Morgunblaðið - 14.01.1998, Blaðsíða 37

Morgunblaðið - 14.01.1998, Blaðsíða 37
MORGUNBLAÐIÐ MINNINGAR MIÐVIKUDAGUR 14. JANÚAR 1998 3% reisn. Hún gerði allt sem hægt var að gera til að létta aðstandendum missinn og búa framtíð bama sinna, þeirra Asgeirs og Önnu, sem best hún mætti. Margar góðar minningar koma upp í hugann frá uppvexti okkar í Mosfellssveitinni. Þórunn dvaldi oft á heimili foreldra minna við Dælu- stöðina. Það var ekki örgrannt um að ég öfundaði hana yfír því að geta valið á milli þess að eiga heima í sveit og í Reykjavík. I Mosfells- sveitinni kynntist Tóta nokkrum af sínum bestu vinum á lífsleiðinni, svo sem Önnu Margréti. í hlut Tótu kom að gæta okkar bræðranna. Viss er ég um að það hefur ekki alltaf verið þægilegt verk, því trúa þeir sem þekkja okkur Sigurð. Hóg- værð og þægilegt viðmót var ráðið sem hún notaði á okkur og minnist ég þess ekki að við höfum óhlýðnast henni alvarlega. Guðmundur Sigurðsson. Þórann kvaddi á þrettándanum. Eg kynntist henni best síðasta eina og hálfa árið sem hún vann hjá Vegagerðinni. I vinnunni var hún með allt á hreinu og ætlaðist til þess sama af öðram. Það var aldrei nein lognmolla í kringum hana. Bestu minningarnar sem ég á um Þórunni eru úr vinnuferð sem við fóram út á land sumarið 1995. Þórunn sem alltaf var svo fín í tauinu og vel til höfð inni á skrifstofu naut sín ekki síðui- vel í gallabuxum og striga- skóm úti á vegi. í umferðarkönnun á Lágheiði stóð hún sig frábærlega vel og lét sig þó ekki muna um að standa í fasteignaviðskiptum, með aðstoð síma, á milli þess sem hún stökk út úr bílnum og spurði veg- farendur tilskilinna spurninga. Þetta bjarta júlíkvöld spegluðu fjöllin við Ólafsfjarðarvatn sig í sléttum fletinum. Þórann hafði glöggt auga fyrir náttúrufegurð og tók gjarnan myndir þegar færi gafst. Eftir að Þórunn hætti hjá Vega- gerðinni hittumst við ekki oft en töl- uðum reglulega saman í síma. Eitt kvöld í apríl á síðastliðnu vori fórum við nokkrar núverandi og fyrrver- andi samstarfskonur hjá Vegagerð- inni út að borða. Þórann ætlaði með en komst svo ekki af óviðráðanleg- um ástæðum. Við ákváðum að end- urtaka þetta þegar sól yrði farin að lækka á lofti að nýju, nógur væri tíminn. En skjótt skipast veður í lofti. Eg votta börnum Þórunnar, þeim Asgeiri og Önnu, og öðram nánum aðstandendum innilega samúð. Auður Þóra Árnadóttir. Eftir aðeins fjögurra mánaða erf- ið veikindi lést Tóta rétt 55 ára. Hún bar sig eins og hetja allan tím- ann og naut mikilla samvista við börnin sín. Munu þau eflaust búa að því alla ævi. Við. „stelpumar" kynntumst í Versló í kringum 1960. Við komum flestar sín úr hverri áttinni og stofn- uðum saumaklúbb, sem er enn starfandi. Það leið oft langur tími milli funda hjá okkur, þar sem sum- ar okkar bjuggu og búa erlendis, en alltaf jafn glatt á hjalla þegar við komum saman. Núna búa þrjár í út- löndum og Tóta okkar farin. Það er sárt og erfitt að trúa því. Haustið 1971 fengum við Tóta þá hugmynd að lesa utanskóla undir stúdentspróf, í Versló auðvitað. Það var Tóta sem valdi og talaði við úr- vals kennara um að taka okkur í einkatíma. Minnisstæðastir era tím- arnir í latínu hjá Valgerði Bjama- dóttur að ógleymdum tímum hjá Lýð Bjömssyni og Baldri Sveins- syni. Vorið 1972 fékk Tóta Rósu Gestsdóttur frönskukennara til að kenna okkur í sól og sumri. Eftir að Tóta giftist Guðna og eignaðist Ásgeir ákvað hún að fresta lokaprófi þar til síðar. Það stóð hún við. Á þessum námsárum vorum við mikið saman og kynnt- umst enn betur. Tóta var einhver mesta „dama“ sem ég hef kynnst. Sem barn og unglingur lærði hún á fiðlu hjá Birni Ólafssyni og hafði yndi af klassískri tónlist. Hún fór oft í leikhús og á ballettsýningar. Einnig las hún mik- ið, saumaði föt og bróderaði. Falleg heimili átti Tóta og bjó hún til góð- an mat. Allt sem hún gerði var fal- legt og vandað og eins var um klæðaburðinn. Bjöm litli fæddist 1975. Hann lést eftir stutt veikindi 1978. Það var mikið áfall, en Tóta lét ekki bugast þótt sorgin væri sár. Árið 1980 fæddist svo Anna, sem var þriðji sólargeislinn. Ásgeir og Anna hafa staðið með mömmu sinni eins og klettar í veik- indum hennar. Þau héldu henni jól og áramót með hjálp pabba síns og ömmu. Þau hafa þurft að taka á móti ótal gestum undanfarna mán- uði og sérstaklega þessa síðustu og jafnframt sárastu daga. Við hjónin vottum ykkur, Ásgeir og Anna, okkar dýpstu samúð. Einnig Birnu, sem missti einkadótt- ur sína og augastein. Blessuð sé minning Tótu. Edda Sigrún Gunnarsdóttir. Með þessum ljóðlínum viljum við kveðja Þórunni og um leið senda vinkonu okkar Önnu Sigríði og Ás- geiri bróður hennar okkar innileg- ustu samúðarkveðjur. Megi Guð styrkja ykkur á þess- um erfiðu tímum. Er sólin hnígur hægt í djúpan sæ og höfuð sitt til næturhvíldar byrgir, á svalri grund, í golu þýðum biæ er gott að hvfla þeim, er vini syrgir. í hinstu geislum hljótt þeir nálgast þá, að huga þínum veifa mjúkum svala. Hver sælustund, sem þú þeim hafðir hjá í hjarta þínu byijar ljúft að tala. (Hannes Hafstein) Unnur Erla og Anna María. Góð samstarfskona og vinkona er fallin frá. Við kveðjum í dag ótrú- lega hetju og einstaklega sterka konu. Það kom svo bersýnilega fram í þessari hetjulegu baráttu sem hún háði gegn illvígum sjúk- dómi sem dró hana til dauða á mjög skömmum tíma. Eg fylgdist náið með Þóranni þessa erfiðu fjóra mánuði sem baráttan stóð í stríðinu við hræðilegan og illvígan sjúkdóm. Þórann hóf störf í sjávarútvegs- ráðuneytinu fyrir einu og hálfu ári sem einkaritari ráðherra. Ég hafði lítillega kynnst henni áður en aftur á móti kynntumst við hjónin Bimu, móður hennar, í tveggja vikna ferð til Italíu fyrir þremur áram. Henn- ar missir er óbærilega mikill en Þórunn var einkadóttir hennar. Þórunn hafði ríka kímnigáfu og var ætið jákvætt andrúmsloft í kringum hana. Ég mun alltaf minn- ast Þórunnar með hlýju. Hún var tryggur vinur og samstarfsfélagi. Með þessum fátæklegu orðum vil ég senda bömum hennar, Ásgeiri og Önnu, svo og Bimu móður henn- ar, mínar innilegustu samúðar- kveðjur. Megi algóður guð styrkja þau í sorg þeirra. Kristín Magnússon. Sumar taugar slitna aldrei þótt lítið sé gert til að viðhalda þeim. Það á oft við um gamla skólafélaga eins og okkur Þórunni Haraldsdótt- ur sem í dag er kvödd, svo allt of fljótt. Síðustu misserin og þá ekki síst síðustu mánuðina, eftir að hún veiktist, tókum við upp þráðinn og gáfum okkur oftar en áður tóm til að ræða saman um lífið og tilverana og fundum á ný þann tón sem ein- kenndi samskipti okkar á skólaár- unum. Á þeim áratugum sem skildu að þessa tvenna tíma var lengst af látið duga að hittast nokkrum sinnum á ári, aðallega í saumaklúbbnum sem við stofnuðum í Versló og hefur haldist næst óbreyttur frá upphafi. Það var fyrst og fremst Tótu að þakka að klúbburinn hélt velli í all- an þennan tíma þrátt fyrir margvís- legar annir vinkvennanna og breyti- leg áhugamál. Hún passaði vel upp á að við héldum áíram að hittast og eins var reyndar með útskriftarár- ganginn. Alltaf var Tóta potturinn og pannan í að efna til fagnaðar á útskriftarafmælum og var allt það starf metið að verðleikum. Við héldum því stöðugt sambandi og fylgdumst með stóram og smá- um viðburðum í lífi hvor annarrar. Ég fylgdist með því hvemig Tóta óx með hverju árinu sem leið. Því meira sem hún hafði að gera við bamauppeldi, heimilishald og krefj- andi vinnu því meira gerði hún til að mennta sig á allan hátt. Hún lauk stúdentsprófi fyrir tæpum áratug, en eins og margir skólafélaga okkar lét hún Verslunarskólaprófið duga á sínum tíma. Jafnframt fylgdist hún vel með öllu sem var að gerast í þjóðlífinu, ekki síst á menningar- sviðinu, enda listfeng og vel mennt- uð í tónlist. Hún sótti myndlistar- sýningar, tónleika og leikhús, las mildð og myndaði sér skoðanii' á öll- um sviðum. Það vora alltaf áhuga- verðar umræður þar sem Tóta var. Dugnaður hennar kom líka fram í því að hún lét áfoll í lífinu ekki buga sig. Þó reyndi meira á hana en marga, sérstaklega þegar þau Guðni misstu Bjöm, son sinn, að- eins þriggja ára gamlan. Þá var ekki gefist upp, heldur haldið áfram og áhersla lögð á að hlúa að eldri syninum, Ásgeiri, og síðar dóttur- inni, Önnu, sem fæddist tveimur ár- um síðar. Þau búa nú vel að um- hyggju móður sinnar, era bæði efni- leg og dugleg, hann verðandi læknir og hún listdansari og menntaskóla- nemi. Og í haust þegar í Ijós kom að Tóta þjáðist af krabbameini á háu stigi brást hún eins við. Horfðist óhrædd í augu við veraleikann og undirbjó brottför sína, æðralaust og af kostgæfni. Það var lærdómsríkt að þekkja Tótu og ég er þakklát fyrir að taug- in hélt Ég votta móður hennar og böm- um samúð mína á þessari erfiðu stundu. Sigurveig Jónsdúttir. Nýliðið haust hefur verið lands- mönnum óvenju blítt. Á þessu blíða hausti háði Þórann Haraldsdóttir sitt harða stríð, sem lauk nú í árs- byrjun með þeim hætti, sem ekki varð umflúinn. Við slík tímamót sækja að minn- ingar um samstarf, sem stóð óslitið í meira en áratug. Þórann kom til Vegagerðarinnar árið 1984 og starf- aði hér allt tíl 1996, að hún réðst til sjávarútvegsráðuneytisins sem rit- ari ráðherra. Allan þennan tíma vann hún sem ritari vegamálastjóra og þeirra starfsmanna, sem næstir honum vora. Raunar liðsinnti hún miklu fleiri vegagerðarmönnum, sem til hennar leituðu með ýmis er- indi. Þess varð fljótt vart, að Þórunn hafði mikinn metnað í starfi sínu og sinntí því af dugnaði og ósérhlífni. Hún ávann sér því fljótt traust yfir- manna sinna og samstarfsmanna, traust sem óx æ meir eftir því sem tíminn leið. Hún leysti fljótt og vel af hendi öll þau verkefni, sem að henni bárast. í Þóranni átti Vega- gerðin tryggan talsmann, sem tók svari hennar hvenær sem til þurfti að taka. Starfsmetnaður hennar kom einnig fram í því að hún sótti fundi og námskeið til að bæta við sig þekkingu og fæmi. Þá tók hún mikinn þátt í störfum Evrópusam- taka ritara á íslandi (EAPS) og sat þar í stjórn um tíma. Eins og títt er um duglegt fólk, bar skaphöfn Þórannar nokkur merki dugnaðarins. Hún vildi láta hlutina ganga og kenndi stundum óþolinmæði hjá henni, þegar eitt- hvað hamlaði í þeim efnum. Okkur nánustu samstarfsmenn sína umbar hún þó jafnan með mikilli þolin- mæði, og lagði sig mjög fram við að halda öllu í röð og reglu í kringum okkur. Verður þó að viðurkenna, að ekki var það alltaf auðvelt verkefni. Undanfarna mánuði hefur Þór- unn háð erfiða baráttu við krabba- meinið. Snemma varð ljóst, að litlar vonir væra um bata. Þá kom enn fram þessi mikli dugnaður, sem veitti henni styrk og reisn allt til þess, er yfir lauk. Ég vil að leiðar- lokum þakka Þóranni fyrir langt og gott samstarf, og ég veit að sam- starfsmenn mínir taka undir það. Bömum hennar, aldraðri móður og fjölskyldunni allri, sendi ég innileg- ustu samúðarkveðjur. Helgi Hallgrímsson, vegamálastjóri. Þegar sólin tekur að hækka á lofti á nýjan leik kvikna jafnan vonir og þrár, sem fylgja birtu og nýju lífi vorsins. En í sömu mund og þau umskipti urðu að þessu sinni hneig lífssól Þórannar Haraldsdóttur til viðar. Sú bitra og óumflýjanlega staðreynd, sem við blasti, var í einni skyndingu orðin að köldum vera- leika. Veruleika, sem færði fölva og skugga harms yfir það umhverfi, sem hún lifði og starfaði í. Kynni mín af Þóranni Haralds- dóttur vora ekki löng. En frá fyrsta degi byggðust þau á trúnaði og trausti, sem smám saman urðu und- irstaða virðingar og vináttu. Hún kom til starfa í sjávarútvegsráðu- neytinu sem ritari ráðherra haustið 1996. Þeir sem til þekkja vita, að það er ekki hlaupið að því að mæta með öllu áfallalaust nýjum og krefj- andi aðstæðum í slíku starfi. En það virtist vera henni létt verk. Þar féll allt saman: Góðir hæfileikar, löng starfsreynsla og mannkostir. Einbeitni og skapfesta einkenndu skaphöfn Þórunnar og störf. En umfram allt var trúmennska henni í blóð borin. Hún var ekki þeirrar gerðar að bera einkamál sín og tiU finningar á torg. En þeim sem með' henni störfuðu gat ekki dulist að hugur hennar og umhyggja laut að bömunum tveimur. Mynd þeirra á skrifborði hennar var eins og stöðug áminning þar um. Á haustdögum, þegar Þórann hafði starfað eitt ár í ráðuneytinu, kom skyndilega í ljós að framundan var glíma við krabbamein. I fyrstu var von. Þá kom í ljós einbeittur vilji til að ganga á hólm við illvígan sjúkdóminn. Síðan brást sú von. Þá var dómi um efsta dag tekið af yfir- vegun og æðraleysi. .*-+ Þórunn átti sér þá von, sem rætt- ist, að eiga jól í faðmi fjölskyldunn- ar. Ég kom til hennar á aðfangadag. Hún ræddi þá eins og í önnur skipti jöfnum höndum og af sama jafnað- argeði endalok eigin lífs og dægur- málefni. Það var eins og hún væri að gefa þeim styrk, sem við hana ræddu. Éngum gat blandast hugur um að þar bjó að baki „hjarta gulls og vilji stáls“. Megi sól góðra minninga rísa yfir þeim akri, sem Þórann Haralds- dóttir skilur eftir, veita þar ljós og yl, en umfram allt gefa þeim, sem hún unni, von um nýjan dag. Þorsteinn Pálsson. t Elskulegur eiginmaður minn, faðir okkar, tengda- faðir og afi, JÓN ÞÓR KRISTJÁNSSON, Krummahólum 2, lést að morgni laugardagsins 10. janúar. Jarðarförin fer fram í Dómkirkjunni föstudaginn 16. janúar kl. 15.00. Þeim, sem vildu minnast hans, er bent á Blindra- félagið og Félag krabbameinssjúkra bama. Guðmunda Kr. Þorsteinsdóttir, Svandis N. Jónsdóttir, Mark Lemery, Rakel J. Jónsdóttir, Jóhann R. Gunnarsson, Guðmundur Þ. Jónsson og barnabörn. t Innilegar þakkir fyrir auðsýnda samúð og vin- arhug við andlát og útför eiginkonu minnar, móður okkar, tengdamóður, ömmu og lang- ömmu, GUÐRÚNAR HELGU SIGURBJÖRNSDÓTTUR, Vitastíg 12, Reykjavik. Sérstakar þakkir til starfsfólks MS-heimilisins og Droplaugarstaða. Sigurbjörn Sigurpálsson, Grétar Garðarsson, Kristín Hulda Eyfeld, Hafsteinn Garðarsson, Hildur Þálsdóttir, Hafdís Sigurbjörnsdóttir, barnabörn og barnabarnabörn. t Innilegar þakkir til allra þeirra, sem sýndu okkur samúð og hlýhug við andlát og útför ástkærs föður okkar, tengdaföður og afa, JÓNS KRISTINSSONAR. Sérstakar þakkir færum við samstarfsfólki hans við Fullorðinsfræðslu fatlaðra. Gunnar Már Gíslason, Sigurlaug Bjarnadóttir, Hansína Kolbrún Jónsdóttir, Kristinn Jónsson, Guðrún Halla Jónsdóttir, Sigríður Ósk Jónsdóttir, barnabörn og barnabarnabörn. Lokað Sjávarútvegsráðuneytið verður lokað frá kl. 14.00 í dag, miðviku- dag, vegna jarðarfarar ÞÓRUNNAR HARALDSDÓTTUR. Sjávarútvegsráðuneytið.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.