Morgunblaðið - 14.01.1998, Blaðsíða 38

Morgunblaðið - 14.01.1998, Blaðsíða 38
*S8 MIÐVIKUDAGUR 14. JANÚAR 1998 MINNINGAR MORGUNBLAÐIÐ + Hannes Þdrðar- son fæddist í Jór- vík í Breiðdal í S-Múl. 4. febrúar 1902. Hann andaðist á Droplaug- arstöðum 4. janúar síðastliðinn. Foreldr- ar hans voru Þórður, bóndi og smiður, f. 27. mars 1862, d. 5. maí 1908, Sigurðsson, bónda á Þiljuvöllum og Kelduskógum á Berufjarðarströnd, •fy Ásmundssonar, og kona hans Guðný Helga, f. 3. nóvember 1874, d. 28. mars 1945, Bjamadóttir bónda á Skriðu í Breiðdal og Skála á Berufjarðar- strönd, Þórarinssonar. Hannes var næstyngstur í systkinahópnum frá Jórvík og það síðasta að hverfa héðan. Sigríður sú yngsta þeirra lést 20. des nýliðins árs, en áður vom famir héðan Björgvin og Bjami Andrés er var þeirra elstur. Hinn 15. janúar 1935 kvæntist Hannes Ólöfu Guðlaugsdóttur, f. 27. júlí 1903, d. 29. okt. 1952, prests á Stað í Steingrímsfírði Guðmundssonar og konu hans Margrétar Jónsdóttur. Bam *^peirra er Dröfn, f. 11. nóv. 1935. Kona hans átti af fyrra hjóna- bandi tvær dætur, þær Margréti Lund, biskupsritara, og Soffíu Kristínu listako.iu. Dröfn er kenn- ari að mennt og er gift Skúla Gunnarssyni kennara. Afabörnin urðu fjögur: Védís, viðskiptafræð- ingur og Iaganemi, Sólrún, stúd- ent og dagmóðir, Sindri, félags- og fjölmiðlafræðingur, og Sólbrá, kennaranemi. Barnabörn Hannes- ar em sjö. Hannes tók gagnfræðapróf frá •P Flensborg (1. og 2. b.) 1919-21, Gfr. Akureyri 1923, var í lýðhá- skóla á Fana í Askov 1925-26, fimleikaskóla Niels Bukh (Gymnastikhöjskolen) í Ollemp á Fjóni 1926-27. Hann tók kennara- próf í fimleikum árið 1928, fór í námsferð til Danmerkur, Þýska- Heimspeki einnar aldar er brjóstvit þeirrar næstu. (H.W.B.) Hannes afí minn lifði næstum þvi í heila öld. Öld mikilla umbrota og gífurlegra breytinga. Hann var eitt af íslensku aldamótabörnunum sem lögðu grunninn að íslenskri þjóðfé- lagsgerð í dag. Það var aldamóta- kynslóðin, sem einkenndist af mik- Wffi vinnusemi og sparsemi, sem lagði grunninn að þeirri velsæld sem við búum við í dag. Umheimurinn sá hann gjaman sem mann sem gustaði af og gæti verið mjög einstrengingslegur í skoðunum. En það var til önnur hlið á honum sem færri sáu og þekktu, en ég þekkti og mótaði mig mikið sem barn. Heimili afa var mitt fyrsta heimili. Foreldrar mínir bjuggu þar á meðan þau voru að koma undir sig fótunum með eigin lands, Sviss, Frakk- lands, Englands 1931, var meðal annars í tvo mánuði í Genf og tvo mánuði við nám í kerfum J.P. Muller Institute og Physieal Exercise í London, var við nám í Dan- mörku 1933-34 (m.a. sundkennarapróf í Staten Gymnastik Institut, lærði nudd i sambandi við þjálfun, pr. Malles Bokse- Institut). Hann var með stundakennslu í bamaskóla í Reykja- vík 1928-30, gagnfræðaskóla í Reykjavík 1929-30. Hann var kennari við Austurbæjarskóla Reykjavíkur frá 1930, stunda- kennari (leikfimi og sund) við Laugarnesskólann í Reykjavík frá 1930, íþróttakennari við skóla Siguijóns Péturssonar, Álafossi, sumarið 1933, sundkennari í Reykjavík sumarið 1936, stjómaði vinnuflokkum við vinnuskóla Lu- dvigs Guðmundssonar i Jósefsdal sumarið 1937, á Kolviðarhóli 1938, vinnuflokkum 13-16 ára drengja við hitaveituvinnu í Reykjavík 1945. Hannes var í stjóm Stéttarfélags bamakennara í Reykjavík frá stofnun 1931-33, ritari 1935-36, formaður 1945-48. Hannes endurbætti og samdi margar ömefnaskrár í Breiðdal. Eftir hann liggja margar greinar í dagblöðum og tímaritum. Hann gaf út litla ljóðabók, Mansöng, ár- ið 1975. Hann og systkini hans gáfu Jór- vík til Skógræktar ríkisins. Hannes átti heima í Bólstaðar- hlíð drjúgan hluta ævi sinnar. Síð- ustu níu árin dvaldi hann þar hjá dótturdóttur sinni Sólrúnu. Rúm- lega si'ðustu tvö árin var hann á dvalarheimilinu Felli, sjúkrahús- um og Droplaugarstöðum. Utför Hannesar fór fram f kyrr- þey 12. janúar. húsnæði. Það kom að því að þau fluttu. Eftir sambúðina við afa var ég, elsta barnabarnið, orðin mikil afastelpa og sótti mikið til hans. Því fékk ég að dvelja hjá honum hvenær sem því varð við komið. Afi var kennari af lífi og sál og með fróðari og víðlesnari mönnum. Fyrir mig, sem mjög spurult og forvitið barn, var því ómetanlegt að hafa hann sem fræðara. Aldrei kom ég að tómum kofunum hjá afa. Alltaf gaf hann sér tíma til að svara mér og gat gert það þannig, að ég var sátt við svarið. Gilti einu hversu erfiðar spurningarnar voru, hvort þær snerust um uppruna heimsins, geiminn eða eilífðina, alltaf fékk ég svar. Honum var afar umhugað um að mennta, fræða og upplýsa barna- böm sín. Hvort sem hann fór með mig á söfn, í göngu, ferðalög, í leik- hús, bíó eða á sýningar, alltaf fékk maður kennslu í leiðinni. Eg fékk meira að segja að sitja í kennslu- stundum hjá honum, 4-5 ára gömul. Þetta þótti mér mikil upphefð, að fá að sitja aftast í kennslustofunni, innan um miklu eldri börn. Afi hélt andlegri getu og af- burðaminni, allt fram á síðustu daga sína. Þær eru orðnar óteljandi umræðurnar, sem við tvö höfum átt, um helstu áhugamál afa. Is- lensk tunga, menning, náttúra, arf- leifð og sjálfstæði landsins voru honum afar hugleikin. Sem alda- mótabarn hafði hann fylgst vel með sjálfstæðisbaráttunni og mótast af henni. Hann hafði mikinn áhuga á þjóðmálum og fylgdist vel með fréttum. Einnig var hann mikill náttúruunnandi og leið hvergi bet- ur en úti í íslenskri náttúru og ferð- aðist mikið. Ein af mínum fyrstu minningum er tengd því þegar ég fór með hon- um að kjósa. Áður hafði hann upp- lýst mig vel um, að kosningaréttur- inn væri með dýrmætustu réttind- um okkar. Eg fékk að fylgjast með honum kjósa í kjörklefanum og fékk mikinn áhuga á þessum fjór- um bókstöíum, sem á kjörseðlinum stóðu. Af hverju afa þótti einn staf- urinn betri en aðrir olli mér aftur heilabrotum. Þegar úr kjörklefan- um var komið var ég því fljót að spyrja næsta mann að því. Sem unglingur og námsmaður átti ég alltaf herbergi hjá afa til að dvelja í. Eftir að ég hafði eignast eigin fjölskyldu bjó ég með afa í nokkur ár, á meðan við vorum að koma undir okkur fótunum. Eftir að við fluttum var afí alltaf boðinn og búinn að gæta bama minna eða hjálpa á annan hátt, þyrfti þess með. Hann fór með dætur mínar í gönguferðir og sagði þeim sögur. Þær kölluðu hann því afa, en ekki langafa. Hann reyndist þeim ekki síðri afi en okkur barnabörnunum. Afa var mjög umhugað um alla afkomendur sína og vildi veg þeirra sem mestan. Fleiri voru þeir sem hann hjálpaði, því hann var mjög hjálpsamur maður með sterka rétt- lætiskennd og samúðarfullur. Á bak við brynjuna sem hann kom sér upp var tilfinningaríkur og við- kvæmur maður, sem umheimurinn sá ekki. Líf afa og starf væri efni í heila bók og verður ekki gert skil í þess- um kveðjuorðum. Elsku afi minn, við systkinin, for- eldrar okkar og stórfjölskylda þökkum þér allt það sem þú gerðir fyrir okkur og árin sem við áttum saman. Við viljum kveðja þig með vísunni, sem þú skrifaðir einu sinni í bók lítillar dótturdóttur þinnar, þar sem vísan lýsir þér vel og ævi- ferli þínum. W átt að vemda og veija þó virðist það ekid fært allt sem er hug þínum heilagt og hjarta þínu kært. Védís Daníelsdóttir. HANNES ÞÓRÐARSON Skila- frestur minning- argreina EIGI minningargrein að birt- ast á útfarardegi (eða í sunnu- dagsblaði ef útfór er á mánu- degi), er skilafrestur sem hér segir: I sunnudags- og þriðju- dagsblað þarf grein að berast fyrir hádegi á föstudag. I mið- vikudags-, fimmtudags-, föstu- dags- og laugardagsblað þarf greinin að berast fyrir hádegi tveimur virkum dögum fyrir birtingardag. Berist grein eftir að sldlafrestur er útrunninn eða eftir að útför hefur farið fram, er ekki unnt að lofa ákveðnum birtingardegi. VALDÍS KRISTJÓNSDÓTTIR + Valdís Kristjdnsdóttir var fædd í Svignaskarði, Borgar- hreppi 21. ágúst 1932. Hún lést á Landspi'talanum 22. nóvember síð- astliðinn. Foreldrar hennar voru Kristjón Ogmundsson, bóndi, Svignaskarði, f. 25. maí 1896, d. 14. janúar 1992, og Sigurbjörg Guðmundsdóttir, f. 7. jan. 1899, d. 28. maí 1981. Bróðir hennar er Skúli Ögmundur, f. 18. feb. 1935. Fyrri maður Valdísar var Bjarni Jónsson, þau skildu. Seinni maður Sveinn Kjartansson, þau skildu. Valdís stundaði verslunarstörf í Reylgavík, flutti síðan í Borgar- nes og bjó þar síðustu árin. Útför hennar fór fram í kyrr- þey 28. nóv. 1997. Elsku Dísa! Ég veit ekki hvað ég á að segja um þig, þú varst svo stórkostleg manneskja að mann skortir orð til að lýsa þér, góð, skemmtileg, hjálp- leg og yndisleg á allan hátt, þín er sárt saknað af okkur hér hinum megin við götuna og ég veit að það eru margir sem hafa þessa sögu að segja. Þetta ár var þér mjög erfitt en þú hafðir góðan vin þér við hlið þar sem Diddi var boðinn og búinn að hjálpa, sendast og vera til taks nótt sem dag. Það var mikils virði fyrir þig og líka alla sem þig þekktu að vita af honum hjá þér. Ég ætla ekki að fara að tíunda alla þína mannkosti, þú hefðir ekki kært þig um það, því þér fannst allt svo lítið mál, það sem þú gerðir fyr- ir aðra. Hafðu þökk fyrir allt og allt, Dísa mín. Guð geymi þig. Hjördís, Ása og Ásgeir. HJÖRDÍS ÞÓRARINSDÓTTIR + Hjördís Þórarinsdóttir var fædd á Rauðsstöðum í Arnar- firði 30. maí 1918. Hún lést á Víf- ilsstaðaspítala 28. desember síð- astliðinn og fór útför hennar fram 3. janúar. Mér andlátsfregn að eyrum barst og út í stari bláinn og hugsa um það sem hefur gerst til hjarta mér sú fregnin skerst hún móðir mín er dáin. W varst mér ástrík, einlæg, sönn, mitt athvarf lífs á brautum, þinn kærleik snart ei tímans tönn hann traust mitt var í hvíld og önn í sæld, í sorg og þrautum. Eg veit þú heim ert horfin nú og hafm þrautir yfir, svo mæt og góð, svo trygg og trú og tállaus, falslaus reyndist þú, ég veit þú látin lifir. Ei þar sem standa leiðin lág ég leita mun þíns anda er lít ég fjöllin fagurblá mér finnst þeim ofar þig ég sjá bjarma skýjalanda. (Steinn Sig.) Elsku mamma mín. Hafðu þökk fyrir allt. Sigríður. Mig langar að kveðja Dísu mína með nokkrum orðum . Þegar ég kynntist Dísu tengdamömmu á Pat- reksfirði fyrir um það bil 20 árum bjó hún í Hliðskjálf þá orðin ein ásamt dóttur sinni, sem ég átti því láni að fagna að kynnast og seinna meir giftast. Á þessum árum vann Dísa í frystihúsinu og í hjáverkum á haustin við að svíða sviðahausa og fætur. Ég minnist þess alltaf þegar ég kom í fyrsta skipti í Hliðskjáf, þá bauð hún mér inn í eldhús og bauð upp á nýbakaða marmaraköku og kleinur og mjólk, já mjólk því að ég var nýorðinn 17 ára og drakk ekki kaffi. Upp frá þeim degi var ég tíður gestur í Hliðskjálf. Alltaf vann Dísa eins og sleggja, því meira sem ég kynntist Dísu sá ég að það var sama hvað hún tók sér fyrir hendur hún leysti það með svo miklum drifkrafti og eldmóði að það hálfa væri nóg. Um níu ára skeið skildu leiðir okkar þegar við Lóa fluttum til Svíþjóðar, en þá var mikið skrifast á og nokkrum sinnum kom hún í heim- sókn. Þá var víða farið. Alltaf bakaði hún frystirinn okkar fullan af klein- um og öðru góðgæti áður en hún fór heim. Þegar við fluttum heim 1985 hafði Dísa búið í Hafnarfirði síðan 1983 og var farin að vinna á Hrafn- istu við þrif. Heyrði ég sagt að dag- inn sem hún byrjaði þar var henni sýnt það stykki sem hún átti að sjá um þrif á og var talið 8 tíma vinna, en Dísa var búin um hádegi. Þá fór hún og spurði hvort það væri ekki eitthvað meira sem hún gæti gert. Þess má geta að þá var hún 65 ára. Á þessum tíma vorum við tíðir gestir hjá Dísu á Laufvangi 7 í Hafnarfirði. Álltaf var jafn gott að koma til Dísu, hún geislaði alltaf af svo miklum lífs- krafti og gleði, sem ég dáðist að í fari hennar og bókstaflega nærðist á. Mér fannst ég ekki eiga bara góða tengdamömmu heldur góðan vin. Dísa átti sjö uppkomin böm og lagði hún mikið upp úr því að rækta sam- band sitt við þau og barnabörn sín, ennfremur við frændfólk sitt og vinafólk, hún var vinur vina sinna. Elsku Dísa mín, þakka þér fyrir að kenna mér að lifa lífinu. Guð blessi þig. Þorfinnur Þráinn Guðbjartsson. GUÐNÝINGIBJÖRG JÓSEPSDÓTTIR + Ingibjörg Jósepsdóttir fædd- ist á Atlastöðum í Fljótavík hinn 4. september 1914. Hún lést á St. Jósefsspítala 15. desember síðastliðinn og fór útfór hennar fram frá Hafnarfjarðarkirkju 6. desember. Kveðja frá KFUK í Hafnarfirði Upp, upp mín sál, og ferðumst fús, friðarins borg að ná, þar ununarsamleg eru hús, æskileg Guði hjá, þar sáluhjálp án enda er, án dauða lif eilíft, án hryggðar gleðin aldrei þver, angriþarverðursvipt. An myrkra ljósið aldrei dvín, eilífur gleðibragur skín, veikleiki, ótti, víl né þrá verður ei nokkur þar, harmurinn enginn mæða má, mein ekkert snertir par. Gefi oss að öðlast gleði þá Guð Drottinn allsherjar. Þannig lýsir Hallgrímur Péturs- son sælu himnaríkis í samnefndum sálmi. Von hins kristna manns kem- ur ljóst fram í þessum línum skálds- ins, vonin um eilíft líf hjá Jesú Kristi þar sem ekki er neitt illt, engin sorg, ekkert myrkur. Hún Inga okkar hefur nú hitt vin sinn Jesú á þessum sæla stað og vilj- um við, sem kynntumst þessari hæg- látu, ljúfu konu í KFUK í Hafnar- firði, minnast hennar með gleði og þessum fátæklegu orðum. Hún Inga Jósefs, eins og hún oftast var kölluð, var trúfóst KFUK-kona eftir að hún hóf að sækja fundi og samkomur í húsinu okkar við Hverfisgötu fyrir nokkrum árum. Sjaldan var sætið hennar autt og brosið blíða gladdi hjörtu allra. Það fór ekki mikið fyrir Ingu og trúfesti hennar kom skýrt fram í fúsleika, þvi þegar baka þurfti fyrir kaffisölur, hvort sem var í Kaldárseli eða á Hverfisgötunni, var svar Ingu alltaf það sama: „Já.“ Og það sama gilti um annað það sem gera þurfti. Alltaf var hún fús og fékk dætur sínar í lið með sér oft og tíðum. Þær voru einnig við hlið hennar á síðustu samverustundinni sem hún átti með okkur í KFUK og KFUM í Hafnarfirði í byijun desember þegar við áttum saman árlega aðventustund. Við þökkum Drottni fyrir Ingi- björgu Jósefsdóttur og biðjum hann, algóðan Guð, að blessa minningu hennar. Við felum honum ástvini hennar og biðjum hann að hugga og uppörva þá sem syrgja. Mætti vitnis- burður hennar verða okkui- hinum sönn áminning og hvatning til að gefa Jesú Kristi allt vald í lífi okkar. „Sælir eru dánir, þeir sem í Drottni deyja upp frá þessu. Já, seg- ir andinn, þeir skulu fá hvíld frá erf- iði sínu, því að verk þeirra fylgja þeim.“ Opinberunarbókin 14.13. Friðrik Hilmarsson. Elsku amma mín. Orð verða mátt- vana þegar harmur nístir hjai-ta. Það er ótrúlegt að þú skulir vera horfin úr þessu jarðlífi. Þú sem ávallt varst ein af fijstum stoðum í tilverunni. Það er erfið tilhugsun að eiga hvorki eftir að sjá þig né heyra í þér fram- ar,né heldur verða kaffi- og vatns- blandssoparnir fleiri með þér. Elsku amma, ég þakka þér fyrir allt það sem þú kenndir mér og veitt- ir mér innsýn í. Megi guðsblessun fylgja þér í nýjum heimkynnum. Kallið er komið, komin er nú stundin, vinaskilnaðar viðkvæm stund. Vmirnir kveðja vininn sinn látna, er sefur hér hinn síðsta blund. Margs er að minnast, margt er hér að þakka. Guði sé lof fyrir liðna tíð. Margs er að minnast, margs er að sakna. Guð þerri tregatárin strið. (V. Briem.) Anna Inga.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.