Morgunblaðið - 14.01.1998, Blaðsíða 25

Morgunblaðið - 14.01.1998, Blaðsíða 25
MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 14. JANÚAR 1998 25 LISTIR ÚR myndbandinu Go/em-Pralia eftir Kassöndru Wellendorf Metnaðarfullt listhús MYJVPLIST Gallerí +, Akureyri IMÍ ,\S K SK.IÁIi IST Desember-janúar. Opid um helgar frá 14-18 og eftir samkomulagi. Að- gangur ókcypis. ÞAÐ er merkileg reynsla að yfír- gefa höfðuðborgarsvæðið og halda á vit menningarinnar á landsbyggð- inni. Tilfínningin er ekki ólík því að horfíð væri til annarra landa með framandi andrúmslofti og ókunnri jörð. Hafi einhver haldið að menn- ingarþörfin væri öll á einn veginn má segja að sá hinn sami hljóti að vera gjörsneyddur þörfinni fyrir hreyfanleik. Það er ekki svo að Reykjavík og nágrenni skorti í sjálfu sér menningarlega fjöl- breytni. Hitt er öllu nær að svæðið vanti golu til að koma loftinu í eilít- ið uppnám. Það er skrítið að í slíku vindabæli sem á Seltjarnamesinu skuli þrífast jafnstaðin menningar- lognmolla og raun ber vitni. Þetta er auðvitað afstætt eins og allt annað, en fyrir þann sem dvel- ur lungann úr árinu í svo dauðyflis- legu menningarlofti og því sem rík- ir á höfuðborgarsvæðinu er það hreinasta náðargjöf að kynnast annarri umræðu en óuppbyggilegu knæpunagginu kringum Lauga- veginn. Er það ekki sorglegt að á sama tíma og landsbyggðin krump- ar malbikið hvað af tekur í þeysi- reið sinni suður í „menninguna“ skuli Reykvíkinga sjálfa dreyma um að geta fundið einhvers staðar nægilegt móteitur við eigin menn- ingarkveisu? Þau lönd pluma sig best sem eiga sér fleiri en eitt menningar- legt athvarf. Um það vitnar endur- reisnin á Ítalíu, en þai- léku Flórens, Feneyjar og Róm megin- rulluna að öðrum, merkilegum borgum - svo sem Mílanó, Mantúu, Ferrara, Úrbínó eða Napólí - ólöstuðum. A 7. áratug okkar aldar þegar Italir eignuðust heila legíó af frábærum nýlista- mönnum, þekktum undir heitinu arte povera, var það hvorki Róm, Mílanó né Napólí - þrjár stærstu borgir landsins - sem urðu vagga hreyfingarinnar heldur Torínó, þaðan sem flestir listamennirnir komu. Með Deiglunni, Samlaginu, Ket- ilhúsinu og Kaffi Karólínu staðsett- um umhverfis Listasafnið á Akur- eyri hafa á fáeinum árum skapast skilyrði fyrir norðan sem hafa gjör- breytt menningarlegu landakorti íslands. Meira pláss þarf svo sem ekki til að gera verulegan skurk í íslenskri myndlist og hnupla dá- góðum hluta af áratugalangri ein- okun höfuðborgarsvæðisins á greininni. En ekki er allt upp talið því eilítið norðar í bænum - nánar til tekið við Brekkugötu 35 - stendur Gallerí plús, sem hefur sett áþreifanlegt mark sitt á ís- lenskt sýningahald á undanfórnum tveim árum með úrvali af metnað- arfullum sýningum. Salinn reka hjónin Guðrún Pá- lína Guðmundsdóttir og Joris Ra- demaker í ágætum og látlausum herbergjum í kjallara hússins. Gallerí + hefur ekki einungis stað- ið að fjölmörgum eftirtektarverð- um sýningum á innlendum lista- mönnum heldur hafa aðstandendur þess lagt á sig að kynna fyrir ís- lendingum ýmsa erlenda list sem að jafnaði verður útundan í barátt- unni um snöggkeypta athygli. Sem dæmi um þetta er kynning list- hússins á danskri skjálist, eða myndbandalist eins og hún hefur einnig verið kölluð. Nú er skjálist sú tegund nýlista sem hvað minnsta kynningu hefur hlotið á Islandi að ljósmyndlistinni einni undanskilinni. Það er reyndar furðulegt hve litlar undirtektir þessir nýju afritunarmiðlar fá með- al okkar, innan skólakerfisins sem utan. Danir virðast hins vegar til alls vísir þegar 'snældan og ræman eru annars vegar. Eftirtektaverð velgengni þeirra á kvikmyndasvið- inu virðist hafa hleypt þeim kapp í kinn í myndbandagerðinni enda bera bestu böndin í Gallerí + sterk einkenni kvikmyndagerðar. Myndbönd Kassöndru Wellend- orf, fædd 1965, eru gott dæmi um þessar sh'kar áherslur. I myndröð- inni City Souls, sem listakonan hef- ur unnið að síðan 1989, er að finna upplifun listakonunnar af hinum ýmsu borgum. Eftir Pauline í Berlín, 1989 og Polina, Leningrad, 1990, tók hún fyrir London, 1993, í Mind the Gap og Prag í Golem- Praha, 1994, tveim heillandi mynd- böndum með sterkum sérkennum beggja staða. I íyrra bandinu fylgir upptöku- véhn ungum atvinnuleysingja um neðanjarðarlestarkerfí Lundúna og átakanlegum þrengingum hans í hraða tilverunnar, þar sem tilvistin er í takti við sístreymi lestanna um undirgöngin. Áhorfandinn fær smám saman á tilfinninguna að neðanjarðarkerfið endurspegli flækjur unga mannsins. Þannnig verður veruleikinn hið ytra sem skuggsjá innri sálarþrenginga. ÍGolem-Praha gefur Wellend- orf enn sterkari og drungalegi’i sálarlýsingu af hinni tékknesku höfuðborg með því að færa áhorf- andann inn í hið Kafka-kennda andrúmsloft gömlu borgarinnar þar sem hinn þögii uppvakningur „Golem“ - tómur leirmassinn áð- ur en Guð blés andanum í vit Ad- ams - gengur enn ljósum logum líkt og á dögum rabbínans Júda Löw. Ógnvænlegt andi’úmsloftið úr þöglu myndum hins danska leikstjóra Carls Dreyers svífur yf- ir vötnum. Hið langa en fagra myndband Wellendorf Landskaber byggir á náttúrunni og tónverkum fimm danskra nútímatónskálda. Með heimildarlegum áherslum sínum tengist það The Black Beatle og Solstik, tveim stuttum en mjög at- hyglisverðum böndum listakon- unnar Jeanette Schou, sem fædd er 1958. I fyrra verkinu stendur svartur betlari og syngur lag Bítl- anna „Twistin’ and Shoutin’“ und- ir hristingi peningabauksins en í hinu síðara bærist gullregn fyrir vindi. Þótt verk Per Lunde Jorgensens (f. 1964) That’s the spirit og Relatives og Sophie Bo- lette Hjerl (f. 1971) 003 séu allt annars eðlis, eiga þau það sameig- inlegt með fyrrnefndum verkum að vísa út fyrir höfunda sína. Hlutlæg athugun á heiminum og blessunarlegur skortur á yfirlæti bera vott um fersk vinnubrögð þessara fjögurra dönsku skjálist- armanna. Halldór Björn Runólfsson Hald lagt á Schiele Vín. Reuters. AUSTURRÍKISMENN eru bandarískurn stjórnvöldum ævar- eiðir, en í síðustu viku lögðu þau hald á tvær myndir eftir austurríska expressjónistann Egon Schiele sem var uppi á fyrri hluta aldarinnar. Mynd- irnar höfðu verið á sýningu í Nútímalistasafninu í New York en voru gerðar upptækar í nafni fómarlamba helfarar nasista í heimsstyrjöldinni síð- ari, sem fullyrt er að hafi átt myndirnar. Austurrísk stjórnvöld hafa mótmælt töku myndanna og sagði Elizabeth Gehrer, menntamálaráðherra landsins, að hún stefndi skiptum og láni safna á myndlist milli landa í voða. Traust sem söfnin hefðu sýnt hvert öðru væri að engu orðið, þar sem nú væri ekki lengur tryggt að þau endur- heimtu verk sín. Myndirnar, „Bildnis Wally“ og „Tote Stadt“, voru í eigu Leopold-stofnunarinnar sem heitir eftir austurríska lista- verkasafnaranum Rudolf Leo- pold en hann ánafnaði austur- ríska ríkinu verk í sinni eigu árið 1994. Fullyrðir Leopold að hann hafi aldrei keypt eða skipst á verkum sem sannað hafí verið að hafi verið í eigu gyðinga. Sýna átti myndirnar í Barcelona í febrúar. Óvíst er hvort af því verður en viðræð- ur standa nú yfir á milli banda- rískra og austurrískra stjórn- valda. ---------------- Tríó Reykja- víkur í Fella- og Hólakirkju TRÍÓ Reykjavíkur efnir til tónleika í Fella- og Hólakirkju sunnudaginn Sigrún Hjálmtýsdóttir. 18. janúar kl. 17. Tríóið skipa Guð- ný Guðmunds- dóttir fiðluleik- ari, Gunnar Kvaran sellóleik- ari og Peter Máté píanóleik- ari. Gestur tríós- ins verður sópransöngkonan Sigrún Hjálmtýs- dóttir. Á efnisskrá eru verk eftir Bach, Hándel, Mozart, Dvorák, Puccini, Rossini og Vaughan Williams. Tónleikar í kirkjum Borgarness og Hveragerðis SÓPRANSÖNGKONAN Auður Gunnarsdóttir og Jónas Ingi- mundarson pianóleikari halda tónleika í Borgarneskirkju í kvöld og í Hveragerðiskirkju fimmtudaginn 15. janúar. Báðir tónleikarnir hefjast kl. 20.30. Á efnisskránni eru íslensk lög eftir Þorkel Sigurbjörnsson, Fjölni Stefánsson, Eyþór Stefáns- son, Sigurð Þórðarson, Emil Thoroddsen, Þórarinn Guð- mundsson, Atla Heimi Sveinsson, Jón Þórarinsson, Jórunni Viðar, Tryggva Baldvinsson og Jón Ás- geirsson. Morgunblaðið/Þorkell AUÐUR Gunnarsdóttir og Jónas Ingimundarson flytja íslenska tónlist í Borgarnesi og Hveragerði. Tölvuþjálun Windows • Word Internet • Excel Það er aldrei of seint að byrja! 60 stunda námskeið þar sem þátttakendur kynnast grundvallarþáttum tölvuvinnslu og fá hagnýta þjálfun. Vönduð kennslubók innifalin í verði. Innritun stendur yfir. Fjárfestu f framtíðinnil Tölvuskóli íslands BÍLDSHÖFÐI 18, SÍMI 567 1466
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.