru starfsmenn gatnamálastjóra búnir að laga hol- una stóru og ljótu. Þetta kallar Vík- veiji snaggaraleg viðbrögð. XXX EGAR ótrúlegir kuldar eru að htjá bæði Kanadamenn og Bandaríkjamenn, njótum við á suð- vesturhorninu áfram sömu blíðunn- ar dag eftir dag. Að vísu hefur vetur konungur látið á sér kræla annars staðar á landinu undanfarna daga, en ekki í henni Reykjavík eða nágrenni. Við íslendingar gerum veður gjarnan að umtalsefni, enda hefur það verið svo í gegnum tíð- ina, að við eigum mikið undir veður- guðunum. Víkverja fínnst að sjald- an hafi hann þó heyrt jafnmikið um veður rætt og undanfarnar vikur, enda má til sanns vegar færa, að það sé ekkert annað bitastætt í fréttum.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.