Morgunblaðið - 14.01.1998, Blaðsíða 21

Morgunblaðið - 14.01.1998, Blaðsíða 21
MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 14. JANÚAR 1998 21 ERLENT 16 múslimar líflátnir í Kína Peking. Reuters. SEXTÁN manns voru teknir af lífi í héraðinu Xinjiang í norðvesturhluta Kina 29. desember. Að sögn emb- ættismanna voru þeir líflátnir vegna morða og glæpaverka, en útlæg samtök kínverskra múslima, sem hafa aðsetur í Almaty í Kazakhstan, sögðu mennina ekkert hafa brotið af sér. Aðskilnaðarsamtök Uighura sögðu 13 hinna líflátnu hafa verið úr sínum röðum. Hefðu þeir unnið sér það eitt til saka að hafa lýst stuðn- ingi við sjálfstæði „Austur-Túr- kestans" en svo vilja þeir kalla heim- kynni sín í Kína. Að sögn lögbirtingablaðs Xinji- angs voru sjö liðsmenn glæpasam- taka meðal hinna líflátnu. Hefðu þeir haft á samviskunni 13 mannsmorð og 10 rán, en tilgangur þeirra hefði verið „að kynda undir þjóðahatri og valda hræðslu" í héraðinu. í febrúar í íyrra efndu Uighurar til uppþota í Yining-borg til þess að leggja áherslu á kröfur sínar. Var þeim og kennt um sprengjuherferð í í Urumqi þremur vikum seinna, á sama tíma og útfór Deng Xiaopings var gerð. Biðu níu manns bana í sprengingum í strætisvögnum. Rúmlega 400 manns sagðir myrtir í Alsír Reuters KONA í Bouira-héraði syrgir ástvini sína er voru myrtir um helgina. Fullyrt er að rúmlega 400 manns hafi fallið í árásunum en stjórnvöld hafa harðneitað þeim fullyrðingum og segja 103 hafa verið myrta. Frekari ásakanir á hendur alsírska hernum Algeir§borg, Brussel. Reuters. ALSIRSK dagblöð greindu frá því í gær að rúmlega 400 manns hafi fall- ið fyrir hendi vígamanna í fjöldamorðum í bænum Sidi Hamed, um 30 km suður af Algeirsborg, á sunnudagskvöld og aðfaranótt mánudags. Stjórnvöld höfðu greint frá því á mánudag að 103 hefðu ver- ið myrtir, og í gær „harðneitaði" al- sírska innanríkisráðuneytið því að yfir 400 hafi fallið. Blaðið Liberte hafði í gær eftir íbúum bæjarins að 428 hafi verið myrtir og 140 særðir. Blaðið E1 Watan, sem fréttastofa Reuters tel- ur áreiðanlega heimild, greindi einnig frá því í gær að heimilda- mönnum þess bæri saman um að tala fallinna væri um 400. Bæjarbúar sögðu frá því að um 30 stúlkur væru horfnar eftir árásina, og er það í samræmi við það sem áð- ur hefur gerst í tengslum við voða- verk sem þessi. Stúlkur, sumar ekki eldri en 12 ára, eru notaðar kynferð- islega og þær síðan skornar á háls. Alls hafa nú verið myrtir á bilinu 1.100 til 1.400 manns frá því fóstu- mánuður múslíma, ramadan, gekk í garð 30. desember. Er múslímskum öfgamönnum kennt um morðin, en að undanfórnu hafa landflótta Al- sírsbúar fullyrt að stjórnarherinn standi að mörgum morðanna en komi sök á múslíma. Stjórnarerindrekar til Alsír Blóðbaðið í ramadanmánuðinum hefur beint athygli umheimsins að ástandi mála í Alsír og eru stjórnar- erindrekar á ferð og flugi í því skyni að koma í veg fyrir frekari morð. Kanadískur sendiboði, Claude La- verdure, kom til Algeirsborgar á mánudag með skilaboð tU Liamine Zeroual, forseta Alsírs, frá Jean Chretien, forsætisráðherra Kanada. Þarlend stjómvöld tilkynntu í síð- ustu viku að þau myndu senda full- trúa sinn til Alsírs vegna hinnar skelfilegu óaldar í landinu. Þá var búist við að sendifulltrúi Arababandalagsins kæmi til Al- geirsborgar með stuðningsyfirlýs- ingu við stjómvöld frá Esmat Abdel Maguid, aðalritara bandalagsins, en ekki höfðu í gær borist fregnir af komu hans. Abdel Maguid hefur lýst stuðningi við alsírsk stjórnvöld í ljósi alþjóðlegra tUmæla um rann- sókn á morðunum. í gær ræddi Zeroual við utanrík- isráðherra Kina, Qian Qichen, sem er í opinberri heimsókn í Alsír. Eftir fund þeirra ítrekaði Qian stuðning kínverskra stjórnvalda við stjómina í Alsír og hvatti tU alþjóðlegs stuðn- ing við baráttu hennar við „hryðju- verk“. Háttsettir embættismenn Evr- ópusambandsins (ESB) komu sam- an til fundar í Bmssel í gær til þess að ræða tímasetningu, umboð og samsetningu sendinefndar er fer til Alsírs til þess að ræða fjöldamorðin í landinu. UtanrUdsráðherra Noregs greindi frá því í gær að sendiboði norskra stjórnvalda myndi halda til Alsír og ræða ástandið við þarlend stjórnvöld og bjóða neyðaraðstoð. London. Reuters. ÖRYGGISSVEITIR alsírska hers- ins hafa staðið að sumum fjöldamorðanna er framin hafa verið í landinu að undanfórnu, að því er breska blaðið Observer hefur eftir tveim alsírskum lögreglumönnum sem leitað hafa hælis í Bretlandi. Frelsisfylking íslams (FIS), sem er bönnuð í Alsír, tók á sunnudag undir tilmæli þess efnis að hafin verði rannsókn á fjöldamorðunum í land- inu. Sex ár eru liðin frá því FIS bar sigur úr býtum í fyrstu umferð kosn- inga er alsírsk stjómvöld síðan af- lýstu. Vargöldin sem braust út í kjöl- farið hefur kostað um 65 þúsund manns lífið. í yfirlýsingu frá FIS eru stjórn- völd sökuð um að hafa staðið að fjöldamorðum á óbreyttum borgur- um. Lögreglumennirnir sem Observer greinir frá segjast hafa fengið skip- anh- um að pynta og myrða saklausa borgara. „Eg hef gert þetta allt, myrt, pyntað. Ef einhver væri skor- inn á háls fyrir framan mig núna þá myndi ég segja að það væri eðlilegt, eðlilegt,“ hafði blaðið eftir öðrum lögreglumanninum. Flóttamennimir sögðu að sér- sveitarmenn hersins hefðu verið dul- búnir sem „bókstafstrúarmenn“, með alskegg og í múslímaklæðum, og myrt heilu fjölskyldurnar í skjóli nætur. Fleiri flóttamenn frá Alsír hafa að undanfórnu fullyrt að stjórn- völd hafi átt þátt í fjöldamorðunum í landinu. 0 0 Aætlun bresku stjórnarinnar um framtíðarskipan mála á Norður-Irlandi V ekur vonir um raunverulegan frið London, Belfast. Reuters, Daily Telegraph. ÁÆTLUNINNI um frið og framtíð- arskipan mála á Norður-írlandi var í gær fagnað sem tímamótaviðburði og stærsta áfanganum til þessa frá því viðræður stjórnmálaflokka í landinu hófust fyrir hálfu öðru ári. Mótmælendur í Sambandsflokki Ul- sters og kaþólikkar í Jafnaðar- og verkamannaflokknum hafa tekið henni vel en forystumenn Sinn Fein, sem hefur alltaf barist fyrir samein- ingu við írland, eru fremur loðnir í svörum. Virðast þeir vera einangr- aðir í afstöðu sinni, jafnvel meðal kaþólikka, en ef stærstu stjórnmála- flokkarnir á Norður-írlandi fallast á áætlunina, verður þjóðaratkvæða- greiðsla um hana í maí. Áætlunin, sem byggð er á tillög- um Tony Blairs, forsætisráðherra Bretlands, þykir að vísu nokkuð óljós í sumum atriðum en breska og írska stjórnin voru sammála um, að hún gæti orðið grundvöllur sam- komulags á milli helstu stjórnmála- flokkanna á Norður-írlandi. í áætluninni er gert ráð fyrir n- írsku þingi, sem kosið verði til í hlut- fallskosningu; svokölluðu Eyjai-áði, sem á að tengja n-írska þingið við þingið í Dyflinni, Edinborg og Car- diff í Wales, og stofnunum eða ráð- herraráði, sem fjalli um mál, sem eru sameiginleg N-írlandi og Ir- landi. írska stjórnin hefur samþykkt að falla frá kröfu um yfirráð á N-Ir- landi og breska stjórnin ætlar að breyta N-írlandslögunum frá 1920. Ráðherraráðið verðui' skipað ráð- herrum á Irlandi og fulltrúum stjórnvalda á N-írlandi og hlutverk þess verður að „bera saman bæk- urnar og vinna að sameiginlegum hagsmunamálum". Sambandssinnar fagna Sambandssinnar á Norður-íi’landi telja, að áætlunin geti treyst enn Neikvæð afstaða Sinn Fein gæti þó leitt til nýrra ofbeld- isverka í landinu betur en áður sambandið við Bret- land og David Trimble, leiðtogi þeirra, segist fullviss um, að hún komi í veg fyrir, að N-írland og Ir- land sameinist. Bendir hann í því sambandi á, að írska stjórnin sé til- búin til að falla frá kröfum um yfir- ráð á N-írlandi og segir, að Eyjaráð- ið muni verða samnefnarinn fyi'ir tengsl N-Irlands við aðra hluta Bretlandseyja. Búist var við því, að allir átta flokkarnir, sem taka þátt í viðræð- unum í Belfast, myndu svara áætl- uninni í gær en óttast var, að við- brögð Sinn Fein yrðu neikvæð. Það myndi aftur auka líkur á, að Irski lýðveldisherinn, IRA, afturkallaði vopnahléið. Sinn Fein í vanda Gerry Adams, leiðtogi Sinn Fein, vildi ekkert segja um áætlunina í fyrradag en Mitchel McLaughlin, annar forystumaður flokksins, sagði, að þeir myndu skoða hana nákvæm- lega. Sagði hann, að flokkurinn myndi þó leggja á það mikla áherslu, að undirrót átakanna og ofbeldisins á Norður-írlandi væri einmitt skipt- ing landsins í N-írland og írland. Síðasta hálfa mánuðinn hafa fjórir menn verið myrtir á Norður-írlandi og óttast var að viðræður stjórn- málaflokkanna væru að fara út um þúfur. Samkvæmt heimildum innan bresku ríkisstjórnarinnar er áætlun- in að mestu runnin undan rifjum Tony Blairs en hann hafði mikið samband við Bertie Ahern, forsætis- ráðherra Irlands, og ræddi við hann í síma átta sinnum á einum sólar- hring um síðustu helgi. Sambandssinnar á N-írlandi segja hins vegar, að áætlunin sé ár- angur af viðræðum þeirra Blairs og Trimbles og þeir fagna því sérstak- lega, að kaþólikkar í Jafnaðar- og verkamannaflokknum skuli hafa tek- ið vel í hana án þess að horfa fyrst til afstöðu Sinn Fein. Áætlun bresku stjórnarinnar er stuttorð, kemst fyrir á einu blaði, en auk þess sem áður er nefnt, er þar kveðið á um náið samstarf bresku og írsku ríkisstjórnarinnar; að borgara- legra réttinda allra íbúa á N-írlandi verði gætt í hvívetna og gripið til að- gerða til að tryggja frið og afvopnun stríðandi fylkinga í landinu.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.