Morgunblaðið - 14.01.1998, Blaðsíða 22

Morgunblaðið - 14.01.1998, Blaðsíða 22
22 MIÐVIKUDAGUR 14. JANÚAR 1998 MORGUNBLAÐIÐ ERLENT Snjókoma og frost auka á hörmungar fórnarlamba jarðskjálftans í norðurhluta Kína Heimilislaus í fímbulkulda Peking. Reuters. ALÞJÓÐASAMTÖK Rauða krossins og Rauða hálfmánans fóru í gær fram á 1,75 milljónir svissneskra franka (um 87 milljón- ir ísl. kr.) til handa fómarlömbum jarðskjálftans í norðurhluta Kína á laugardag. Fimmtíu manns létu lífið og þúsundir eru heimilislaus- ar í fimbulkulda. Samtökin sögðu þörf á matvæl- um, skjólfatnaði, teppum, lyfjum og uppbyggingu á samgönguæð- um í Zhangbei og Shangyi-sýslum í norðurhluta Hebei-héraðs þar sem hamfarirnar urðu. Skjálftinn mældist 6,2 stig á Richter. Snjókoma jók í gær á hörmung- ar þeirra þúsunda sem misstu heimili sín í skjálftanum, og sam- kvæmt veðurspá má búast við að frost fari niður í 24 gráður á næstu dögum. Margir hafa leitað skjóls í tjöldum, aðrir komið sér fyrir í heysátum eða hópast um opinn eld. Stjórnvöld í Japan hafa heitið aðstoð að verðmæti um 37 milljón- ir ísl. kr., að því er kínverska fréttastofan Xinhua greindi frá í gær. Rauði krossinn í Hong Kong hefur heitið um sjötíu milljóna króna aðstoð til fórnarlamba jarð- skjálftans. Matvæla- og skjólfatagjafir hafa borist víða að, en lyf eru af skorn- um skammti. Um það bil tíu þús- und manns slösuðust í skjálftan- um, þar af 1200 alvarlega. Kín- versk stjómvöld hafa sent ríflega sex hundruð tonn af matvælum, föt og teppi til Zhangbei og Shangyi, að því er Xinhua greindi frá. Opinber embættismaður á staðnum sagði við Reuters að fólk- ið myndi ekki geta endurreist hús sín fyrr en í vor. „Það er of kalt núna til að byggja múrsteinshús.“ Alls hafa mælst 349 eftirskjálftar síðan á laugardag. Reuters NOKKRIR il)úar í þorpinu Shanggaigou í Zhangbei-sýslu leita skjóls í tjaldi sem kínverski herinn reisti fyrir fórnarlömb jarðskjálftans. Þúsundir manna eru heimilislausar og mikill kuldi á svæðinu. Breytingar á breska velferðarkerfínu fyrirhugaðar Kanna tekjur til að fækka bótaþegum London. The Daily Telegraph. TONY Blair, forsætisráðherra Bretlands, hefur á morgun funda- herferð til að kynna fyrirhugaðar breytingar ríkisstjómarinnar á vel- ferðarkerfinu. Stjómin hefur enn ekki gert nákvæma grein fyrir því í hverju þær muni felast, en Harriet Harman félagsmálaráðherra hefur sagt að koma eigi í veg fyrir að þeir, sem hæstar hafa tekjumar, fái bæt- ur frá hinu opinbera og að bæta stöðu þeirra fátækustu í þjóðfélag- inu, sem engar hljóti bætumar. Engu að síður hafa fyrirhugaðar breytingar vakið hörð viðbrögð þeirra sem eru á vinstri væng Verkamannaflokksins. í The Times segir að Ijóst sé að það verði fyrst og fremst miðstéttin sem verði vör við breytingar á vel- ferðarkerfmu. Meðal þess sem rætt er um eru breytingar á fæðingaror- lofi, barnabótum, lífeyri og örorku- bótum. Hefur ríkisstjómin lagt til að gerð verði svokölluð „allsnægta- könnun" til að finna þá bótaþega sem hafi augljóslega ekki þörf fyrir bætur frá hinu opinbera. Margs konar bætur eru veittar án tillits til þess hversu háar tekjur fólk hefur, en þeir sem lægstar hafa tekjumar njóta í mörgum tilfellum ekki bóta- réttar. Menntastyrk í stað baraabóta fyrir 16 ára og eldri Ástæða þess að ríkisstjómin grípur til þessara aðgerða nú er sú að um 15% af þeim 24 milljörðum punda, um 2.800 milljörðum ísl. kr., sem greiddar eru út í velferðarkerf- inu, fara til þeirra sem eru í hærra skattþrepi. „Sú breyting hefur orðið á félagslegum útgjöldum að þau hafa færst frá þeim fátækustu til þeirra sem hærri hafa tekjum- ar. . . og það getur ekki talist rétt,“ segir Harman. Gordon Brown fjármálaráðherra hefur lýst áhuga á að fella niður bamabætur við sextán ára aldur og greiða illa stæðum foreldmm menntastyrk eftir það, haldi böm þeirra áfram námi. Þá hefur verið lagt til að sett verði þak á fæðingarorlof. Nú eiga konur rétt á 90% launum fyrstu sex vikur orlofsins og eru nýbökuðum mæðrum árlega greiddar um 500 milljónir punda, um 59 milljarðar ísl. kr. Hins vegar eiga konur sem hafa undir 61 pundi í tekjur á viku, um 7.300 ísl. kr., ekki rétt á greiðslu fæðingaroriofs. Vill Harman svipta hátekjukonur þessum greiðslum. Sögusagnir hafa verið uppi um niðurskurð sjúkra- og örorku- greiðslna, en þær hafa ekki verið staðfestar. Þá hefur Blair ýjað að breytingum á lífeyrissjóðakerfinu og lagt til að fólk greiði í auknum mæli í eigin varalífeyrissjóð. Israelar fresta brottflutningi frá Hebron Jerúsalem. Reuters. ÍSRAE LSSTJÓRN ákvað á fundi sínum í gær að fresta brottflutningi herliðs frá Vesturbakkanum þar til Palestínumenn efndu loforð er þeir hafi gefið fyrir ári síðan og kveðið er á um í bókun sem Bandaríkja- menn höfðu milligöngu um. Aðstoð- armaður Benjamins Netanyahus, forsætisráðherra Israels, greindi frá þessu í gær. Háttsettur, palest- ínskur embættismaður brást ókvæða við og sagði ísraela hafa sett úrslitakosti. Sakaði hann Net- anyahu um að reyna að tefja fyrir brottflutningnum. Samkomulag Israela og Palest- ínumanna um að þeir fyrmefndu skuli flytja herlið sitt á brott frá flestum hverfum í bænum Hebron á Vesturbakkanum var gert á síðasta ári og fylgdi því bókun sem Banda- ríkjamenn höfðu milligöngu um. ísraelar saka Palestínumenn um að hafa vikið sér undan loforðum er gefin hafi verið í samkomulaginu um Hebron, sérstaklega um að berjast „kerfisbundið og með áhrifaríkum hætti gegn hryðju- verkasamtökum og uppbyggingu", og „ljúka endurskoðun á stjómar- skrá Palestínumanna". Palestínumenn segja hins vegar að þeir hafí unnið af heilindum að því að koma í veg fyrir að múslímskir öfgamenn vinni hryðju- verk og hafi þegar fellt út úr stjóm- arskránni málsgreinar sem Israelar hafa sagt kveða á um eyðingu ísra- elsríkis. „Það sem máli skiptir er að við teljum að ef Palestínumenn standa við sinn hluta samningsins þá mun- um við standa við okkar hluta,“ sagði Netanyahu í gær. „Þetta era nýir blekkingarleikir og tafir hjá Netanyahu,“ sagði Saeb Erekat, aðalsamningafulltrúi Pa- lestínumanna. Stækkun Evrópusambandsins Utanríkisráðherra Kýpur um ESB-aðild Klima vill flýta sér hægt Salzburg. Reuters. VIKTOR Klima, kanzlari Austurrík- is, segir að stækkun Evrópusam- bandsins til austurs geti skaðað hagsmuni núverandi aðildarríkja, verði ekki haldið rétt á málum. Klima segir að ekki megi hraða stækkun sambandsins um of. I viðtali við Reuters-fréttastofuna lýsir Klima sig eindregið fylgjandi stækkun ESB. Hann segir hins veg- ar að ekki megi fara of hratt. Aust- urríki hefur mikilla hagsmuna að gæta f málinu. Landið liggur að þremur Austur-Evrópuríkjum, sem aðildarviðræður verða hafnar við síðar á árinu, þ.e. Tékklandi, Ung- veijalandi og Slóveníu, og margir Austurríkismenn hafa áhyggjur af því hvað muni gerast þegar landa- mærin opnast. Auk þess er Austurríki í hópi þeirra ESB-ríkja, sem greiða mest í sjóði sambandsins, og þarf þvf að greiða stóran hluta kostnaðar, sem hljótast kann af aðild nýrra ríkja. „Það verður að undirbúa þetta stækkunarferli vel, til þess að nýju aðildarrfkin ráði við það og ESB sjálft ráði við það,“ segir Klima. Hann bætir við að mikilvægara sé að undirbúningurinn sé traustur en að nefna ákveðinn dag, sem rfki Austur-Evrópu geti gengið í ESB. Klima segir að ekki sé víst að hægt sé að tryggja nýju aðildarríkj- unum aðild að frjálsu flæði þjónustu og vinnuafls strax f upphafi. Hins vegar sé hann hlynntur því að þau fái strax að taka þátt í mótun utan- ríkisstefnu Evrópusambandsins. Kemur til greina að skilja norðurhlutann eftir Lissabon. Reuters. UTANRIKISRAÐHERRA Kýp- ur, Yiannakis Kassoulides, segir að takist ekki að sameina eyna á ný áður en til inngöngu landsins í Evrópusambandið kemur, komi til greina að skilja norðurhlutann, sem hemuminn er af Tyrkjum, eft- ir utan ESB. Hvati til að leysa deilur þjóðar- brotanna Kassoulides er í heimsókn í Portúgal og sagði ■ þar á blaða- mannafundi að hin alþjóðlega við- urkennda stjóm Kýpur, sem ræður eingöngu grískumælandi hluta eyj- arinnar, hygðist nota væntanlega ESB-aðild sem hvata til þess að reyna að leysa deilur þjóðarbrot- anna á eynni og sameina hana á ný. Aðspurður hvort til greina kæmi að Kýpurstjóm gengi í Evrópu- sambandið án norðurhlutans, sem byggður er tyrkneskumælandi fólki, sagði Kassoulides: ,j\ð okkar mati er það mögulegt, en það er ákvörðun sem við verðum að taka þegar þar að kemur.“ Taka upp evróið jafnskjótt og til aðildar kemur Utanríkisráðherrann greindi jafnframt frá því að kýpversk stjómvöld væra reiðubúin að taka upp Evrópumyntina, evró, jafn- skjótt og Kýpur fengi aðild að ESB. Hann sagði að efnahagslíf á Kýpm- stæðist nú þegar skilyrði Maastricht-sáttmálans fyrir þátt- töku í myntbandalaginu. „Ég held að Kýpur verði reiðubúin, næst þegar Evrópusambandið stækkar, að ganga í myntbandalagið á sama tíma,“ sagði hann.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.