Morgunblaðið - 14.01.1998, Page 29

Morgunblaðið - 14.01.1998, Page 29
28 MIÐVIKUDAGUR 14. JANÚAR 1998 MORGUNBLAÐIÐ MORGUNBLAÐIÐ STOFNAÐ 1913 ÚTGEFANDI: Árvakur hf., Reykjavík. FRAMKVÆMDASTJÓRI: Hallgrímur B. Geirsson. RITSTJÓRAR: Matthías Johannessen, Styrmir Gunnarsson. HEIÐUR OG TRAUST FRÚ VIGDÍSI Finnbogadóttur, fyrrverandi forseta ís- lands, var sýndur mikill heiður í fyrradag, þegar Federico Mayor, aðalframkvæmdastjóri UNESCO, Menningar- og vís- indamálastofnunar Sameinuðu þjóðanna, fól henni að taka við formennsku Alþjóðaráðs um siðferði í vísindum og tækni. Mikil viðurkenning á störfum Vigdísar felst í því, að aðal- framkvæmdastjóri UNESCO skuli fela henni jafn þýðingar- og ábyrgðarmikið starf og þetta, ekki sízt þar sem um braut- ryðjandastarf er að ræða. Einungis tveir mánuðir eru síðan aðalráðstefna UNESCO lagði til að slíku Alþjóðaráði um sið- ferði í vísindum og tækni yrði komið á fót. Þá er Vigdísi ekki síður sýndur sómi og traust með þeirri beiðni Federicos Mayors, að hún verði honum til ráðuneytis við stofnun Alþjóðaráðsins, „með því að mæla með og velja um það bil 20 fulltrúa í ráðið, einstaklinga frá öllum heims- hlutum, sem hafi getið sér orð fyrir vel unnin störf á sviði vís- inda, heimspeki, menningar og stjórnmála". UNESCO vill með stofnun slíks Alþjóðaráðs efna til alþjóð- legrar, siðferðilegrar umræðu um, hverjar afleiðingar geta orðið og hvaða hættur geta skapast af aukinni framþróun vís- inda og tækni á ýmsum sviðum. Markmiðið er að sem flestar vísindagreinar og menningarheimar taki með einum eða öðr- um hætti þátt í störfum Alþjóðaráðsins. Nú undir lok 20. aldarinnar er stofnun slíks alþjóðaráðs ef- laust tímabær, því þróun í vísindum og tækni er afar ör og verður vafalaust svo áfram. Með sífellt aukinni þekkingu á vísindum og tækni geta vissulega vaknað ýmsar siðferðilegar spurningar, sem hollt getur verið fyrir þjóðir heims að leita svara við. Nýlegt dæmi um siðferðileg álitamál er sú umræða sem náði til flestra heimshorna, fyrir og í kjölfar umhverfis- ráðstefnunnar í Kyoto. Federico Mayor leggur til, að Alþjóðaráðið einbeiti sér til að byrja með að þremur mikilvægum málaflokkum og sið- ferðilegum spurningum og vandamálum þeim tengdum; þeim sem varða orku, nýtingu ferskvatnsforða og upplýsingasamfé- lagið. Það er íslendingum mikið ánægjuefni að fyrrverandi forseta er sýnt slíkt traust á alþjóðavettvangi. VANDI MÓÐURMÁLSKENN SLU KENNSLUFRÆÐI í íslenzku er brotakennd alveg frá leikskóla og upp úr að mati Ragnheiðar Briem, íslenzku- kennara við Menntaskólann í Reykjavík. Hún segir í viðtali við Morgunblaðið, að börn eigi erfitt með að tjá sig á móður- málinu, því orðaforðinn sé svo rýr. Kenna þurfi miklu meira í íslenzku en nú sé gert, ekki sízt yngstu nemendunum, og Ragnheiður segir góða námsmenn oft slaka í móðurmálinu. Hún vill að samin verði málvöndunarorðabók, sem sýni hvaða orð og setningar teljist góð og gild íslenzka. Full ástæða er til að leggja við eyru, þegar jafn virtur og reyndur íslenzkukennari og Ragnheiður Briem tjáir sig um ís- lenzkukunnáttu skólanema og vanda móðurmálskennslunnar. Sú mynd, sem hún dregur upp, er ekki uppörvandi, en ekki er hægt að segja, að lýsingin komi á óvart. Um árabil hafa fjöl- margir, ekki sízt móðurmálskennarar, bent á hrakandi ís- lenzkukunnáttu barna og ungmenna, jafnt í töluðu sem rituðu máli. Á hátíðarstundum taka ráðamenn undir mikilvægi ís- lenzkrar tungu og benda réttilega á, að án hennar þrífst hvorki íslenzk menning né fullveldi þjóðarinnar til framtíðar. Bent hefur verið á leiðir til að bæta kunnáttu nemenda og stöðu íslenzkunnar en einhverrar óskiljanlegrar tregðu gætir í „kerfínu" þegar til framkvæmdanna kemur. íslenzk ung- menni geta ekki orðið fullgildir starfsmenn í atvinnulífinu nema hafa staðgóða íslenzkukunnáttu og meðal leiða til að treysta hana hefur verið bent á aukna móðurmálskennslu í skólum, bætta námsbóka- og handbókaútgáfu, bætta menntun íslenzkukennara, svo og fulla greiðslu fyrir þá miklu heima- vinnu, sem íslenzkukennarar þurfa að leggja á sig við yfírferð verkefna og ritgerða, ekki sízt á framhaldsskólastigi. Tómt mál er að tala um varðveizlu tungunnar verði ekki hlustað á þessar tillögur, sem fyrst og fremst eru bornar fram af kunn- áttufólki. Þá má ekki gleyma mikilvægum þætti foreldra í mótun ís- lenzkukunnáttu barna sinna. Margir hafa orðið til að benda á, þ.á m. Ragnheiður, hversu mikilvægt það er að lesa fyrir börnin, helzt á hverju kvöldi, en það mótar málkennd og auð- veldar þeim að læra að lesa, sem er forsenda fyrir öllu námi. Umboðsmaður Alþingis gagnrýnir stjórnsýslu fjármálaráðuneytisins harðlega Svöruðu ekki fyrirspurnum í fjórtán mánuði Umboðsmaður Alþingís gagnrýnir stjórn- sýslu fjármálaráðuneytisins varðandi stað- festingu á reglugerðum lífeyrissjóða harðlega í tveimur álitum og hefur ákveðið að gera for- sætisráðherra og forseta Alþingis grein fyrir --------7------------------------- málinu. I samantekt Hjálmars Jónssonar kemur m.a. fram að samskipti lífeyrissjóða og ráðuneytisins eiga sér lengri forsögu. Morgunblaðið/Ásdís LÍFEYRISMÁL eru enn eina ferðina í brennidepli. Myndin er tekin á Lækjartorgi í gær, en konan á myndinni tengist ekki efni greinarinnar. JÁRMÁLARÁÐUNEYTIÐ virti álit umboðsmanns Al- þingis að vettugi í máli er varðaði erindi lífeyrissjóðs um staðfestingu á breyttri reglugerð sjóðsins og lét hjá líða að svara erindi umboðsmanns þess vegna í rúma 14 mánuði. Það gaf auk þess engar skýr- ingar á drættinum þótt eftir þeim væri leitað og loks þegar svör bárust voru þau ófullnægjandi. Umboðsmað- ur segir að fjái-málaráðuneytið skeri sig að þessu leyti verulega úr miðað við önnur stjómvöld og hefur af þeim sökum ákveðið að gera forsætisráð- herra og forseta Alþingis grein fyrir málinu, en það mun afar fátítt sam- kvæmt upplýsingum Morgunblaðs- ins. Ennfremur segir í niðurlagsorðum álits umboðsmanns í málinu nr. 1754/1996, sem afgreitt er 8. janúar síðastliðinn að sú ákvörðun fjármála- ráðuneytisins að afgreiða ekki lífeyr- issjóðinn um staðfestingu á reglugerð fyrir hann með formlegum hætti á grundvelli gildandi laga hafí verið ólögmæt. Síðan segir: „Með við- brögðum sínum við áliti mínu frá 6. október 1995 í máli A og erindum mínum í tilefni af kvörtun sjóðsins í kjölfar álitsins og með afstöðu sinni hefur fjármálaráðuneytið að mínum dómi, gert hvoi-t tveggja í senn, aukið rangindi þau, sem það hafði áður beitt A, og lagt stein í götu starfs um- boðsmanns Alþingis. Af þeim sökum sendi ég forsætisráðherra og forseta Alþingis þetta álit mitt.“ Það er ekki einungis í þessu máli sem umboðsmaður Alþingis kemst að því að fjámálaráðuneytið hafi ekki farið að lögum hvað varðar staðfest- ingu á reglugerðum lífeyrissjóða, því 8. janúar síðastliðinn undiritar hann einnig annað álit þar sem komist er að þeirri niðurstöðu að fjármála- ráðuneytið hafí brotið gegn megin- reglum stjórnsýsluréttar í meðferð umsóknar Sameinaða lífeyrissjóðs- ins um staðfestingu á reglugerð vegna stofnunar séreignadeildar við sjóðinn. Telur umboðsmaður að sú ákvörðun fjármálaráðuneytisins að afgreiða ekki erindi sjóðsins með formlegum hætti á grundvelli gild- andi laga hafi verið ólög- mæt og að lagarök hafi ekki staðið til að hafna er- indinu. Fyrrnefnda álitið er sýnu harðorðara því þar er um það að ræða að fjármálaráðuneyt- ið virðir að vettugi álit umboðsmanns í málinu frá því haustið 1995 og lætur hjá líða að svara fyrirspumum hans í framhaldi af kvörtunum lífeyrissjóðs- ins í á annað ár, eins og að framan er rakið. Vildi skiptast í deildir eftir íjárfestingai'stefnu Málsatvik eru þau að lífeyrissjóður- inn óskaði eftir því við fjámálaráðu- neytið að það staðfesti reglugerðar- breytingu þar sem sjóðnum var skipt upp í tvær deildir eftir fjárfestingar- stefnu. Voru slíkar hugmyndir bomar undir fjármálaráðuneytið upphaflega haustið 1993 og kvað ráðuneytið ekki unnt að fallast á slíkar breytingar þar sem með þeim væri vildð frá hefð- bundinni áhættudreifingu miðað við mótaðar starfsvenjur. Ennfremur var tekið fram að stefnt væri að því á því þingi sem þá var að leggja fram fram- varp til laga um starfsemi lífeyris- sjóða, þar sem gert var ráð fyrir að settar yrðu almennar reglur um fjár- festingarstefnu lífeyrissjóða. Málinu var skotið til umboðsmanns Alþingis sem eftir að hafa fengið gögn frá fjár- málaráðuneytinu um málið komst að þeirri niðurstöðu 6. október 1995 að synjun á staðfestingu reglugerðarinn- ar væri ekki lögmæt. Sagði umboðs- maður meðal annars að um einkarétt- arlegt samningsatriði væri að ræða sem almennt yrði ekki gripið inn í af hálfu stjómvalda nema skýr laga- heimild stæði til þess. „Fjármálaráðu- neytið verði við ákvarðanir sínar um staðfestingar á reglugerðum fyrir líf- eyrissjóði að byggja á þeim lagaá- kvæðum, sem um það efni fjalla á hverjum tíma.“ í samræmi við þessa niðurstöðu beindi umboðsmaður því til fjármála- ráðuneytisins að erindið yrði tekið til meðferðar að nýju og úr því leyst í samræmi við niðurstöðu álitsins kæmi um það ósk frá fyrirsvars- mönnum lífeyrissjóðsins. Sú ósk kom fram og synjaði fjármálaráðuneytið enn um staðfestingu þrátt fyrir álit umboðsmanns með bréfi 14. mars 1996 með vísan til þess að nefnd hefði að undanfömu unnið að samningu framvarps um þessi efni og ráðuneyt- ið hefði af þeim sökum ákveðið að samþykkja ekki breytingar á reglu- gerðum lífeyrissjóða, enda mætti ætla að á þessum atriðum yrði tekið með lagasetningu. Málinu var aftur kært til umboðs- manns sem skrifaði fjármálaráðherra vegna þess 23. apríl 1996. í áliti um- boðsmanns er rakið að hann hafi ít- rekað erindið bréflega fjóram sinnum á árinu 1996 án árangurs, auk þess að hafa ítrekað tilmælin á fundi með ráðuneytisstjóra fjármálaráðuneytis- ins 26. september 1996. Aftur var er- indið ítrekað í upphafi árs 1997 og jafnframt óskað eftir skýringum á hverju sætti þessi dráttur á svarinu, en þá var átta og hálfur mánuður frá því um- boðsmaður óskaði eftir skýringum ráðuneytisins. Hinn 26. febrúar berst um- boðsmanni svar ráðuneytisins varð- andi umsókn Sameinaða lífeyrissjóðs- ins um stofnun séreignadeildar og kemur þar fram að ráðuneytið „taldi ekki rétt að samþykkja meiriháttar breytingar á skipulagi lífeyrissjóða og þar með skipan þessara mála á meðan í vinnslu væri frumvarp um lífeyrismál." Úmboðsmaður ritaði fjármálaráð- herra 11. mars og ítrekaði það 5. júní og óskaði upplýst hvort þetta væri einnig viðhorf ráðuneytisins varðandi fyrrnefnda málið og var það loks staðfest með bréfum ráðuneytisins til umboðsmanns 25. júní og 8. júlí í fyrra. Skotið á frest í áliti umboðsmanns kemur fram að við fyrri umfjöllun um málið hjá umboðsmanni hafi það ekki komið fram sem rök hjá ráðuneytinu að lagasetning sé framundan í þessum efnum heldur hafi það verið viður- kennt af hálfu ráðuneytisins í megin- atriðum að fjármálaráðuneytið yrði að byggja ákvarðanir sínar um stað- festingu reglugerða lífeyrissjóða á fullnægjandi lagagrundvelli og byggja á þeim lagaákvæðum sem um þetta fjölluðu á hverjum tíma. Hins vegar verði að líta svo á að með þeirri afstöðu sem tekin hafi verið í bréfum tií kæranda 14. mars 1996 og bréfi þess til umboðsmanns 26. febrúar 1997 og 8. júlí 1997 að ráðuneytið hafi ákveðið að skjóta því á frest að af- greiða erindin með formlegum hætti uns fyrir lægi hvort sett yrði almenn löggjöf um lífeyrisréttindi og starf- semi lífeyrissjóða. Síðan segir umboðsmaður: „Af þessu tilefni tek ég fram, að borgar- amir eiga rétt á því, að stjómvöld af- greiði mál þeirra svo fljótt sem unnt er á grandvelli þeirra laga og stjórn- valdsfyrirmæla, sem í gildi era, þegar þeir bera fram erindi sín við stjóm- völd, sbr. 1. mgr. 9. gr. stjómsýslu- laga nr. 37/1993. Það er almennt ekki á valdi stjórnvalda að ákveða að bíða með afgreiðslu mála langtímum sam- an, þar til settar hafa verið nýjar regl- ur, heldur verða stjórnvöld að beita þeim réttarheimildum, sem í gildi eru á hverjum tíma við úrlausn mála.“ Til viðbótar áréttar umboðsmaður lögmætisreglu íslensks stjórnsýslu- réttar og jafnræðisreglur sem lög- festar hafi verið í 11. grein stóm- sýslulaga nr. 37/1993 og í 65. gr. stjómarskrárinnar. „Þá er að mínum dómi tilefni til að minna á, að órétt- lætt synjun um afgreiðslu mála getur leitt til bótaskyldu hins opinbera," segir umboðsmaður. „Hrein og klár inismunun" Ekki bætir miklu við þetta að rekja hér álit umboðsmanns varðandi Sa- meinaða lífeyrissjóðinn frekar, en það snerist um heimiid til að setja á laggirnar séreignadeild við sjóðinn og var upphaflega óskað staðfesting- ar á reglugerð þar að lútandi síðla hausts 1993. Það er hins vegar rétt að nefna að málið á sér lengri forsögu, því í það minnsta tveir starfandi sam- eignarlífeyrissjóðir höfðu áður sótt um heimild til stofnunar séreigna- sjóða en verið hafnað á sama tíma og verðbréfafyrirtækjunum mörgum hverjum var heimilað að stofna sér- eignalífeyrissjóði sem fólk gat greitt til og þar með fullnægt lagaskyldu þess efnis. Almennur lífeyrissjóður iðnaðar- manna sótti fyrst um þessa heimild snemma árs 1990 en var hafnað. Sjóðurinn ítrekaði umsókn sína einu og hálfu ári síðar án árangurs, en helstu greiðendur til sjóðsins voru sjálfstætt starfandi iðnaðarmenn og hárgreiðslufólk. Þórleifur Jónsson, framkvæmdastjóri sjóðsins, sagðist í samtali við Morgunblaðið 30. október 1991 ekki skilja að á svipuðum tíma og lífeyrissjóður Fjárfestingafélags- ins hefði fengið staðfestingu ráðu- neytisins hefði umsókn þein-a verið hafnað á þeirri forsendu að það sam- rýmdist ekki ákvæðum frumvarps til laga um lífeyrissjóði. „Þetta er hrein og klár mismunun og maður trúir því ekki að fjármálaráðuneytið geti stað- ið á því að neita starfandi lífeyrissjóð- um um nákvæmlega það sem búið er að heimila öðrum,“ sagði Þórleifur í samtalinu. Áfellisdómur Jóhannes Siggeirsson, fram- kvæmdastjóri Sameinaða lífeyris- sjóðsins segir að um áfellisdóm sé að ræða yfir stjórnsýslu fjármálaráðu- neytisins hvað varðaði erindi Samein- aða lífeyrissjóðsins um staðfestingu reglugerðar sjóðsins. Þeir fögnuðu því að niðurstaða væri komin. Um- boðsmaður tæki á efnisþáttum máls- ins sem væra í fyrsta lagi meðferð fjármálaráðuneytisins á erindinu, í öðru lagi forsendur þess fyrir að slá því sífellt á frest að afgreiða erindið. I þriðja lagi væri tekið á þeim laga- grandvelli sem fjármálaráðuneytið gæti byggt á við afgreiðslu málsins og í fjórða lagi væri tekið á þeirri mismunun sem lífeyrissjóðurinn teldi að ráðuneytið hefði sýnt þeim gagn- vart öðram aðilum á þessu sviði. „Niðurstaða umboðsmanns hlýtur að vera mikill áfellisdómur yfir þeirri stjórnsýslu sem fram fer í fjármála- ráðuneytinu og hlýtur að vera mikið áhyggjuefni, jafnt fyrir fjármálaráð- herra sem forsætisráðherra, þar sem það er ljóst að fjármálaráðherra starfar á ábyrgð forsætisráðherra og starfsmenn fjármálai'áðuneytisins á ábyrgð fjármálaráðherra," sagði Jó- hannes. Á að afgreiða á grundvelli laga Friðrik Sophusson fjármálaráð- herra sagðist taka þessa gagnrýni á ráðuneytið mjög alvarlega og hefði beðið um greinargerð vegna sam- skipta þess við umboðsmann Alþing- is. Um væri að ræða einsdæmi því reglan væri að hafa hliðsjón af álitum umboðsmanns. Þessi mál varðandi lífeyrissjóðina væru undantekningar því 43 mál sem vörðuðu um- boðsmann að einhverju leyti hefðu verið skráð í fjármálaráðuneytinu á síðasta ári og einungis ætti eftir að svara einu sem hefði komið síðla í nóvembermánuði. Aðspurður hvort fjármálaráðu- neytið hlyti ekki að þurfa að afgreiða erindi sem því bærust á grundvelli gildandi laga, sagðist Friðrik telja að svo væri. Hins vegar hefði ráðuneytið talið sig hafa meira svigrúm til þess að staðfesta reglugerðir, en væri nið- urstaða umboðsmanns. Aðspurður hverju það sætti að ráðuneytið hefði virt álit umboðs- manns að vettugi frá október 1995 og ekki svarað erindi hans í fjórtán mán- uði, sagði Friðrik, að ráðuneytið hefði átt að tilkynna umboðsmanni það 4- strax að það teldi að ný rök hefðu komið til sögunnar, þ.e.as. þau að framvarp liggi fyrir og það ætli að bíða eftir nýjum lögum. „Ég tel að það sé augljóst að ráðuneytið hefði átt að gera umboðsmanni grein fyrir því strax ef það ætlaði að koma að nýjum rökum. í stað þess var beðið eftir nýrri beiðni frá lífeyrissjóðnum og þeirri beiðni síðan synjað á nýjum rökum, sem ráðuneytið hafði ekki gripið til áður.“ - En telur þú að ráðuneytinu hafi verið stætt á því að synja staðfest- ingu í síðara sídptið eftir að álit um- boðsmanns lá fyrir þar sem meðal annars segir að fjármálaráðuneytið verði við ákvarðanir sínar um stað- festingar á reglugerðum fyrir lífeyr- issjóði að byggja á lagaákvæðum sem um það fjalla á hverjum tíma? „Miðað við málið eins og það liggur nú fyrir frá umboðsmanni tel ég að ráðuneytinu hafi ekki verið það heim- ilt, en ég get auðvitað ekki sagt fyrir um það hvemig dómstólar dæmdu í slíku máli og það verður að hafa í huga að álit umboðsmanns er ekki dómur í þeim skilningi," sagði Friðrik einnig. Aðspurður hvort hann teldi þá hugsanlegt í sumum tilvikum að stjómvöld þyiftu ekki að fara eftir áliti umboðsmanns, sagðist Friðrik telja það góða meginreglu að fara að áliti umboðsmanns og sjálfsagt væri að gera það. „Menn verða að hafa það í huga að ráðuneytið var auðvitað á þessum tíma milli steins og sleggju vegna þess að lagafyrirmælin voru svo fá- tækleg að það var í raun og vera ekki nokkur leið að byggja upp eðlilega stefnu gagnvart reglugerðarbeiðnum lífeyrissjóðanna," sagði Friðrik. - Býður það ekki bara geðþótta heim ef stjórnvöld fara að byggja ákvarðanir sínar og meðferð mála á væntanlegri lagasetningu en ekki lögum eins og þau hljóða? Sammála umboðsmanni „Ég er sammála umboðsmanni AI- þingis að stjómvöld eiga að sjálf- sögðu að byggja ákvarðanir sínar á gildandi rétti, en ekki á lagafrum- vörpum eða hugmyndum um það sem sett kunni að verða í lög. Eina afsök- un ráðuneytisins í þessu máli er sú að það var svo mikil óvissa í þessum málum, lagafyrirmælin fátækleg og augljóst að það þurfti að gera breyt- ingar. Reyndar höfðu þær staðið til árum saman. Um þetta leyti var verið að vinna að undirbúningi málsins sem nú er komið í höfn,“ sagði Friðrik. - Er hægt að segja að ráðuneytið hafi haft einhverja stefnu í þessum málum þegar það, á sama tíma og það hafnaði erindum samtryggingarsjóða um stofnun séreignasjóða, samþykkti ítrekað stofnun séreignasjóða sem verðbréfafyrirtækin stofnuðu? „Það kemur einnig fram í svörun- um að ráðuneytið taldi að það væri ekki óeðlilegt miðað við þá löggjöf sem gilti að í landinu væru annars vegar samti-yggingarsjóðir sem sinntu sínu starfi eins og venja hefði verið og hins vegar séreignasjóðir sem störfuðu á öðrum grundvelli. Á því byggðist meðal annars málflutn- ingur ráðuneytisins," sagði Friðrik ennfremur. Hann sagði að ný lög um lífeyris- sjóði sem samþykkt hefðu verið skömmu fyrir jól mörkuðu tímamót í þessum efnum og vörðuðu hvert mannsbarn í landinu. Með lagasetn- ingunni vonaðist hann til að þar með væru árekstrar við einstaka lífeyrissjóði úr sögunni. Nú hefðu þeir eitt og hálft ár til að laga regl- ur sína að nýjum lögum og muni ráðuneytið aðstoða þá við það. Jafn- framt væri það ætlun hans að ráðu- neytið lagaði stjórnsýslu sína að gagnrýni umboðsmanns, bæði hvað varðaði málsmeðferð og efnistök í viðkomandi málum. „Ég hef beðið starfsmenn ráðuneytisins að taka saman yfirlit yfir samsldpti við um- boðsmann Aíþingis. Það verður sent forsætisráðherra og forseta Alþingis, en auk þess mun ég óska eftir fundi með umboðsmanni Alþingis til að ræða við hann hvernig samskiptum við hann verður best háttað, enda tel ég skyldu mína að greiða fyrir því mikilvæga starfi sem hann gegnir," sagði Friðrik að lokum. Getur leitt til bótaskyldu hins opinbera Reglan að hafa hliðsjón af álitum MIÐVIKUDAGUR 14. JANÚAR 1998 29 Fyrirheit ráðherra hugsanlega lögboðið Margir velta þeirri spurningu nú fyrir sér hver sé réttur þeirra sjúklinga sem greiða þurfa fullu verði þjónustu sérfræðilækna. Að sögn Páls Þórhallssonar er vafamál hvort hægt sé að byggja lagalega kröfu um endurgreiðslu á almannatryggingalögun- um. Hins vegar vaknar sú spurning hvort ríkið bæri ekki skaðabótaábyrgð allt að einu þar sem lög leggi því þá skyldu á herðar að sjá sjúklingum fyrir ókeypis al- hliða heilbrigðisþjónustu. INGIBJÖRG Pálmadóttir heil- brigðisráðherra hefur gefið fyrirheit um að reikningar frá sérfræðilæknum sem ekki eru bundnir samningi við Trygginga- stofnun ríkisins skuli geyma reikn- ingana því þeir verði endurgreiddir. Þar með má segja að tekin hafi verið pólitísk ábyrgð á því að sjúklingarn- ir sem nú fara erindisleysu til Tryggingastofnunar ríkisins til að fá reikninga endurgreidda muni ekki þurfa að bera kostnaðinn sjálfir. Margt bendir til að ráðherrann sé þama ekki að ganga lengra heldur en lög bjóða. Spumingin sem hér blasir við er þessi: Fram til þessa hafa íslending- ar getað leitað sér lækninga þegar þörf krefur hjá sérfræðilæknum og hefur íslenska ríkið greitt stærstan hluta kostnaðarins. Nú hafa hins vegar sérfræðingar í skurðlækningum, bæklunaidækning- um, háls-, nef- og eyrnalækningum og þvagfæraskurð- lækningum sagt upp samningi sín- um við Trygginga- stofnun ríkisins þannig að fólk sem leitar til þeirra hef- ur orðið að greiða kostnaðinn úr eigin vasa. Sá kostnaður getur hlaupið á tug- um þúsunda. Sem dæmi má nefna að reikningur fyrú' að- gerð vegna kvið- slits getur verið á bilinu 25.000-30.000 kr. samningur af einhverju tagi sé alltaf í gildi, jafnvel óháð því hvort læknar vilja semja eða ekki. Þetta gerðar- dómsákvæði er nokkuð torskilið og vekur spurningar um það að hve miklu leyti heilu sérfræðistéttirnar geti sagt sig frá samningnum. Sömuleiðis má vitna til laga nr. 97/1990 um heilbrigðisþjónustu þar sem segir að allir landsmenn skuli eiga kost á fullkomnustu heilbrigðis- þjónustu sem á hverjum tíma era tök á að veita. Heilbrigðisþjónusta taki til hvers kyns heilsugæslu, heil- brigðiseftirlits, lækningarannsókna, lækninga og hjúkrunar í sjúkrahús- um. Skv. 34. gr. almannatrygginga- laga skal hverjum sjúkratryggðum tryggður réttur til ókeypis dvalar á sjúki-ahúsi að læknisráði. 2. mgr. 3. gr. laga nr. 74/1997 um réttindi sjúklinga mælir fyrir um rétt þeirra Sjúkratryggingar Á hvaða grund- velli hefur greiðslu- skylda ríkisins byggst? Hvaða lagalega rétt hefur fólk átt til niður- greiddrar og í raun ókeypis heil- brigðisþjónustu sérfræðinga? Þar verður fyrst fyrir að benda á 33. gr. laga um almannatryggingar nr. 117/1993 þar sem segir að þeir sem átt hafi lögheimili á Islandi í sex mánuði eða lengur séu sjúki'a- tryggðir. Síðan er það nánar útfært hvað í því felist að vera sjúkra- tryggður. Það er reyndar svo oft bú- ið að hrærá í þessum ákvæðum und- anfarin ár að þau era ekki vel skýr. Skv. 36. gr. laganna er veitt hjálp við nauðsynlegar rannsóknir og að- gerðir hjá sérfræðingum og stofn- unum sem Tryggingastofnun ríkis- ins hefur samning við. í 39. gr. sömu laga segir að náist ekki samningar skuli gerðardómur ákveða samningskjörin. Samnings- aðilar tilnefni einn gerðannann hvor, en Hæstiréttur skipi odda- mann. Verði dómurinn ekki fullskip- aður þannig tilnefnir Hæstiréttur þá sem vanta kann. Þetta ákvæði ber vott um að lögin gera ráð fyrir að „SEGJA má að tekin hafi verið pólitísk ábyrgð á því að sjúklingarnir sem nú fara erindisleysu til Tryggingastofnunar ríkisins til að fá reikninga endurgreidda muni ekki þurfa að bera kostnaðinn sjálfir." til læknisþjónustu í samræmi við bestu þekkingu sem völ er á og má geta þess að á undirbúningsstigum laganna var felldur út fyrirvari um fjárhagsramma. Þessum ákvæðum til stuðnings má vísa í 76. gr. stjórnarskrárinnar þar sem segir að öllum sem þess þurfa skuli tryggður í lögum réttur til aðstoðar vegna sjúkleika. í 29. gr. samningsins um Evrópska efna- hagssvæðið takast samningsaðilar á hendur að tryggja launþegum sem búsettir eru í viðkomandi landi bæt- ur úr almannatryggingakerfinu. í 12. gr. Félagsmálasáttmála Evrópu segir að samningsaðilar skuldbindi sig til að koma á fót almannatrygg- ingakerfi, viðhalda því og \ikka það út. íslendingar hafa fullgilt þennan sáttmála og ekki gert fyrirvara við þetta ákvæði eins og Bretar hafa þó gert sem bendir til að það sé ekki með öllu merkingarlaust. Félagsleg réttindi orðin tóm? Vissulega hefur ekki oft reynt á það í íslenskum rétti hver sé réttar- vernd félagslegra réttinda af þessu tagi og að hve miklu leyti borgar- arnir kunni að eiga beinharða fjár- kröfu í því efni. Spumingin er sú hvort þessi tilvitnuðu lagaákvæði séu ekki það afdráttarlaus að þau tryggi almenningi lagalegan rétt á hendur ríkinu á tiltekinni þjónustu. Ríkið kann að eiga nokkurt val um hvar þessi þjónusta er veitt, hvort hún er veitt inni á sjúkrahúsunum eða hjá sérfræðingum úti í bæ á grundvelli samnings. En skyldan sé eigi að síður fyrir hendi. Sú skylda geti ekki horfið við það eitt að lækn- ar séu ekki tilbúnir til samninga á þeim forsendum sem ríkið býður upp á. Að vísu segir í almannatrygginga- lögunum að tryggingastofnun beri að leita hagstæðustu samninga þannig að Ijóst er að henni er ekki skylt að ganga að hvaða kröfum lækna sem er. Það breytir hins veg- ar ekki því að lágmarkstryggingar- vemd verður að vera fyrir hendi og ríkið getur þá boðið upp á þessa þjónustu með öðrum hætti eins og; til dæmis inni á sjúkrahúsunum. Þessir sömu sérfræðingar starfa auðvitað þar margir hverjir og ríkið hlýtur almennt talað að geta búið svo um hnútana að starfsmenn þess láti þessa þjónustu í té. Manni segir til dæmis svo hugur um að mörkin milli aðgerða sem framkvæmdar eru inni á sjúkrahús- um og á stofum úti í bæ séu ekki alltaf skýr. Hafi aðgerð af tiltekinni tegund verið framkvæmd inni á spítala einhvem tímann í gildistíð núgilandi almannatryggingalagá rennir það auðvitað stoðum undir að fólk eigi almennt til- kall til þess að fá slíka þjónustu ókeypis. Talsmenn Trygg- ingastofnunar ríkis- ins hafa neitað því að stofnunin taki þátt í kostnaði sem sjúklingar inna af hendi til sérfræð- inga sem hafa sagt sig af samningi við stofnunina. Er þá vísað til fyrr- greindra ákvæðú laga um almanna- tryggingar. Það er að vísu rétt að skv. 36. gr. laganna verð- ur samningur að vera fyrir hendi. Það kann því að vera að beinn réttur til end- urgreiðslu verði ekki byggður á lög- unum. Hins vegar svarar þetta þvi ekki hvort sjúklingar eigi ekki skaðabótakröfu á ríkið fyrir að bregðast þeirri tryggingarskyldu sem lög og al- þjóðasáttmálar leggja því á herðay. Til þess að slík skaðabótakrafá næði fram að ganga kynnu sjúk- lingar að þurfa að sýna fram á að reynt hafi verið án árangurs að fá aðgerð framkvæmda á sjúkrahúsi. En að því gefnu að fyrir liggi að sjúklingar hafi ekki átt í önnur hús að venda en til sérfræðinga utan samninga þá er alls ekki fjarstæðu- kennt að ætla að skaðabótakrafa á hendur ríkinu gæti náð fram að ganga. Það styður slíka kröfu að ríkið sparar auðvitað stórar fjár- hæðir á núverandi ástandi. Getur það verið eðlileg og réttlát- niðurstaða að ríkið velti þannig í raun hluta af kostnaði af heilbrigð- isþjónustunni yfir á vissan hluta sjúklinga án þess að um það hafi verið tekin ákvörðun með lögum og án þess að grandvelli tryggingar- verndarinnar hafi þannig verið breytt? r

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.