Morgunblaðið - 14.01.1998, Blaðsíða 4

Morgunblaðið - 14.01.1998, Blaðsíða 4
4 MIÐVIKUDAGUR 14. JANÚAR 1998 MORGUNBLADIÐ FRÉTTIR Stefnumótun í upplýsingamálum innan heilbrigðiskerfísins Heilbrigðisnet fyrir starfsmenn og heilsuvefur fyrir almenning Morgunblaðið/Þorkell INGIBJÖRG Pálmadóttir heilbrigðis- og tryggingamáiaráðherra kynnti nýja stefnumótun í upplýsingamál- um innan heilbrigðiskerfisins á blaðamannafundi í gær. STEFNUMÓTUN í upplýsinga- málum innan heilbrigðiskerfisins er heiti rits sem út er komið á vegum heilbrigðis- og tryggingamálaráðu- neytisins. Ritið inniheldur tillögur sem nefnd um stefnumótun í upp- lýsingamálum heilbrigðisþjónust- unnar skilaði nýlega til ráðherra, ásamt lýsingu ráðuneytisins á því hvemig staðið verði að framkvæmd tillagnanna. Stefnumótunin tekur til næstu tíu ára og er framhald á vinnu ráðuneytisins vegna stefnu- mörkunar ríkisstjórnarinnar um upplýsingaþjóðfélagið sem lögð var fram árið 1995. í formála Ingibjargar Pálmadótt- ur heilbrigðis- og tryggingamála- ráðherra að ritinu kemur fram að ráðuneytið leggi megináherslu á eftirtalin stefnumið við uppbygg- ingu fjarskipta-, tölvu- og upplýs- ingakerfis heilbrigðisþjónustunnar: Þjónusta við sjúklinga verði bætt, trúnaður við sjúklinga tryggður, kostnaði haldið í skefjum, stjómun gerð einfaldari og skilvirkari og að- gangur að upplýsingum fljótvirkari og öruggari. Eitt af meginmarkmiðunum sem stefnumótunin byggist á er að gæði og hagkvæmni heilbrigðisþjónust- unnar verði aukin með markvissri uppbyggingu og nýtingu upplýs- ingatækni. Þannig er t.d. ætlunin að koma á tölvusamskiptum milli allra aðila sem tengjast heilbrigðisþjón- ustunni og skipulagningu hennar, svokölluðu heilbrigðisneti. Þar verður hægt að skiptast á upplýs- ingum sem nú er miðlað bréflega, eins og t.d. læknabréfum, lyfseðlum og rannsóknasvömm. Heilbrigðis- netið verður lokað og um það munu gilda strangar öryggisreglur. Þá stendur til að byggja upp sam- hæfð upplýsingakerfi fyrir stofnanir heilbrigðisþjónustunnar. Heilsu- gæslustöðvamar em í þann veginn að taka upp samræmt upplýsinga- kerfi en fram að þessu hefur lítið samráð verið milli sjúkrahúsanna um uppbyggingu kerfa. Guðbjörg Sigurðardóttir, varaformaður nefndarinnar og formaður stýrihóps um stefnumótun í upplýsingamálum innan heilbrigðiskerfisins, segir þá miklu uppbyggingu sem framundan er háða því að starfsmönnum á öll- um sviðum kerfisins takist að vinna saman að þróun samræmdra kerfa. Varðveisla og öryggi gagna verði tryggð Fjarlækningar era eitt af lykil- orðunum í heilbrigðisþjónustu framtíðarinnar en með þeim verður unnt að bæta aðgengi landsmanna að þjónustunni. A undanfömum ár- um hafa verið gerðar tilraunir með að senda röntgenmyndir á tölvu- tæku formi um símalínu frá sjúkra- húsum á landsbyggðinni til sérfræð- inga á Landspítalanum og sem ann- að dæmi um fjarlækningar nefnir heilbrigðisráðherra að innan skamms verði hægt að taka heila- línurit af sjúklingi á Fjórðungs- sjúkrahúsinu á Akureyri, sem svo verði lesið úr á Landspítalanum. Þetta fyrirkomulag hafi í för með sér mikinn spamað auk þess sem veralegt hagræði sé að því að draga úr ferðalögum sjúklinga. Annað meginmarkmið sem byggt er á er að varðveisla og öryggi gagna verði tryggð með viðeigandi tækni og öryggisstöðlum og verður megin- reglan sú að gögn séu varðveitt þar sem þau verða til. Þá skal gæta þess að tryggja friðhelgi einkalífs þegar ný tækni er innleidd. Guðbjörg segir þetta afar mikilvæg atriði, ekki síst vegna þess að nú á tímum sé safnað mun meira magni upplýsinga um heilsufar einstaklinga en nokkra sinni og ásókn í slíkar upplýsingar sé gífurlega mikil. Enn eitt meginmarkmið er að al- menningur eigi kost á greiðum sam- skiptum við heilbrigðiskerfið og að- gangi að þjónustu og upplýsingum um heilbrigðismál með aðstoð upp- lýsingatækninnar. Þannig er t.d. ætlunin að koma á svokölluðum heilsuvef, þar sem tengdir verða saman gagnagrannar með upplýs- ingum um heilbrigðisþjónustu, heil- brigðismál og heilbrigðisfræðslu. Heilbrigðisráðuneytinu til aðstoð- ar við framkvæmd stefnunnar verð- ur samstarfsráð í upplýsingamálum, sem sldpað verður fulltrúum Land- spítala, Sjúkrahúss Reykjavfloir, Landlæknisembættisins, Lands- samtaka heilsugæslustöðva, Lands- sambands sjúkrahúsa á íslandi og Tryggingastofnunar ríkisins, auk fulltrúa ráðuneytisins, sem stýrir starfi ráðsins. Suðurskautsfararnir til Islands í dag Héldu „litlu jólin“ í Or- lando í gær ÍSLENSKU suðurskautsfararnir, Ólafur Öm Haraldsson, Haraldur Öm Ólafsson og Ingþór Bjarnason, vom væntanlegir til Keflavíkur snemma í morgun með Flugleiða- vél frá Flórída í Bandaríkjunum. Hefur ferðalag þremenninganna frá Suðurskautslandinu á undan- förnum dögum verið bæði langt og strangt, að sögn Haraldar, þegar Morgunblaðið ræddi við hann í gær skömmu áður en þeir lögðu af stað áleiðis til íslands. Þremenningamir komu í gær- morgun til Orlando og dvöldu þar í góðu yfirlæti á meðan beðið var eftir flugi heim til íslands. Voru þeir hjá Örvari Ólafssyni, sem er sonur Ólafs Arnar og bróðir Har- aldar, en hann er við nám í Flórída. „Það var tekið vel á móti okkur. Við voram að borða hangi- kjöt með uppstúf og öllu tilheyr- andi. Þetta er í fyrsta skipti sem við náum að setjast aðeins niður og slaka á. Maður er fyrst núna að átta sig á að þetta sé allt um garð gengið. Það má segja að við séum að halda „litlu jólin“ hérna,“ segir Haraldur. Mikil tilhlökkun að koma heim „Það er mikil tilhlökkun að koma heim. Þetta er búinn að vera langur túni en ánægjulegur. Við töfðumst talsvert á Suðurskauts- landinu en eftir að veðrið gekk nið- ur og tókst að fijúga höfum við verið á stanslausu ferðalagi," segir Haraldur. Eftir að hafa verið veð- urtepptir í Patriot Hills-stöðinni í heila viku flugu þeir til Punta Arenas í Suður-Chile og komu þangað að næturlagi. Þaðan var svo flogið tíl Santiago og áfram með næturflugi til Orlando í fyrr- inótt. Haraldur segir þá þremenninga hafa jafnað sig ágætlega af kali sém þeir fengu á göngunni á Suð- urpólinn. „Þetta hefur gróið mjög vel og það er allt annað að sjá okk- ur í dag en þegar við komum á pól- inn,“ sagði Haraldur. Forsætisráðherra og utanríkis- ráðherra efna til móttöku fyrir Suðurpólsfarana í Ráðherrabú- staðnum í dag. Mismunur á landgæðum ríkja og neyzlunnar af þeim Island með mestan „vistfræðilegan afgangu ÍSLAND er með mestan „vistfræði- legan afgang“ allra ríkja, samkvæmt endurskoðaðri skýrslu rannsóknar- stofnunarinnar Centre for Sustaina- bility Studies. Þetta þýðir að hlut- deild íslands í gæðum jarðarinnar er meiri en neyzla þjóðarinnar af auð- æfum landsins og fiskimiðanna. Ekkert ríki á jafnmikinn „vistfræði- legan auð“ á hvern íbúa, samkvæmt niðurstöðum skýrslunnar, en ófáar þjóðir nota meira af gæðum jarðar- innar á hvem íbúa en Islendingar. Skýrsla stofnunarinnar kom fyrst út í fyrra og kom ísland þá afar illa út í samanburði við önnur rfld. Nið- urstaða stofnunarinnai- þá var sú að ekkert land ofnýtti náttúragæði jafnmikið. ísland ætti þvi heimsmet í „vistfræðilegum hallarekstri". Niðurstöðum breytt vegna at- hugasemda ráðuneytis I fréttatilkynningu frá umhverfis- ráðuneytinu kemur fram að eftir út- komu skýrslunnar hafi ráðuneytið farið ofan í saumana á útreikningum þeim, sem að baki niðurstöðunum lágu, og komizt að því meðal annars að auðlindum hafsins hafi verið skipt jafnt á milli allra jarðarbúa. Þannig hafi hver íbúi í landluktum ríkjum á borð við Sviss talizt eiga jafnmikla hlutdeild í auðæfum hafsins og hver íslendingur. Frjósemi og afrakstrar- geta lands hafi hins vegar verið ná- kvæmlega metin. Ráðuneytið segist hafa sent einum höfunda skýrslunnar athugasemdir og ábendingar og í kjölfar þess hafi skýrsluhöfundar ákveðið að endur- skoða aðferðafræði sína og skipta auðlindum hafsins á milli ríkja eftir hlutdeild þeirra í heimsafla. Neyzla íslendinga með því mesta sem gerist Eftir sem áður er neyzla Islend- inga af gæðum náttúrunnar með því mesta sem gerist. Skýrsluhöfundar nota þá aðferð að umreikna öll gæði náttúrannar yfir í hektara ræktar- lands. Samkvæmt þeirri aðferða- fræði nemur neyzla Islendinga 7,4 hekturam á mann. Af 52 ríkjum, sem athugunin nær til, era aðeins Banda- ríkin, Ástralía, Kanada og Nýja Sjá- land þurftafrekari á gæði jai-ðar. Fram kemur að væri eingöngu tekið tillit til landgæða á Islandi sjálfu stæðu þau engan veginn undir neyzlu þjóðarinnar. Þegar hlutdeild íslands í auðæfum hafsins hefur hins vegar verið reiknuð inn í dæmið snýst það við, þannig að náttúraauð- ur íslendinga telst þrisvar sinnum meiri en það, sem af er tekið til inn- anlandsneyzlu, eða sem nemur 21,7 hekturum á mann. Afgangurinn er 14,3 hektarar á mann. Gæði jarðar ofnýtt Eingöngu Nýja Sjáland telst búa við svipaðar aðstæður. ísland er efst á lista yfir þau ríki, sem skila „vist- fræðilegum afgangi" í heimsbúskap- inn. Hong Kong og Singapore, fjöl- menn ríki með afar lítið landrými og litlar auðlindir, teljast vera rekin með mestum „vistfræðilegum halla“. I heild komast höfundai- skýrsl- unnar að því að íbúar ríkjanna, sem skoðuð vora, en í þeim búa fjórir fimmtuhlutar mannkynS, ofnýti gæði jarðar og að neyzla þeirra sé um 35% meiri en vistkerfi þeirra geti staðið undir tfl lengri tíma litið. Nýja útgáfu skýrslunnar er að finna á veraldarvefnum og er slóðin: http://www.ecouncil.ac.cr/rio/ NOTKUN Á GÆÐUM JARÐAR Samanburður á íslandi og nokkrum ríkjum RÍKI í ÍSLAND Landgæði Neyslaágæðum I hekturum nátturunnar Vistfræðilegur j hvern íbúa 21,7 . ha/íbúa 7,4 afgangur/halli Nýja Sjáland 20,4 7,6 c mmmmm Perú 7,7 1,6 □ I 6,1 Ástralía 14,0 9,0 □ □ 5,0 Finnland 8,6 6,0 c □ 2,6 Kanada 9,6 7,7 □ 1,9 Svíþjóð 7,0 5,9 □ 1,1 Frakkland 4,2 4,1 1°,1 -- Noregur 6,3 6,2 |0,1 /K Bangladesh 0,3 0,5 -0,2 S Eþíópía 0,5 0,8 -0,31 / Kína 0,8 1,2 -0,41 1 - nðw jjip ytA Danmörk 5,2 5,9 ■0,7 □ Nígeria 0,6 1,5 -0,9 i Ungverjaland 2,1 3,1 -1,0@ j Thaíland 1,2 2,8 -1,6D l / \ / Rússland 3,7 6,0 -2,30 \ w****91W Þýskaland 1,9 5,3 -3.4 n i í \ Japan 0,9 4,3 -3.41 I / V \ ( áú.k Bretland 1,7 5,2 -3,5 r I \ / Holland 1,7 5,3 -3,6I I V *■ r ■ i-j-iÉáiSn / Bandaríkin 6,7 10,3 -3,61 I 1 Belgía 1,2 5,0 -3,81 I
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.