Morgunblaðið - 17.01.1998, Blaðsíða 2

Morgunblaðið - 17.01.1998, Blaðsíða 2
2 LAUGARDAGUR 17. JANÚAR 1998 FRETTIR MORGUNBLAÐIÐ Ólga meðal hjúkrunarfræðinga vegna nýgerðs samnings við lækna Segja launamun of mikinn MIKILL óróleiki og óánægja er meðal hjúkrun- arfræðinga vegna nýgerðs kjarasamnings lækna og þróunar launamála að undanfomu, að sögn Ástu Möller, formanns Félags íslenskra hjúkranarfræðinga. Enn er ósamið um nýtt launakerf! hjúkrunarfræðinga, sem á að taka gildi 1. febrúar næstkomandi skv. kjarasamn- ingum sem gerðir voru á síðasta ári. Hafa hjúkrunarfræðingar skipulagt vinnustaðafundi á stóru sjúkrahúsunum í Reykjavík og fleiri heilbrigðisstofnunum 1 næstu viku til að fara yf- ir stöðu þessara mála. „Við viljum gera stjómvöldum ljóst að mikil óánægja er meðal hjúkrunarfræðinga," segir Asta. Hún segir að nýgerðir kjarasamningar lækna hafí sett hjúkrunarfræðinga út af laginu. Læknar og hjúkrunarfræðingar starfí hlið við hlið á einstökum stjómstigum innan sjúkrahús- anna en samanburður við hinn nýgerða kjara- samning lækna leiði í ljós mikinn launamun. „í þessum nýju samningum kemur í ljós að læknar, sem em til dærois á næstefsta stjórn- stigi svonefndra sviðsstjóra, em með um 450 þúsund í laun en hjúkmnarfræðingar sem starfa á sama stjómstigi era með 150 þúsund í grannlaun," segir Asta og bendir hún í því sam- bandi á að hjúkranarfræðingurinn sé með mun meiri mannaforráð en læknirinn. „Við horfum líka til þess að læknakandídatar, sem ekki era með læknaleyfi og koma til starfa innan spítal- anna, era með jafn há laun og sviðsstjórar og með hærri laun en hjúkrunardeildarstjórar, sem bera ábyrgð á starfsemi deildanna. Þessi samanburður fer veralega fyrir brjóstið á hjúkrunarfræðingum," segir Asta. KreQa fjármálaráðherra og borgarstjóra svara Hún segir að samningum um nýtt launakerfi sé ólokið hjá öllum heilbrigðisstéttum. Gerðir hafi verið um það bil 100 kjarasamningar innan ríkiskerfisins en eingöngu sé lokið tveimur samningum á vinnustöðum um nýtt launakerfi. „Skýringin er sú að svo virðist sem aðrar ríkis- stofnanir utan heilbrigðisgeirans hafi meira fé milli handa til að reka sína starfsemi, greiða laun starfsmanna sinna og geti gert samninga sem era hagstæðari fyrir starfsmennina heldur en heilbrigðisstofnanir virðast geta,“ segir hún. Asta segir einnig að í tengslum við gerð kjarasamninga á seinasta ári hafi ríkið og Reykjavíkurborg gefið út yfirlýsingu um það markmið að jafna launamun kynjanna. „Það sem er hins vegar að gerast gengur í þveröfuga átt við þetta. Við ætlumst til þess að borgar- stjóri og fjármálaráðherra geri okkur grein fyr- ir því hvaða leiðir þau ætla að fara til að tryggja að launamunur milli karla og kvenna muni ekki aukast,“ segir Asta. Fjórar íslenskar konur þvert yfír Grænlandsjökul á gönguskíðum Morgunblaðið/Kristinn MARÍA Dögg Hjörleifsdóttir (t.v.) Þórey Gylfadóttir og Anna María Geirsdóttir hlakka til að fara yfir Græn- landsjökul í apríl. Fjórða konan í hópnum, Dagný Indriðadóttir, er nú stödd í Tælandi. Ævin- týraþráin óbilandi FJÓRAR íslenskar konur, María Dögg Hjörleifsdóttir, Anna María Geirsdóttir, Þórey Gylfadóttir og Dagný Indriðadóttir, stefna að því að verða fyrstar íslenskra kvenna til að fara á gönguskíð- um yfir Grænlandsjökul. Ferða- lagið, sem er um 600 km, verður farið í Iok apríl og er áætlað að það taki fjórar til fimm vikur. Mikið frost Leiðangursstjóri verður Einar Torfí Finnsson, en hann fór yfir Grænlandsjökul fyrir nokkrum árum. María, Þórey og Anna María eru sammála um að það sé einkum óbilandi ævintýraþrá sem hafi rekið þær af stað. Þær telja að reynsla þeirra í björgun- arsveitum muni vega þungt í ferðinni en án efa muni andlegi þátturinn reyna á þolrifin enda ekki auðvelt að draga þungar vistir og sofa í tjaldi í margar vikur. Um þetta leyti verður frostið yfir daginn á bilinu tíu til 15 gráður en getur farið niður í 27 gráður á nóttunni. Leiðang- ursmenn ætla að draga vistir á fimm sleðum sem munu vega um 80 kg að meðaltali. Undirbúningur hafinn Ferðin mun líklega kosta hvetja þeirra um hálfa milljón króna og eru þær þegar byrjaðar að leita eftir Qárstuðningi fyrir- tækja. Undirbúningur er hafinn af fullum krafti en meðal annars æfa þijár þeirra undir leiðsögn einkaþjálfara. Þá mun hópurinn fara í æfingaferð á gönguskíðum yfir Sprengisand í mars. Fyrir ferðina yfir Sprengisand mun Dagný bætast í hópinn en hún hefur dvalið í Tælandi að undan- fömu. Þegar til Grænlands er komið mun hópurinn halda til Ammassalik og þaðan verður flogið með hann upp á jökulinn. Þar mun hópurinn taka fram gönguskíðin og halda af stað. Yiðræður tefjast vegna klofnings sjómanna ENGINN árangur varð á stuttum fundi útgerðarmanna og sjómanna í sjómannadeilunni hjá ríkissátta- semjara í gær. Næsti fundur er boðaður nk. þriðjudag. Fulltrúar allra sjómannasamtakanna þriggja mættu á fundinn. Sáttasemjari leggur áherslu á að enn sem komið er sé um tvær deilur að ræða, ann- ars vegar deilu Sjómannasam- bandsins og Farmanna- og fiski- mannasambandsins við útgerðar- menn og hins vegar deilu Vél- stjórafélagsins við útgerðarmenn. Samkvæmt heimildum Morgun- blaðsins hafa óformlega verið kannaðar ýmsar leiðir að lausn deilunnar. Sjávarútvegsráðherra hefur rætt við forystumenn allra deiluaðila og reynt að miðla mál- um. Hann hefur hins vegar lagt áherslu á að ábyrgðin á því að leysa deiluna sé hjá þeim og þeir geti ekki vænst þess að málið verði leyst fyrir þá. Utanríkisráðherra hefur einnig beitt sér í málinu, m.a. með viðræðum við formann Vél- stjórafélagsins. Viðræður um verðmyndun mjög erfiðar Viðræður um verðmyndun á afla era mjög erfiðar og málið erfitt úr- lausnar, en að margra mati veldur ágreiningur sjómannasamtakanna ekki síst því að lítill árangur hefur orðið af viðræðum. Menn telja að þess sé ekki að vænta að Kristján Ragnarsson, formaður LIU, spili einhverju út af hálfu útgerðar- manna fyrr en hann sjái heildar- lausn í málinu og að útspil frá út- gerðarmönnum leysi deiluna. Með- an forystumenn sjómannasamtak- anna séu klofnir og fáist ekki einu sinni til að mæta saman á fund sé þess ekki að vænta að tilslökun af hálfu útvegsmanna leysi deiluna. Slíkt útspil geti hugsanlega hugn- ast öðram armi sjómannasamtak- anna betur en hinum og þar með valdið nýjum erfiðleikum. Ríkissáttasemjari hefur reynt að fá fulltrúa sjómannasamtakanna til að koma áð sameiginlegu borði en enn sem komið er hefur það ekki skilað árangri. Þrátt fyrir að deilu- aðilar séu boðaðir á fund á sama tíma leggja fulltrúar Sjómanna- sambandsins og FFSÍ áherslu á að um sé að ræða tvær deilur en ekki eina. MORGUNBLAÐINU í dag fylgir Lesbók Morgunblaðsins - menningdistir/þjóðfræði. Meðal efnis era greinar um Brasilíufarana, nýfundnar ís- landsmyndir og hella undir Jökli og kynntar era sýningar á verkum Kjarvals og blaða- ljósmyndum ársins 1997. Formaður samgöngunefndar um ferð til Brussel í boði fyrirtækja Frumkvæðið ráðuneytisins „VIÐ fengum boð frá samgönguráðherra um ferð til Brassel þar sem aðalerindið væri að nefndin gæti kynnt sér breytingar sem eru að verða á starfsumhverfi fjarskipta í heiminum og sérstaklega í Evrópu. Til þessarar vinnuferðar var algjörlega stofnað af hálfu stjómsýslunnar og miðaðist dagskráin eingöngu við það að upp- lýsa okkur um þessi atriði," sagði Einar K. Guð- finnsson, formaður samgöngunefndar Alþingis, aðspurður um ferð nefndarinnar til Brassel í vikubyijun. Kostnaður við ferð samgöngunefndar var greiddur að tveimur þriðju af Landssíma Is- lands og einum þriðja af Islandspóstinum. Níu þingmenn sitja í samgöngunefnd og fóra þeir eða fulltrúar þeirra þessa ferð og ritari nefndar- innar. Samgönguráðuneytið greiddi kostnað vegna fyrirlestra og funda í Brussel. Frá sam- gönguráðuneytinu fóra Halldór Blöndal sam- gönguráðherra og Jón Birgir Jónsson ráðuneyt- isstjóri, frá Landssíma Islands Guðmundur Bjömsson forstjóri, Þórarinn V. Þórarinsson stjómarformaður og Sigurgeir H. Sigurgeirs- son. Frá Islandspóstinum fóra Einar Þorsteins- son forstjóri og Jenný Jensdóttir stjómarfor- maður. Þessir þrír aðilar greiddu hver íyrir sig ferðakostnað fulltrúa sinna. Af hálfu samgöngu- nefndar fóra auk Einars þau Ami Johnsen, Ambjörg Sveinsdóttir, Magnús Stefánsson, Ásta R. Jóhannesdóttir, Kristján Pálsson, ísólf- ur Gylfi Pálmason, Kristinn H. Gunnarsson, Guðmundur Árni Stefánsson og Áslaug Árna- dóttir nefndarritari. Hugmynd frá ráðuneytinu Guðmundur Bjömsson sagðist ekki vita hversu mikill kostnaður félli á Landssíma Is- lands vegna ferðarinnar. „Ráðuneytið stakk uppá ferðinni og leist öllum vel á það. Tilgangur hennar var að menn gætu kynnt sér það nýjasta í reglum EFTA og EES varðandi fjarskipti og póstmál og hvað er að gerast í þessu reglugerð- ar- og samkeppnisumhverfi," sagði Guðmundur Björnsson. Sagði hann þetta svipaða ferð og samgöngunefnd var boðið í fyrir tveimur áram þegar tvö Norðurlandanna vora heimsótt til að nefndin gæti kynnt sér breytingar sem þar vora á döfínni. Hópurinn fór út á sunnudegi og kom til baka á miðvikudegi. Sé gert ráð fyrir að greitt hafi verið ódýrara Saga-Class fargjald hjá Flugleið- um er kostnaður á mann 84.140 kr. Gist var í Brussel þijár nætur og má gera ráð fyrir að dagpeningagreiðslur hafl numið um 45 þúsund krónum á mann. Samtals er því kostnaður vegna samgöngunefndar kringum 1.290 þúsund krónur. Falla rúmar 430 þúsund krónur á ís- landspóstinn og rúmar 860 þúsund á Landssíma Islands. Gagnleg ferð Einar K. Guðfínnsson segir að samgöngu- nefndin hafi átt tveggja daga fund þar sem farið var yfir málin af hálfu EFTA, Eftirlitsstofnunar EFTA og Evrópusambandsins og nefndarmenn fræddir um þessi mál. Sagði hann ferðina hafa verið nefndarmönnum sérlega gagnlega. „Hér var ekki um að ræða kynnisferð til neinna sam- starfsmanna Islandspóstsins eða Landssíma ís- lands og ekki ferð sem tengdist beinni starfsemi þeirra fyrirtækja," sagði Einar ennfremur. Formaðurinn sagði að legið hefði Ijóst fyrir að greitt yrði fyrir nefndarmennina níu og ritara nefndarinnar. „Skoðun mín er hins vegar sú að gott væri ef Alþingi markaði sér stefnu um það með hvaða hætti nefndir gætu farið sérstakar vinnuferðir til þess að kynna sér mál jaftit til út- landa sem innanlands. Það kom fram í ferðinni að það gerðu fulltrúar EFTA-ríkjanna mjög mikið,“ sagði Einar. \ { f | i \ j I i i i
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.