Morgunblaðið - 14.01.1998, Blaðsíða 1

Morgunblaðið - 14.01.1998, Blaðsíða 1
72 SÍÐUR B/C/D STOFNAÐ 1918 10. TBL. 86. ÁRG. MIÐVIKUDAGUR14. JANÚAR 1998 PRENTSMIÐJA MORGUNBLAÐSINS Reuters Irakar hindra vopnaeftirlit Sameinuðu þjóðanna Rússar leitast við að miðla niáluni Moskvu. Reuters. Konurnar noti titla í karlkyni París. Tlie Daily Telegraph. FRANSKA akademían hefur gagnrýnt konur í frönsku stjórninni fyrir að brjóta mál- fræðireglur með því að nota starfstitla sína í kvenkyni þótt þeir eigi að vera í karlkyni. Akademían sendi Jacques Chirac forseta bréf þar sem hún benti á að starfsheitið ráð- herra, eða „ministre" - eins og frönsku orðin yfir kennara, for- seta, lögfræðing, borgarstjóra eða lækni - væri í karlkyni, óháð kyni ráðherrans. „Svo virðist sem nokkrar konur í stjórninni hafi ákveðið að kalla sig „madame la ministre" [í stað „le ministre"]. Pótt ráðherrar séu valdamiklir hafa þeir ekki vald til að breyta franskri málfræði og mál- venju,“ sagði í bréfinu. Taleban- vél hrapar Quetta. Reuters. FLUGVÉL i eigu Taleban-hreyf- ingarinnar í Afganistan hrapaði í gær í fjallaskarði nálægt landamær- unum að Pakistan með að minnsta kosti 51 mann innanborðs. „Það er engin von um að einhver hafi komist lífs af,“ var haft eftir ut- anríkisráðherra Taleban-hreyfing- arinnar. Hríð var á þessum slóðum þegar vélin hrapaði. KREPPAN í Suðaustur-Asíu er nú þegar farin að hafa neikvæð áhrif á hagvaxtarhorfur í Evrópu, að áliti sérfræðinga, þar sem Ijóst er nú þegar að útflutningur til svæðisins frá Evrópu mun minnka og búist er við að það taki Asíuríkin langan tíma að byggja aftur upp viðskipta- traust. Madeleine Albright, utanríkisráð- herra Bandaríkjanna, lagði í ræðu, sem hún hélt í Washington í gær, áherzlu á að umbætur á efnahags- kerfum þessara ríkja kæmust fljótt til framkvæmda svo að endurvekja mætti sem fyrst tiltrú fjárfesta og koma á stöðugleika í fjármálum. Ryutaro Hashimoto, forsætisráð- herra Japans, ræddi í við Bill Clint- Jeltsín á vélsleða RÚSSNESKA sjónvarpið ORT sýndi í gær myndir af Borís Jeltsín Rússlandsforseta aka vélsleða á Valdai-vatnasvæðinu vestan við Moskvu þar sem hann hefur dvalið í vetrarleyfí frá 4. janúar. Einnig voru sýndar myndir af forsetanum ræða við Borís Nemtsov aðstoðarforsætis- ráðherra. Nemtsov og talsmaður Jeltsíns höfðu lofað að halda á fund forsetans með myndbands- tökuvél tii að sanna að hann væri við góða heilsu. on Bandaríkjaforseta í síma í gær og lýsti áhyggjum japanskra stjórn- valda af kreppunni í fjármálum álf- unnar. Hashimoto áréttaði hins veg- ar að Japanar væru staðráðnir í að veita alla þá aðstoð þeir gætu til að bæta ástandið. Jacques Santer, forseti fram- kvæmdastjómar Evrópusambands; ins, sló á bjartsýnni strengi. í ávarpi til ráðamanna í Singapore sagði Santer að efnahagslegur grundvöllur Asíu væri traustur eftir sem áður og þessi heimshluti myndi rísa sterkari upp úr þessari kreppu, að því gefnu að réttum ráðstöfunum væri fylgt eftir. ■ Athafnir fylgi/23 RUSSAR sögðust í gær hafa gert ráðstafanir til að draga úr spennu milli Iraka og Sameinuðu þjóðanna og hvöttu til þess að ný deila um vopnaeftirlitið í Irak yrði leyst með samningaviðræðum. írakar stöðvuðu starfsemi eins af vopnaeftirlitshópunum í gær á þeirri forsendu að Bandaríkjamað- urinn Scott Ritter, sem fer fyrir hópnum, væri njósnari. Valerí Nesterúshkín, talsmaður rússneska utanríkisráðuneytisins, sagði að ráðuneytið hefði gert ráð- stafanir til að reyna að leysa deil- una. „Rússar telja að nefndin eigi að geta haldið uppi eftirliti eins og kveðið er á um í ályktunum örygg- isráðs Sameinuðu þjóðanna og að öll hugsanleg vandamál beri að leysa með viðræðum." íraskt dagblað lýsti Ritter sem „híenu er gengur erinda banda- rísku leyniþjónustunnar". Ritter ÞÚSUNDIR atvinnulausra Frakka efndu til mótmæla í París í gær og kröfðust þess að stjórnin hækkaði atvinnuleysis- bætur. Mótmælendurnir gengu að höfuðstöðvum stærstu sam- taka franskra atvinnurekenda, CNPF, og nokkur hundruð þeirra réðust inn í byggingu verðbréfafyrirtækis í miðborg- inni. Óeirðalögreglan var kölluð á staðinn og ætlaði að beita táragasi gegn mótmælend- unum, sem búa sig hér undir átök við lögregluna. Fólkið gekk þó út úr byggingunni að beiðni franskra embættis- manna án þess að til átaka kæmi. Hvetja til samn- ingaviðræðna um deiluna var foringi sveitar bandarískra landgönguliða í stríðinu fyrir botni Persaflóa 1991 og hefur ítrekað sætt gagnrýni Tareqs Aziz, aðstoð- arforsætisráðheiTa Iraks. Bjóða fleiri eftirlitsmenn Nesterúshkín sagði ekkert um hvort Jevgení Prímakov, utanríkis- ráðherra Rússlands, hygðist sjálf- ur reyna að leysa deiluna eins og í nóvember þegar hann miðlaði mál- um í svipaðri deilu. Talsmaðurinn sagði að Irakar myndu að öllum líkindum krefjast þess að bandarísku eftirlitsmönn- unum í írak yrði fækkað þegar Ernest-Antoine Seilliere, for- maður CNPF, hvatti mótmæl- endurna til að beina frekar spjótum sínutn að atvinnumála- ráðuneytinu, sem er að leggja drög að frumvarpi um að vinnu- vikan verði stytt í 35 stundir frá árinu 2000. Hann sagði að lög- gjöf um styttri vinnuviku myndi torvelda atvinnurekendum að skapa ný störf og verða til þess að fyrirtæki flyttu starfsemi stna til annarra landa. Fimm samtök franskra at- vinnurekenda, þeirra á meðal CNPF, hvöttu Lionel Jospin for- sætisráðherra til að falla frá frumvarpinu en hann sagði það ekki koma til greina. Richard Butler, formaður eftirlits- nefndarinnar, færi til Bagdad á mánudag til að ræða deiluna. Hann bætti við að Rússar hefðu hug á að gegna auknu hlutverki í vopnaeft- irlitinu og hefðu boðist til að senda 60 rússneska eftirlitsmenn til við- bótar til Iraks. Madeleine Albright, utanríkis- ráðherra Bandaríkjanna, ræddi við Prímakov fyrir fund í öryggisráð- inu í gærkvöldi og útilokaði ekki að beitt yrði hervaldi ef írakar héldu áfram að hindra vopnaeftirlitið. Sendiheira Bandaríkjanna hjá Sameinuðu þjóðunum hvatti örygg- isráðið til að „senda Irökum mjög sterk skilaboð" um að þeir hefðu brotið gegn ályktunum ráðsins. Frakkar sögðust harma ákvörðun íraka og Bretar fordæmdu Saddam Hussein Iraksforseta íyrir að „virða vilja Sameinuðu þjóðanna að vettugi“. Blair lofar hugrekki Norður-Ira Tókýó, Belfast, Washington. Reuters. TONY Blair, forsætisráðherra Bretlands, lofaði í gær viðbrögð stjórnmálamanna á Norður-írlandi við nýju friðaráætluninni og sagði, að með þeim sýndu þeir mikið hug- rekki. Bill Clinton, forseti Banda- ríkjanna, hefur einnig fagnað áætl- uninni en í gær ákváðu fulltrúar norður-írsku stjórnmálaflokkanna að hefja eiginlega samninga með hana að leiðarljósi. „í fyrsta sinn höfum við eitthvað áþreifanlegt við að styðjast en það gleðilegasta er, að stjórnmálamenn og fólk um allt Norður-íriand hefur hert upp hugann og stigið út úr skugganum," sagði Blair á blaða- mannafundi í Tókýó á síðasta degi Japansheimsóknar sinnar. Kvaðst hann þó ekki efast um, að ýmislegt í friðaráætluninni væri lítt að skapi deiluaðila en hún væri þó vettvang- ur fyrir raunverulegar viðræður um framtíð landsins. Bjölmiðlar hrifnir „Viðbrögðin við áætluninni eru mikil tíðindi og nú verðum við að stíga skrefið til fulls,“ sagði Mo Mowlam, N-írlandsráðherra bresku stjórnarinnar, í viðtali við breska ríkisútvarpið, BBC, í gær og bresk- ir fjölmiðlar leyndu ekki hrifningu sinni. „Róttæk, djörf, jafnvel hug- Ijómunarkennd," sagði í leiðara dagblaðsins The Independent. Clinton Bandaríkjaforseti fagnaði líka tíðindunum frá Norður-írlandi og skoraði á stjóramálamenn þar að grípa tækifærið. Fulltrúar n-írsku stjórnmála- flokkanna, átta að tölu, hafa fallist á að halda áfram viðræðum á grund- velli áætlunarinnar. ■ Vekur vonir/21 Kreppan í Asíu seg- ir til sín í Evrópu London. Reuters. Atvinnulausir Frakkar mótmæla Reuters
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.