Morgunblaðið - 14.01.1998, Blaðsíða 16

Morgunblaðið - 14.01.1998, Blaðsíða 16
16 MIÐVIKUDAGUR 14. JANÚAR 1998 MORGUNBLAÐIÐ AKUREYRI Tíu rækjutogarar víðs vegar að í var til Akureyrar Bræla og lítill afli Morgunblaðið/Kristján GISSUR AR siglir frá bryggju á Akureyri um hádegi í gær og heldur á miðin við Grímsey. Við bryggju eru Hamra-Svanur SH og Andvari VE. Akureyrarlistinn Forval hjá Alþýðuflokki FRESTUR þeirra sem ætla að gefa kost á sér í þau sæti sem Alþýðu- flokkurinn skipar á Akureyrarlist- anum í næstu sveitarstjórnarkosn- ingum rennur út á morgun. Efnt verður til atkvæðagreiðslu meðal Alþýðuflokksmanna um skipan sæt- anna, en flokkurinn mun eiga menn í öðru og fimmta sæti listans. Gert er ráð fyrir að atkvæðagreiðslan fari fram í lok mánaðarins, að sögn Finns Birgissonar, talsmanns flokksins. Kvennalistinn mun skipa fjórða sæti listans og sagði Sigrún Stef- ánsdóttir hjá Kvennalistanum að síðar í þessum mánuði yrði stillt upp á listann og yrði það gert í góðu samkomulagi kvennalistakvenna. Fyrsta og þriðja sæti Akureyrar- listans koma í hlut Alþýðubanda- lagsins, en Lilja Ragnarsdóttir for- maður þess á Akureyri sagði að ákvörðun hefði ekki verið tekin um hvemig raðað yrði á listann. Það myndi skýrast fljótlega. Undirbúningsstofnfundur bæjar- málafélags Akureyrarlistans verður haldinn í janúar, en það mun hafa sjálfstæðan fjárhag og bera ábyrgð á kosningabaráttu listans. TÍU rækjutogarar, víðs vegar að af landinu, voru við bryggju á Akur- eyri í gærmorgun, eftir að hafa komið að landi einn af öðrum síð- ustu daga vegna brælu á rækjumið- unum fyrir norðan land. Skipin fóru að tínast á miðin aftur um hádegis- bil í gær. „Veðrið hefur lítið lagast en við erum að vonast til að geta gert eitt- hvað á miðunum,“ sagði Gissur Baldursson, skipstjóri á Gissuri ÁR, í samtali við Morgunblaðið. Hann var þá að sigla skipi sínu út Eyja- fjörðinn og ætlaði að reyna fyrir sér á svæðinu við Grímsey. „Það hefur verið bræla á miðun- um frá áramótum og svakalega lítill afli. Það tók því ekki að landa að þessu sinni og verður nóg að gera það í sumar með þessu áframhaldi." Rækjan mjög smá ogástandið ískyggilegt Gissur sagði að einstaklega leið- inlegt hefði verið að eiga við þetta og aflabrögð hefðu í raun verið léleg frá miðju sumri. ,Ástandið er ískyggilegt á rækjumiðunum úti fyrir Norðurlandi og fyrir austan. Rækjan er mjög smá og miklu smærri en við eigum að venjast á þessum svæðum." Rækjutogaramir sem voru við bryggju á Akureyri voru Hamra- Svanur SH, Andvari VE, Gissur ÁR, Nökkvi HU, Helga Björg HU, Skafti SK, Eyborg EA, Hrafnseyri IS, Lómur HF og Hríseyjan EA. Lómur og Hrafnseyri lönduðu ein- hverju af frosinni rækju og Hríseyj- an og Skafti ísaðri rækju. Skoðanakönnun framsóknarmanna Jakob í fyrsta sæti UM 65% þátttaka varð í skoðana- könnun sem efnt var til meðal flokksbundinna félaga í Framsókn- arflokknum á Akureyri vegna upp- röðunar á framboðslista flokksins í sveitarstjórnarkosningunum næsta vor. Úrslit liggja fyrir en verða að sögn Gísla Kristins Lórenzsonar formanns uppstillingamefndar ekki gefin upp að öðm leyti en því að Jakob Bjömsson bæjarstjóri á Akureyri mun leiða listann. Alls gáfu 17 manns kost á sér á framboðslistann, þar af allir núver- andi bæjarfulltrúar flokksins, Jakob Bjömsson, Sigfríður Þorsteinsdótt- ir, Þórarinn E. Sveinsson, Ásta Sig- urðardóttir og Oddur Halldórsson. Guðmundur Stefánsson sem var í fjórða sæti listans við síðustu sveit- arstjómarkosningar er fluttur úr bænum. Gísli Kristinn sagðist ánægður með þátttökuna í skoðanakönnun- inni. Þó úrslit liggi fyrir hefur nefndin heimild til að leggja til breytingar, en hann sagði að könn- unin yrði höfð til hliðsjónar við upp- röðun. Heitt vatn lækkað um 13% JAKVÆÐUR árangur hefur orðið af samrana Hita- og vatnsveitu Akureyrar, en nú um áramót vora fimm ár liðin frá því veiturnar vora sameinaðar. Á þessu tímabili hefur verð á heitu vatni á hitaveitusvæði hennar lækkað úr 119,5 krónum í 106 krónur tonnið eða um 13%. Á sama tíma hefur byggingavísitala, sem var til skamms tíma viðmiðun- arvísitala fyrir heitt vatn, hækkað um 19%. Hefði gjaldskrá fylgt vísi- tölunni eins og ákvæði vora um hefði tonnið af heitu vatni kostað 138 krónur í desember síðastliðnum. Mið- að við það hefur verð á heitu vatni lækkað um 30% á síðustu fimm árum. Ástæða lækkunarinnar er ekki einungis samrani veitnanna, stöðug- leiki innanlands sem þýðir litla hækkun rekstrargjalda og stöðugt gengi krónunnar, skiptir einnig miklu máli. Þessar upplýsingar koma fram í fréttabréfi Hita- og vatnsveitu Akureyrar. Þar koma einnig fram vangaveltur um frekari samruna veitna, það er Hita- og vatnsveitu og Rafveitu Akureyrar, en niðurstöður síðustu athugunar vora að hagræði og spamaður af sameiningu væri óveralegur. AJjaluKamskeið sem áður var auglýst í „'Húsi skáldsins" j-ries+ast um Kálfan mánuð v/flu+ni«gs á Bókasajni d»*. 3+eing»*íms í^o^+einssona^. /\)ámskei5ið vef*5u>* vikulega í tveimui* kópumy "14- vikur alls. s+j ót*uaudi ingui* Sigur'ðar'sou. Hópur jA: .Á mánudögMm kl. "17.20 -"18.40 jyrst 2ó. janúar. •Hópur B: Á þriðjudögMm kl. "19.40 - 21.00 •jyrsl 27. janúar. 'Þá+t+ökugjald: "10.000 \<róv\iAr. £nn en keeg+ en bæ+a noU\<riAn\ þá+++akendum í kvom kóp. Skráið ykkwr kjá jorslöSumarmþ sem vei+ir allar nánari wpplýsmgai*, jyrit* 24. janúar. ^ Sigurhæðir - HÚS skáldsins - Evrarlandsvepi 3. 600 Akruevri. Erlingur Sieurðarson. forstöðumaður - viðtalstími þriðiud.-föslud. kl. 14-16. Simi: 462 6648 - fax 462 6649 Netfang: skaldis sl^. Akureyrarbær Busetudeild Hjúkrunarheimilið Hlíð Deildarstjóri óskast til starfa á eina af hjúkrunardeildum okkar í Hlíð. Um er að ræða fullt starf sem veitists frá l. mars nk. Þekking á sviði öldrunarhjúkrunar og góð starfsreynsa er æskileg. Laun skv. kjarasamningi Fél. ísl. hjúkrunarfræðinga og Akureyrarbæjar. Upplýsingar um starfið veitir hjúkrunarforstjóri, í síma 462 7930 og upplýsingar um kaup og kjör veitir starfsmannastjóri, í síma 462 1000. Umsóknum skal skilað til starfsmannadeildar Akureyrarbæjar, Geislagötu 9, á eyðublöðum sem þar fást. Umsóknarfrestur er til 28. janúar nk. Starfsmannastjóri. Morgunblaðið/Kristján Vélar og menn moka snjó SNJÓ hefur kyngt niður í Eyja- firði síðustu daga en í kjölfarið þurfa vaskir menn að taka til hendinni og moka svo leiðir verði greiðar. Ymist er notast við vélknúin snjómoksturstæki eða handafiið, allt eftir því hversu mikið magnið er sem þarf að hreinsa. Fram til þessa hefur lítið sést af snjó á Akur- eyri og tæki bæjarins verið í öðrum verkefnum, en fi-á því á mánudag hafa stjórnendur þeirra verið önnum kafnir við að hreinsa snjó af götum. Snjó- moksturstæki bæjarins voru ein- ungis notuð f tíu klukkutima frá því í haust og þar til þessi törn rann upp og þótti einkar vel sloppið. Hann Björn Natan Bjarnason, sem er tíu ára, lét sitt heldur ekki eftir liggja, tók fram við- eigandi áhöid og mokaði gang- stéttina að heimili sínu við Þing- vallastræti á Akureyri.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.