Morgunblaðið - 14.01.1998, Blaðsíða 40

Morgunblaðið - 14.01.1998, Blaðsíða 40
40 MIÐVIKUDAGUR 14. JANÚAR 1998 MORGUNBLAÐIÐ MINNINGAR Erling Valdi- marsson var fæddur í Reykjavík 15. mars 1930. Hann lést í Sjúkrahúsi Reykjavíkur 6. janú- ar síðastliðinn. For- eldrar hans voru hjónin Valdimar Sv. Stefánsson, f. 2. okt. 1896 að Kotleysu í Stokkseyrarhreppi, d. 11. ágúst 1994 í Reykjavík, og Ásta Eiríksdóttir, f. 2. júní 1898 að Háeyri á Eyrarbakka, d. 17. ágúst 1976 í Reykjavík. Systkini Erlings voru: Guðmundur Birgir, f. 14. sept. 1921, d. 23. nóv. 1982, Guðrún Ragna, f. 22. sept. 1923, Sesseija, f. 12. júní 1926, d. 16. jan. 1981, Guðbjörg Kristín, f. 20. sept. 1935, og Stefán Gylfi, f. 19. febr. 1938. Erling kvæntist Erlu Eiríks- dóttur 20. október 1951. Erla er fædd 25. október 1929. Hún lifir mann sinn. Börn Erlings og Erlu eru: 1) Ásta Sif, f. 11. mars 1952, verkefnisstjóri hjá Rannsóknaþjónustu H.Í., maki: dr. Gunn- ar Steinn Jónsson, líf- fræðingur. Þau eiga tvö börn og eitt barnabam. 2) Valdi- mar, f. 28. febr. 1956, búfræðingur og húsasmiður, maki: Unnur Þórðardóttir, leikskólakennari. Þau eiga þijú börn. 3) Viðar, f. 14. sept. 1958, blikksmiður og prentsmiður, maki: María Magnúsdóttir, mat- ráðskona. Þau eiga þrjá syni. 4) Erling Ragnar, f. 30. júní 1962, bókmenntafræðingur, maki: Jó- hanna Gústafsdóttir, endurskoð- andi. Þau eiga tvö böra. titför Erlings var gerð frá Dómkirkjunni 13. janúar. Helgir englar kómu úr himnum ofan og tóku sál hans til sin í hreinu lífí hún skal lifa æ með almáttkum guðL (Sólaríjóð) Mágur olckar systra, Erling Valdi- marsson, kvaddi þetta líf á síðasta degi jóla, hinn 6. janúar þessa nýja árs. Löngu og hörðu stríði, hetju- legri baráttu sem háð var af vilja- sterkum manni var lokið. Við sökn- um hans. Erling hefur tilheyrt okkur frá þeim degi sem Erla systir kynnti þennan unga fallega mann fyrir fjöl- skyldunni. Við áttum engan bróður en hann tók það hlutverk að sér með einstökum hætti. Af einlægni lét hann sig varða líf og líðan okkar systra og barnanna okkar. Hann lá aldrei á liði sínu ef það stóð í hans valdi að veita það. Hjálp- arhönd hans var styrk og úrræðin góð. Erling var skapfastur dreng- skaparmaður, bh'ður og hlýr. Þess- ara góðu eiginleika nutum við allar en þó fyrst og fremst hans eigin kona og böm. Um það leyti sem þau Erling og Erla gengu í hjónaband var verið að úthluta lóðum í svokölluðu smá- íbúðahverfi. Erling sótti um lóð í Sogamýrinni, í nágrenni við æsku- heimili okkar systra og byggði þar án allra véla, aðeins með handverk- færum, eigin afli og útsjónarsemi, yndislegt htið hús sem þau hjónin lögðu metnað sinn í að gera sem feg- urst og best úr garði bæði hið ytra og innra. Þar ólu þau upp bömin sín fjögur. Mannvænleg böm sem þau studdu af mikilli umhyggju fyrst til náms og síðar til starfs og sjálfstæðs lífs. Heimih Erlings og Erlu var gest- kvæmt. Þar ríkti friðsæl gleði og umræðuefnin vom óþijótandi. Erl- ing var rennismiður að mennt og rennismíðin var líka hans listgrein. Fegurstu hlutina renndi hann úr kopar og hvaltönnum. Listmunir eft- ir hann prýða heimih flestra okkar systra að ógleymdum þeim listmun- um sem hann smíðaði fyrir okkur til brúðar- og afmælisgjafa. Erling nam iðn sína í Hamri en lengstan hluta starfsævi sinnar var hann verkstjóri hjá Vita- og hafnar- málastofnun. Þar sá hann um eftirht og viðhald vitanna. Margar sögur sagði hann okkur af ferðum þeirra fé- laga hringinn í kringum landið, lýsti bæði fegurð og hrikaleik strandlengj- unnar. Það var ekki alltaf bamaleikur að komast út í vita og raunar sjaldn- ast, en átti vel við karlmennsku félag- anna sem ráðnir vom til starfans. Er- ling var góður sögumaður. Við systumar áttum engan bróð- ur, eins og áður sagði, svo eðhlega áttu foreldrar okkar engan son en aftur á móti marga tengdasyni. Milh foreldra okkar og tengdasonanna var gott samband, sem einkenndist af virðingu og tilhtssemi á báða bóga, en samband Erlings og móður okkar var líkast því sem við ímynd- uðum okkur að væri milh sonar og móður, svo mikil var einlægni hans, ástúð og hlýja í hennar garð. Æviskeiði góðs manns er lokið en minning hans Iifír með okkur sem nutum tilveru hans. Við sendum eig- inkonu hans, öllum afkomendum og ættingjum einlægar samúðarkveðjur. Hér við skiljumst og Mttast munum á feginsdegi fira; drottimiminn, gefi dauðum ró enMnumlíkn,erlifa. (Sólarjjóð) Með ástarkveðjum frá okkur Rétt- arholtssystrum, Rannveig Löve. ERLING VALDIMARSSON RAÐAUGLÝ5INGAR ATVINNU- AUGLÝSINGAR s Garðabær Fræðslu- og menningarsvið Leikskólar Garðabæjar Leikskólinn Hæðarból Leikskólakennari eða starfsmaður með aðra upp- eldismenntun óskasttil starfa á leikskólann Hæð- arból. Um er að ræða hlutastarf eftir hádegi. Einnig vantar starfsmann í hlutastöðu í eldhús. Upplýsingar veitir Ingibjörg Gunnarsdóttir, leikskólastjóri, í síma 565 7670 og 565 6651. Leikskólinn Kirkjuból Leikskólakennari, þroskaþjálfi eða starfsmaður með aðra uppeldismenntun óskast strax vegna barns með sérþarfir. Um er að ræða hlutastarf eftir hádegi. ’ Upplýsingar veitir Kamma Níelsdóttir, leik- skólastjóri, í síma 565 6322 eða 565 6533. Leikskólafulltrúi. Fasteignasala — sölumaður Ný fasteignasala á Stór-Reykjavíkursvæðinu óskar eftir að ráða sölumann til starfa sem fyrst. Viðkomandi þarf að hafa góða reynslu af sölu fasteigna, vera samviskusamur, heiðar- legur og tilbúinn til að vinna miklu vinnu ef 'þörf krefur. Farið verður með allar umsóknir sem trúnaðar- mál og öllum umsóknum verður svarað. Umsóknir leggist inn á afgreiðslu Mbl., merktar: „L — 3171", fyrir 20. janúar nk. Sölumaður óskast! Vantar sölumann í söludeild nýrra bíla. Þarf að geta hafið störf strax. Umsóknareyðublöð afhent á skrifstofu. Ingvar Helgason hf., Sævarhöfða 2. FRÍKIRKjUSÖFNUÐURINN í REYKjAVÍK EMBÆTTI SAFNAÐARPRESTS VIÐ FRÍKIRKJUNA í REYKJAVÍK ERLAUST Embætti safnaðarprests við Fríkirkjuna í Reykjavík er laust.Samkvæmt safnaðarlögum skulu kjörmenn safnaðarins (þ.e. aðalfulltrúar og varafulltrúar í safnaðarstjórn) kallatil nýjan prest í starfið. Skal hann eða hún vera prestlærður maður, er lokið hefur prófi við guðfræðideild Háskóla íslands eða aðra hliðstæða stofnun. Þeir eða þær, sem vilja koma til álita við köllun í embættið, skulu tilkynna um það í ábyrgðarbréfi, er sent verði safnaðarstjórn, Safnaðarheimiii Fríkirkjunnar, Laufásvegi 13,101 Reykjavík; skulu bréf póstlögð eigi síðar en miðvikudaginn 28. janúar nk. í kjölfar þess munu kjörmenn óska eftir formlegu viðtali við sérhvern bréfritara. Nýr pjestur þarf að geta hafið störf hinn 1. marz n.k. Laun eru í samræmi við ráðningarsamning. Þeim, sem tekur lögmætri köllun, skal veitt embættið tímabundið, en eigi lengur en til fjögurra ára. Að köllunartíma loknum fersíðan fram kosning safnaðarprests, skv. 22. grein safnaðarlaganna. Nánari upplýsingar gefur undirritaöur. Reykjavík, 14. janúar 1998, f.h. stjóraar Fríkirkjusafnaðarins í Reykjavík, Sigurður E. Guðmundsson (formaður). i ph Auglýsing þessi er birt í Morgunblaðinu 14. og lS.janúar 1998. Skrifstofustarf Óskum eftir starfskrafti í fullt starf til framtíðar. Þarf að geta byrjað strax. Umsóknir sendisttil afgreiðslu Mbl., merktar: „D — 3191" fyrir mánudaginn 19. janúar. Rafvirki óskar eftir vinnu. Er með 10 ára sveinsbréf. Get byrjað strax. Upplýsingar í síma 895 7851. HÚSNÆOI ÓSKAST Einbýlishús, raðhús eða sérhæð, miðsvæðis í Reykjavík, óskast á leigu frá og með 1. mars nktil a.m.k. þriggja ára. Tilboð óskast send á afgreiðslu MBI., merkt: „Húsnæði - 3166". Húsnæðisnefnd Garðabæjar íbúðir óskast til kaups Húsnæðisnefnd Garðabæjar óskar eftir íbúðum til kaups í Garðabæ. Um er að ræða 3ja, 4ra og 5 herbergja íbúðir, hámarksstærð félags- legra íbúða er 130 m2 brúttó. Leitað er eftir íbúðum að einfaldri gerð og vel með farnar, helst í fjölbýli og án bílskúrs. Um staðgreiðslu getur verið að ræða fyrir réttar eignir. Þeir, sem hafa áhuga, eru beðnir að senda nafn og símanúmer, ásamt nákvæmri lýsingu á íbúðinni og verðtilboði, á bæjarskrifstofu Garðabæjar, Garðatorgi 7, í umslagi, merktu: „Húsnæðisnend Garðabæjar". Frekari upplýsingar veitir Edda Tryggvadóttir á milli kl. 10—12 á bæjarskrifstofum Garðabæj- ar, Garðatorgi 7, eða í síma 525 8500. Húsnæðisnefnd Garðabæjar. TIL SOLU Bækur Til sölu hæstaréttardómar 1920—1970, dómar yfirréttar 1 —9, tímaritið Óðinn 1 —31. Allt inn- bundið í gott skinnband, einnig tímaritið Lögfræðingur 1. —5. ár Páll Briem ib. Upplýsingar í síma 898 9475. SMAAUGLYSINGAR FELAGSLIF □ GLITNIR 5998011419 III 1 □ HELGAFELL 5998011419 VI Hörgshlíð 12 Boðun fagnaðarerindisins. Bænastund í kvöld kl. 20.00 1.0.0.F 9 1781148V2 = E.l. ÉSAMBAND ÍSŒNZKRA ___i KRISTNIBOÐSFÉLAGA FERÐAFÉLAG # ÍSLANDS MÖRKINNI6 - SlMI 568-2533 Almenn samkoma í kvöld kl. 20.30. Ræðumaður Haraldur Jóhannsson. Allir velkomnir. Heilun, rádgjöf, þróunar- hringir. Þekkir þú almenna vanlíðan, stress og orkuleysi? Finnst þér allt ómögulegt en veist ekki hvað veldur? Stendur þú á krossgötum? Ef svo er hafðu samband og ég mun reyna að aðstoða þig. Tímapant- anir hjá Sjálfefli milli kl. 14 og 16 í síma 554 1107 alla virka daga. Einnig í síma 567 9754. Uppl. um þróunarhringi fást hjá Sjálfefli. Ingibjörg Hafsteinsdóttir. Miðvikudagur 14. janúar kl. 20.30 Myndakvöld F.í. í Mörkinni 6 miðvikudagskvöldið 14. janúar kl. 20.30. Fjölbreytt myndasýning í Ferða- félagshúsinu, Mörkinni 6. M.a. ævintýraganga sl. sumar þar sem gengið var með Djúpá að Grænalóni og niður í Núpsstað- arskóga, spjall og myndir frá úti- legumannaslóðum í Þórisdal, Hrafntinnusker m.a. á göngu- skíðum, sumarleyfisferð í Héð- insfjörð og Hvanndali. Góðar kaffiveitingar i hléi. Fjölmennið á fyrsta myndakvöld ársins. Hægt verður að fá nýja fræðsluritið um Þórisdal á félagsverði kr. 990. Sunnudagsganga 18. janúar kl. 13.00 um Álftanes. Munið textavarp bls. 619.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.