Morgunblaðið - 14.01.1998, Blaðsíða 26

Morgunblaðið - 14.01.1998, Blaðsíða 26
26 MIÐVIKUDAGUR 14. JANÚAR 1998 MORGUNBLAÐIÐ LISTIR Fyrstu myndlistarsýningarnar á tuttugu ára afmæli Nýlistasafnsins Gúlliver á töfraeyjmini Islandi Morgunblaðið/Ásdís INNSETNING Alenu Hudcovicovu og Matjazar Stuks heldur áfram þar sem ævintýri Swifts um Ferðir Gúliivers lauk. KORTAHERBERGI Gúllivers, nefnist innsetning listamannanna Alenu Hudcovicovu og Matjazar Stuks í Gryfju Nýlistasafnsins. Alena kemur frá fyrrverandi Tékkóslóvakíu og Matjaz kemur frá fyrrverandi Júgóslavíu. Þau búa í Hollandi og þaðan hafa þau fylgst með þeim miklu sviptingum sem orðið hafa í heimalöndum þeirra á síðustu árum. Ferðasaga Gúllívers lýsir þeim aðstæðum sem mæta ævintýrapersónunni á ferð sinni um Evrópu samtímans, 300 árum eftir að þetta alkunna ævin- týri Jonathans Swifts kom fyrst út. Sama verkefni hafa þau Aíena og Matjaz áður sett upp á sýningum í Dresden og Berlín en innsetningin er alltaf löguð að sýningarstaðnum. A Islandi gengur Gúllíver í gegn- um hreinsun sálar og líkama, ham- skipti. „Gúllíver var orðinn þreytt- ur eftir að hafa fylgst með hörm- ungunum í fyrrverandi Júgóslavíu og öllum lygunum sem spunnar voru upp í kringum stríðið,“ segir Alena. „Hann kom til að hreinsa sálina og öðlast aftur von á fram- tíðina." Fyrir þeim er ísland sann- kölluð töfraeyja, líkt og sprottinn af lýsingum Swifts á framandi stöðum. Ferðalangur óháður tíma og rúmi Landakort Gúllívers hanga í Gryfjunni og lýsa hughrifum lista- mannanna af stríðinu í Júgóslavíu, „stríðsferðamannaiðnaðinum“ sem stjómmálamenn með dyggri að- stoð heimspressunnar bjuggu til í kringum einar þær mestu hörm- ungar sem gengið hafa yfír Evr- ópuþjóð á seinni tímum. „Landa- kortin lýsa því hvað verður um manneskjur sem eru umluktar vonsku og hatri," segir Alena. „Því hvemig þær fyllast sjálfar vonsku." Innsetningin býr yfír margvíslegum túlkunarmöguleik- ar, viðfangsefnið er margþætt og ekki alltaf af pólitískum rótum spunnið eða háð ákveðinni stund og ákveðnum stað. „Innsetningin er okkar persónulega sýn á fortíð, nú- tíð og framtíð. Landakort Gúllívers lýsa stríðshörmungum fortíðarinn- ar en í heimsókn sinni á íslandi gengur Gúlliver í gegnum sjálfs- hreinsun í þessu landi hvera og vatna,“ segir Alena. Gamli hamur vonskunnar liggur undir glerkúpli líkt og fornminjar á safni og það býr von í heimssýn framtíðarinnar. Frá segulbandi hljómar Ævintýri Gúllivers og við opnun sýningar- innar sl. laugardag var ævintýrið einnig flutt af Heymleysingjakóm- um. „Okkur þótti vel við hæfi að leita liðsinnis heyrnalausra þvi það er líkt komið fyrir þeim og okkur hér á Islandi, þ.e. við skiljum ekki mælt mál. Líkt og myndlist er táknmál sjónmál og þvi þótti okkur spennandi að stefna einnig þessum tveimur heimum saman,“ segir Alena og bætir við að það kostu- lega sé að fyrir þeim hljómi ís- lenskan helst eins og sú furðu- tunga sem Swift skapaði í ævintýri sínu. „Listin verður að vera stjórn- málum ofar sett“ Matjaz og Alena hafa búið í Hollandi um langt árabil þar sem þau vom við myndlistamám. Þau höfðu unnið saman að verkefnum sem þau segja sprottin af ást og einlægni, verk sem voru mun ljóð- rænni en verkefnið um Gúlliver. „Svo kom stríðið og okkur fannst við ekki lengur geta setið hjá. Þetta stríð hreyfði við okkur bæði persónulega og sem listamönnum og nýtt verkefni fór að þróast í samræðum og samvinnu okkar,“ segir Matjaz. „Hugmyndin byggir á þeim lygum sem urðu til í kring- um stríðið. Áður vom 40% af hjónaböndum í Júgóslavíu blönduð en skyndilega höfðu stjómmála- menn og fjölmiðlar sannfært fólkið í landinu um að því bæri að hata aðrar manneskjur á forsendum trúarskoðana þeirra. Þetta var stríð stjómmálamanna um landsyf- irráð, stjómmálamanna sem allir vora kommúnistar en skiptu síðan klæðum og fóm ýmist að kalla sig nöfnum eins og lýðræðissinnar eða þjóðemissinnar. I fjölmiðlum var það hins vegar blásið upp að orsak- ir stríðsins lægju í hatri fólksins. Og þá datt okkur Gosi í hug. Þetta vom allt Gosar sem lugu hver í kapp við annan.“ Fyrsta verkið sem byggði á þessum hugmynd listamannanna nefndist Bon voya- ge, Monsieur le President, og var tileinkað Mitterand Frakklands- forseta, „sem heimsótti Sarajevó einn sólskinsdag þegar stríðið stóð sem hæst, keyrði um borgina, kvaddi síðan og sneri aftur til síns heima, án þess að skilja nokkuð eftir sig.“ Upp frá þessu varð Sara- jevó vinsæll viðkomustaður þjóð- höfðingja og „stríðsferðamannaiðn- aðurinn“ tók að blómstra. „Niður- staða okkar varð sú að maður yrði að gæta ýtrastu varfæmi til að láta ekki blekkjast af boðskapi heims- pressunnar og túlkun hennar á stríðinu,“ segir Alena. Nútímaæv- intýrið um hinn víðförla Gúlliver varð til í framhaldi af hugmyndum þeirra um Gosa og Gúlliver hefur fengið talsvert svipmót af spýtu- stráknum og nefinu sem bregst svo fljótt við lygum. „Stríð í heiminum hefur alltaf haft áhrif á listina. Eft- ir fyrri heimsstyrjöldina gátu myndlistarmenn t.d. ekki lengur málað í stíl impressionismans og kaldur og vélrænn stíll kúbismans tók við,“ segir Matjaz. „Það er hins vegar mjög mikilvægt að listin sé stjórnmálum ofar sett eins og Swift sýndi fram á með persónu sinni Gúlliver." Morgunblaðið/Ásdís BRESKI listamaðurinn Chris Hales sýnir margmiðlunarkvikmyndir í Nýlistasafninu. Ahorfandinn býr til eigið bíó BRESKI listamaðurinn Chris Hales sýnir sjö margmiðlunarkvik- myndir í Svarta sal Nýlistasafns- ins. í gegnum sérstakan tölvu- tengdan útbúnað sem listamaður- inn hefur hannað getur áhorfand- inn haft virk áhrif á framvindu kvikmyndanna. Verk Chris hafa vakið athygli víða um heim á síð- ustu misseram og tvær kvikmynd- anna hafa verið gefnar út á geisla- plötum fyrir heimilistölvur. Chris Hales kennir tölvunotkun í myndlist við listaskólann í Bristol. Hann stundar auk þess doktorsnám i gerð margmiðlunar- kvikmynda við Konunglega lista- skólann í Lundúnum. Honum þyk- ir spennandi að rannsaka beint og gagnvirkt samband áhorfandans við listaverkið, hvemig listin svar- ar viðbrögðum áhorfandans og öf- ugt. „Verk mín standa á mörkum tveggja heima og eru sífelldum breytingum undirorpin. Þau krefj- ast bæði einbeitingar og þátttöku áhorfandans en ég lít þó alls ekki á kvikmyndir mínar sem tölvuleiki heldur list sem áhorfandinn getur haft bein áhrif á,“ segir Chris. Hann lærði myndlist á sínum yngri áram en sá fljótt að hann yrði að fínna sér betur launað starf og hóf nám í grafískri hönnun á tölvur. „Þessi heimur er tiltölulega ósnertur og mjög spennandi rann- sóknarefni. Tækninni fer ört fram og í margmiðlunarkvikmyndum þykist ég hafa fundið leið til að sameina fagurfræðileg gildi listar- innar og tölvutækninnar." Með því að benda á ákveðna hluti kvikmyndarinnar sem tölva varpar á sérhannaðann snertiskjá getur áhorfandi’. i.aft áhrif á framvindi. yi.vndHtinnar •> T,: - um. Snertingin verður þó að eiga sér stað á réttum tíma í framvindu sögunngr og áhorfandinn verður að fylgjast vel með því sem fram fer á skjánum til að átta sig á hverjir möguleikarnir era þá stundina. Sumar kvikmyndanna era einfaldar að uppbyggingu, stuttar gamansögur eða frásagnir þar sem það er undir áhorfandan- um komið hvort hann kærir sig um að hlusta á til enda sögu gamla mannsins Lens af barnæsku sinni eða hvort hann vill heldur hlýða á aðra sögu, t.d. reynslusögu Lens úr stríðinu. Aðrar kvikmyndir era listrænni, dramatík án upphafs og endis eins og kvikmyndin Lagan sem bregður upp mynd af ungri konu og anda látins elskhuga hennar. Chris segir að allt að 6 mánaða vinna liggi að baki gerð hverrar kvikmyndar og í raun hefði hann getað haldið áfram að vinna hverja mynd út í það óendanlega, slíkir séu möguleikar formsins. „Mér finnst mjög gaman að fylgj- ast með viðbrögðum áhorfenda við myndunum og vali þeirra á að- gerðum. Engir tveir áhorfendur bregðast eins við en fólk er yfir- leitt mjög fljótt að átta sig á þeirri aðferð sem beita þarf hverju sinni. Það eru ekki síst viðbrögð áhorfenda sem gefa mér hug- myndir að nýjum aðferðum við gerð kvikmyndanna sem eru auð- vitað fyrst og fremst tilraunir," segir Chris. Sýningar Nýlistasafnsins um þessar mundir era fimm. Ásamt þeim Alenu Hudcovicovu og Matjazar Stuks sem sýna Korta- herbergi Gúllivers í Gryfju og sýningu Chris Hales í Svarta sal, sýnir Pálína Guðmundsdóttir ný- leg málverk í Forsal. Hildur Bjarnadóttir sýnir verk sín, á mörkum skreytingar og hug- myndalistar í Bjarta sal og Einar Garibald Eiríksson sýnir nýleg landslagsmálvek í Súmsal sem til- einkuð era ýmsum af brautryðj- endum íslenskrar myndlistar.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.