Morgunblaðið - 14.01.1998, Síða 25

Morgunblaðið - 14.01.1998, Síða 25
MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 14. JANÚAR 1998 25 LISTIR ÚR myndbandinu Go/em-Pralia eftir Kassöndru Wellendorf Metnaðarfullt listhús MYJVPLIST Gallerí +, Akureyri IMÍ ,\S K SK.IÁIi IST Desember-janúar. Opid um helgar frá 14-18 og eftir samkomulagi. Að- gangur ókcypis. ÞAÐ er merkileg reynsla að yfír- gefa höfðuðborgarsvæðið og halda á vit menningarinnar á landsbyggð- inni. Tilfínningin er ekki ólík því að horfíð væri til annarra landa með framandi andrúmslofti og ókunnri jörð. Hafi einhver haldið að menn- ingarþörfin væri öll á einn veginn má segja að sá hinn sami hljóti að vera gjörsneyddur þörfinni fyrir hreyfanleik. Það er ekki svo að Reykjavík og nágrenni skorti í sjálfu sér menningarlega fjöl- breytni. Hitt er öllu nær að svæðið vanti golu til að koma loftinu í eilít- ið uppnám. Það er skrítið að í slíku vindabæli sem á Seltjarnamesinu skuli þrífast jafnstaðin menningar- lognmolla og raun ber vitni. Þetta er auðvitað afstætt eins og allt annað, en fyrir þann sem dvel- ur lungann úr árinu í svo dauðyflis- legu menningarlofti og því sem rík- ir á höfuðborgarsvæðinu er það hreinasta náðargjöf að kynnast annarri umræðu en óuppbyggilegu knæpunagginu kringum Lauga- veginn. Er það ekki sorglegt að á sama tíma og landsbyggðin krump- ar malbikið hvað af tekur í þeysi- reið sinni suður í „menninguna“ skuli Reykvíkinga sjálfa dreyma um að geta fundið einhvers staðar nægilegt móteitur við eigin menn- ingarkveisu? Þau lönd pluma sig best sem eiga sér fleiri en eitt menningar- legt athvarf. Um það vitnar endur- reisnin á Ítalíu, en þai- léku Flórens, Feneyjar og Róm megin- rulluna að öðrum, merkilegum borgum - svo sem Mílanó, Mantúu, Ferrara, Úrbínó eða Napólí - ólöstuðum. A 7. áratug okkar aldar þegar Italir eignuðust heila legíó af frábærum nýlista- mönnum, þekktum undir heitinu arte povera, var það hvorki Róm, Mílanó né Napólí - þrjár stærstu borgir landsins - sem urðu vagga hreyfingarinnar heldur Torínó, þaðan sem flestir listamennirnir komu. Með Deiglunni, Samlaginu, Ket- ilhúsinu og Kaffi Karólínu staðsett- um umhverfis Listasafnið á Akur- eyri hafa á fáeinum árum skapast skilyrði fyrir norðan sem hafa gjör- breytt menningarlegu landakorti íslands. Meira pláss þarf svo sem ekki til að gera verulegan skurk í íslenskri myndlist og hnupla dá- góðum hluta af áratugalangri ein- okun höfuðborgarsvæðisins á greininni. En ekki er allt upp talið því eilítið norðar í bænum - nánar til tekið við Brekkugötu 35 - stendur Gallerí plús, sem hefur sett áþreifanlegt mark sitt á ís- lenskt sýningahald á undanfórnum tveim árum með úrvali af metnað- arfullum sýningum. Salinn reka hjónin Guðrún Pá- lína Guðmundsdóttir og Joris Ra- demaker í ágætum og látlausum herbergjum í kjallara hússins. Gallerí + hefur ekki einungis stað- ið að fjölmörgum eftirtektarverð- um sýningum á innlendum lista- mönnum heldur hafa aðstandendur þess lagt á sig að kynna fyrir ís- lendingum ýmsa erlenda list sem að jafnaði verður útundan í barátt- unni um snöggkeypta athygli. Sem dæmi um þetta er kynning list- hússins á danskri skjálist, eða myndbandalist eins og hún hefur einnig verið kölluð. Nú er skjálist sú tegund nýlista sem hvað minnsta kynningu hefur hlotið á Islandi að ljósmyndlistinni einni undanskilinni. Það er reyndar furðulegt hve litlar undirtektir þessir nýju afritunarmiðlar fá með- al okkar, innan skólakerfisins sem utan. Danir virðast hins vegar til alls vísir þegar 'snældan og ræman eru annars vegar. Eftirtektaverð velgengni þeirra á kvikmyndasvið- inu virðist hafa hleypt þeim kapp í kinn í myndbandagerðinni enda bera bestu böndin í Gallerí + sterk einkenni kvikmyndagerðar. Myndbönd Kassöndru Wellend- orf, fædd 1965, eru gott dæmi um þessar sh'kar áherslur. I myndröð- inni City Souls, sem listakonan hef- ur unnið að síðan 1989, er að finna upplifun listakonunnar af hinum ýmsu borgum. Eftir Pauline í Berlín, 1989 og Polina, Leningrad, 1990, tók hún fyrir London, 1993, í Mind the Gap og Prag í Golem- Praha, 1994, tveim heillandi mynd- böndum með sterkum sérkennum beggja staða. I íyrra bandinu fylgir upptöku- véhn ungum atvinnuleysingja um neðanjarðarlestarkerfí Lundúna og átakanlegum þrengingum hans í hraða tilverunnar, þar sem tilvistin er í takti við sístreymi lestanna um undirgöngin. Áhorfandinn fær smám saman á tilfinninguna að neðanjarðarkerfið endurspegli flækjur unga mannsins. Þannnig verður veruleikinn hið ytra sem skuggsjá innri sálarþrenginga. ÍGolem-Praha gefur Wellend- orf enn sterkari og drungalegi’i sálarlýsingu af hinni tékknesku höfuðborg með því að færa áhorf- andann inn í hið Kafka-kennda andrúmsloft gömlu borgarinnar þar sem hinn þögii uppvakningur „Golem“ - tómur leirmassinn áð- ur en Guð blés andanum í vit Ad- ams - gengur enn ljósum logum líkt og á dögum rabbínans Júda Löw. Ógnvænlegt andi’úmsloftið úr þöglu myndum hins danska leikstjóra Carls Dreyers svífur yf- ir vötnum. Hið langa en fagra myndband Wellendorf Landskaber byggir á náttúrunni og tónverkum fimm danskra nútímatónskálda. Með heimildarlegum áherslum sínum tengist það The Black Beatle og Solstik, tveim stuttum en mjög at- hyglisverðum böndum listakon- unnar Jeanette Schou, sem fædd er 1958. I fyrra verkinu stendur svartur betlari og syngur lag Bítl- anna „Twistin’ and Shoutin’“ und- ir hristingi peningabauksins en í hinu síðara bærist gullregn fyrir vindi. Þótt verk Per Lunde Jorgensens (f. 1964) That’s the spirit og Relatives og Sophie Bo- lette Hjerl (f. 1971) 003 séu allt annars eðlis, eiga þau það sameig- inlegt með fyrrnefndum verkum að vísa út fyrir höfunda sína. Hlutlæg athugun á heiminum og blessunarlegur skortur á yfirlæti bera vott um fersk vinnubrögð þessara fjögurra dönsku skjálist- armanna. Halldór Björn Runólfsson Hald lagt á Schiele Vín. Reuters. AUSTURRÍKISMENN eru bandarískurn stjórnvöldum ævar- eiðir, en í síðustu viku lögðu þau hald á tvær myndir eftir austurríska expressjónistann Egon Schiele sem var uppi á fyrri hluta aldarinnar. Mynd- irnar höfðu verið á sýningu í Nútímalistasafninu í New York en voru gerðar upptækar í nafni fómarlamba helfarar nasista í heimsstyrjöldinni síð- ari, sem fullyrt er að hafi átt myndirnar. Austurrísk stjórnvöld hafa mótmælt töku myndanna og sagði Elizabeth Gehrer, menntamálaráðherra landsins, að hún stefndi skiptum og láni safna á myndlist milli landa í voða. Traust sem söfnin hefðu sýnt hvert öðru væri að engu orðið, þar sem nú væri ekki lengur tryggt að þau endur- heimtu verk sín. Myndirnar, „Bildnis Wally“ og „Tote Stadt“, voru í eigu Leopold-stofnunarinnar sem heitir eftir austurríska lista- verkasafnaranum Rudolf Leo- pold en hann ánafnaði austur- ríska ríkinu verk í sinni eigu árið 1994. Fullyrðir Leopold að hann hafi aldrei keypt eða skipst á verkum sem sannað hafí verið að hafi verið í eigu gyðinga. Sýna átti myndirnar í Barcelona í febrúar. Óvíst er hvort af því verður en viðræð- ur standa nú yfir á milli banda- rískra og austurrískra stjórn- valda. ---------------- Tríó Reykja- víkur í Fella- og Hólakirkju TRÍÓ Reykjavíkur efnir til tónleika í Fella- og Hólakirkju sunnudaginn Sigrún Hjálmtýsdóttir. 18. janúar kl. 17. Tríóið skipa Guð- ný Guðmunds- dóttir fiðluleik- ari, Gunnar Kvaran sellóleik- ari og Peter Máté píanóleik- ari. Gestur tríós- ins verður sópransöngkonan Sigrún Hjálmtýs- dóttir. Á efnisskrá eru verk eftir Bach, Hándel, Mozart, Dvorák, Puccini, Rossini og Vaughan Williams. Tónleikar í kirkjum Borgarness og Hveragerðis SÓPRANSÖNGKONAN Auður Gunnarsdóttir og Jónas Ingi- mundarson pianóleikari halda tónleika í Borgarneskirkju í kvöld og í Hveragerðiskirkju fimmtudaginn 15. janúar. Báðir tónleikarnir hefjast kl. 20.30. Á efnisskránni eru íslensk lög eftir Þorkel Sigurbjörnsson, Fjölni Stefánsson, Eyþór Stefáns- son, Sigurð Þórðarson, Emil Thoroddsen, Þórarinn Guð- mundsson, Atla Heimi Sveinsson, Jón Þórarinsson, Jórunni Viðar, Tryggva Baldvinsson og Jón Ás- geirsson. Morgunblaðið/Þorkell AUÐUR Gunnarsdóttir og Jónas Ingimundarson flytja íslenska tónlist í Borgarnesi og Hveragerði. Tölvuþjálun Windows • Word Internet • Excel Það er aldrei of seint að byrja! 60 stunda námskeið þar sem þátttakendur kynnast grundvallarþáttum tölvuvinnslu og fá hagnýta þjálfun. Vönduð kennslubók innifalin í verði. Innritun stendur yfir. Fjárfestu f framtíðinnil Tölvuskóli íslands BÍLDSHÖFÐI 18, SÍMI 567 1466

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.