Morgunblaðið - 14.01.1998, Blaðsíða 19

Morgunblaðið - 14.01.1998, Blaðsíða 19
MORGUNBLAÐIÐ LANDIÐ MIÐVIKUDAGUR 14. JANÚAR 1998 19 tímann eða aftur til þess að hrepps- nefndin kom í veg fyrir að BSRB gæti byggt þar upp sumarbústaða- hverfi. Síðan hefur stundum komið upp ágreiningur á milli hrepps- nefndarinnar og þeirra bænda sem verið hafa að skipuleggja og byggja upp sumarbústaðahverfi. Fólkið sem bauð fram á móti hreppsnefnd- inni fyrir síðustu kosningar er flest að selja sumarbústaðalóðir eða hyggst gera það. Hvaða áhrif hafa deilurnar? Fólkið sem bauð fram á móti gömlu hreppsnefndinni er almennt meðmælt sameiningu Skorradals- hrepps við aðra hreppa Borgar- fjarðarsýslu. Sumir vilja reyndar sjá stærri sameiningu. Rökin fyrir sameiningu eru þau sömu og annars staðar, erfiðleikar á framkvæmd nýrra verkefna, skilvirkari stjómun og aukinn styrkur til atvinnuupp- byggingar. Því til viðbótar nefnir Pálmi Ingólfsson á Hálsum, hrepps- nefndarmaður úr meirihlutanum, að í litlum sveitarfélögum eins og Skorradalshreppi verði návígið mik- ið og öll mál persónugerð. Hvert einasta mál sem fjallað er um í hreppsnefnd snerti hreppsnefndar- mennina sjálfa á einhvern hátt. Þá segir hann að félagsleg vandamál komi ekki upp á yfirborðið eins og eðlilegt þyki í stærra samfélagi, fólk veigri sér við að leita hjálpar þegar það geti átt von á því að nágrann- amir fjalli um málin. Því þurfi að leggja niður þessi litlu sveitarfélög. Jón Jakobsson í Dagverðamesi tek- ur í sama streng þegar hann ræðir um deilurnar í sveitinni í viðtali við Morgunblaðið í síðustu viku: „Ég tel að þetta sýni hvað það er lífsnauð- synlegt að færa stjómvaldið út úr hreppnum svo þessar örfáu mann- eskjur, sem hér em hversdagslega, geti hætt að berjast innbyrðis." Sameiningarfólkið telur að mikill meirihluti sé gegn sameiningu í hreppnum og hefur þess vegna lagt á það áherslu að halda íbúafjöldan- um innan við 50, þó það hafi kostað nokkur atkvæði. Davíð Pétursson oddviti á Gmnd segist ekki vita hvernig staðan sé nú. Sjálfur segist hann vera hlynntur frjálsri samein- ingu en á móti þvingaðri. Hann seg- ir að miðað við þá miklu samvinnu sem sveitarfélögin í Borgarfjarðar- sýslu norðan Skarðsheiðar hafi með sér væri æskilegt að þau sameinuð- ust þegar að því kæmi. Sameining þessarra sveitarfélaga var felld með miklum mun í Skorradal í stóm sameiningarkosningunum 1993. Da- víð segir, þegar hann er spurður að því hvað hafi breyst síðan, að al- menn þróun í átt til sameiningar sveitarfélaga hafi sín áhrif. Þá hafi það jákvæð áhrif að Hvítársíðu- hreppur sé nú inni í dæminu. Ljóst er að deilumar hafa áhrif á sameiningarkosningarnar í Skorra- dalshreppi, menn em hins vegar ósammála um hvort þær hafa snúið fólki til sameiningar eða frá. Davíð Pétursson telur að deilumar hafi haft neikvæð áhrif á sameiningar- málin. Þá hafi fimm sameiningar- sinnar með kosningarétt flutt sig úr hreppnum. Pálmi Ingólfsson telur að andstæðingar sameiningar hafi haft mikinn meirihluta fyrir. Hins vegar hafi deilurnar varpað skýrn ljósi á málið og menn eigi nú ekki aðra útleið en að greiða atkvæði með sameiningu. Boðað verður til hreppsnefndar- fundar til að fara yfir íbúaskrá Hag- stofunnar strax og hún berst til hreppsins. Pálmi Ingólfsson segir ljóst að hreppsnefndarmenn muni gera athugasemdir við íbúaskrána. Davíð Pétursson vill ekki tjá sig um kjörskrárdeiluna, segir að sam- komulag hafi orðið um það í hrepps- nefndinni þegar kjörskrá var sam- þykkt að hætta að deila um málið á opinberum vettvangi. Ef sameining verður felld í Skorradalshreppi er Ijóst að reynt verður að kæra fólk út af íbúaskrá til þess að koma íbúatölunni aftur niður fyrir leyfilegan lágmarks- fjölda þannig að hreppurinn verði að sameinast þrátt fyrir allt. Ef til þessa kemur hefst vinna, sem full- trúi félagsmálaráðuneytisins stýrir, við að undirbúa sameiningu við ná- nirigu 6 sveitarfélaga i 7. janúar _____ Akranes SAMEINING SVEITARFÉLAGA í BORGARFIRÐI vegna þess hvað þessi sveitarfélög hafi haft með sér mikið samstarf hafi þótt rétt að reyna sameiningu þeirra, áður en farið væri að athuga aðra möguleika. Á það reyni nú og málið sé einfaldlega ekki komið lengra. Margir íbúar á þessu svæði vilja ekki sameiningu við Borgames, telja að sveitimar yrðu afgangs- stærð í rekstri slíks sveitarfélags. Bætist þetta við gamalgróna tor- tryggni sumra íbúa og forystu- manna í garð Borgnesinga. Gunnar Bjarnason, oddviti Reykholtsdals, útilokar ekki frekari sameiningu í héraðinu en telur heppilegt að byrja á því að sameina sveitahreppana. „Ég reikna með því, miðað við það hvernig þróunin er í öðmm hér- uðum. Ekki er hægt að horfa fram hjá því,“ segir Svava þegar hún er spurð hvort ekki kæmi til greina að ganga síðar til sameiningar við Borgarbyggð. Kosið aftur Til þess að sameiningin nái fram að ganga þarf meirihluta í öllum sveitarfélögunum sex. Ef samein- ingin verður felld einhvers staðar munu hreppsnefndimar strax taka ákvörðun um það hvort kjósa skuli aftur um sameiningu þeirra sveitar- félaga sem samþykkja. Að sögn Svövu Kristjánsdóttur fer fram- haldið að sjálfsögðu eftir því mynstri sem kemur út úr atkvæða- greiðslunni núna um helgina. Hún telur til dæmis vel koma til greina að sameina Reykholtsdalshrepp og Andakílshrepp, þótt aðrir felldu sameiningu en segist þó heldur vilja sjá sem flesta af hinum hreppunum með. Verði sameining felld í Hvítársíðu og/eða Skorradal en samþykkt í hinum sveitarfélögunum verða vafa- laust greidd atkvæði að nýju í þeim sveitarfélögum sem samþykkja. Sumir af forystumönnum hrepp- anna óttast áð brottfall eins eða tveggja hreppa muni hafa neikvæð áhrif í seinni atkvæðagreiðslunni, sameining kunni jafnvel að verða felld einhvers staðar í seinni um- ferðinni og þá verði allt unnið fyrir gýg. Er því lögð mikil áhersla á að fá sameininguna samþykkta í fyrstu umferð Atkvæðagreiðsla um samei í Borgarfirði Hvitársíöuhreppur >o | Halsahreppur ■Reykholtsdals- v fK V^ePPur_V_^ 25 km íbúafjöldi 1. des. 1997" Skorradalshreppur 52 Lundarreykjadalshr. 96 Andakílshreppur 280 Reykholtsdalshreppur 221 Hálsahreppur 89 Hvítársíðuhreppur 82 SAMTALS 820 * Bráðabirgðatölur Haqstofu ísl. ESTEE LAUDER Húðumhirða Snyrtitaska full af húðsnyrtivörum sem henta þinni húðgerð grannasveitarfélag eða -sveitarfé- lög. Þá hljóta að vakna spurningar um það hvemig beri að líta á niður- stöðu sameiningarkosninganna, til dæmis hvort hún verði túlkuð þannig að íbúarnir hafni samein- ingu við sveitarfélögin sem þátt taka í þessari sameiningu. Tvísýnt í Hvítársíðu Skiptar skoðanir virðast einnig vera í Hvítársíðu. Sveitarfélagið er í Mýrasýslu en efri hluti þess mynd- ar meiri landft-æðilega heild með Hálsahreppi. Börn úr efri hluta hreppsins eru í skóla á Kleppjáms- reykjum en börnin úr neðri hlutan- um á Varmalandi. Ágreiningurinn er því fyrst um það hvort yfirleitt skuli sameina sveitarfélagið öðmm og síðan um það hvert skuli samein- ast. Þessi tvíþætti ágreiningur gerir fólki það enn erfiðara en ella að átta sig á stöðu sameiningarmála í Hvít- ársíðu. Vegna viðræðna um sameiningu í Mýrasýslu og Borgarfjarðarsýslu ákvað hreppsnefnd Hvítái-síðu- hrepps að kanna vilja hreppsbúa til málsins. Kom þá í ljós að meirihluti íbúanna vildi sameiningu og að hug- ur þeirra stefndi frekar til samein- ingar við sveitarfélögin í Borgar- fjarðarsýslu. Varð það til þess að hreppsnefndin leitaði eftir aðild að viðræðunum þar. Oddvitinn, Ólafur Guðmundsson á Sámsstöðum, telur tvísýnt um úrslit atkvæðagreiðsl- unnar. Sameining Mýrasýslu var kolfelld í Hvítársíðu í stóru sameiningar- kosningunum 1993. Ólafur telur að sú almenna sameiningarbylgja sem gengur yfir landið um þessar mund- ir hafi áhrif á fólk, auk ótta við áhrif þess á fjárhag sveitarfélaganna ef nægar tekjur fylgja ekki tilflutningi grannskólakostnaðarins frá ríki til sveitarfélaga. Þá nefnir hann að þegar verið sé að ræða sameiningu sveitarfélaga beggja vegna Hvítár- síðu telji margir að erfítt verði að standa þar utan við. Liður í frekari sameiningu Þær raddir heyrast á svæðinu að liðlega 800 manna sveitarfélag í Borgarfjarðarsýslu sé ekki nógu öflug eining. Ólafur Guðmundsson á Sámsstöðum telur skynsamlegt að sameina allt Borgarfjarðarhérað norðan Skarðsheiðar og syðstu hreppa Snæfellsness og telur líkur á að sú verði þróunin í framtíðinni. Pálmi Ingólfsson, hreppsnefndar- maður í Skorradalshreppi, telur að sameiningin nú sé aðeins byrjunin, hann talar um sameiningu alls hér- aðsins eftir eitt eða tvö kjörtímabil og síðar kunni að koma til samein- ingar við Akranes, helst þannig að Vesturlandskjördæmi yrði aðeins tvö sveitarfélög. Svava Kristjáns- dóttir, formaður sameiningarnefnd- ar, segir að vissulega sé sú eining sem nú er stefnt að tiltölulega smá miðað við það sem menn sjái gerast annars staðar á landinu. Sveitarfé- lögin verði þó mun öflugri sameinuð en þau eru í dag. Hún segir að HVANNEYRI verður stærsti þéttbýliskjarninn í nýju sveitarfélagi, ef íbúar sex hreppa f Borgarfirði samþykkja sameiningu. tSTEE IAUDER . Sptísh A laskjjnjnnihgldur * Splash Away eða Tender Creme hi’éinsir * Resilience Elastin Refirming krem eða lotion, * Clean Finish andlitsvatn * Resilience Body Lotion * Perfect Lip varanæringu * Pure Velvet Dramatic Volume maskara. * Hárbursta. Tilboðsverð fyrir normal/þurra eða normal/feita húð kr. 2.970 (verðgildi kr. 7.400). Meðan birgðir endast. Útsölustaðir: Brá Laugavegi, Gullbrá Nóatúni, Hygea Austurstræti, Hygea Kringlunni, Hygea Laugavegi, Sara Bankastræti, Snyrtistofan Maja Bankastræti, Snyrtistofan Hrund, Grænatúni, Snyrtivöruverslunin Glæsibæ, Amaró, Akureyri, Apótek Keflavíkur. Cr«l-w
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.