Morgunblaðið - 14.01.1998, Síða 24

Morgunblaðið - 14.01.1998, Síða 24
24 MIÐVIKUDAGUR 14. JANÚAR 1998 MORGUNBLAÐIÐ LISTIR Netútgáfa í TILEFNI ársaftnælis Netútgáf- unnar 12. janúar sl. eru gefnar út nokkai’ bækur. Má þar fyrsta nefna: • Nostradamus og spádóm'arnir um ísland eftir Guðmund Sigur- frey Jónasson og er þetta í fyrsta skipti sem nýleg bók með virkan höfundarrétt er gefín út á íslensku á Netinu, segir í fréttatilkynningu frá Netúgáfunni. Bók þessi kom út á prenti fyrirjólin 1996. 0 Piltur og stúlka eftir Jón Þórð- arson Thoroddsen, sem fyrst var gefín út árið 1850 er fyrsta ís- lenska nútímaskáldsagan sem kemur út á Netinu. 0 Grettis saga, Með henni eru þá flestar Islendingasögunar komnar á Netið, segir í kynningu. Einnig komu út níu þjóðsögur, útilegu- mannasögur. Jafnframt segir að áður hafí m.a. komið út á vegum Netútgáf- unnar Biblían, Njála og margar af helstu íslendingasögunum, Stjórn- arskrá íslands, allnokkrar af Fornaldarsögum Norðurlanda og helstu fornkvæði íslensk. „Netútgáfan gefur út nýtt efni um hver mánaðamót og allt sem gefíð hefur verið út geta þeir sem aðgang hafa að Alnetinu nálgast og lesið eða sótt sér án nokkurs endurgjalds." Netfang Netútgáfunnar er: netutÉsnerpa.is. Veffang: http://www.snerpa.is/net Hjörleifur Sigurðsson sýnir í Osló LISTAMAÐURINN Hjörleifur Sigurðsson sýnir níu stórar vatns- litamyndir málaðar á japanskan rís- pappír í Galleríi íslandi í Ósló. Hann bjó i Noregi um árabil og er því Norðmönnum kunnur. Sýningin stendur til 25. janúar. Gallerí ísland var opnað 12. des- ember sl. og er fyrirhugað að halda sex sýningar á ári til að byrja með. Þar af verða fjórar sýningar á verk- um þekktra listamanna en tvær á verkum listamanna sem eru að hefja listferil sinn. Galleríið er í einni af sölubúðun- um, sem liggja meðfram Youngs- torgi í miðborg Óslóar. Byggingin er frá 1872 og voru þar upphaflega reknar grænmetis- og kjötverslan- ir, þær hafa verið endurbyggðar og hýsa m.a. verslanir og veitingastaði í einu alþjóðlegasta hverfí borgarinn- GALLERÍ ísland er andspænis Norsku óperunni og eigandi þess er Hjördís Figenschou. ar, andspænis Norsku óperunni. Eigandi Gallerís Islands er Hjördís Figenschou. Morgunblaðið/Ásdís ÁRNI Rúnar Sverrisson sýnir nýleg olíumálverk sín í Galleríi Horninu. S Oræðir leyndardómar MEÐ hækkandi sól, er yfír- skrift sýningar Árna Rúnars Sverrissonar í Galleríi Horninu, Hverfisgötu. Á sýningunni eru nýleg olíumálverk, óhlutbundin „frjáls tjáning" eins og lista- maðurinn kemst sjálfur að orði um verk sín. Sýningunni lýkur 21.janúar. Árni stundaði nám við Mynd- listarskólann í Reykjavík og Myndlistar- og handíðaskólann. Síðasta sýning hans var á Horninu fyrir rúmu ári og nefndist hún Eyja hugans. Árni segist ferðast mikið um hálend- ið og verk sín byggi hann mikið á þeim hughrifum sem hann verður fyrir á ferðum sinum úti í náttúrunni. „Ég ólst upp á Seltjarnarnesi og lék mér mik- ið í fjöruborðinu og grunninn að málverki mínu virðist vera að finna á þessum slóðum,“ segir Árni. Myndmálið sem hann hefur þróað með sér er órætt og útkoman er leyndar- dómur víðsfjarri raunveruleik- anutn. Hann segist vera orðinn talsvert litaglaðari en áður, gulur og heitir litir eru ríkj- andi í þessum verkum sem öll eru án titils. „Kannski guli lit- urinn sé táknrænn fyrir mig sjálfan því mér finnst ég vera að ná betri tökum á því sem mig hefur langað til að sýna í verkum mínum,“ segir Árni. „Þó er allt það sem ég hef að segja um verk mín nú víðsfjarri mér á meðan ég er að mála. Þá hverf ég inn í einhvern heim sem erfitt getur verið að snúa aftur frá.“ Námskeið á sviði sjónlista FRÆÐSLUDEILD M.ynd- lista- og handíðaskóla Islands hefur sent frá sér kynningar- bækling um þau námskeið og fyrirlestra sem deildin stend- ur fyrir á vorönn 1998. Helstu verkefni fræðslu- deildar eru að tryggja al- menningi betri aðgang að þeirri sérþekkingu sem skól- inn hefur yfír að ráða og að efla sí- og endurmenntun starfsstétta á sviði sjónlista. Meðal námskeiða sem í boði eru má nefna námskeið í fímm hlutum, frá 16. mars til 1. apr- íl þar sem fjallað verður um markaðssetningu myndlistar frá ýmsum sjónarhornum. Þá verður í boði íyrirlestraröð um samtímalistasögu, nám- skeið í myndbandsnotkun, um tölvu sem verkfæri í myndlist, um myndbreytingar í tölvu, alnetið, japanska pappírsgerð, steinhögg, eldsmíði, grafík- tækni, silkiþrykk á leir, vatns- litamálun, freskugerð og ljós- myndun. Fyrirlestrar á vegum fræðsludeildar verða haldnir á mánudögum í Barmahlíð, Skipholti 1, og á miðvikudög- um í Málstofu í Laugamesi og verða þeir auglýstir nánar sfð- ar. Þeim sem vilja afla sér nánari upplýsinga um þau námskeið sem í boði eru, er bent á að hafa samband við fræðsludeildina eða skrifstofu skólans í Skipholti 1. Fræðimaður verður að skáldi í nýrri skáldsögu eftir Patriciu Duncker er snúið við öllum viðteknum hugtökum að mati Lárusar Más Björnssonar, m.a. er geðsýki skoðuð í nýju ljósi og hið eðlilega verður afstætt. PATRICLA Duncker var til skammst tíma lítt þekkt fræðikona frá Vestur-Indíum, búsett ýmist í Frakklandi, eða í Wales, þar sem hún er kennari í bókmenntum, skapandi ritstörfum og kvenna- fræðum. Duncker er liðlega fímmtug og því vart hægt að segja að hún hefji skapandi ritstörf af offorsi æsku- mannsins. Hún á að baki allmörg fræðirit, ekki síst á sviði kvenna- fræða og samanburðarbókmennta. Alkunn er goðsagan um rithöf- undinn, sem gerðist fræðimaður af þeirri einfóldu ástæðu að skálda- deigið hans dugði ekki í fullbakaða köku. Slíkar hugmyndir eru líklega oftar en ekki runnar undan rifjum rithöfunda sem una dómum sínum illa og kunna það ráð eitt að kenna „helvískum" fræðunum um, eða persónugervingum þeirra; ritdóm- urunum. Einnig eru til fræði- menn/gagnrýnendur sem kunna því miður vel að geta lítt, eða ekki fellt verk að ákveðnum stefn- um/skólum, sem þeir kunna að að- hyllast hverju sinni og í stað þess að hefja samræður við þann höfund er hlut á að máli eru verk hans „af- greidd“ út í ystu myrkur. Þetta gildir bersýnilega ekki um Duncker; frumraun hennar, „Hallucinating Foucault" á sviði skáldsagnagerðar sýnir slíka hæfi- leika að hún hefði að líkindum hvenær sem er ævinnar getað valið sér tjáningarform. Fræðimaðurinn sem skáld er heldur ekki einsdæmi hér á landi; við eigum Álfrúnu Gunnlaugsdótt- ur, Jónas Kristjánsson og e.t.v. má einnig nefna Svövu Jakobsdóttur, sem er bókmenntafræðingur, en var lengi menningarblaðamaður að aðalstarfi áður en hún gerðist rit- höfundur og síðar stjómmálamað- ur. Mér þykir ekki ólíklegt að iðu- lega séu gerðar ótæpilegar kröfur til bókmenntafræðinga sem söðla um og gerast höfundar fagurbók- mennta; slíkt kann að vera eðlilegt; störf bókmenntafræðinga byggjast óneitanlega á því að rýna í, greina og já, yfirhöfuð gera kröfur til þeirra verka sem rithöfundar láta frá sér fara. Stundum andar því köldu milli þessara faghópa sem með réttu ættu að starfa saman; ekki síður en t.d. arkitektar og húsasmiðir. Fræðimaður verður að elskhuga „Stundum hverfur mér skilning- ur á því sem gerðist sumarið 1993. Ég hef aðeins þennan illa, síendur- tekna draum.“ Draumurinn sem visað er til er þó ekki verri en svo að helstu persónur hans, maður og drengur að leik á strönd, „bera í fasi sínu fyrirheit um óteljandi hluti sem við getum gefíð hvert öðru þegar á milli okkar ríkir ást, heiðarleiki og trúnaðar". Skáldsaga Dunckers hefst á nefndum draumi ungs manns, sem jafnframt er frásagnarsjálfið. Hann hefur lokið námi til meistaragráðu í þýsku, frönsku og frönskum málvísind- um; vinnur nú að dokt- orsritgerð um franskan rithöfund og átrúnað- argoð vinstri manna á 7. og 8. áratugunum, Paul Michel. Frásagn- arsjálfinu sem er nafn- laust gefum við einfald- lega heitið, X. X á ræt- ur í efri-miðstéttarfjöl- skyldu og nemur við Cambridge, þar sem hann einnig býr. Draumurinn er „endursýn“; vísar til atburða er urðu í lífi hans téð sumar, atburða sem breyttu lífi ungs, leitandi menntamanns í ókennilega atburðaflóru, sem hann er nánast ófær um að greiða úr. Hið „illa“ við drauminn og þann veruleika er hann endurspeglar er þannig ekki inntak draumsins sjálfs, heldur fremur ógn og skelf- ing breytinganna; marksæknu og staðfóstu lífi er á augabragði um- turnað í annað óþekkt, fullt ókunnra stærða. Framan af eyðir X löngum stundum á háskólabókasafninu í Cambridge, þar sem ástríður, þrá- hyggja og stundum sjúklegur metnaður ræður ríkjum og gerir slíka staði að eins konar geðsjúkra- húsum. Ritferill höfundarins Michels stóð í blóma á árunum 1968-1983, og á því tímaskeiði reit hann skáldsögur og smásagnasöfn. Prix Concourt-verðlaunin féllu honum í skaut árið 1976_ fyrir skáldsöguna La Maison dO Eté. Michel var í senn virkur í stúdenta- hreyfingunni og í baráttusamtök- um samkynhneigðra, varpaði Molotov-kokkteilum á Sorbonne og var handtekinn, grun- aður um hryðjuverka- starfsemi, árið 1970. Sem sagt „góðkunn- ingi“ lögreglunnar og sannkallað „enfant terrible"; e.t.v. þess vegna átrúnaðargoð þessara tveggja hópa, samkynhneigðra og „vinstri öfgamanna". Þessir hópar bregð- ast því við af hörku er Michel er lagður inn á lokaða geðdeild árið 1983, töldu hann ein- faldlega hafa verið tek- inn úr umferð sem „óþægilegan einstakling“. Skemmst er frá að segja að X, þessi gagnkynhneigði, vel ættaði afburðastúdent verður heltekinn af ritferli og lífi Michels. Snemma í sögunni kynnist hann konu, sér nokkru eldri, sem vinnur að dokt- orsritgerð í þýskum fræðum. X og konan, sem í sögunni er aldrei nefnd annað en „þýskufræðingur- inn“ hefja ástarsamband sem að talsverðu leyti einkennist af þeirri „vitsmunalegu ástríðu", sem ósjaldan setur svip á tilfinninga- sambönd menntafólks. Áleitnar spumingar vakna: Er það tilviljun að ástkonan, sem raunar er þýskufræðingur og sér- fróð um Schiller er svo þaullesin í verkum Miehels að bækur hans í hillum hennar em þéttskrifaðar litlum miðum með glósum og allar spássíur þaktar athugasemdum um gerð og inntak verka hans? Og af hvaða hvötum manar hún söguper- sónu okkar til að gera hlé á ritstör- funum, halda til Frakklands og leita uppi rithöfundinn Michel þar sem hann, að sögn sannfróðra, er inniluktur á geðveikrahæli? Þess- um og viðlíka spurningum er svar- að undir lok sögunnar, en leikflétt- Patricia Duncker an er óvænt, hröð og í margan stað heillandi. Geðveiki... hvað er nú það? Söguhetjan okkar X finnur loks snillinginn á tröllaukinni sjúkra- stofnun í Nice, eins konar kastala, og eftir því sem óútreiknanlegum og sérstæðum fundum þeirra fjölg- ar verður samband þeirra nánara. Meistara Michel er e.t.v. fremur lýst sem fádæma sérvitringi, en sem „geðsjúklingi“. Og enn vakna spurningar: Hvar liggja svo sem mörk geðveikinnar og hver er nátt- úra hennar? Verður því svarað án þess að við höfum heilsteypt og trúverðugt geðheilbrigðishugtak við að styðjast? Og eru einhver þau lögmál til sem gefa óskeikular vís- bendingar um hvaða stefnu líf „venjulegrar" manneskju kann að taka? Michel og hinn „gagnkyn- hneigði" X gerast elskhugar og sagan um söguna (metanóvellan) tekur að sumu leyti yfirhöndina. Duncker fer ekki dult með það sem sammerkt er með Miehel og heim- spekingnum, víðkunna, Michel Foucault, sem lést úr alnæmi árið 1984. Foucault kemur meira að segja við sögu í bókinni; gegnir þar hlutverki eins konar aukapersónu, eða jafnvel óbeinnar aðalpersónu eftir því hvernig málið er skoðað. Örlög beggja eru og harmþrungin. Michel tekur í bókstaflegum, and- legum og holdlegum skilningi við hlutverki þýskufræðingsins í lífi X, en hún reynist öldungis ófær um að fylla það skarð er Michel skilur eft- ir sig, horfinn af sjónarsviðinu. Skáldsaga Dunckers er verk sem snýr við öllum „viðteknum hugtökum"; geðsýkin er skoðuð í nýju, framandlegu Ijósi og hið „eðlilega" verður hvort tveggja í senn afstætt og aðstöðubundið. Það er alltaf ánægjulegt þegar höf- undur á sextugsaldri geysist fram á vígvöll rit- listarinnar, heggur á bóða bóga, eirir engu.

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.