Morgunblaðið - 14.01.1998, Blaðsíða 18
18 MIÐVIKUDAGUR 14. JANÚAR 1998
MORGUNBLAÐIÐ
LANDIÐ
A1
TKVÆÐI verða greidd
um sameiningu sex
sveitarfélaga í uppsveit-
um Borgarfjarðar næst-
■komandi laugardag, 17.
janúar. Sveitarfélögin eru Anda-
kílshreppur, Skorradalshreppur,
Lundareykjadalshreppur, Reyk-
holtsdalshreppur og Hálsahreppur
í Borgarfjarðarsýslu og Hvítár-
síðuhreppur í Mýrasýslu. Á svæð-
inu voru 820 íbúar 1. desember síð-
astliðinn og hafði þeim fækkað um
26 á árinu.
Tvö sveitarfélaganna eru með yf-
ir 100 íbúa, Andakílshreppur með
280 íbúa og Reykholtsdalur með
221. Þrjú eru með 80-100 íbúa en
Skorradalshreppur fámennastur
með 52 íbúa samkvæmt bráða-
birgðatölum Hagstofunnar. Mjög
hefur fækkað á svæðinu á undan-
fórnum árum. Árið 1977 var Reyk-
holtsdalshreppur fjölmennastur,
með 324 íbúa, og hefur því fækkað
þar um 100 á þessu tímabili. Hins
vegar hefur heldur fjölgað í Anda-
kílshreppi. Fyrir liðlega tveimur
áratugum bjuggu 970 manns í
sveitarfélögunum sex eða 150 fleiri
en í dag. Samsvarar fækkunin í
heild 15%.
Hvanneyri er stærsti
byggðakjarninn á svæðinu,
þar búa um 150 manns.
Minni kjamar eru í Bæ, á
Kleppjárnsreykjum og í
Reykholti.
Breyttar forsendur
í stóru sameiningarkosn-
ingunum árið 1993 var fellt að
sameina sveitarfélögin fimm í
Borgarfjarðarsýslu norðan
Skarðsheiðar. Sameining var
samþykkt í Reykholtsdal og
Andakíl en felld í minni
hreppunum. Hreppamir
fimm tóku aftur upp þráðinn í
byrjun árs 1996 er kosin var
nefnd með tveimur mönnum
frá hverri sveitarstjóm, án
aðildar oddvita þeirra, til að
fjalla um kosti og galla sam-
einingar. Nefndin kom sér
saman um viljayfirlýsingu um
sameiningu hreppanna. I
október sl. óskuðu Hvítsíðing-
ar síðan eftir aðild og niður-
staðan varð sú að tillaga um
sameiningu þessarra sex
sveitarfélaga verður lögð und-
ir atkvæði íbúanna næstkom-
andi laugardag.
„Það era allt aðrar forsend-
ur fyrir sameiningu nú. Þá
kom skipunin að ofan, nú kem-
ur fumkvæðið frá sveitarfélög-
unum sjálfum," segir formað-
ur sameiningamefndar, Svava
Sjöfn Kristjánsdóttir varaoddviti
Ándakílshrepps, þegar hún er spurð
að því hvað hafi breyst frá 1993.
Hún bætir því við að þörfin fyrir
sameiningu aukist við færslu verk-
efna frá ríki til sveitarfélaganna,
sérstaklega rekstur grannskólans.
Sveitarfélögin fimm í Borgar-
fjarðarsýslu norðan Skarðsheiðar
hafa haft með sér mikla samvinnu
og Hvítarsíða á aðild að sumum
verkefnunum. Þau reka saman
grannskóla á Kleppjárnsreykjum
og skóla með 1.-7. bekk á Hvann-
eyri, slökkvilið, félagsmálanefnd og
fleira. Mjmduð era byggðasamlög af
ýmsu tagi um samstarfsverkefnin
og það kallar á sífellt fleiri fulltrúa.
Er nú svo komið að þess-
ir fámennu hreppar til-
nefna um 230 fulltrúa í
nefndir eða sem fulltrúa
viðkomandi sveitarfélags
og samsvarar það um
28% af íbúafjölda þeirra. Auk þess
eru starfandi 30 hreppsnefndarfull-
trúar. „Sameining mun einfalda
mjög það stjómkerfi sem við eram
með fyrir ekki fleira fólk en þetta,“
segir Svava.
Óvissa í vegagerð
Fyrirhugað er að kjósa sjö manna
sveitarstjórn í sameinuðu sveitarfé-
lagi og ráða sveitarstjóra. Fulltrú-
um í nefndum og ráðum fækkar nið-
ur í 50. Stjómsýslan verður á
Kleppjárnsreykjum en sveitarstjóri
á einnig að hafa reglubundna við-
vera á öðrum stöðum.
Þó fjarlægðir séu talsverðar eru
Kosið um
sameiningu
í skugga deilna
Nýtt liðlega 800 manna sveitarfélag verður til ef íbúar sex sveit-
arfélaga í Borgarfírði samþykkja sameiningu næstkomandi laug-
ardag. Búist er við að sameiningin verði samþykkt í meirihluta
hreppanna en óvissa er um niðurstöðu í að minnsta kosti tveimur.
Atkvæðagreiðslan fer fram í skugga deilna sem blossað hafa upp
í Skorradal en skoðanir eru skiptar um áhrif þeirra á niðurstöð-
una. Helgi Bjarnason kynnti sér hræringarnar.
PISiSi
'
Ljósmynd/J6n Karl Snorrason
DEILUR blossuðu upp í Skorradal í aðdraganda sameiningarkosninga. Um 50 eru nú skráðir með lögheimili í dalnum en
þar er margmenni í bústöðum á sumrin. Myndin er tekin niður eftir Skorradal.
Vatnið kom
daginn fyrir
valdaskiptin
þokkalegar samgöngur innan
svæðisins. Ibúarnir hafa þó lengi
lagt áherslu á að fá lokið því verki
að leggja bundið slitlag á veginn
frá Kleppjárnsreykjum og yfir
Hestháls og Draga annars vegar
og niður að Hvanneyri hins vegar.
Börn úr Andakílshreppi sækja
efstu bekki grunnskólans á Klepp-
járnsreykjum og fara því daglega
um leiðinlegan malarveg, um 25
km leið. Til samanburðar má geta
þess að 12 kílómetrar eru frá
Hvanneyri í Borgarnes og er öll
leiðin með bundnu slitlagi. Deilur
um vegarstæði á milli Kleppjárns-
reykja og Varmalækjar hafa tafið
vegarlagningu þar en búist er við
að hafist verði handa við
þann kafla strax og end-
anlegur botn kemst í
málið, hugsanlega á
þessu ári.
Þessir vegir era ekki
inni í tillögu að langtímaáætlun í
vegagerð frá 1999 til 2010. Svava
Kristjánsdóttir segir að vissulega
hái það íbúunum hvað vegurinn á
milli Hvanneyrar og Kleppjárns-
reykja sé oft slæmur. Hún vonast
þó til að unnið verði að úrbótum.
Nefnir að verið sé að hanna nýjan
veg á neðri hluta leiðarinnar og
komi þar meðal annars til skoðunar
að fara nýja leið hjá Hesti og niður
að Hvanneyri í stað þess að taka
krókinn út að Hvítárvöllum. Það
stytti leiðina um nokkra kílómetra.
Sveitarfélögin era misvel stæð
fjárhagslega. Skorradalur stendur
best og þar mun útsvar væntanlega
hækka í kjölfar sameiningar. Hins
vegar stóðu skatttekjur í Reyk-
holtsdalshreppi ekki undir útgjöld-
um sveitarfélagsins á árinu 1996.
Svæðið mun hafa fjárhagslegan
ávinning af sameiningu, samkvæmt
núgildandi reglum Jöfnunarsjóðs
sveitarfélaga. Nýja sveitarfélagið
mun fá liðlega tvöfalt hærri framlög
úr Jöfnunarsjóði sveitarfélaga, eða
tæpar 20 milljónir kr. i stað 8,5. Við-
bótin samsvarar 65 þúsund krónum
á hverja fimm manna fjölskyldu á
ári, samkvæmt útreikningum sem
miðaðir eru við íbúafjölda fyrir ári.
Oddviti Reykholtsdalshrepps,
Gunnar Bjarnason á Hurðarbaki,
segir að sameining sé fjárhagsleg
nauðsyn. íbúum í Reykholtsdal hef-
ur fækkað mjög, ekki síst vegna
lokunar Reykholtsskóla þar sem
margir höfðu vinnu. Hann segir að
hreppurinn eigi við núverandi að-
stæður mjög erfitt með að sinna
lögboðnum skyldum sínum, svo sem
við rekstur grannskólans og aðra
þjónustu við íbúana.
Frjáls sameining
eða þvinguð
Af viðtölum við fólk á svæðinu má
ætla að sameining verði öragglega
samþykkt í stærstu sveitarfélögun-
um, Andakílshreppi og Reykholts-
dal. Líklega einnig í Hálsasveit og
Lundarreykjadal. Mikil andstaða
var við sameiningu í Hálsasveit og
Lundarreykjadal en kunnugir telja
að það hafi breyst, fyrst í Hálsasveit
og nú í Lundarreykjadal. Ef þetta
mat er rétt þá ráðast úrslit samein-
ingarkosninganna í Skorradal og
Hvítársíðu.
I Skorradal blossuðu upp deilur í
hreppsnefndinni í aðdraganda kosn-
inganna. Mjög skiptar skoðanir eru
um sameiningu í hreppnum og
hvernig að henni skuli staðið. Þess-
ar deilur hafa birst í því að menn
hafa flutt lögheimili sitt inn og út úr
hreppnum, eftir því hvernig þeir
vilja standa að málum. Ef íbúar
Skorradalshrepps hefðu verið færri
en 50 nú um áramótin, eins og síð-
ustu tvenn áramót, hefði félags-
málaráðuneytinu verið skylt að
sameina hreppinn nágrannasveitar-
félagi. Þrír fulltrúar sem mynda
meirihluta hreppsnefnd-
ar töldu að sameiningin
yrði felld í fyrirhugaðri
atkvæðagreiðslu og
treystu á að sameining
myndi eigi að síður ná ———... .
fram að ganga að fram-
kvæði félagsmálaráðuneytis. Minni-
hluti hreppsnefndar og oddviti
hennar gátu ekki hugsað sér þving-
aða sameiningu og lögðu á það
áherslu að íbúarnir fengju sjálfir að
ráða því í atkvæðagreiðslu. Þetta
era augljóslega ástæður óvenju-
legra lögheimilisflutninga úr og í
Skorradalshrepp undir lok ársins.
Oddvitinn og stuðningsmenn hans
höfðu betur því samkvæmt bráða-
birgðatölum Hagstofunnar vora 52
íbúar í Skorradalshreppi 1. desem-
ber sl. Andstæðingar þeirra hafa
hins vegar ekki sagt sitt síðasta orð
og boðar frekari kærar til að leið-
rétta íbúaskrána.
Erfitt að sinna
lögboðnum
skyldum
Aðstæður í Skorradal era nokkuð
sérstakar, bæði hvað varðar þessar
deilur og fjármál. Sveitarfélagið
hefur verið eitt af þeim betur stæðu
á landinu, til dæmis eitt af örfáum
sem eru með lægstu heimiluðu út-
svarsálagningu. Meðaltekjur eru
með þeim hæstu og hreppurinn hef-
ur aldrei þegið tekjujöfnunarfram-
lag úr Jöfnunarsjóði sveitarfélaga,
að minnsta kosti ekki í þau tæpu 28
ár sem núverandi oddviti, Davíð
Pétursson á Grund, hefur verið í
embætti. Þyngst vegur að þrír há-
launamenn sem starfa annars stað-
ar hafa verið með lögheimili í
hreppnum, flugstjóri, verkfræðing-
ur og sjómaður. Þessir menn hafa
greitt þriðjung af útsvarstekjum
sveitarfélagsins. Á þessu er reyndar
að verða breyting því tveir þeirra
fiuttu lögheimili sitt úr hreppnum í
lögheimilishræringunum í lok árs-
ins og hugsanlegt er að reynt verði
að kæra þann þriðja í burtu.
Oddvitinn í minnihluta
Þær deilur sem nú hafa blossað
upp eiga sér lengri aðdraganda,
áratugi segja sumir. Deilurnar í
hreppsnefnd hófust eftir síðustu
kosningar. Gamla hreppsnefndin
ákvað að láta bora eftir heitu
vatni. Þar svífur yfir vötnum
að verið sé að nýta hluta af
sjóðum hreppsins til hagsbóta
fyrir íbúana, áður en sveitar-
félagið yrði sameinað öðram.
Skiptar skoðanir voru um
þessa ákvörðun í sveitinni og
taldi hluti íbúanna illa farið
með peninga hreppsins. Þegar
gengið var til sveitarstjómar-
kosninga 1994 hafði lítill eða
enginn árangur orðið af bor-
uninni. Nokkur heimili tóku
sig þá saman um að fella
hreppsnefndina. Kosningarn-
ar vora óhlutbundnar og komu
fram 15 nákvæmlega eins at-
kvæðaseðlar. Hreppsnefndar-
menn vissu ekki af þessu og
gátu því ekki brugðist við.
Niðurstaðan varð sú að tveir
úr óánægjuhópnum fengu
kosningu og tveir hrepps-
nefndarmenn héldu velli. Það
réðst síðan á hlutkesti hvor
hópurinn næði meirihlutavaldi
því tveir menn fengu jafnmörg
atkvæði, maður úr gömlu
hreppsnefndinni og maður af
mótmælalistanum. Sá síðar-
nefndi vann hlutkestið.
Á fyrsta fundi nýkjörinnar
hreppsnefndar var Davíð
Pétursson endurkjörinn odd-
viti. Hreppsnefndarmennirn-
ir þrír sem fellt höfðu gömlu
hreppsnefndina og mynduðu
meirihluta í nýrri treystu sér ekki
til að axla þá ábyrgð sem því fylgdi,
hver sem ástæðan er. Á því eru
gefnar mismunandi skýringar. Því
er haldið fram að ekki hafi verið
eining í meirihlutahópnum um odd-
vitakjör eftir að helsti foringi hans,
Jón Jakobsson í Dagverðarnesi,
lýsti því yfir að hann vildi ekki taka
að sér oddvitaembættið. Einn úr
meii’ihlutanum segir hins vegar að
með því að fella oddvitann hefðu
deilumar í sveitinni orðið enn harð-
vítugri. Með sameiningu við önnur
sveitarfélög hefði oddvitinn lokið
sínum ferli og getað farið frá með
fullri reisn. Árangur borunarinnar
er einnig nefndur sem
skýring en fyrir undar-
lega tilviljun kom gríðar-
lega mikið og heitt vatn
upp úr borholunni daginn
fyrir oddvitakjörið og er
ekki óhugsandi að það
hafi haft áhrif inn í hreppsnefndina
því borunin hafði verið eitt helsta
ágreiningsmálið fyrir kosningarnar.
Sú óvenjulega staða hefur því
verið uppi allt kjörtímabilið að odd-
vitinn hefur verið í minnihluta í
hreppsnefndinni og fulltrúamir þrír
komið fram sem formlegur meiri-
hluti í flestum málum. Tortryggni
hefur ríkt milli manna og ágreining-
ur risið um ýmis mál. Hreppsnefnd-
in hefur því varla verið starfhæf.
Þess ber að geta að þótt ágrein-
ingur hafi fyrst komið upp í hrepps-
nefnd eftir síðustu kosningar hafa
lengi verið væringar í sveitinni.
Sumir vilja rekja þær áratugi aftur í