Morgunblaðið - 14.01.1998, Síða 45

Morgunblaðið - 14.01.1998, Síða 45
MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 14. JANÚAR 1998 45 ÍDAG BRIDS Umsjón Guðmundur Páll Arnarson TROMPLITUR sagnhafa er ADG sjöttu á móti fjórum hundum. Ef ekki má gefa slag á litinn er um tvo möguleika að ræða: Það er hægt að svína fyrir kónginn eða leggja niður ásinn í þeirri von að kóngurinn sé blankur fyrir aftan. Þessar leiðir eru gagnkvæmt úti- lokandi. Vestur gefur; NS á hættu. Norður ♦ 10842 V K983 ♦ ÁD43 ♦ D Suður ♦ ÁDG975 ¥ -- ♦ 652 ♦ ÁK74 Vestur Norður Austur Suður Pass Pass Pass 1 spaði Pass 4 spaðar Pass 6 spaðar Pass Pass Pass Útspil: Laufnía. Líkur á vel heppnaðri svíningu eru að öðru jöfnu mun betri kostur en kóngur blankur fyrir aftan, svo hér myndu flestir svína spaða- drottningu í öðrum slag. Ef svíningin misheppnast, verður tígulkóngur að liggja. Það er ekki svo slæmt að vera í slemmu sem byggist á því að önnur af tveimur svíningum heppn- ist. Við nánari skoðun gæti verið skynsamlegt að fresta trompíferðinni og reyna fyr- st að afla sér upplýsinga um spilið. Góð hugmynd er að spila út hjartakóng í öðr- um slag. Gefum okkur að austur eigi ásinn og leggi á kónginn. Suður trompar og svínar næst tíguldrottn- ingu. Sú svíning misheppn- ast. Nú er vitað að austur á hjartaás og tígulkóng. Mið- að við útspil vesturs, virðist austur líka vera með GIO í laufi. Ef hann er einnig með spaðakóng á hann 11 punkta, og sennilega meira, því með DG í hjarta gæti vestur hafa spilað þar út. Með tilliti til þess að austur sagði pass í þriðju hendi, er ósennilegt að spaðasvín- ingin heppnist: Norður ♦ 10842 ¥ K983 ♦ ÁD43 ♦ D Vestur Austur ♦ K ♦ 63 ¥ D10764 llllll VÁG52 ♦ G97 'II11' ♦ K108 ♦ 9862 * G1053 Suður ♦ ÁDG975 ¥ - ♦ 652 ♦ ÁK74 Eftir þessa rannsóknar- spilamennsku er fullkom- lega rökrétt að leggja niður spaðaás. Arnað heilla Ljósm.st. Mynd, Hafnarfirði. BRÚÐKAUP. Gefin voru saman 6. desember í Kópa- vogskirkju af sr. Ægi Fr. Sigurgeirssyni Lisa Krist- in Gunnarsdóttir og Ey- jólfur Gíslason. Heimili þeirra er í Holtagerði 42, Kópavogi. BRÚÐKAUP. Gefin voru saman 26. júlí ’97 í Dóm- kirkjunni af sr. Sigurði Arn- arsyni Ingibjörg Sigfús- dóttir og Kristinn I. Lár- usson. Heimili þeirra er í Ásgarði 6, Garðabæ. BRÚÐKAUP. Gefin voru saman 19. júlí ’97 í Kópa- vogskirkju af sr. Sigurði Arnarsyni Marý Þorsteins- dóttir og Rúnar Tómas- son. Heimili þeirra er í Fróðengi 10, Reykjavík. BRÚÐKAUP. Gefm voru saman 12. júlí í Áskirkju af sr. Árna Bergi Sigur- björnssyni Herborg Hjelm og Sævar Guðjónsson. Heimili þeirra er að Fróð- engi 18, Reykjavík. SKÁK Umsjún Margeir Pctursson STAÐAN kom upp á Hast- ingsmótinu um áramótin. Eduard Rosentalis (2.645) frá Litháen var með hvítt og átti leik, en Eng- lendingurinn Mark Hebden (2.575) hafði svart. 31. Bxf6! - De6 (Besta varnartil- raunin. 31. - gxf6? 32. Dxd7! - Dxd7 33. Rxf6+ var auð- vitað alveg von- laust.) 32. Dg5!? - gxf6 33. Rxf6+ - Kg7 34. Rxd7 - Dxd7 35. Dxe5 - He6 36. Hed3 - Df7 37. Hxd6 - He7 38. Dc3+ - Kh6 39. Dd2+ - Kg7 40. Hd7 - Re5 41. Dg5+ og svartur gafst upp. Úrslitin í Hastings urðu þessi: 1. Sadler, Englandi, 7 v. af 9 mögulegum, 2.-3. Re- lange, Frakklandi, og Ros- entalis, Litháen, 5 'U v., 4. Tkaciev, Kasakstan, 5 v., 5. Plaskett 4 72 v., 6.-7. Nunn og Hebden, Eng- landi, 4 v., 8. Rausis, Lithá- en 3 72 v., 9.-10. Luke McShane og Ward, Eng- landi, 3 v. HVÍTUR leikur og vinnur HÖGNIHREKKVÍSI STJÖRNUSPA cftir Franccs Drakc * STEINGEIT Afmælisbarn dagsins: M hefurmikla frelsisþörf og þolir ekki boð né bönn. M þarft að hafa mörg járn íeldinum íeinu. Hrútur (21,mars- 19.apríl) Þótt allt gangi vel, skaltu ekki sofna á verðinum. Láttu það ekki hindra þig þótt félagi þinn sé niður- dreginn. Reyndu að lyfta honum upp. Naut (20. apríl - 20. maí) Taktu engar ákvarðanir um íjárfestingar, nema í sam- ráði við félaga þinn. Betra er að flýta sér hægt. KIRKJUSTARF Tvíburar (21. mai - 20.júní) 5» Þú þarft að gefa þér tíma til að sinna einhverjum í fjölskyldunni. Oft var þörf, en nú er nauðsyn. Krabbi (21. júní - 22. júlí) >•$8 Fátt er svo með öllu iilt, að ei boði gott. Þótt ekki blási byrlega í byijun muntu brosa áður en yfir lýkur. Vertu bjartsýnn. Safnaðarstarf Ljón (23. júlí — 22. ágúst) Þú þarft að koma ákveðnu máli í höfn. Gættu þess að fylgja þínum innri manni og láta ekki ummæli ann- arra hafa áhrif á þig. Meyja (23. ágúst - 22. september) Nú er rétti tíminn til að láta til skarar skríða hvað mataræðið varðar. Þú þarft að taka þig taki og ástunda hollt líferni. Vog (23. sept. - 22. október) Ef einhver óánægja ríkir í kringum þig ættirðu að líta í eigin barm og finna leið til lausnar. Ræddu málin við félaga þinn. Sþorddreki (23. okt. - 21. nóvember) HjjS Þér tekst vel til í ákveðnu verkefni sem gefur þér byr undir báða vængi. Láttu það ekki stíga þér til höfuðs og gleymdu ekki að rækta ijölskylduna. Bogmadur (22. nóv. -21. desember) Láttu neikvæða umræðu sem vind uni eyru þjóta. Einsettu þér að taka ekki þátt í slíku. Þú hefur mikil- vægari hnöppum að hneppa. Steingeit (22. des. - 19. janúar) Líklega er ferðalag á döf- inni og ekkert ætti að vera því til fyrirstöðu að þú get- ir farið. Þú hefur þörf fyrir góða hvíld. Vatnsberi (20. janúar - 18. febrúar) Gættu þess að lofa ekki upp í ermina á þér. Þú þarft líka að hugsa um sjálfan þig og þína nánustu. Fiskar (19. febrúar-20. mars) !S* Einhver gæti verið ósann- gjarn í þinn garð svo þú skalt umfram allt þegja fremur en að segja eitthvað sem þú sérð eftir. Stjörnuspána á að lesa sem dægradvöl. Spár af þessu tagi eru ekki byggðar á traustum grunni vísindalegra staðreynda. Fræðslukvöld í Áskirkju FIMMTUDAGINN 15. janúar hefj- ast að nýju eftir jólahlé fræðslusam- verur í Safnaðarheimili Áskirkju. Verða þær síðan hvert fimmtudags- kvöld fram á föstu og hefjast kl. 20.30. Á samverustundunum verður fjallað um hina kristnu von og Fyrra Pétursbréf lesið, skýrt og rætt, en það er oft nefnt bréf von- arinnar. Árni Bergur Sigurbjörns- son, sóknarprestur, leiðbeinir um lestur og efni bréfsins og stýrir umræðum. Samverustundunum lýkur með bæn og eru allir velkomnir. Áskirkja. Opið hús fyrir foreldra ungra barna kl. 10—12. Starf fyrir 10-12 ára kl. 17. Bústaðakirkja. Félagsstarf a!dr- aðra. Opið hús í dag kl. 13.30- 17.00. Dómkirkjan. Hádegisbænir kl. 12.10. Orgelleikur á undan. Léttur málsverður á kirkjuloftinu á eftir. Grensáskirkja. Opið hús fyrir eldri borgara kl. 14. Biblíulestur, bæna- stund ogveitingar. Starf fyrir 10-12 ára kl. 17. Hallgrímskirkja. Opið hús fyrir foreldra ungra barna kl. 10-12. Fræðsla: Mataræði. Erna Ingólfs- dóttir hjúkrunarfr. Háteigskirkja. Mömmumorgunn kl. 10. Foreldrar og börn þeirra hjartanlega velkomin. Sr. María Ágústsdóttir. Kvöldbænir og fyrir- bænir kl. 18. Laugarneskirkja. Fundur í æsku- lýðsfélaginu í kvöld. Húsið opnar kl. 19.30. Neskirkja. Litli kórinn (kór eldri borgara) æfír kl. 11.30-13. Umsjón Inga J. Backman. Fótsnyrting kl. 13-16. Bænamessa kl. 18.05. Sr Halldór Reynisson. Seltjarnarneskirkja. Kyrrðar stund kl. 12. Söngur, altarisganga fyrirbænir. Léttur hádegisverður safnaðarheimilinu. Árbæjarkirkja. Félagsstarf aldr aðra; opið hús kl. 13.30-16. Handa vinna og spil. Fyrirbænaguðsþjón usta kl. 16. Bænarefnum er hæg að koma til presta safnaðarins. Breiðholtskirkja. Kyrrðarstund kl 12.10. Tónlist, altarisganga, fyrir bænir. Léttur málsverður í safnað arheimilinu á eftir. TTT starf fyri 10-12 ára í dag kl. 17.15. Æsku lýðsfundur kl. 20. Digraneskirkja. TTT starf 10-11 ára barna kl. 16.30. Æskulýðsstar ki. 20. Fella- og Hólakirkja. Helgistuni í Gerðubergi á fimmtudögum kl 10.30. Hjallakirkja. Mömmumorgunn kl 10-12. Starf fyrir 10-12 ára kl. 16 Kópavogskirkja. Starf með 8-5 ára börnum kl. 16.30-17.30 í safn aðarheimilinu Borgum. Starf í sama stað með 10-12 ára (TTT ára börnum kl. 17.30-18.30. Seljakirkja. Fyrirbænir og íhugui kl. 18. Beðið fyrir sjúkum, allii velkomnir. Tekið á móti fyrirbæna efnum í kirkjunni og í sími 567 0110. Léttur kvöldverður ai bænastund lokinni. Fundur Æsku lýðsfélagsins Sela kl. 20. Hafnarfjarðarkirkja. Kyrrðar stund kl. 12. Orgelleikur, fyrirbæn ir og altarisganga. Léttur hádegis verður á eftir. Opið hús Kl.20-21 æskulýðsfél. 13-15 ára Víðistaðakirkja. Opið hús fyrii eldri borgara milli kl. 14-16.,30 Helgistund, spil og kaffi. Kletturinn, kristið samfélag Bænastund kl. 20. Allir velkomnir Hvítasunnukirkjan Fíladelfía. K1 18.30 er fjölskyldusamvera sen hefst með léttu borðhaldi á vægi verði. Kl. 19.30 er almenn sarr^ ' koma, ræðumaður Ron Philips. All- ir hjartanlega velkomnir. Fótaaðgerðafræðingar --------------------------------1 Til leigu er fullbúin viðbótaraðstaða fyrir fótaaðgerðir 2-3 daga í viku á Snyrtistofunni Mary Cohr, Skúlagötu 10, Reykjavík. Upplýsingar gefur Sigurður Magnússon í síma 551 6787 og 551 9176. Dönskuskólinn Stórhöfða 17 í Dönskuskólanum ó Stórhöfða 17 eru nú að hefjast ný námskeið, bæði fyrir byrjendur og þá sem vilja bæta við sig kunnáttu og þjálfun. Þar er kennd hagnýt dönsk málnotkun í samtalshópum, þar sem hámarksfjöldi nemenda er 8 og fer kennslan fram í 2 tima einu sinni í viku. Einnig verða haldin stutt námskeið fyrir unglinga, sem vilja bæta sig í málfræði og framburði. Jafnframt er boðið upp á einkatíma eða annars konar sérhæfða kennslu í munnlegri og skriflegri dönsku, sem og sérstaka bókmenntahópa fyrir fullorðna. Innritun er þegar hafin i sima 567 7770 en einnig eru veittar upplýsingar í síma 567 6794. Auður leifsdóttir, cand. mag., sem er eigandi skólans hefur margra ára reynslu í dönskukennslu við Námsflokka Reykjavíkur, Háskóla Islands og Kennaraháskóla Islands. Ættfræðinámskeið Hin sívinsælu ættfræðinámskeið hefjast 19.—27. janúar hjá Ætt- fræðiþjónustunni, Austurstræti 10A, og standa í 7 vikur (21 klst.). Læriö að rekja ættir og taka þær saman í skipulegt kerfi. Þjálfun í ættarrannsóknum við bestu aðstæður. Hér er tækifærið til að finna sæg forfeðra og frændfólks. Sveigjanlegur kennslutími og greiðslukjör. Kynning verður á námskeiðunum í Kolaportinu nk. helgar, á ættfræðibókamarkaði sem þar stendur yfir. Ættfræðiþjónustan er með fjölda nýlegra og eldri ættarbóka, stéttatala og átthagarita til sölu, kaupir slík rit og tekur í skiptum. Er einnig með ættarrannsóknir og faglega samantekt á ættum einstaklinga og fjölskyldna í myndarlegum heftum. Uppl. og skráning á námskeið í síma 552 7100 mánud. til föstud. V/SA Ættfræðiþjónustan Austurstræti 10A, s. 5527100 (D

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.