Morgunblaðið - 17.01.1998, Blaðsíða 10

Morgunblaðið - 17.01.1998, Blaðsíða 10
10 LAUGARDAGUR 17. JANÚAR 1998 FRETTIR MORGUNBLAÐIÐ Guðmundur Þorsteinsson í Skorradalshreppi um sameiningu sex hreppa Omögulegt að kynna sér fjárhags- stöðu fyrirhugaðs sveitarfélags ALMENNUR sveitafundur íbúa Skorradals- hrepps með hreppsnefndinni, sem haldinn var í fyrrakvöld, skorar á hreppsnefnd Skorradals- hrepps að gera ráðstafanir til að eignir hreppsins gangi ekki til sameiginlegs sveitarfélags verði sameining samþykkt. Þá segir í greinargerð Guð- mundar Þorsteinssonar á fundinum að vegna ófullnægjandi undirbúnings hafí íbúar ekki tök á að kynna sér eigna- og skuldstöðu hins fyrirhug- aða sveitarfélags. Áskorun fundarins er til komin vegna sam- þykkta sem nágrannasveitarfélög Skorradals- hrepps hafa verið að ganga frá á seinni stigum sameiningarviðræðnanna, þ.e. með undirbúningi á stofnun eignarhaldsfélaga til að tryggja að eignir þeirra og önnur verðmæti gangi ekki til sameiginlegs sveitarfélags ef sameining verður samþykkt heldur haldist þær í núverandi sveitar- félögum. Skorar íbúafundurinn á hreppsnefndina að gera sambærilegar ráðstafanir og nágranna- sveitarfélögin vegna áðurgreindra hitaréttinda, svo og vegna Hvammshlíðar og eignarhluta í Vatnshorni. Þá var og samþykkt með 19 atkvæðum gegn einu að senda í öll pósthólf á sameiningarsvæðinu samþykkt fundarins og greinargerð Guðmundar Þorsteinssonar sem þannig hljóðar: „Ibúafundur Skorradalshrepps haldinn að Brún í Bæjarsveit þann 15. janúar 1998 telur þann sameiningarkost, sem nú á að kjósa um, fýsilegan. Það er því afar nauðsynlegt að girða fyrir óþarfa trúnaðarbrest, árekstra og fyrirsjá- anleg átök íbúanna um eignir sveitarfélaganna. Vegna ófullnægjandi undirbúnings sameiningar- ferlisins er komin upp sú staða að íbúarnir, sem að kjörborði ganga á laugardaginn kemur, hafa ekki tök á að gera sér grein fyrir eigna- og skuldastöðu hins fyrirhugaða sveitarfélags. A síðasta fundi sameiningarnefndar í Loga- landi mætti Pétur Þór Jónasson sveitastjóri Eyjafjarðarsveitar. I máli hans kom fram að ein erfiðustu mál Eyjafjarðarsveitar væru beitar- og afréttarmál. Þar í sveit eru þó afréttarlöndin í einkaeign viðkomandi jarða. Hann lýsti óaf- greiddum afréttar- og beitai-málum í sameining- arferli sveitarfélaga sem stórhættulegri tifandi tímasprengju.“ Ibúafundur Skorradaishrepps lýsir einnig van- þóknun sinni á málsmeðferð meirihluta hrepps- nefndar á málum íbúa dalsins og neikvæðri um- fjöllun meirihluta hreppsnefndar á þessum mál- um í fjölmiðlum. í framhaldi af því taldi fundur- inn að ástæða væri til að lýsa yfir fullum stuðn- ingi við oddvita hreppsnefndar. Óheppilegt að kjósa í fjölmiðlafári Davíð Pétursson, oddviti á Gnmd í Skorradal, lét færa eftirfarandi yfirlýsingu til bókar á íbúa- fundi á Brún sl. fimmtudag: „Ég hef aldrei lýst mig andvígan þeirri sam- einingu sem kjósa á um nk. laugardag og tel hana eðlilegt framhald af farsælu samstarfi sveitarfé- laga. Ég tel að hið nýja sveitarfélag, ef af því verður, verði mun öflugra með tilkomu Hvítár- síðu inn í samrunann. Þótt mörg mál séu ófrágengin í sveitarfélögun- um 6 sem þurft hefðu að vera frágengin fyrir kosningar og síðast en ekki síst er óheppilegt að ganga til kosninga í sh'ku fjölmiðlafári sem ríkt hefur í Skorradalnum þá mun ég styðja samein- ingu þótt eðlilegt væri við þessar aðstæður að fresta kosningum um nokkra mánuði.“ Alþingi og stjórnarráð Ekki algjört reykinga- bann EKKI stendur til að banna reyking- ar algjörlega í Alþingishúsinu. Afram verður leyft að reykja á skrifstofum og kaffistofu stjórnar- ráðsins. Borgarstjóm Reykjavíkur sam- þykkti í vikunni að gera aðsetur borgarstjómar reyklaust. Fram- vegis verður bannað að reykja í fundarsal borgarstjórnar, í funda- herbergi, á göngum og í matsal. Ráðhúsið verður þó ekki reyklaust með öllu, samkvæmt upplýsingum Morgunblaðsins. Stefnt að því að banna reykingar Ár hafsins Börn kynnist hafinu BORGARSTJÓRN Reylgavíkur samþykkti sfðastliðið fimmtudags- kvöld að vinna að firæðslu- og kynningarátaki meðal reykvískra skólabama í tilefni af „Ári hafsins 1998“. Sigrún Magnúsdóttur og Árni Þór Sigurðsson, borgarfulltrúar Reykjavíkurlistans, fiuttu tillög- una og lögðu til að sett yrði á fót sérstök verkefnisstjóm með full- trúum frá Reykjavíkurhöfn, Fræðslumiðstöð Reykjavíkur og Dagvist bama. Hlutverk hennar verður að koma með tillögur um sameiginleg verkefni er falli að hugmyndum Sameinuðu þjóðanna um „Ár hafsins". Einnig var sam- þykkt að verkefnisstjórnin leiti leiða til að auðvelda leik- og grunnskólum að sinna þessu verk- efni og hafa um það samstarf. Markmið Sameinuðu þjóðanna með „Ári hafsins“ er meðal ann- ars að vekja athygli á hafinu sem lífæð jarðarinnar, matvælabúri, samgönguæð og áhrifavaldi í veðráttu og landsmótun. í tillögu borgarfulltrúanna tveggja segir meðal annars að Reykjavíkurhöfn gegni mikilvægu hlutverki í at- vinnulífi landsmanna og tengi saman atvinnurekstur, lífrfluð og skóla. Morgunblaðið/Golli Fríðrik Ólafsson, skrifstofustjóri Alþingis, sagði að ekki stæði til á þessari stundu að fylgja fordæmi borgarstjórnar Reykjavíkur og banna reykingar algjörlega i hús- inu. Forsætisnefnd Alþingis tæki ákvörðun um slíkt. Hins vegar væri stefnt að því hægt og sígandi að banna þær. Reykingar væru nú leyfðar í öðrurn hluta matsalar Al- þingis. í hinum hluta þess væru reykingar bannaðar. „Matsalurinn í húsinu er í raun eina afdrep reyk- ingafólks. Reykingar eru einnig bannaðar í þingflokksherbergjum. Þingflokkamir bönnuðu reykingar í þeim íyrir nokkrum árum. Það sama á við um önnur hús Alþingis með einstaka undantekningum.“ Reykt á skrifstofum Ólafur Davíðsson, ráðuneytis- stjóri í stjórnarráðinu, sagði að ekki hefði verið rætt sérstaklega um að banna reykingar í húsinu. Fyrir nokkrum árum hefðu reykingar verið bannaðar í fundarherbergi ríkisstjórnar en reykingar væni heimilaðar á skrifstofum og kaffi- stofu. Hann sagðist ekki þekkja sér- staklega til þess hvaða reglur giltu um reykingar í öðrum ráðuneytum. Happ- drættisaug- lýsingar fyrir sam- keppnisráð SAMKEPPNISRÁÐ og auglýsinga- nefnd Samkeppnisstofnunar munu fjalla um auglýsingar Happdrættis Háskóia Islands þar sem gerður var samanburður á vinningum hjá happ- drættinu og Vöruhappdrætti SÍBS. Auglýsingastofan Hér og nú kvartaði yfir auglýsingunum til Samkeppnis- stofnunar, og í kjölfarið kærði Happ- drætti Háskóla íslands auglýsingar sem birtust á vegum Vöruhappdrætt- is SÍBS, sem HHÍ telur að hafi falið í sér bein ósannindi auk villandi fram- setningar um happdrætti. Eins og greint hefur verið frá í Morgunblaðinu taldi Samkeppnis- stofnun að auglýsingar Happdrættis Háskóla Islands væru villandi í skiln- ingi samkeppnislaga, auk þess sem gerður væri ósanngjarn samanburð- ur á vinningum hjá HHÍ og Vöru- happdrætti SIBS. Áthugasemdir Há- skólahappdrættisins við þessa niður- stöðu hafa nú borist Samkeppnis- stofnun og að sögn Önnu Birnu Hall- dórsdóttur hjá Samkeppnisstofnun verður málið lagt fyrir auglýsinga- nefnd stofnunarinnar og samkeppn- isráð. Hún sagði að umsögn Vöru- happdrættis SIBS hefði borist Sam- keppnisstofnun vegna kæru Happ- drættis Háskólans og færi hún nú til umsagnar hjá Háskólahappdrættinu. Vökul augu vinnandi manns VÖKUL augu þessa manns, sem var að vinna við nýbyggingu í Smárahvammslandi í Kópavogi, fylgdust með því að allt væri eins og það ætti að vera á vinnupöll- unum. Bæjarfulltrúar Sjálfstæðisflokksins í Hveragerði Afturköllun brottvísun- ar ekki tekin alvarlega FJÓRIR bæjarfulltrúar Sjálfstæð- isflokksins í Hveragerði, Alda Andrésdóttir, Hafsteinn Bjarna- son, Aldís Hafsteinsdóttir og Gísli Pálí Pálsson, funduðu um það í gær hvernig bregðast skyldi við aftur- köllun brottrekstrar þein-a úr Sjálfstæðisfélaginu Ingólfi. Að fundinum loknum sagði Gísli Páll Pálsson þau hafa komið sér saman um ályktun þar sem m.a. komi fram að í ljósi þess alvarlega trúnaðarbrests sem skapast hafi í kjölfar brottrekstrarins sjái þau ekki ástæðu til að taka þessa nýju samþykkt stjórnarinnar alvarlega. Grundvöllur fyrir sáttum við stjóm félagsins væri ekki í sjónmáli auk þess sem stuðningsmenn Bæjar- málafélags Hveragerðis hefðu þeg- ar hafið undirbúning fyrir næstu bæjarstjómarkosningar og sú und- irbúningsvinna væri það langt komin að ekki yrði snúið til baka. Bjöms S. Pálsson, formaður Ingólfs, sagðist, eftir að hafa heyrt af ályktuninni, spyrja sjálfan sig að því um hvað þetta mál snerist úr því sáttaumleitanir væra farnar að stranda á framboðsmálum. Það snerist greinilega ekki lengur um sjálfstæðisfélagið eða þann fram- boðslista sem það hefði sett fram fyrir síðustu kosningar. Stjórnin endurkjörin I síðustu bæjarstjómarkosning- um, árið 1994, var kosið á milli tveggja lista í Hveragerði, H-list- ans sem fékk þrjá menn kjörna og D-lista sem fékk fjóra menn. Að loknum kosningum gengu fulltrúar beggja lista til meirihlutasam- starfs, sem að sögn Björns S. Páls- sonar var aldrei samstaða um inn- an félagsins. Á aðalfundi félagsins á síðasta ári var samþykkt áskoran til bæj- arstjórnarmannanna, með hátt í 80 atkvæðum gegn 1, um að samstarf- inu við H-listann yrði slitið. Því var ekki sinnt. í kjölfarið var bæjar- stjómarfulltrúunum fjóram vikið úr félaginu 21. apríl og upp úr því stofnuðu þeir Bæjarmálafélag Hveragerðis. Á stjórnarfundi Ingólfs 9. janúar síðastliðinn var brottrekstur þeima dreginn til baka og á aðalfundi fé- lagsins 15. janúar voru stjóm fé- lagsins og formaður endurkjörin auk þess sem uppstillingamefnd, sem kosin var síðastliðið vor, var haldið óbreyttri. Enn í lífs- hættu ENN er óbreytt líðan mannsins sem fékk raflost í raf- magnsmastri við Vesturlands- veg í byrjun vikunnar og slas- aðist verulega. Honum er enn haldið sofandi og liggur hann á gjörgæsludeild Sjúkrahúss Reykjavíkur. Maðurinn brenndist við raf- lostið og slasaðist illa þegar hann féll úr rúmlega 8 metra hæð. Er hann margbeinbrotinn og að sögn læknis er hann enn í lífshættu og á eftir að gangast undir fleiri aðgerðir á næst- unni.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.