Morgunblaðið - 14.01.1998, Blaðsíða 39

Morgunblaðið - 14.01.1998, Blaðsíða 39
MORGUNBLAÐIÐ MINNINGAR MIÐVIKUDAGUR 14. JANÚAR 1998 39 OSKAR VALDEMARSSON + Óskar Valde- marsson fædd- ist á Göngnstöðum í Svarfaðardal 6. október 1917. Hann lést á Landspítalan- um 2. janúar síðast- ljðinn. Foreldrar Óskars voru Valde- mar Zophonías Júl- iusson, f. 20. 10. 1884, d. 20.2. 1956, bóndi á Göngustöð- um, og kona hans Steinunn Guðbjörg Sigurðardóttir, f. 15.5. 1892, d. 29.9. 1972, húsfreyja. Bræður Óskars voru Páll Þórarinn, bóndi á Göngustöðum, nú látinn, og Jón- as pípulagningamaður í Reykja- vík. Uppeldissystir Oskars var Rannveig Steinunn Þórsdóttir, húsfreyja á Litlu- Hámundar- stöðum á Árskógsströnd. Óskar og Rannveig Steinunn voru systrabörn. Hinn 18. mars 1964 kvæntist Óskar Aðalheiði Þorsteinsdótt- ur, f. 27.6. 1926, d. 13.3. 1978, húsmóður. Hún var dóttir Þor- steins Þorsteinssonar, f. 18.12. 1867, d. 20.4. 1947, bónda og fiskimatsmanns á Fögruvöllum á Hellissandi og Petrúnar Jó- hannsdóttur, f. 15.6. 1884, d. 16.4. 1967, húsfreyju. Börn Osk- ars og Aðalheiðar eru Steinunn Valdís, f. 7.4. 1965, sagnfræð- ingur og borgarfulltrúi, gift Ólafi Haraldssyni framkvæmda- stjóra; Pétur Þorsteinn, f. 10.2. 1968, nemi í heim- speki við HI, kvænt- ur Huldu Stefáns- dóttur myndlist- armanni. Dóttir Pét- urs og Aslaugar Aðalsteinsdóttur er Aðalheiður Ósk, f. 4.10. 1993. Óskar ólst upp í foreldrahúsum og stundaði þar öll al- menn sveitastörf til 1938. Hann stundaði nám við Bændaskól- ann á Hólum, lauk þaðan búfræðiprófi 1939, stundaði nám við Iðnskól- ann á Akureyri 1948-51, lærði húsasmíði og lauk sveinsprófi i þeirri grein 1953 og meistara- grófi 1956. A Akureyri stundaði Óskar húsasmíðar hjá móður- bróður sínum, Jóhanni Sigurðs- syni húsasmiðameistara. Hann hóf síðan störf hjá íslenskum aðalverktökum og var þar verk- sljóri um árabil, m.a. á Gufu- skálum á Snæfellsnesi, í Horna- firði, á Langanesi og á Keflavík- urflugvejli. Vegna heilsubrests breytti Óskar til og hóf störf hjá Reykjavíkurborg 1975. Hann var þar fyrst hjá áhalda- húsi borgarinnar, var síðan hús- vörður við Austurbæjarskólann 1976-82 og Vörðuskóla 1982-89 er hann lét af störfum fyrir ald- urs sakir. Útför Óskars fer fram frá Laugameskirkju í dag og hefst athöfnin klukkan 13.30. Þung verða þau sporin með kist- unni hans Óskars til grafar í dag. Þung voru þau líka og kvíðafull sporin mín upp á fyrstu hæðina á Kleppsvegi tuttugu og fjögur fyrir tæpum sex árum þegar ég kom þangað í fyrsta skipti á fund tilvon- andi tengdaföður míns sem ég hafði ekki hitt fyrr, en skiidist á kunnug- um að væri vænn maður. Enda hægðist fljótt á hjartslætti mínum þegar ég hafði heilsað þessum virðulega, gamla manni með hlý- lega brosið sitt í augum og velviljað og friðsælt fas. Það fór síðan með mig líkt og aðra sem kynntust Ósk- ari að virðing fyrir honum óx eftir því sem leið á kynnin og betur kom í ljós hvern mann hann hafði að geyma. Það er auðvelt að fá ást á slíkum manni. Hann var nægjusamur hvað varðaði sjálfan sig en örlátur í garð annarra. Góðmennsku hans var við brugðið og börn hændust auðveld- lega að honum. Verklaginn var hann sjálfur til flestra hluta innan húss og utan, eins og hann hafði menntun og starfsþjálfun til, þótt starfsorka hans væri að mestu horf- in þegar kynni okkar tókust. Að- dáunarverð var hins vegar þolin- mæði hans gagnvart klaufaskap annarra og ekki tranaði hann viti sínu fram fyrr en útséð var um að öðrum tækist að leysa verk af eigin rammleik. Æðrulaus var hann gagnvart sjúkleika sínum og kvart- aði ekki en var því umhyggjusam- ari um vellíðan okkar hinna. Kæri tengdafaðir, hversu tómt er ekki litla heimilið okkar án þín? Ég þakka þér fyrir samfylgdina síð- ustu ár og þann heiður að fá að deila með þér Iífi þennan tíma. Minningin um þig fyllir bijóst mitt hlýju. Ólafur Haraldsson. Við, íbúar í stigagangi á Klepps- vegi 24, kveðjum í dag Oskar Valde- marsson sem búið hefur meðal okk- ar í áraíjöld. Hér hafa allir íbúar jafnan búið sem ein flölskylda. Þeg- ar húsið var byggt var Óskar einn af þeim sem keyptu íbúð sína í smíðum og fullvann hana sjálfur. í fyrstu leigði hann hana út en eftir að hann festi ráð sitt flutti hann inn ásamt konu sinni, Aðalheiði Þor- steinsdóttur, sem hann missti langt um aldur fram. Börnin þeirra tvö, Steinunn Valdís og Pétur Þorsteinn, voru þá aðeins tæpra 13 og 10 ára gömul. Óskar hafði ungur farið í Bænda- skólann á Hólum en sneri sér svo að trésmíðanámi og lærði þá iðn hjá frænda sínum, Jóhanni Jónssyni á Akureyri. Hann fékk meistara- réttindi í þeirri grein og hjá Islensk- um aðalverktökum vann hann þar til hann gerðist umsjónarmaður Austurbæjarskóla og síðar Vörðu- skóla. Á þeim stöðum báðum var hann elskaður og virtur enda með afbrigðum vandvirkur og samvisku- samur. Þótt Óskar ynni mikið utan heim- ilis þurfti hann að axla það erfiða hlutverk að vera í senn faðir og móðir barna sinna og getum við sem með honum bjúggum vottað að því verki skilaði hann með þeim ágæt- um að fáir lékju eftir. Eftir að heilsu Óskars fór verulega að hnigna var það hans æðsta ósk að vera ekki upp á aðra kominn og tók hann veikindum sínum eins og öðru mót- læti í lífinu, með fullri reisn. Við sambýlingar hans kveðjum kæran vin og félaga og vottum börnum hans og tengdabörnum, að ógleymdum sólargeislanum hans, henni Heiðu litlu, okkar dýpstu samúð. íbúar á Kleppsvegl 24. „Hann Óskar á fyrstu hæðinni er fluttur inn og hann er búinn að gifta sig!“ Mikið urðu krakkarnir á Kleppsvegi 24 fegnir. Nú gat góði maðurinn, sem geymdi börnin sín hjá Guði, loksins náð í þau. Hann hafði nefnilega sagt okkur þegar við spurðum hvar börnin hans væru að þau væru enn hjá Guði. Óskar og Aðalheiður eignuð- ust stóran aðdáendahóp þegar þau fluttu inn því börnin í stigagangin- um voru mörg. Okkur systkinum á 3. hæð til vinstri var alltaf tekið opnum örmum og okkur þótti spennandi að heimsækja hjónin á fyrstu hæðinni. Aðalheiður var heimskona í augum okkar eldri systranna, hafði frá mörgu skemmtilegu að segja og gaf sér alltaf tíma til að spjalla við okkur. Þá lagaði Óskar kaffi og bar fram. Hann gerði það af einstakri alúð enda umgekkst hann alla af jafn- mikilli virðingu, hvort sem það voru börn eða fullorðnir. Óskar var í senn maður eldri og nýrri tíma. Eftir að börnin, Stein- unn og Pétur, fæddust eignaðist hann pijónavél og pijónaði barnaföt með vélinni. Okkur þótti þetta und- arlegt því við höfðum ekki alist upp við að sjá karlmenn sinna slíkri handavinnu þótt við vissum að áður fyrr hefðu kariar jafnt sem konur tekið sér pijóna í hönd á kvöldin. Og Óskar var enginn meðalmaður í pijónaskapnum. Hann pijónaði föt og seldi og pijónaði síðar sokkabux- ur sem hann gaf börnunum okkar. Þegar sagan um Nonna og Manna var kvikmynduð var leitað til hans við gerð búninga. Við systkinin minnumst Óskars fyrst og fremst sem mikils mann- vinar. Það fór ekki mikið fyrir hon- um, hann var hógvær maður og aldrei heyrðum við hann hallmæla nokkrum manni, hvað þá barni. Þó hafði hann fulla ástæðu til að byrsta sig því mörg vorum við börnin sem gengum fram hjá dyr- um hans og sum áttum við það til að gleyma að fara úr óhreinum skónum. Við systkinin sendum börnum Óskars, Steinunni Valdísi og Pétri Þorsteini, og íjölskyldum þeirra okkar innilegustu samúðarkveðjur. Systkinin 3. hæð til vinstri. Andlát Óskars Valdemarssonar þurfti ekki að koma okkur á óvart. Hann hafði lengi átt við alvarlega sjúkdóma að stríða og dvaldi síð- ustu daga ævi sinnar á Vífilsstöð- um. En þrátt fyrir það kemur fregn um andlát manni alltaf í opna skjöldu og í tilfelli Óskars mátti allt eins búast við að hann sigraðist enn og aftur á veikindunum, það hafði hann gert svo oft áður. Við munum sakna Óskars. Þótt við hefðum kannski ekki mörg tæki- færi til að eiga stundir saman, þá voru þær fáu mjög ánægjulegar. Óskar var enda afskaplega ljúfur maður og elskulegur. Ósjaldan hófst kvöldfundur á Kleppsvegi með léttu spjalli við Óskar. Þar var farið yfir það helsta í fréttum, staðan í pólitíkinni rædd, og helstu viðburðir í liðinni sjón- varpsviku teknir út. Það var eigin- lega ekki hægt að byija kvöldið fyrr en Óskar hafði sagt sitt. Hann sýndi því sem við höfðum fyrir stafni alltaf mikinn áhuga og var oft ekki síður spenntur en við þegar mikið lá við, s.s. er kosningar í Háskólanum stóðu fyrir dyrum. Þegar lagt var upp í árlega veiði- ferð var hann hafður með í ráðum og ógleymanleg er „kjötsúpa Ósk- ars“ sem hann sendi eitt sinn með okkur. Óskar skilaði föðurhlutverki sínu með miklum sóma. Eftir að hafa misst eiginkonu sína hvíldi uppeldi barnanna á hans herðum. Auðvelt er að merkja að Óskar hefur unnið verk sitt vel í þeim efnum þegar við lítum til barna hans, Steinunnar og Péturs. Hin stóíska ró og kær- leikurinn sem svo sterkur er í fari þeirra bejggja voru einnig lyndisein- kunnir Oskars. Við þökkum fyrir að hafa fengið að kynnast Óskari Valdemarssyni. Við þökkum einnig fyrir að hafa mátt eignast svo góða vini í bömum hans. Elsku Steinunn og Ólafur, Pétur, Hulda og Heiða, við biðjum algóðan Guð að blessa ykkur öll og styrkja. Ég lifi’ í Jesú nafni, í Jesú nafni’ ég dey, þó heilsa’ og líf mér hafni, hræðist ég dauðann ei. Dauði, ég óttast eigi afl þitt né valdið giit, í Kristi krafti’ eg segi: Kom þú sæll, þá þú vilt. (Hallgr. Pét.) Þorsteinn og Guðrún, Ragnar og Margrét og Páll. OSKAR LOGASON + Óskar Logason fæddist í Reykjavík 30. maí 1980. Hann lést mánudaginn 5. jan- úar síðastliðinn og fór útför lians fram frá ríkissal Votta Jehóva við Sogaveg í Reykjavík 12. janúar. Elsku Óskar, eða Óskar litli eins og þú varst svo oft kallaður í okkar vinahóp. Það er sárt að sjá eftir svo góðum vini sem þú varst. Svo ein- lægur og mikill herramaður í þér. Það var alltaf svo hlýlegt að koma í heimsókn þar sem þú tókst á móti manni með kossi og faðmlagi. Þú hafðir allt til að bera, alltaf bros- andi og ótrúlega skemmtilegur. Ég kynntist þér í gegnum Gylfa, stóra bróður þinn, því alltaf leyfði hann þér að koma með sér alveg síðan þú varst lítill patti. Það var ótrúlegt hvað við náðum öll vel saman þrátt fyrir að þú værir töluvert yngri en strákarnir en þó ekki nema þrem árum yngri en ég. Allar stundirnar og ferðalögin sem við áttum saman mun ég geyma og varðveita í hjarta mínu, þangað til ég hitti þig aftur. Besta vini okkar Gylfa og fjöl- skyldu hans vottum við okkar dýpstu samúð. Megi trú okkar styrkja okkur og hjálpa til að kom- ast yfir þessa miklu sorg, þið vitið að þið standið ekki ein. Gerða. Elsku Skari. Þú varst án efa einn besti vinur minn og sá traustasti. Þú ert eini vinur minn sem ég fékk aldrei leið á og ég fæ víst aldrei tækifæri á því. Ég man þegar við fórum saman á alls kyns tónleika og þú dansaðir með mig á háhest þangað til þú varst örmagna af þreytu svo ég gæti séð hljcmsveit- ina, því ég var svo lítill. Ög þegar við fórum á böll eða í partí að þú áttir oftast hjörtu stelpnanna, enda vantaði ekki að þú varst bráðmynd- arlegur og stæltur. Það þurfti alltaf lítið til að gleðja þig en þú varst alltaf í góðu skapi og komst manni alltaf til að brosa. Þú settir nær alltaf hagsmuni ann- arra framar þínum og oft varð maður að beijast fyrir þínum hags- munum því ekki vildir þú gera það. Þú vildir aldrei öðrum illt og sjaldan sá ég þig rífast og aldrei slást. Ég mun sakna þess að geta ekki aftur skemmt mér með þér, því aldr- ei hef ég kynnst neinum sem var eins gaman að skemmta sér með. Ég er stoltur að segja að ég hafi verið vinur þinn og ég mun aldrei gleyma þér. Foreldrum hans, Ingu og Loga, systkinum, Gylfa og Oddu, votta ég mína dýpstu samúð. Bjartur. Elsku Óskar, þú varst minn besti vinur og það er erfitt að þurfa að kveðja þig. Þú sem áttir enga óvini heldur vingaðist við alla sem þú hittir. Alltaf þegar maður var dapur eða þegar eitthvað var að þá gast þú komið manni aftur í gott skap. Það var einn af þínum eiginleikum, þú gast alltaf komið öllum í kring- um þig í gott skap, vegna þess að þú jgeislaðir svo útfrá þér. Eg mun heldur aldrei gleyma öllum þeim skemmtilegu stundum sem við áttum saman. T.d. þegar við fórum saman á Skunk Anansie tónleikana og þú komst upp á svið og kysstir Skin á skallann eða þeg- ar við vorum saman á útgáfutón- leikum Maus. Þú elskaðir tónlist mikið og ég mun alltaf hugsa til þín þegar ég hlusta á tónlist. Óskar var fjörugasti og lífsglað- asti strákur sem ég hef nokkru sinni þekkt. Ég er ánægður með að við höfum átt svo margar góðar stund- ir saman. Ég mun eflaust aldrei eignast annan eins vin og þig. Þú munt alltaf lifa áfram í minningu allra þeirra sem voru svo heppnir að kynnast þér. Ég mun aldrei gleyma þér. Þinn vinur Arnar Benjamín. KA TRIN SIGRIÐ UR BRYNJÓLFSDÓTTIR + Katrín Sigríður Brynjólfsdóttir fæddist í Litla-Dal í Svínadal, A-Húna- vatnssýslu, 30. júlí 1902. Hún lést á Sjúkrahúsi Reykja- víkur 3. janúar síð- astliðinn og var hún jarðsungin frá Dómkirkjunni 13. janúar. Katrín frænka okkar var mjög sérstök kona. Hún var með ótrúlegt minni þrátt fyrir að hún væri orðin 95 ára gömul. Þegar við í fjölskyld- unni fórum að heimsækja hana gat maður talað við hana tímunum sam- an án þess að leiðast vegna þess að hún vissi um allt sem var að gerast í kringum hana. Katrín elsk- aði brids og leið verst þegar hún hætti að vera nógu hress til þess að spila. Annars erum við sáttar við að hún fékk að deyja í friði og fékk hægt andlát. Guð blessi þig, Katr- ín. Við systurnar og mamma getum því miður ekki fylgt henni til grafar, við búum svo langt í burtu, en við verðum þar í hug- anum. Ég fel í forsjá þína, guð faðir sálu mína, því nú er komin nótt. Um ljósið lát mig dreyma og Ijúfa engla geyma, öll börnin þín svo blundi rótt. Þínar frænkur, Lína og Helga Guðmundsdætur. Frágangur afmælis- og minningargreina Mikil áhersla er lögð á, að hand- rit séu vel frá gengin, vélrituð eða tölvusett. Sé handrit tölvusett er æskilegt, að disklingur fýlgi útprent- uninni. Það eykur öryggi í textameð- ferð og kemur í veg fyrir tvíverkn- að. Þá er enn fremur unnt að senda greinarnar í símbréfí (5691115) og í tölvupósti (minning@mbl.is) — vin- samlegast sendið greinina inni í bréf- inu, ekki sem viðhengi. Auðveldust er móttaka svokall- aðra ASCII skráa sem í daglegu tali eru nefndar DOS-textaskrár. Þá eru ritvinnslukerfin Word og WordPerfect einnig nokkuð auðveld úrvinnslu. Um hvern látinn einstakling birt- ist ein uppistöðugrein af hæfílegri lengd, en aðrar greinar um sama einstakling takmarkast við eina örk, A-4, miðað við meðallínubil og hæfi- lega línulengd, - eða 2200 slög (um 25 dálksentimetra í blaðinu). Tilvitn- anir í sálma eða ljóð takmarkast við eitt til þijú erindi. Greinarhöfundar eru beðnir að hafa skírnarnöfn sín en ekki stuttnefni undir greinunum.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.