Morgunblaðið - 14.01.1998, Blaðsíða 35
MORGUNBLAÐIÐ
íþróttamanna á Akranesi eiga hon-
um mikið að þakka.
Að leiðarlokum njinnumst við
Halls sem mikilhæfs foringja en
ekki síður sem góðs vinar og félaga
sem skilur eftir sig djúp spor í sögu
félags okkar. Við félagar í Sundfé-
lagi Akraness vottum bömum hans
og fjölskyldum þeirra innilega sam-
úð.
Guð blessi minningu Halls Gunn-
laugssonar. Hafi hann þökk fyrir
allt það sem hann vann félagi sínu
og okkur.
Þú sem eldinn átt í hjarta
yljar lýsir, þótt þú deyir.
Vald þitt eykst og vonir skarta
verkin þín tala, þótt þú þegir.
Alltaf sjá menn bjarmann bjarta
blika gegnum himins tjöld.
(Davíð Stefánsson)
F.h. Sundfélags Akraness,
Ingunn Ríkharðsdóttir.
Seint mér vþja um sefa garð
sjatna hin fomu kynni;
það liðna, sem fyrir laungu varð,
líðursíztúrminni.
(Fomólfur)
Bjartir haustdagar fyrir nærri
fjómm áratugum standa mér lif-
andi fyrir hugskotssjónum. Við
hjónin og böm okkar nýflutt á
Akranes. Fyrir dymrn stendur að
hefja skólastarf. Kynni takast við
væntanlegt samstarfsfólk. Þó að
haust sé er eins og vor í lofti. Eftir-
væntingin sem fylgir því að takast
á við nýtt starf í ókunnum stað ljær
dögunum ijóma.
Mér finnst þear ég lít til baka að
einstakt úrvalslið hafi mætt okkur
þetta löngu liðna haust, fræðsluráð,
kennarar og aðrir starfsmenn
Gagnfræðaskólans á Akranesi.
Margt af þessu fólki er fallið í val-
inn, nú síðast hugijúfur drengur og
hlýr, Hallur S. Gunnlaugsson
íþróttakennari.
Hallur Gunnlaugsson var gædd-
ur flestum þeim kostum sem góða
kennara prýða. Þó bar af hve sam-
viskusamur hann var og vandur að
virðingu sinni. Hann gerði sér ljóst
að fordæmið er besti kennarinn.
Slíkt virðist mörgum framandi um
þessar mundir. Menn leitast til að
mynda við að innræta það bömum
og unglingum með fræðslu og frá-
sögnum að vímulaust lífemi sé eft-
irsóknarvert og happasælla en
þokuráf fíkilsins, en era sjálfir
vafasamar fyrirmyndir, sjá jafnvel
margir hverjir fátt athugavert við
að menga umhverfið drykkju í tíma
og ótíma, öldurhúsum og ofbeldi því
sem slíkum stofnunum fylgir.
Hallur Gunnlaugsson hafði löng-
um, meðan ég stýrði Gagnfræða-
skólanum, umsjón með félagsstörf-
um nemenda. Þau störf vann hann,
eins og annað sem honum var til
trúað, af stakri reglusemi og hátt-
vísi.
Hallur var verkfús og skemmti-
legur félagi, söngmaður ágætur,
glaður og reifur á góðra vina fund-
um. Hann var traustur maður og
umhyggjusamur, hjálpsamur og
vinfastur. Hann var jafnan þar sem
hann vissi þörfina brýnasta fyrir
aðstoð eða hjálp.
Góður drengur er genginn um
aldur fram. Við Björg sendum
börnum hans og öðram ástvinum
hugheilar samúðarkveðjur, biðjum
þeim Guðs blessunar og minnumst
vinar okkar með virðingu og þökk.
Hvíli hann í friði.
Ólafur Haukur Ái-nason.
Handrit afmælis- og minningargreina skulu
vera vel frá gengin, vélrituð eða tölvusett.
Sé handrit tölvusett er æskilegt, að disk-
lingur fylgi útprentuninni. Auðveldust er
móttaka svokallaðra ASCII-skráa, öðru
nafni DOS-textaskrár. Ritvinnslukerfin
Word og Wordperfect eru einnig auðveld í
úrvinnslu. Senda má greinar til blaðsins í
bréfasíma 569 1115, eða á netfang þess
(minning@mbl.is) — vinsamlegast sendið
greinina inni í bréfinu, ekki sem viðhengi.
Nánari upplýsingar má lesa á heimasíðum.
Það eru vinsamleg tilmæli að lengd greina
fari ekki yfir eina örk A-4 miðað við meðal-
línubil og hæfilega línulengd - eða 2.200
slög. Höfundar eru beðnir að hafa skírnar-
nöfn sín en ekki stuttnefni undir greinunum.
MIÐVIKUDAGUR 14. JANUAR 1998
35
—áðfe
MINNINGAR
TOMAS
ÞORVARÐSSON
+ Tómas Þorvarðs-
son, löggiltur
endurskoðandi, fædd-
ist á Bakka á Kjalar-
nesi 17. október 1918.
Hann lést á Landspít-
alanum 4. janúar síð-
astliðinn. Foreldrar
hans voru Þorvarður
Guðbrandsson, bóndi
á Bakka á Kjalarnesi,
f. 2.9. 1877, d. 3.11.
1957, og Málhildur
Tómasdóttir, hús-
freyja í Arnarholti á
Kjalarnesi, f. 27.2.
1880, d. 1.9. 1954.
Tómas var sjöundi í röðinni af
ellefu systkinum, sem öll komust
upp og eru fimm eftirlifandi.
Tómas var ókvæntur og barn-
laus. Hann hélt heimili með syst-
ur sinni, Guðrúnu, en hún er nú
látin.
Tómas stundaði nám i Héraðs-
skólanum á Laugarvatni á árun-
um 1937-1938, fór
síðan í _ Verslunar-
skóla íslands og
stundaði þar nám á
árunum 1939-1941.
Hann stundaði einnig
sjómennsku og al-
menn verkamanna-
störf. Tómas hóf
störf á endurskoðun-
arskrifstofu Ara Ó.
Thorlacius og Björns
Steffensens á árinu
1942. Hlaut hann lög-
gildingu sem endur-
skoðandi árið 1949,
gerðist meðeigandi í
sömu endurskoðunarskrifstofu
árið 1958 og frá árinu 1973 tU
dauðadags rak hann endurskoð-
unarskrifstofu í eigin nafni, enda
þótt hann hafí dregið mikið úr
vinnu síðustu árin.
Utför Tómasar Þarvarðssonar
fer fram frá Fossvogskirkju í dag
og hefst athöfnin klukkan 13.30.
Elskulegur frændi er látinn, allt of
fljótt finnst okkur sem minnumst
hans með söknuði. Tommi, eins og
við kölluðum hann alltaf, var samof-
inn okkar lífi. Hann var frá Bakka á
Kjalamesi og sá staður var honum
afar kær. Hann var mikill áhuga-
maður um búskap og þá sérstakiega
um allan heyskap. Hann fylgdist
ætíð vel með hvemig gengi hjá
bræðrum sínum og hér á árum áður
var hann iðulega við heyskapinn
þegar heyið var allt sett upp í lanir.
Okkar kynni urðu síðan nánari
þegar við hófum búskap í íbúðinni í
kjallaranum á Lynghaganum. Urð-
um við þá ein af mörgum kjallara-
búum hans. Og þegar við eignuð-
umst okkar fyrstu böm, tvíburana
Bára og Hrönn, urðu stundimar
saman ennþá fleiri. Það var venjan
að fara með þær upp og spjalla að-
eins á hveijum degi. Þau systkinin,
Eyjólfur, Guðrún og Tómas, fylgd-
ust með þeim þroskast og dafna.
Þær voru ekki nema nokkurra mán-
aða þegar þær náðu í Vísi og tættu
hann í sundur með mikilli ánægju.
Eftir þetta var það fastur liður að
þær fengu Vísi til að „lesa“.
Mikið var hlegið að því þegar
Bára og Hrönn, þá um fjögurra ára
gamlar, fengu leyfi til þess að horfa
á þá spilafélagana spila. Þær flýttu
sér upp til þess að missa ekki af
neinu en urðu fyrir miklum von-
brigðum þegar þær sáu þá félagana
sitja við borð með venjuleg spil.
Þær höfðu ímyndað sér að þær
fengju að hlusta á heila hljómsveit.
Svo hafa árin liðið og fleiri dætur
bæst í hópinn, Dröfn, Halla, Viktor-
ía og Gróa Rán og alltaf hefur um-
hyggja Tomma og væntumþykja
fylgt okkur. Á síðasta ári urðu mikl-
ar breytingar í fjölskyldunni er við
fluttum upp á Bakka og tókum þar
við búi af bræðrum hans. Tommi
var ákaflega sáttur við þessa
ákvörðun og fylgdist með fram á
síðustu stundu hvemig okkur gengi
og hvemig öllum stelpunum vegn-
aði í skólanum. Hann tók því með
æðraleysi að hans tími væri útrann-
inn og naut þess að fá í heimsókn
ættingja og vini á dánarbeð sinn.
Hvíl þú í friði, elsku frændi. Eft-
irlifandi systkinum vottum við sam-
úð okkar.
Ásthildur, Birgir og dætur.
Kynni okkar af Tómasi Þorvarðs-
syni hófust fyrir réttum þremur ár-
um þegar við knúðum dyra hjá hon-
um á Lynghaganum og fóluðumst
eftir íbúð til leigu. Þótt hann segði
fátt, brást hann strax vinsamlega
við bón okkar um að líta á húsa-
kynnin. Er skemmst frá því að
segja að fáum vikum síðar var allt
hafurtask okkar þremenninganna
komið inn í fallegu kjallaraíbúðina
hans Tómasar.
Því verður víst varla neitað að á
þessum fyrsta fundi kom hinn
virðulegi endurskoðandi okkur ekki
beinlínis fyrir sjónir sem sérlega
opinn og hlýr maður. Slíkar hug-
myndir áttu þó vissulega eftir að
víkja þegar samskiptin urðu meiri.
Þessi fámálgi og á stundum hrjúfi
maður reyndist þegar til kom sér-
lega þægilegur og bóngóður í alla
staði. Við hann var gott að eiga við-
skipti sem kom meðal annars vel
fram þyrfti að endurbæta eitthvað
sem aflaga hafði farið í íbúðinni. Þá
brást hann ávallt hratt og vel við.
Málalengingar reyndust óþarfar,
hlutirnir voru einfaldlega fram-
kvæmdir.
Eftir því sem tíminn leið og kynn-
t
Elskulegur faðir okkar, tengdafaðir, afi og
langafi,
SIGURÐUR G. HAFLIÐASON,
Háaleitísbraut 41,
Reykjavfk,
lést á Sjúkrahúsi Reykjavíkur laugardaginn
10. janúar sl.
Vigdís Sígurðardóttir, Árni Guðmundsson,
Hafdís Sigurðardóttir,
barnabörn og barnabarnabörn.
in urðu betri, birtust manni enn
skýrar mannkostir þessa öðlings-
manns. Hlýjan, glettnin og vin-
semdin sem æ oftar leitaði upp á yf-
irborðið undan fálátu fasinu öðlaðist
margfalt meira gildi en hjá þeim
sem opnari era við fyrstu kynni.
Hér verða ekki höfð mörg orð um
lífshlaup Tómasar, það verður látið
þeim eftir sem betur þekktu til. Vit-
anlega hefur persóna hans mótast í
því umhverfi er fóstraði hann fyrri
hluta ævinnar. Æska hans og upp-
vöxtur á mannmörgu heimili áttu
víst lítið sameiginlegt með þeim lífs-
kjöram sem nú teljast sjálfsögð. í
þá daga bar mönnum strax í
bernsku að nýta alla sína krafta til
vinnu svo þeir mættu fá saðninginn
sinn. Slíkt var forgangsatriði og
flest annað varð að mæta afgangi.
Tómas kvaddi þetta líf í upphafi
nýs árs. Honum auðnaðist ekki að
lifa nýja öld eins og hann hafði ósk-
að sér, Banalegan var stutt og hann
bar sig vel allt til síðasta dags. Það
verður vissulega tómlegt að sjá ekki
Lynghagabóndann sýsla í garðinum
sínum á komandi vori. Við kveðjum
vin okkar Tómas Þorvarðsson með
þakklæti og virðingu. Guð blessi
minningu hans.
Hrefna, Eyjélfur og Erla.
Fyrstu kynni okkar Tómasar
urðu er við gengum í Verslunar-
skóla íslands á fyrstu áram seinni
heimsstyrjaldarinnar, og era það
því nær sextíu ár, sem við höfum átt
meiri og minni samvinnu í gegnum
ævina.
Er ég hóf störf við endurskoðun á
Endurskoðunarskrifstofu Ara Ó.
Thorlacius og Bjöms Steffensens í
byrjun árs 1944 vora auk þeirra
starfandi þar Sveinbjþm Þorbjörns-
son og Tómas Þorvarðsson.
Við störf að endurskoðun er mjög
þýðingarmikið að fleiri vinni saman,
það var því betra að þarna voru
fimm saman að verki.
Það kom snemma í ijós að Tómas
hafði góða hæfileika í starfi, og
hann naut mikils trausts hjá þeim
fyrirtækjum, sem honum var falið
að endurskoða, en þau vora mörg
og sum mjög stór.
Hvenær, sem leitað var til
Tómasar um ráðleggingar í starfi,
var alltaf hægt að treysta því, sem
hann lagði manni til um það, sem
verið var að vinna.
Árið 1949 auðnaðist okkur að ná
prófi sem löggiltir endurskoðendur
ásamt nokkram öðram, eftir sér-
stakt nám við Háskóla íslands.
Árið 1958 urðum við meðeigend-
ur í Endurskoðunarskrifstofu ACr
og Bjöms. Samvinna okkar að end-
urskoðunarstörfum var ávallt eins
og best gat orðið, hvort heldur var
unnið hér heima eða erlendis, en í
nokkur skipti urðum við að ferðast
til útlanda vegna vinnunnar, og
ávallt var mjög ljúft að starfa með
Tómasi hvar sem var.
Árið 1949 stofnuðum við fjórir
löggiltir endurskoðendur spila-
klúbb, sem lifað hefur til dagsins í
dag með nokkram breytingum þó.
Tómas var þar góður og skemmti-
legur liðsmaður og öll þessi tæp 50
ár höfum við félagamir hlakkað tíl
spilakvöldanna, en nú er skarð fyrir
skildi, þar sem Tómas er horfinn á
braut.
Við minnumst Tómasar með
söknuði og virðingu.
Bergur Tómasson.
Kveðja frá
samstarfsfólki
Með þessum fáu orðum viljum við
samstarfsfólk Tómasar á endur-
skoðunarskrifstofunni í Armúla 10
kveðja vin okkar og samstarfsmann
undanfarin 25 ár. Tómas var mjög
sérstakur maður, hógvær, einlægjjr.
og velviljaður öllum, sem til hans
sóttu, og vinur vina sinna. Tómas
var endurskoðandi af gamla skólan-
um, ef svo má segja, og gaf ekki
mikið fyrir tölvutæknina, enda
spurði hann okkur starfsfélagana
oft að því hvort við væram að leika
okkur við bangsann okkar, þegar
honum fannst við þaulsætnir við
tölvumar, en þannig var Tómas,
alltaf léttur í lund og tamt að segja
spaugsögur af hinum og þessum
samferðamönnum sínum þegar það
átti við. Tómas skilur því eftir asjg
ákveðið tómarúm á meðal okkar
þrátt fyrir að hann væri farinn að
draga úr vinnu, því hann kom á
skrifstofuna flesta daga þó ekki
væri nema til að fá kaffisopa og líta
eftir því að allt gengi rétt fyrir sig.
Það er því með söknuði, sem við
kveðjum þennan vin okkar og
starfsfélaga um leið og við vottum
eftirlifandi systkinum hans og öðr-
um aðstandendum samúð okkar.
t
Ástkær móðir okkar og dóttir mín,
ÞÓRUNN HARALDSDÓTTIR,
Kringlunni 61,
Reykjavík,
lést á Landspítalanum aðfaranótt þriðjudags-
ins 6. japúar.
Útförin fer fram frá Dómkirkjunni miðviku-
daginn 14. janúar kl. 15.00.
Ásgeir Guðnason,
Anna Sigríður Guðnadóttir,
Birna Guðmundsdóttir.
t
Innilegar þakkir til allra, sem sýndu okkur samúð og hlýhug við andlát og v
útför elskulegrar móður minnar, tengdamóður, ömmu og systur,
BLÓMEYJAR STEFÁNSDÓTTUR.
Við þökkum starfsfólki Hrafnistu hjúkrun og vináttu í hennar garð.
Sigríður Sívertsdóttir Hjelm, Bragi Eyjólfsson,
Sívar Sturla Sigurðsson,
Ásdís Halla Bragadóttir,
Aðalheiður Þóra Bragadóttir,
barnabarnabörn og systkini hinnar látnu.
t t
Móðursystir mín, Maðurinn minn,
GUÐLAUG ÁSTA GUNNARSDÓTTIR LAPERGOLA, KARL ÁGÚST ÁGÚSTSSON
(Lilla Gunnars), frá Laugalæk,
lést í Bandaríkjunum fimmtudaginn 8. janúar 1998. er látinn.
Útförin hefur farið fram. Útför hans hefur farið fram.
Guðmundur Hanning Kristinsson. Guðrún Eggertsdóttir.