Morgunblaðið - 14.01.1998, Qupperneq 21

Morgunblaðið - 14.01.1998, Qupperneq 21
MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 14. JANÚAR 1998 21 ERLENT 16 múslimar líflátnir í Kína Peking. Reuters. SEXTÁN manns voru teknir af lífi í héraðinu Xinjiang í norðvesturhluta Kina 29. desember. Að sögn emb- ættismanna voru þeir líflátnir vegna morða og glæpaverka, en útlæg samtök kínverskra múslima, sem hafa aðsetur í Almaty í Kazakhstan, sögðu mennina ekkert hafa brotið af sér. Aðskilnaðarsamtök Uighura sögðu 13 hinna líflátnu hafa verið úr sínum röðum. Hefðu þeir unnið sér það eitt til saka að hafa lýst stuðn- ingi við sjálfstæði „Austur-Túr- kestans" en svo vilja þeir kalla heim- kynni sín í Kína. Að sögn lögbirtingablaðs Xinji- angs voru sjö liðsmenn glæpasam- taka meðal hinna líflátnu. Hefðu þeir haft á samviskunni 13 mannsmorð og 10 rán, en tilgangur þeirra hefði verið „að kynda undir þjóðahatri og valda hræðslu" í héraðinu. í febrúar í íyrra efndu Uighurar til uppþota í Yining-borg til þess að leggja áherslu á kröfur sínar. Var þeim og kennt um sprengjuherferð í í Urumqi þremur vikum seinna, á sama tíma og útfór Deng Xiaopings var gerð. Biðu níu manns bana í sprengingum í strætisvögnum. Rúmlega 400 manns sagðir myrtir í Alsír Reuters KONA í Bouira-héraði syrgir ástvini sína er voru myrtir um helgina. Fullyrt er að rúmlega 400 manns hafi fallið í árásunum en stjórnvöld hafa harðneitað þeim fullyrðingum og segja 103 hafa verið myrta. Frekari ásakanir á hendur alsírska hernum Algeir§borg, Brussel. Reuters. ALSIRSK dagblöð greindu frá því í gær að rúmlega 400 manns hafi fall- ið fyrir hendi vígamanna í fjöldamorðum í bænum Sidi Hamed, um 30 km suður af Algeirsborg, á sunnudagskvöld og aðfaranótt mánudags. Stjórnvöld höfðu greint frá því á mánudag að 103 hefðu ver- ið myrtir, og í gær „harðneitaði" al- sírska innanríkisráðuneytið því að yfir 400 hafi fallið. Blaðið Liberte hafði í gær eftir íbúum bæjarins að 428 hafi verið myrtir og 140 særðir. Blaðið E1 Watan, sem fréttastofa Reuters tel- ur áreiðanlega heimild, greindi einnig frá því í gær að heimilda- mönnum þess bæri saman um að tala fallinna væri um 400. Bæjarbúar sögðu frá því að um 30 stúlkur væru horfnar eftir árásina, og er það í samræmi við það sem áð- ur hefur gerst í tengslum við voða- verk sem þessi. Stúlkur, sumar ekki eldri en 12 ára, eru notaðar kynferð- islega og þær síðan skornar á háls. Alls hafa nú verið myrtir á bilinu 1.100 til 1.400 manns frá því fóstu- mánuður múslíma, ramadan, gekk í garð 30. desember. Er múslímskum öfgamönnum kennt um morðin, en að undanfórnu hafa landflótta Al- sírsbúar fullyrt að stjórnarherinn standi að mörgum morðanna en komi sök á múslíma. Stjórnarerindrekar til Alsír Blóðbaðið í ramadanmánuðinum hefur beint athygli umheimsins að ástandi mála í Alsír og eru stjórnar- erindrekar á ferð og flugi í því skyni að koma í veg fyrir frekari morð. Kanadískur sendiboði, Claude La- verdure, kom til Algeirsborgar á mánudag með skilaboð tU Liamine Zeroual, forseta Alsírs, frá Jean Chretien, forsætisráðherra Kanada. Þarlend stjómvöld tilkynntu í síð- ustu viku að þau myndu senda full- trúa sinn til Alsírs vegna hinnar skelfilegu óaldar í landinu. Þá var búist við að sendifulltrúi Arababandalagsins kæmi til Al- geirsborgar með stuðningsyfirlýs- ingu við stjómvöld frá Esmat Abdel Maguid, aðalritara bandalagsins, en ekki höfðu í gær borist fregnir af komu hans. Abdel Maguid hefur lýst stuðningi við alsírsk stjórnvöld í ljósi alþjóðlegra tUmæla um rann- sókn á morðunum. í gær ræddi Zeroual við utanrík- isráðherra Kina, Qian Qichen, sem er í opinberri heimsókn í Alsír. Eftir fund þeirra ítrekaði Qian stuðning kínverskra stjórnvalda við stjómina í Alsír og hvatti tU alþjóðlegs stuðn- ing við baráttu hennar við „hryðju- verk“. Háttsettir embættismenn Evr- ópusambandsins (ESB) komu sam- an til fundar í Bmssel í gær til þess að ræða tímasetningu, umboð og samsetningu sendinefndar er fer til Alsírs til þess að ræða fjöldamorðin í landinu. UtanrUdsráðherra Noregs greindi frá því í gær að sendiboði norskra stjórnvalda myndi halda til Alsír og ræða ástandið við þarlend stjórnvöld og bjóða neyðaraðstoð. London. Reuters. ÖRYGGISSVEITIR alsírska hers- ins hafa staðið að sumum fjöldamorðanna er framin hafa verið í landinu að undanfórnu, að því er breska blaðið Observer hefur eftir tveim alsírskum lögreglumönnum sem leitað hafa hælis í Bretlandi. Frelsisfylking íslams (FIS), sem er bönnuð í Alsír, tók á sunnudag undir tilmæli þess efnis að hafin verði rannsókn á fjöldamorðunum í land- inu. Sex ár eru liðin frá því FIS bar sigur úr býtum í fyrstu umferð kosn- inga er alsírsk stjómvöld síðan af- lýstu. Vargöldin sem braust út í kjöl- farið hefur kostað um 65 þúsund manns lífið. í yfirlýsingu frá FIS eru stjórn- völd sökuð um að hafa staðið að fjöldamorðum á óbreyttum borgur- um. Lögreglumennirnir sem Observer greinir frá segjast hafa fengið skip- anh- um að pynta og myrða saklausa borgara. „Eg hef gert þetta allt, myrt, pyntað. Ef einhver væri skor- inn á háls fyrir framan mig núna þá myndi ég segja að það væri eðlilegt, eðlilegt,“ hafði blaðið eftir öðrum lögreglumanninum. Flóttamennimir sögðu að sér- sveitarmenn hersins hefðu verið dul- búnir sem „bókstafstrúarmenn“, með alskegg og í múslímaklæðum, og myrt heilu fjölskyldurnar í skjóli nætur. Fleiri flóttamenn frá Alsír hafa að undanfórnu fullyrt að stjórn- völd hafi átt þátt í fjöldamorðunum í landinu. 0 0 Aætlun bresku stjórnarinnar um framtíðarskipan mála á Norður-Irlandi V ekur vonir um raunverulegan frið London, Belfast. Reuters, Daily Telegraph. ÁÆTLUNINNI um frið og framtíð- arskipan mála á Norður-írlandi var í gær fagnað sem tímamótaviðburði og stærsta áfanganum til þessa frá því viðræður stjórnmálaflokka í landinu hófust fyrir hálfu öðru ári. Mótmælendur í Sambandsflokki Ul- sters og kaþólikkar í Jafnaðar- og verkamannaflokknum hafa tekið henni vel en forystumenn Sinn Fein, sem hefur alltaf barist fyrir samein- ingu við írland, eru fremur loðnir í svörum. Virðast þeir vera einangr- aðir í afstöðu sinni, jafnvel meðal kaþólikka, en ef stærstu stjórnmála- flokkarnir á Norður-írlandi fallast á áætlunina, verður þjóðaratkvæða- greiðsla um hana í maí. Áætlunin, sem byggð er á tillög- um Tony Blairs, forsætisráðherra Bretlands, þykir að vísu nokkuð óljós í sumum atriðum en breska og írska stjórnin voru sammála um, að hún gæti orðið grundvöllur sam- komulags á milli helstu stjórnmála- flokkanna á Norður-írlandi. í áætluninni er gert ráð fyrir n- írsku þingi, sem kosið verði til í hlut- fallskosningu; svokölluðu Eyjai-áði, sem á að tengja n-írska þingið við þingið í Dyflinni, Edinborg og Car- diff í Wales, og stofnunum eða ráð- herraráði, sem fjalli um mál, sem eru sameiginleg N-írlandi og Ir- landi. írska stjórnin hefur samþykkt að falla frá kröfu um yfirráð á N-Ir- landi og breska stjórnin ætlar að breyta N-írlandslögunum frá 1920. Ráðherraráðið verðui' skipað ráð- herrum á Irlandi og fulltrúum stjórnvalda á N-írlandi og hlutverk þess verður að „bera saman bæk- urnar og vinna að sameiginlegum hagsmunamálum". Sambandssinnar fagna Sambandssinnar á Norður-íi’landi telja, að áætlunin geti treyst enn Neikvæð afstaða Sinn Fein gæti þó leitt til nýrra ofbeld- isverka í landinu betur en áður sambandið við Bret- land og David Trimble, leiðtogi þeirra, segist fullviss um, að hún komi í veg fyrir, að N-írland og Ir- land sameinist. Bendir hann í því sambandi á, að írska stjórnin sé til- búin til að falla frá kröfum um yfir- ráð á N-írlandi og segir, að Eyjaráð- ið muni verða samnefnarinn fyi'ir tengsl N-Irlands við aðra hluta Bretlandseyja. Búist var við því, að allir átta flokkarnir, sem taka þátt í viðræð- unum í Belfast, myndu svara áætl- uninni í gær en óttast var, að við- brögð Sinn Fein yrðu neikvæð. Það myndi aftur auka líkur á, að Irski lýðveldisherinn, IRA, afturkallaði vopnahléið. Sinn Fein í vanda Gerry Adams, leiðtogi Sinn Fein, vildi ekkert segja um áætlunina í fyrradag en Mitchel McLaughlin, annar forystumaður flokksins, sagði, að þeir myndu skoða hana nákvæm- lega. Sagði hann, að flokkurinn myndi þó leggja á það mikla áherslu, að undirrót átakanna og ofbeldisins á Norður-írlandi væri einmitt skipt- ing landsins í N-írland og írland. Síðasta hálfa mánuðinn hafa fjórir menn verið myrtir á Norður-írlandi og óttast var að viðræður stjórn- málaflokkanna væru að fara út um þúfur. Samkvæmt heimildum innan bresku ríkisstjórnarinnar er áætlun- in að mestu runnin undan rifjum Tony Blairs en hann hafði mikið samband við Bertie Ahern, forsætis- ráðherra Irlands, og ræddi við hann í síma átta sinnum á einum sólar- hring um síðustu helgi. Sambandssinnar á N-írlandi segja hins vegar, að áætlunin sé ár- angur af viðræðum þeirra Blairs og Trimbles og þeir fagna því sérstak- lega, að kaþólikkar í Jafnaðar- og verkamannaflokknum skuli hafa tek- ið vel í hana án þess að horfa fyrst til afstöðu Sinn Fein. Áætlun bresku stjórnarinnar er stuttorð, kemst fyrir á einu blaði, en auk þess sem áður er nefnt, er þar kveðið á um náið samstarf bresku og írsku ríkisstjórnarinnar; að borgara- legra réttinda allra íbúa á N-írlandi verði gætt í hvívetna og gripið til að- gerða til að tryggja frið og afvopnun stríðandi fylkinga í landinu.

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.