Morgunblaðið - 14.01.1998, Blaðsíða 48

Morgunblaðið - 14.01.1998, Blaðsíða 48
MORGUNBLAÐIÐ 48 MIÐVIKUDAGUR 14. JANÚAR 1998 NEMENDUR Leiklistarskóla íslands æfa nú stíft fyrir upp- tökur á leikinni mynd sem verður sýnd í Sjónvarpinu í kringum páskana. Útskriftar- nemarnir átta, þau Agnar Jón Egilsson, Edda Björg Eyjólfsdóttir, Friðrik Friðriks- son, Guðmundur Ingi Þorvaldsson, Helga Vala Helgadóttir, Linda Asgeirsdóttir, Olaf- ur Darri Olafsson og Sjöfn Everts, fai'a með helstu hlutverk en aðrir nemendur skólans koma einnig lítillega við sögu. Oskar Jónas- son leikstjóri myndarinnar gaf sér tíma til að mæta á Gráa köttinn og ræða verkefnið við Guðmund Asgeirsson yfir kaffí, appel- sínusafa og kringlu. Nýstárlegt samstarf Það er nýjung að Leiklistarskólinn standi í samstarfi við fjölmiðla á þennan hátt. Sjón- varpið framleiddi reyndar myndina „Skíða- ferðina", fyrir u.þ.b. tveimur áratugum, sem var endursýnd þar fyrir skemmstu og í henni kom m.a. fram fjöldi leiklistarnema auk nýútskrifaðra leikara. Bein aðild Leik- listarskólans að kvikmyndagerð er athyglis- verð þróun sem Oskar var beðinn að segja frekar frá. „Sagan á bak við myndina er sú að Hilmar Oddsson var með nemendurna, sem þá voru á þriðja ári, á vel heppnuðu kvikmyndanám- skeiði í fyrra. Þeim þótti svo gaman að þau dauðlangaði öll að halda áfram og gera meira. Hilmar tók því að sér að ræða við Ríkisútvarpið um framleiðslu alvörumyndar í samstai-fi við Leiklistarskólann. Bæði for- syarsmenn Leiklistarskólans og RÚV sýndu verkefninu áhuga og slógu að lokum til. Hilmar hafði þá snúið sér alfarið að nýju myndinni sinni „Sporlaust". Því var haft samband við mig. Samningur Sjónvarpsins og skólans er á þá leið að skólinn ræður höf- und, leikstjóra og leikmyndahönnuð og sér um leikarana auðvitað, en Sjónvarpið sér svo um framkvæmdaratriði, eins og að útvega myndatökumann, tökulið, sjá um leikmynda- smíði o.s.frv." Handrit verður til •v Handrit myndarinnar varð til á óvenjuleg- an hátt i samstarfi Einars Kárasonar, Oskars og nemenda Leiklistarskólans. „Þetta byrjaði síðasta vor“ segir Oskar, „með því að ég hitti krakkana og pumpaði þau um hvað þau langaði að gera. Eg stakk svo upp á að fá Einar Kárason inn í þetta með okkur sem skrifara. Við hittum Einar og veltum fyrir okkur hugmyndum, persón- um og atvikum og lögðum ákveðinn grunn. Ég og Einar unnum svo frekar úr efninu og þannig varð til stutt uppkast sem var kynnt fyrir krökkunum í haust. Þá tókum við nokkrar vikur í að vinna frekar úr uppákomum, persónum og sam- böndum þeirra á milli. Að lokum voru atriði uppkastsins leikin í ýmsum útgáfum og tek- in upp á myndband. Þetta urðu u.þ.b. fjórir tífnar af efni sem Einar fékk, vann með og skrifaði hið eiginlega handrit upp úr. I byrj- un desember fengum við handritið frá Éin- ari og höfum verið að æfa eftir því síðan. Þannig er það raunverulega sá texti sem nemendurnir spunnu upp úr uppkastinu í haust sem við æfum eftir núna og sagan því að miklu leyti sprottin frá þeim. Allir leikar- arnir þekkja persónur sínar og texta mjög vel og allir eru sammála um hvernig útkom- an á að verða. Æfingaferlið hefur því verið óvenju langt, jafnvel miðað við sviðsleikrit sem venjulega eru æfð í 6-8 vikur.“ Dreifarar og hitaveitupakk Myndin fjallar um tvo reykvíska rótara sem raska jafnvægi í litlu samfélagi úti á landi. Leikið er með ákveðna spennu sem iðhgi hefur ríkt milli borgar og dreifbýlis hér á landi og er síst minni nú en oft áður. Höfundar voru meðvitaðir um ríginn milli þessara hópa og er hann einn helsti áherslu- punktur verksins. „“Maður er alltaf að segja sér, „það er enginn rígur, það er enginn hroki“, en svo notar maður orð eins og „dreifbýlispakk" og „sveitavargur“ og telur sér trú um að þetta sé allt í gríni,“ segir Óskar. „En slík orð rista dýpra þegar maður heyrir þau hinu megin frá. Eg var einu sinni í sveit í Eyjafirði og ég og sonur bóndans skruppum inn á Akureyri. A'Ieiðinni tók hann stelpur, sem hann kann- aðist við og voru að húkka sér far, upp í bíl- inn. Þær sátu afturí og við sátum fram í. Svo þegar við komum til Akureyrar steig gang- andi vegfarandi í veg fyrir bílinn og bílstjór- inn þurfti að klossbremsa til að keyra ekki á hann. Önnur stelpan sagði: „Vá! Örugglega Reykvíkingur“ og gerði sér ekki grein fyrir FÓLK í FRÉTTUM Grenjandi baksviðs Kvikmyndir eru alls staðar í sókn. Til að eiga framtíðina fyrir sér verða íslenskir leikarar að læra galdurinn við hvíta tjaldið. Guðmundur Asgeirsson talaði við Oskar Jónasson sem stýrir leiklistarnem- um í nýrri sjónvarpsmynd. gerðar hafa verið hér á landi. „Með allt á hreinu" fjallaði um ferð hljómsveitar sem spilaði á böllum allt í kringum landið. En ólíkt henni fjallar „Grenjandi baksviðs" um fólkið í kringum hljómsveitina frekar en hana sjálfa. „Eitt af því sem okkur langaði að taka á í myndinni voru þær skuggalegu sögur sem fara af lifnaði í kringum hljómsveitir, þessi skrýtni og marghliða heimur grúppíunnar annarsvegar og heimur rótarans hinsvegar. Það er svo mikið fjallað um hljómsveitirnar og popparana í sviðsljósinu, en okkur lang- aði að gera mynd þar sem bakhliðin væri al- gerlega í forgrunni og hljómsveitin væri helst ekki með. Okkur langaði að sýna þá erfiðleika sem geta komið upp við það að setja upp eitt ball og ríginn sem kemur upp á milli rótaranna og grúppíanna sem kæra sig ekkert um ein- hverja snúrugæja heldur vilja helst bara söngvarann eða gítarleikarann. Þetta er eig- inlega goggunarröðin í þessum míkró- kosmos sem ein svona hljómsveit getur ver- ið.“ Framfarir í kennslu á kvikmyndaleik Vestræn menning hefur um áratuga skeið verið að þróast meira og meira í átt að kvik- myndaforminu sem er löngu orðið stærsti og áhrifamesti listmiðill sögunnar. Þrátt fyrir þetta hefur Leiklistarskóli Islands hingað til lagt megináherslu á sviðsleik. Kvikmynda- kennslan hefur takmarkast við fyrrnefnt kvikmyndanámskeið fyrir þriðja árs nema. Islenskar kvikmyndir hafa hingað til fæstar getað státað af afburðaleik og hafa leikstjór- ar því frekar þurft að reiða sig á aðra þætti miðilsins. Þessþ nýja stefna, eða tilraun Leiklistarskóla Islands og stuðningur Sjón- varpsins við hana, gæti því verið mjög mikil- vægt skref í rétta átt. „Þetta er hitamál fyrir okkur kvikmynda- gerðarmenn," segir Óskar. „Kvikmyndaleik- stjórar lenda svo oft í þvi að leikarar mennt- aðir í og útskrifaðir frá leiklistarskóla eru hálfgerðir viðvaningar í kvikmyndaleik. Þeir þurfa meiri reynslu. Það er eitt að sitja fyr- iriestra og annað að leika í kvikmynd. Ég myndi vilja sjá kvikmyndanámskeið á hverju ári leiklistarnámsins. Ef myndin lukkast vel, gæti það verið skref í átt að bættri leiklistarkennslu á Is- landi, því það gæti fest verkefnið í sessi og það jafnvel orðið fastur liður á fjórða ári leiklistarnámsins. Þannig fengju leiklistarnemar þessa reynslu í stað þess að sýna sig opinberlega sem útskrifaða leikara með allt niðrum sig vegna þess að þeir hafa aldrei fyri' komið ná- lægt kvikmyndagerð. En þótt myndin lukkaðist ekki sem skyldi og áhuginn minnkaði hjá Sjónvarpinu er ekki þar með sagt að þörfin fyrir sjónvarps- eða kvikmyndanámskeið í skólanum minnk- aði. Það þarf eiginlega að vera krafa kvik- myndagerðarmanna til Leiklistarskólans að þaðan komi ekki framar leikarar án reynslu á þessu sviði. Það tekur a.m.k. eitt slíkt verkefni fyrir þjálfaðan sviðsleikara að átta sig á þeim nýju forsendum sem gilda í þessum ólíka miðli. Kvikmyndir, sjónvarpsmyndir og aug- lýsingar verða allt að þriðjungur þess sem flestir nemenda koma til með að starfa við í framtíðinni og því væri mjög æskilegt að eitt þriggja lokaverkefna leiklistarnema væri tengt kvikmyndaleik. Hingað til hefur eina leið leiklistamema til að öðlast slíka reynslu verið að taka þátt í kvikmyndum á sumrin, en svokallað fram- komubann hefur að einhverju leyti staðið í vegi fyrir því. Þessar reglur hafa eitt- hvað verið að rýmkast undanfarið. Til dæmis koma nokkrir nemendur fram í „Perlum og svínum" og Hilmar Odds- son notar einhverja þeirra í „Sporlaus". Framkomubannið á sér góðar ástæð- ur. Til dæmis er með því komið í veg fyrir að nemendur fái slæma reynslu og eins gætu hlutverk sumra nemenda skapað öfund og slæman anda innan hópsins í heild. Þegar nemendur sækjast eftir að fá að leika utan skólans er fjallað um hvert til- vik fyrii' sig. Skólinn hefur ekki getað staðið í vegi fyrir að nemendur sæki sér nauðsynlega reynslu sem hann sér þeim ekki fyrir. En þannig skapast aftur þær hættur sem eru forsendur bannsins. Ég hallast helst að því að besta lausnin fyrir Leiklistarskólann sé að byrja kvik- myndakennslu strax á fyrsta ári og halda henni áfram allt til loka. Þannig mætti kenna helstu grundvallarat- riði í kvikmyndagerð og kvikmyndaleik, því það er mikill munur á að leika á sviði og í kvikmynd.“ Morgunblaðið/Golli ÓSKAR Jónasson leikstjóri og útskriftarnemendur Leiklistarskólans bregða á leik. að ég var auðvitað frá Reykjavík. Sonur bónd- ans sendi eitrað augna- ráð aftur í bílinn og stelpan sagði: „Hvað?“ og svo gekk eitthvað þeirra á milli sem ég heyrði ekki. En þær þögðu báðar það sem eftir var ferðarinnar, eftir að þær uppgötv- uðu að þær höfðu hlaupið svona á sig. Þarna sá ég hvað rígurinn er gagn- kvæmur. Fólk er bara svo kurteist yf- irieitt, svona á yfir- borðinu a.m.k., að þetta kemur ekki oft í ljós. En alveg eins og okkur Islendingum finnst við yfirleitt vera nafli alheimsins, án þess að stærstur hluti heimsins viti nokkuð um okk- ur, þá finnst íbúum hvers landshluta þeir vera miðja síns heims og öll höfum við þessa tilhneigingu." ÖSKAR Jónasson á a tökustað í gær Grúppíur og rótarar Mynd Óskars er líka um lífið í kringum sveitaböllin. Ein af vinsælustu myndum sem Leiklistarnemar vinna að sjónvarpsmynd
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.