Morgunblaðið - 14.01.1998, Blaðsíða 36

Morgunblaðið - 14.01.1998, Blaðsíða 36
36 MIÐVIKUDAGUR 14. JANÚAR 1998 MINNINGAR MORGUNBLAÐIÐ t > Maðurinn minn, faðir okkar og tengdafaðir, KRISTJÁN JÓELSSON byggingameistari, Sléttuvegi 13, áðurtil heimilis á Snorrabraut 71, Reykjavík, er látinn. Jarðarförin auglýst síðar. Unnur Vilhjálmsdóttir, Sveinbjörn Kristjánsson, Arnbjörg Óladóttir, Elín Kristjánsdóttir, Teitur Lárusson, Hörður Kristjánsson, Ólöf Antonsdóttir, Sigríður Kristjánsdóttir, Sveinbjörn Ævarsson. t Elskuleg móðir mín, dóttir, systir og mág- kona, MARGRÉT JÓNÍNA PÉTURSDÓTTIR, Möðrufelli 9, Reykjavík, verður jarðsungin frá Dómkirkjunni föstu- daginn 16. janúar kl. 13.30. Þeim, sem vilja minnast hennar, er bent á Félag nýrnasjúkra, sími 568 1865 og Minn- ingargjafasjóð Landspítalans. Óskar Pétur Björnsson, Guðbjörg Rósa Jónsdóttir, Reynir Pétursson, Þorgeir Jón Péturson, Guðbjörg Þorláksdóttir, Gunnar Pétur Pétursson, Halla Hrund Birgisdóttir, Dagný Rósa Pétursdóttir, Guðmundur Fr. Jóhannsson. t Ástkær móðir okkar, tengdamóðir, amma og langamma, SIGRÍÐUR STEFÁNSDÓTTIR, Hlévangi, Keflavík, áður Vatnsnesvegi 36, verður jarðsungin frá Keflavíkurkirkju í dag, miðvikudaginn 14. janúar, kl. 13.30. Lára Steinþórsdóttir, Bragi Magnússon, Unnur Ingunn Steinþórsdóttir, Jón William Magnússon, barnabörn og barnabarnabörn. Elskuleg systir mín, t INGIBJÖRG KRISTÓFERSDÓTTIR frá Stóra-Dal, Furugerði 1, verður jarðsungin frá Stóra-Dalskirkju laugardaginn 17. janúar kl. 14.00. Fyrir hönd aðstandenda, Ögmundur Kristófersson. t * Hjartans þakkir fyrir hlýjar kveðjur og vináttu vegna andláts föður okkar, tengdaföður, afa, sonar, vinar, bróður og mágs GUNNARS GUÐSTEINS ÓSKARSSONAR húsasmíðameistara. Sérstakar þakkir til vinanna á Langadalsströnd og vinnuveitanda hans að Nauteyri, Hilmars Sölvasonar. Ólöf Gunnarsdóttir, Baldur Magnússon, (var Þór, Stefán Óli, Gunnar Örn, Óskar Gunnarsson, Vilborg Guðsteinsdóttir, Óskar Guðmundsson, Erlín Óskarsdóttir, Ásta Óskarsdóttir, Finnur Óskarsson, Þórunn Óskarsdóttir, Ástráður St. Guðmundsson, Steinberg Ríkarðsson, Sólveig Kristjánsdóttir, Stefán Guðmundsson og systkinabörn. Lokað Skrifstofa okkar verður lokuð frá hádegi í dag, miðvikudaginn 14. janúar, vegna jarðarfarar TÓMASAR ÞORVARÐSSONAR, löggilts endurskoðanda. BDO Endurskoðun ehf. ÞÓKIJNN HARALDSDOTTIR + Þórunn Har- aldsdóttir fædd- ist í Reykjavík 28. desember 1942. Hún lést á Land- spítalanum 6. janú- ar siðastliðinn. For- eldrar hennar eru Birna Guðmunds- dóttir, fyrrverandi bókavörður, f. 2.11. 1920, í Gerðum, Garði, og Haraldur Eyvindsson, f. 10.11. 1918 á Akra- nesi. Þórunn giftist Guðna Jónssyni 27. mars 1971 og eignuðust þau þrjú börn: As- geir, f. 11.4. 1973, við nám í læknisfræði við Háskóla Islands, Björn, f. 23.9. 1975, d. 4.12. 1978, Anna Sigríður, f. 30.7. 1980, við nám í menntaskólanum í Hamrahlíð og Listdansskóla ís- lands. Þórunn lauk verslunarprófí frá Verslunarskóla Islands 1962, en árið 1990 lauk hún stúdentsprófi frá öldungadeild Verslunarskóla Is- lands. Árið 1962 hóf hún störf hjá Pósti og sfma. Þar vann hún til 1970 er hún hóf störf hjá Loft- leiðum, síðar Flug- leiðum, en þar vann hún með hléum til 1980. Frá 1984-1996 vann hún hjá Vegagerð- inni og frá 1996 í sjávarútvegsráðu- neytinu. Þórunn hefur verið félagi í Kvenfélagi Hringsins frá 1977 og var um nokkurra ára skeið gjaldkeri félagsins. Einnig sat hún í stjórn EAPS á íslandi (ís- landsdeild evrópskra einkarit- araj 1995-1997. Utför Þórunnar fer fram frá Dómkirkjunni í dag og hefst at- höfnin klukkan 15. Hún fölnaði, bliknaði, fagra rósin mín, Því frostið var napurt. Hún hneigði til foldar in blíðu blöðin sín Við banastríð dapurt. En guð hana í dauðanum hneigði sér að hjarta Og himindýrð tindraði um krónuna bjarta. Sof, rós mín, í ró, í djúpri ró. (Guðm. Guðm.) Blessuð sé minning hennar. Kveðja frá móður. Það hefur verið þyngra en orð fá lýst að fylgjast með veikindum vin- konu okkar, Þórunnar Haraldsdótt- ur, síðustu fjóra mánuðina. Það var 4. september sl. að hún hringdi til þess að segja okkur frá því að hún þyrfti að fara á spítala daginn eftir í uppskurð. Eitthvað hafði upp- götvast í ristli sem þurfti að fjar- lægja, gat verið meinlaust, en einnig alvarlegra. Víst setti að okk- ur kvíða, en hann var fljótt bældur niður með hugsuninni um að það þyrfti ekki að vera neitt slæmt; gæti ekki verið neitt slæmt. Hvemig gat okkur grunað að fjórum mánuðum síðar værum við í þeim sporum að óska þess að dauðastríðinu lyki sem fyrst. Tóta, eins og hún var kölluð með- al okkar vinanna, var prúð en þó ákveðin kona. Hún var stolt og hafði til að bera sjálfsvirðingu sem kom fram á jákvæðan hátt í klæðaburði og fasi. Kát og glettin á góðum stundum með sérstakt blik í augum. Hún hafði það snemma fram yfír okkur hin að hún var lengra komin í þekkingu á tónlist, lék á fíðlu og kom fram á Nemendamótum. Þar lyfti hún og hennar leikur huganum andartak upp úr dægurþrasinu og við vinirnir vorum hreykin af. Þetta var á þeim tíma sem veitingastaður- inn Naustið tók upp á þeirri ný- breytni að bjóða upp á kjúkling í körfu. Það varð ótrúlega vinsælt og undir borðhaldi léku þeir heiðurs- menn Carl Billich og Jan Morávek. Gátu gestir beðið um óskalög og þá kom sér vel að hafa tónlistarmann við borðið. Tóta kunni að biðja um þá léttklassík sem þeim félögum lét svo vel að leika. Sérfræðingar í blómaskreytingum við öll tækifæri blómaverkstæði INNA«- Skólavörðustíg 12, á horni Bergstaðastrætis, sími 551 9090 Við minnumst einnig matarboðs í Skipholtinu stuttu eftir að Tóta, móðir hennar og móðuramma fluttu úr Ingólfsstrætinu. Þar opinberaði Tóta hæfileika sína í því að taka flott á móti gestum; þrírétta spenn- andi og nýstárleg máltíð með til- heyrandi „elegance" yfir öllu. Myndir frá þessu kvöldi sýna ungt glaðlegt fólk með eftirvæntingu í augum, enda líf fullorðinsáranna að hefjast og við öll rétt búin eða um það bil að festa ráð okkar. Og fyrst minnst er á móðurömmuna, Unu Þorsteinsdóttur, má koma hér fram að við hjónin eigum ennþá lopa- peysurnar sem hún prjónaði handa okkur fyrir rúmlega 30 árum. Ekki einasta að við höfum notað þær í gegnum tíðina, heldur dætur okkar einnig. Miklu nær í sjóði minninganna er ferð til Rómar í mars 1997, þar sem við áttum saman yndislega 8 daga í þessari stórkostlegu borg. Um mitt sumarið 1997 komu svo óvenju margar úr saumaklúbbnum saman á heimili okkar. Ovenju margar get- um við sagt vegna þess að tvær sem búa erlendis voru með í þetta skipti. Tóta var þá kát og glöð og leit sér- lega vel út eins og í Rómarferðinni. Á þetta er minnst hér því á hugann leitar sú áleitna spurning hvort meinið hafi þá þegar búið um sig. Líklega, að mati sérfræðinga, en meinið hefur þá beðið í leyni því ekki var unnt að greina það á útliti né sinni. Margs er að minnast eftir 35 ára samband og það þökkum við fyrir. Þáttur Tótu var ekki lítill þegar þurfti að ná saman árganginum úr Versló ef afmæli eða önnur tilefni voru í nánd. Ætlum við að hún hafi oftast verið með í fámennum hópi þeirra sem lögðu á sig vinnu við undirbúning og að ná til fólks, enda dreif hún í hlutunum og var framúr skarandi samviskusöm og vandvirk. Þessir eiginleikar hennar gerðu það einnig að verkum að alls staðar kom hún sér vel í starfi, nú síðast í sjáv- arútvegsráðuneytinu sem ritari sjávarútvegsráðherra, Þorsteins Pálssonar. Hefur okkur vinunum þótt vænt um hve Þorsteinn hefur sýnt henni mikinn hlýhug og um- hyggjusemi á þessum síðustu mán- uðum. Tóta var einkabarn móður sinnar, Birnu Guðmundsdóttur, sem við sendum innilegar samúðarkveðjur í þeirri miklu sorg að missa barn sitt. Sjálf upplifði Tóta það. Hún eignað- ist þrjú böm, Ásgeir, Björn og Önnu, með manni sínum Guðna Jónssyni. Bjöm misstu þau árið 1978, aðeins þriggja ára gamlan. Sú lífsreynsla hefur í för með sér ólýs- anlega sorg, sem þjappar foreldmm saman og það gerðist hjá Tótu og Guðna þó leiðir hafi svo skilið um 15 árum síðar. En hvenær skilur leið- ir? Þess höfum við spurt okkur í þessu dauðastríði vinkonu okkar sem Guðni tók þátt í og var með henni til hinstu stundar sem stoð og stytta. Það er vissulega þakkarvert. Elsku Anna og Ásgeir. Mikil reynsla hefur verið lögð ykkur á herðar þegar.þið erað rétt að hefja ykkar fullorðinslíf. Megi Guð gefa ykkur bjarta framtíð og styrk til þess að takast á við þá sorg sem móðurmissir er. Blessuð sé minning hennar. Edda og Benedikt. Nú er nýtt ár er að hefja göngu sína, og við að kveðja hátíð ljóss og friðar, ber skugga á tilvera okkar. Við erum enn á ný minnt á dauðann, alltaf erum við jafn óviðbúin þegar að því kemur, þó svo við vitum að hann er óumflýjanlegur. Það er erfitt að sætta sig við þegar fólk á besta aldri er kallað til nýrra heim- kynna, burt frá börnum sínum og fjölskyldu. Tóta, mágkona mín, lést eftir erf- ið veikindi, langt fyrir aldur fram. Þegar ég kvaddi hana áður en ég hélt í sumarfrí í ágúst sl. var hún hress og kát, við ætluðum að hittast þegar ég kæmi úr fríi, ekki átti ég von á því að þeir endurfundir yrðu á sjúkrahúsi. Tóta var þá orðin veik og þar með hófst hennar veikinda- stríð. Hún tók veikindum sínum með æðraleysi, ég dáðist að henni, hún var hetja. Hún vissi að hverju stefndi, að sá sem öllu ræður hefði ákveðið henrii annað hlutverk á nýj- um stað. Það var henni mikils virði að geta dvalið heima hjá börnum sínum og fjölskyldu sem gerðu allt sem í þeirra valdi stóð til þess að létta henni stundimar. Börnin hennar, Ásgeir og Anna Sigríður, stóðu við hlið mömmu sinnar og um- vöfðu hana elsku sinni fram á síð- asta dag. Var hún sérstaklega þakk- lát fyrir að geta eytt jólunum og áramótum í faðmi barna sinna og fjölskyldu. Tóta varð fyrir þeirri miklu sorg að missa son sinn, Bjössa litla, að- eins þriggja ára gamlan 1978. Veit ég að það var henni styrkur í veik- indum sínum að vita að Bjössi litli biði hennar, og tæki á móti henni og fylgdi henni inn í nýja heima. Elsku Ásgeir og Anna Sigríður, megi góður guð styrkja ykkur á þessum erfiðu tímum, og hjálpa okkur öllum að sætta okkur við hið óumfiýjanlega. Móður Tótu, Birnu, sem nú sér á eftir einkadóttur sinni, sendi ég mínar innilegustu samúðarkveðjur, megi guð gefa þér styrk, svo og öll- um aðstandendum og fjölskyldu hennar. Guð geymi þig, elsku Tóta, og þakka þér samfylgdina í gegnum tíðina. Nú legg ég augum aftur, ó, Guð þinn náðarkraftur, mínverivöm í nótt. Æ, virzt mig að þér taka, mér yfir láttu vaka, þinn engil svo ég sofi rótt. (S. Egilsson) Eg kveð kæra mágkonu mína með sömu orðum og hún kvaddi mig stuttu fyrir andlát sitt. Við sjáumst síðar, á nýjum stað. Bjarnheiður. Það er með söknuði og sorg í hjarta sem kveðja þessi er rituð vegna fráfalls frænku minnar. Það era aðeins fjórir mánuðir síðan hún greindist með ólæknandi sjúkdóm. Barátta, hyggindi og atgervi Þór- unnar nutu sín vel þessa erfiðu mánuði. Það leitar óhjákvæmilega margt á hugann undir slíkum kring- umstæðum. Þórunn gekk einbeitt fram og háði sína lokabaráttu með
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.