Morgunblaðið - 14.01.1998, Blaðsíða 45

Morgunblaðið - 14.01.1998, Blaðsíða 45
MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 14. JANÚAR 1998 45 ÍDAG BRIDS Umsjón Guðmundur Páll Arnarson TROMPLITUR sagnhafa er ADG sjöttu á móti fjórum hundum. Ef ekki má gefa slag á litinn er um tvo möguleika að ræða: Það er hægt að svína fyrir kónginn eða leggja niður ásinn í þeirri von að kóngurinn sé blankur fyrir aftan. Þessar leiðir eru gagnkvæmt úti- lokandi. Vestur gefur; NS á hættu. Norður ♦ 10842 V K983 ♦ ÁD43 ♦ D Suður ♦ ÁDG975 ¥ -- ♦ 652 ♦ ÁK74 Vestur Norður Austur Suður Pass Pass Pass 1 spaði Pass 4 spaðar Pass 6 spaðar Pass Pass Pass Útspil: Laufnía. Líkur á vel heppnaðri svíningu eru að öðru jöfnu mun betri kostur en kóngur blankur fyrir aftan, svo hér myndu flestir svína spaða- drottningu í öðrum slag. Ef svíningin misheppnast, verður tígulkóngur að liggja. Það er ekki svo slæmt að vera í slemmu sem byggist á því að önnur af tveimur svíningum heppn- ist. Við nánari skoðun gæti verið skynsamlegt að fresta trompíferðinni og reyna fyr- st að afla sér upplýsinga um spilið. Góð hugmynd er að spila út hjartakóng í öðr- um slag. Gefum okkur að austur eigi ásinn og leggi á kónginn. Suður trompar og svínar næst tíguldrottn- ingu. Sú svíning misheppn- ast. Nú er vitað að austur á hjartaás og tígulkóng. Mið- að við útspil vesturs, virðist austur líka vera með GIO í laufi. Ef hann er einnig með spaðakóng á hann 11 punkta, og sennilega meira, því með DG í hjarta gæti vestur hafa spilað þar út. Með tilliti til þess að austur sagði pass í þriðju hendi, er ósennilegt að spaðasvín- ingin heppnist: Norður ♦ 10842 ¥ K983 ♦ ÁD43 ♦ D Vestur Austur ♦ K ♦ 63 ¥ D10764 llllll VÁG52 ♦ G97 'II11' ♦ K108 ♦ 9862 * G1053 Suður ♦ ÁDG975 ¥ - ♦ 652 ♦ ÁK74 Eftir þessa rannsóknar- spilamennsku er fullkom- lega rökrétt að leggja niður spaðaás. Arnað heilla Ljósm.st. Mynd, Hafnarfirði. BRÚÐKAUP. Gefin voru saman 6. desember í Kópa- vogskirkju af sr. Ægi Fr. Sigurgeirssyni Lisa Krist- in Gunnarsdóttir og Ey- jólfur Gíslason. Heimili þeirra er í Holtagerði 42, Kópavogi. BRÚÐKAUP. Gefin voru saman 26. júlí ’97 í Dóm- kirkjunni af sr. Sigurði Arn- arsyni Ingibjörg Sigfús- dóttir og Kristinn I. Lár- usson. Heimili þeirra er í Ásgarði 6, Garðabæ. BRÚÐKAUP. Gefin voru saman 19. júlí ’97 í Kópa- vogskirkju af sr. Sigurði Arnarsyni Marý Þorsteins- dóttir og Rúnar Tómas- son. Heimili þeirra er í Fróðengi 10, Reykjavík. BRÚÐKAUP. Gefm voru saman 12. júlí í Áskirkju af sr. Árna Bergi Sigur- björnssyni Herborg Hjelm og Sævar Guðjónsson. Heimili þeirra er að Fróð- engi 18, Reykjavík. SKÁK Umsjún Margeir Pctursson STAÐAN kom upp á Hast- ingsmótinu um áramótin. Eduard Rosentalis (2.645) frá Litháen var með hvítt og átti leik, en Eng- lendingurinn Mark Hebden (2.575) hafði svart. 31. Bxf6! - De6 (Besta varnartil- raunin. 31. - gxf6? 32. Dxd7! - Dxd7 33. Rxf6+ var auð- vitað alveg von- laust.) 32. Dg5!? - gxf6 33. Rxf6+ - Kg7 34. Rxd7 - Dxd7 35. Dxe5 - He6 36. Hed3 - Df7 37. Hxd6 - He7 38. Dc3+ - Kh6 39. Dd2+ - Kg7 40. Hd7 - Re5 41. Dg5+ og svartur gafst upp. Úrslitin í Hastings urðu þessi: 1. Sadler, Englandi, 7 v. af 9 mögulegum, 2.-3. Re- lange, Frakklandi, og Ros- entalis, Litháen, 5 'U v., 4. Tkaciev, Kasakstan, 5 v., 5. Plaskett 4 72 v., 6.-7. Nunn og Hebden, Eng- landi, 4 v., 8. Rausis, Lithá- en 3 72 v., 9.-10. Luke McShane og Ward, Eng- landi, 3 v. HVÍTUR leikur og vinnur HÖGNIHREKKVÍSI STJÖRNUSPA cftir Franccs Drakc * STEINGEIT Afmælisbarn dagsins: M hefurmikla frelsisþörf og þolir ekki boð né bönn. M þarft að hafa mörg járn íeldinum íeinu. Hrútur (21,mars- 19.apríl) Þótt allt gangi vel, skaltu ekki sofna á verðinum. Láttu það ekki hindra þig þótt félagi þinn sé niður- dreginn. Reyndu að lyfta honum upp. Naut (20. apríl - 20. maí) Taktu engar ákvarðanir um íjárfestingar, nema í sam- ráði við félaga þinn. Betra er að flýta sér hægt. KIRKJUSTARF Tvíburar (21. mai - 20.júní) 5» Þú þarft að gefa þér tíma til að sinna einhverjum í fjölskyldunni. Oft var þörf, en nú er nauðsyn. Krabbi (21. júní - 22. júlí) >•$8 Fátt er svo með öllu iilt, að ei boði gott. Þótt ekki blási byrlega í byijun muntu brosa áður en yfir lýkur. Vertu bjartsýnn. Safnaðarstarf Ljón (23. júlí — 22. ágúst) Þú þarft að koma ákveðnu máli í höfn. Gættu þess að fylgja þínum innri manni og láta ekki ummæli ann- arra hafa áhrif á þig. Meyja (23. ágúst - 22. september) Nú er rétti tíminn til að láta til skarar skríða hvað mataræðið varðar. Þú þarft að taka þig taki og ástunda hollt líferni. Vog (23. sept. - 22. október) Ef einhver óánægja ríkir í kringum þig ættirðu að líta í eigin barm og finna leið til lausnar. Ræddu málin við félaga þinn. Sþorddreki (23. okt. - 21. nóvember) HjjS Þér tekst vel til í ákveðnu verkefni sem gefur þér byr undir báða vængi. Láttu það ekki stíga þér til höfuðs og gleymdu ekki að rækta ijölskylduna. Bogmadur (22. nóv. -21. desember) Láttu neikvæða umræðu sem vind uni eyru þjóta. Einsettu þér að taka ekki þátt í slíku. Þú hefur mikil- vægari hnöppum að hneppa. Steingeit (22. des. - 19. janúar) Líklega er ferðalag á döf- inni og ekkert ætti að vera því til fyrirstöðu að þú get- ir farið. Þú hefur þörf fyrir góða hvíld. Vatnsberi (20. janúar - 18. febrúar) Gættu þess að lofa ekki upp í ermina á þér. Þú þarft líka að hugsa um sjálfan þig og þína nánustu. Fiskar (19. febrúar-20. mars) !S* Einhver gæti verið ósann- gjarn í þinn garð svo þú skalt umfram allt þegja fremur en að segja eitthvað sem þú sérð eftir. Stjörnuspána á að lesa sem dægradvöl. Spár af þessu tagi eru ekki byggðar á traustum grunni vísindalegra staðreynda. Fræðslukvöld í Áskirkju FIMMTUDAGINN 15. janúar hefj- ast að nýju eftir jólahlé fræðslusam- verur í Safnaðarheimili Áskirkju. Verða þær síðan hvert fimmtudags- kvöld fram á föstu og hefjast kl. 20.30. Á samverustundunum verður fjallað um hina kristnu von og Fyrra Pétursbréf lesið, skýrt og rætt, en það er oft nefnt bréf von- arinnar. Árni Bergur Sigurbjörns- son, sóknarprestur, leiðbeinir um lestur og efni bréfsins og stýrir umræðum. Samverustundunum lýkur með bæn og eru allir velkomnir. Áskirkja. Opið hús fyrir foreldra ungra barna kl. 10—12. Starf fyrir 10-12 ára kl. 17. Bústaðakirkja. Félagsstarf a!dr- aðra. Opið hús í dag kl. 13.30- 17.00. Dómkirkjan. Hádegisbænir kl. 12.10. Orgelleikur á undan. Léttur málsverður á kirkjuloftinu á eftir. Grensáskirkja. Opið hús fyrir eldri borgara kl. 14. Biblíulestur, bæna- stund ogveitingar. Starf fyrir 10-12 ára kl. 17. Hallgrímskirkja. Opið hús fyrir foreldra ungra barna kl. 10-12. Fræðsla: Mataræði. Erna Ingólfs- dóttir hjúkrunarfr. Háteigskirkja. Mömmumorgunn kl. 10. Foreldrar og börn þeirra hjartanlega velkomin. Sr. María Ágústsdóttir. Kvöldbænir og fyrir- bænir kl. 18. Laugarneskirkja. Fundur í æsku- lýðsfélaginu í kvöld. Húsið opnar kl. 19.30. Neskirkja. Litli kórinn (kór eldri borgara) æfír kl. 11.30-13. Umsjón Inga J. Backman. Fótsnyrting kl. 13-16. Bænamessa kl. 18.05. Sr Halldór Reynisson. Seltjarnarneskirkja. Kyrrðar stund kl. 12. Söngur, altarisganga fyrirbænir. Léttur hádegisverður safnaðarheimilinu. Árbæjarkirkja. Félagsstarf aldr aðra; opið hús kl. 13.30-16. Handa vinna og spil. Fyrirbænaguðsþjón usta kl. 16. Bænarefnum er hæg að koma til presta safnaðarins. Breiðholtskirkja. Kyrrðarstund kl 12.10. Tónlist, altarisganga, fyrir bænir. Léttur málsverður í safnað arheimilinu á eftir. TTT starf fyri 10-12 ára í dag kl. 17.15. Æsku lýðsfundur kl. 20. Digraneskirkja. TTT starf 10-11 ára barna kl. 16.30. Æskulýðsstar ki. 20. Fella- og Hólakirkja. Helgistuni í Gerðubergi á fimmtudögum kl 10.30. Hjallakirkja. Mömmumorgunn kl 10-12. Starf fyrir 10-12 ára kl. 16 Kópavogskirkja. Starf með 8-5 ára börnum kl. 16.30-17.30 í safn aðarheimilinu Borgum. Starf í sama stað með 10-12 ára (TTT ára börnum kl. 17.30-18.30. Seljakirkja. Fyrirbænir og íhugui kl. 18. Beðið fyrir sjúkum, allii velkomnir. Tekið á móti fyrirbæna efnum í kirkjunni og í sími 567 0110. Léttur kvöldverður ai bænastund lokinni. Fundur Æsku lýðsfélagsins Sela kl. 20. Hafnarfjarðarkirkja. Kyrrðar stund kl. 12. Orgelleikur, fyrirbæn ir og altarisganga. Léttur hádegis verður á eftir. Opið hús Kl.20-21 æskulýðsfél. 13-15 ára Víðistaðakirkja. Opið hús fyrii eldri borgara milli kl. 14-16.,30 Helgistund, spil og kaffi. Kletturinn, kristið samfélag Bænastund kl. 20. Allir velkomnir Hvítasunnukirkjan Fíladelfía. K1 18.30 er fjölskyldusamvera sen hefst með léttu borðhaldi á vægi verði. Kl. 19.30 er almenn sarr^ ' koma, ræðumaður Ron Philips. All- ir hjartanlega velkomnir. Fótaaðgerðafræðingar --------------------------------1 Til leigu er fullbúin viðbótaraðstaða fyrir fótaaðgerðir 2-3 daga í viku á Snyrtistofunni Mary Cohr, Skúlagötu 10, Reykjavík. Upplýsingar gefur Sigurður Magnússon í síma 551 6787 og 551 9176. Dönskuskólinn Stórhöfða 17 í Dönskuskólanum ó Stórhöfða 17 eru nú að hefjast ný námskeið, bæði fyrir byrjendur og þá sem vilja bæta við sig kunnáttu og þjálfun. Þar er kennd hagnýt dönsk málnotkun í samtalshópum, þar sem hámarksfjöldi nemenda er 8 og fer kennslan fram í 2 tima einu sinni í viku. Einnig verða haldin stutt námskeið fyrir unglinga, sem vilja bæta sig í málfræði og framburði. Jafnframt er boðið upp á einkatíma eða annars konar sérhæfða kennslu í munnlegri og skriflegri dönsku, sem og sérstaka bókmenntahópa fyrir fullorðna. Innritun er þegar hafin i sima 567 7770 en einnig eru veittar upplýsingar í síma 567 6794. Auður leifsdóttir, cand. mag., sem er eigandi skólans hefur margra ára reynslu í dönskukennslu við Námsflokka Reykjavíkur, Háskóla Islands og Kennaraháskóla Islands. Ættfræðinámskeið Hin sívinsælu ættfræðinámskeið hefjast 19.—27. janúar hjá Ætt- fræðiþjónustunni, Austurstræti 10A, og standa í 7 vikur (21 klst.). Læriö að rekja ættir og taka þær saman í skipulegt kerfi. Þjálfun í ættarrannsóknum við bestu aðstæður. Hér er tækifærið til að finna sæg forfeðra og frændfólks. Sveigjanlegur kennslutími og greiðslukjör. Kynning verður á námskeiðunum í Kolaportinu nk. helgar, á ættfræðibókamarkaði sem þar stendur yfir. Ættfræðiþjónustan er með fjölda nýlegra og eldri ættarbóka, stéttatala og átthagarita til sölu, kaupir slík rit og tekur í skiptum. Er einnig með ættarrannsóknir og faglega samantekt á ættum einstaklinga og fjölskyldna í myndarlegum heftum. Uppl. og skráning á námskeið í síma 552 7100 mánud. til föstud. V/SA Ættfræðiþjónustan Austurstræti 10A, s. 5527100 (D
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.