Morgunblaðið - 17.01.1998, Blaðsíða 38

Morgunblaðið - 17.01.1998, Blaðsíða 38
38 LAUGARDAGUR 17. JANÚAR 1998 MORGUNBLAÐIÐ AÐSENDAR GREINAR Með kveðju til ritstjóra DV OPT hef ég undrast óþrjótandi og öflugar uppsprettur fúkyrða- flaumsins í leiðurum Jónasar Kristjánssonar ritstjóra DV. Nokkur síðustu ár virðist hann hvorki hafa séð til sólar, né litið glaðan dag. Um þverbak keyrði þriðju- daginn þrettánda janú- ar er mér barst í hendur laugardagsblað DV með j leiðara undir fyrirsögn- inni: „Pólitíkus gerist verkfræðingur“ og er helgaður Friðriki Soph- ussyni fjármálaráð- herra. Ritstjórann brestur þó kjark til að nefna Friðrik með nafni. Skyldi hann muna það allt? Þegar nú uppúr sýður innra með mér, þá fínnur „afdankaður ráð- herra“ sem nú gegnir raunar starfi sendiherra sig knúinn til að leggja orð í belg. Ég hef ásamt Davíð Odds- syni forsætisráðherra, mörgum öðr- um fyrrum ráðherrum og þingmönn- um orðið þess aðnjótandi af Jónasar hálfu að vera í leiðurum líkt við Hitler, Göbbels, Himmler og Neró, ef ekki alla, þá einhverja, en sem al- kunna er þá voru þetta einhver mestu göfugmenni sögunnar, eink- um kunnir að manngæsku, vitsmun- um og heiðarleika. Muni ég rétt, hef- ur Jónas Kristjánsson og krafist þess að ég yrði kvaddur heim frá Ósló. Yfirmenn mínir hafa hingað til ekki séð ástæðu til að hlíta því boði Eiður Guðnason atvika ósagt Jónas. eða eða hans. Ég er raunar bú- inn að gleyma hvert til- efni samlíkinganna var, enda skiptir það engu. Vonandi gleyma velflest- ir fljótlega svona mann- orðsníði. Nema kannski Jónas. En Guð hjálpi honum, ef hann man það allt. Það er mikið að muna. Auðvitað er það svo, að öll erum við breysk. Nema kannski Jónas. Öllum verður okkur eitt- hvað á. Nema kannski Jónasi. Öll gerum við eitthvað eða segjum eitt- hvað sem í ljósi seinni orða hefði betur verið ógert. Nema kannski Gömul minning Sautján eða átján ára minning stendur mér nokkuð ljós fyrir sjón- um. Ég átti erindi á ritstjórn Dag- blaðsins Vísis. Þá hafði ritstjórinn nýhellt úr skálum reiði sinnar yfir ál- þingismenn. Einu sinni sem oftar. I það sinnið um lífeyrismál alþingis- manna. Þar mátti áreiðanlega ýmmislegt gagnrýna. Ég benti rit- stjóranum í allri vinsemd á að hann hefði lagt út af röngum forsendum og því fengið ranga niðurstöðu. Hann svaraði sem svo: „Ég hef þá bara haft rangar upplýsingar." Lítið mál. Ekkert var leiðrétt. Ekkert dregið til baka. Enda hljómaði hin ranga útlegging áreiðanlega betur í eyrum margra og var útgengilegri söluvara en sannleikurinn. Þannig er það nefnilega löngum með lygina. Einstæð sóðaskrif Ekki skal hér tíunduð illmælgin um Friðrik Sophusson fjármálaráð- heira í umræddum leiðara DV. Hitt verð ég að segja, að hvergi, hvergi þar sem ég hef lesið dagblöð, - hvergi hef ég séð sóðaskrif af Skrif Jónasar Krist- jánssonar eru svartur blettur á íslenskri blaðamennsku, segir Eiður Guðnason, þau eru gróf misnotkun á því dýrmæti sem málfrelsið er. þessu tagi. Það komast engir með tæmar að hælum ritstjóra DV þar sem hann situr fastur í forarvilpu fúkyrðanna. Ritstjóri DV hefur kerfisbundið unnið að því um árabil að koma því inn hjá landsmönnum að allir sem sitja á Alþingi (á því kann þó að vera ein undantekning eða tvær) eða gegna ráðherraembættum séu til allra verka óhæfir og ónytjungar með endemum. Islenskir kjósendur velji helst liðleskjur og gjörspillta menn til starfa á löggjafarþinginu. ISLENSKT MAL Það aldin út er sprungið og ilmar sólu mót, sem fyrr var fagurt sungið, af fríðri Jesse rót, og blómstrið það á þrótt að veita vor og yndi um vetrar miðja nótt. Nafni minn Konráðsson á Akureyri stakk því að mér að út- skýra fyrri hlutann af þessu jóla- versi sr. Matthíasar, því að ýmsir ættu erfitt með að skilja það. Ég verð fúslega við því, hvort mér svo tekst það rétt eða ekki. Þar er þá fyrst til að taka að Jesse var faðir Davíðs konungs Gyðinga, sonarsonur Rutar og Bóasar. Rót Jesse er þá ætt Da- víðs. Aidin sprettur af rót, svo að líkingamálið er rétt. Jósep var af „húsi og kynþætti Davíðs", og aldinið, sem út er spurngið, Krist- ur, hvað sem við gerum við Heilagan anda í þessari ættfræði. Ég geri hiklaust ráð fyrir því, að þriðja braglína sé innskotssetning og merki: eins og fyrr var fagur- lega sungið um. Og þá kemur út úr fjórum fyrstu línunum að Jesús Kristur sé fæddur, eins og englar og menn sungu um fyrr- meir. En til þess að halda líking- unni verður sr. Matthías að nefna hann blómstur í seinni hlutanum, og þetta er merkileg jarteikn hér, að blóm springi út um „vetrar miðja nótt“, í svartasta skamm- deginu. ★ Ættstór og frændmargur á eft- irmáls von, segir málsháttur. Þetta er svo að skilja, að dráp slíkra manna, sem í upphafi grein- ir, muni leiða til málareksturs eða hefndar. Merking orðsins eftir- mál hefur mildast og rýmkað með breyttum háttum. I Orðabók Menningarsjóðs er það skilgreint svo: „eftirköst, afleiðing, reki- stefna vegna e-s atferlis; lögsókn, mál (einkum vegna mannvíga).“ Eftirmáli er allt annað, eða með orðum OM: „niðurlagsorð, texti aftan við meginmál." Þetta er ekki rifjað upp að tilefnislausu. Umsjónarmaður Gísli Jónsson 936. þáttur Tíningur 1) Freyja Eiríksdóttir á Akur- eyri sagði frá þeim sið á Dverg- stöðum í Eyjafirði, að móðir henn- ar sauð í kyrrþey hangikjöt og steikti soðiðbrauð, þegar jólafast- an nálgaðist. Þetta gaf hún svo fólki sínu síðasta kvöld fyrir föstu, og var þetta ein tegund kjöt- kveðju, karnívals. Þessi máltíð hét kvöldskattur. Freyju þótti vansagt í Orðabók Menningarsjóðs, þar sem kvöld- skattur er skýrt „aukamáltíð að kvöldi til“. En þessi siður sem Freyja nefnir, þekktist víðar. Og í Blön- dalsorðabók er sagt um kvöld- skatt á auðskiljanlegri dönsku: „Ekstramaaltid om Aftenen, spec. i Fasten." Vitnað er um þetta í þjóðsögur Jóns Arnasonar. 2) I fréttum af lækni, sem leika skyldi í kvikmynd, var sagt að hann kynni að lenda „á hrakhól- um“ vegna veðurs. Vafalítið hefur verið átt við hrakninga. Að vera á hrakhólum merkir að eiga í vand- ræðum um vist og húsnæði. 3) Jón Isberg á Blönduósi sendi til gamans héðan úr blaðinu: a) „Ein þeirra er djúpvitur og for- spá, einskonar Njáll á Hlíðarenda kanínunýlendunnar.“ b).....að- faranótt gærdagsins". Þetta vilj- um við Jón fremur kalla einu nafni fyrrinótt. 4) Guðmundur Brynjarsson á Akureyri vakti athygli mína á nýrri notkun orðsins þvílíkt. Ég var reyndar farinn að óttast að þetta góða orð væri að deyja út, en þá sprettur það upp, og er nú orðið atviksorð, en ekki fomafn, haft til áherslu. Dæmi: „Mér fannst hann vera þvílíkt dónaleg- ur við „leikmenn sína,“ þar sem „þvílíkt" merkir mjög svo. Eftir að mér var sýnt þetta, hef ég heyrt fleiri áþekk dæmi. Ekki verður þetta talið til fyrirmyndar. ★ Verða framboðslistar hrumir? Dönskuslettan „að leiða“ = vera í forystu eða þvílíkt hefur hafið gagnsókn. Talað er um „leiðandi þjóðir" í staðinn fyrir forystuþjóðir, „leiðandi hlutverk" fyrir forystuhlutverk eða aðal- hlutverk og „leiðandi menn“ í stað foringja til dæmis. „Lands sírninn" (svo!) er seldur undir þessi leiðindi, en út yfir tek- ur árátta sumra blaðamanna að láta þennan eða hinn „leiða fram- boðslista". Gera menn ráð fyrir því að listarnir verði svona aumir, að þá þurfi að leiða eins og hrum gamalmenni eða lítt gangfær böm? Menn eru efstir á fram- boðslistum og hafa svo verið í ára- tugi. Umsjónarmaður skorar á alla að fella niður þessa dönsku- slettu sem að framan greinir. ís- lenskt mál hefur hennar enga þörf, svo sem eftirfarandi dæmi sýna. 1) Islendingar vilja vera for- ystuþjóð í menningarefnum. 2) Hann gegnir forystuhlut- verki í fyrirtækinu. 3) Ráðherrann fór fyrir nefnd- inni og verður líklega efstur á framboðslista flokks síns. 4) Hann hefur lengi verið for- vígismaður í þessum efnum. 5) Hún leikur aðalhlutverkið. ★ Hlymrekur handan kvað: Það er ýmislegt öndótt í Paragvæ og aðgangur hvergi að þarasæ, en það er rétt sama og mér ekki til ama, enda óvíst hvort þangað ég fara næ. ★ Auk þess styður umsjónarmað- ur ósk hringjanda eins um að menn geymi dönskuslettuna „af- gerandi" og segi t.d. í staðinn ótvíræður, skýr eða eindreginn. Og: Riffill, sem skjóta má úr fyrir horn, er ekki „ólíkindatól", heldur undratól, galdratæki eða furðu- verk. Olíkindatól er „sá sem dylur huga sinn ... verður ekki reikn- aður út“. (OM) Með öðrum orðum: íslenskir kjós- endur kjósa aftur og aftur yfir sig ónýta menn. Boðskapurinn til les- enda er: Þið hafið ekki vit til að velja, hvorki er ykkur gefin góð dómgreind né skynsemi. Eða er nú kannski eitt- hvað breytt, þegar starfandi þing- maður og fyrrum ráðherra er sestur í ritstjórastólinn við hlið Jónasar? Ég var svo lánsamur að eiga Al- þingi að vinnustað í fimmtán ár. Þar var fólk af mörgu tagi. En þar hitti ég fyrir einkar gott fólk og velviljað. Margir voru lagnir við að leysa ágreining þar sem hagsmunir og sjónarmið rákust á og ná sáttum. Þar eignaðist ég marga góða vini, - úr öllum flokkum. Að því bý ég alla tíð. Hverjum til góðs? En hver er tilgangurinn með skrif- um Jónasar Kristjánssonar? Er hann að bæta þjóðfélagið? Um það hef ég mínar efasemdir. Ég held að tilgangurinn sé miklu frekar að sverta fólk og selja svertuna. Skrif af þessum toga eru engum til góðs. Skrif af þessu tagi eru óravegu frá og eiga ekkert skylt við hlutverk al- vöru fjölmiðla, - að vera fjórða vald- ið og veita hinum þremur valdsúlum þjóðfélagsins aðhald. Vera traustur fulltrúi almannahagsmuna, réttlætis og sanngirni. Hafa það sem sannara reynist og gera engum rangt til. Skrif Jónasar Kristjánsson eru svartur blettur á íslenskri blaða- mennsku. Það leyfi ég mér að segja eftir 16 ára starf við blað og sjón- vaiy. Ég geri mér mæta vel grein fyrir því að þessi grein mun ekki breyta neinu um skrif Jónasar Kristjáns- sonar. Jónas hefur sitt málfrelsi. Ég mitt. Það leyfir mér að gera athuga- semdir við ógrundaða sleggjudóma hans. Skrif hans eru gróf misnotkun á því dýrmæti sem málfrelsið er. Hann er örugglega annarrar skoðun- ar. Þannig verður það. Mér fannst bara tími til kominn að einhver segði eitthvað. Ekki bara þegði. Því eru þessi orð sett á blað. Höfundur er sendiherra íslands íÓsló. Skrökvaði deild- arstjórinn? I FRETTUM á rás ------------- eitt, 17. desember 1997, var haft eftir Jóhanni Ólafssyni, deildarstjóra rafmagnsöryggisdeildar Löggildingarstofu, ým- islegt sem vekur furðu þeirra sem þekkja til mála rafmagnseftirlits í nágrannalöndum okkar. I fréttinni segir: „Jóhann segir raf- magnseftirlitið hér á landi með nákvæmlega sama hætti og verið sé að taka upp á Norður- löndunum." Þetta er mjög vafasamt sem dæmi og vil ég benda á að í Svíþjóð var tekið upp svipað rafmagnseftirlit og það sem þróað hafði verið hér á íslandi og notað var hér um áratuga skeið. Sænska rafmagnseftirlitið tók það í notkun þar í landi 3. janúar 1993. Það var einmitt um það leyti sem iðnaðarráðuneyti og Hagsýsla ríkis- ins létu leggja niður okkar gamal- þróaða og ágæta rafmagnseftirlit. En eins og áður sagði tók sænska rafmagnseftirlitið það í notkun hjá sér og notar það enn. Jóhann gagnrýnir í viðtalinu við RÚV Sveinbjörn Guðmundsson f.v. rafmagnseftirlitsumdæmisstjóra á Austurlandi, þar sem hann segir frá fimm daga skoðunarferð eins manns til RARIK á Austurlandi í október 1996 og telur hana dýra. Grein Sveinbjörns birtist 12. desember 1997 í „Degi“. I greininni upplýsir hann að þessi eina fimm daga ferð kostaði 982.270 krónur. Jóhann segir í viðtah við frétta- mann RUV að upphæðin sé nærri lagi en tíminn hafi verið 160 vinnu- stundir. Þá hefur verið að verki ofur- menni þar sem þetta þýðir að mað- urinn hafi unnið 32 stundir í sólar- hring. Það má segja að deildarstjór- inn hnykki enn frekar á um þessi of- urmenni síðar í viðtalinu. Jóhann segir þrjár skoðunarstofur sinna rafmagnseftirliti í dag samtals með tólf starfsmenn og þeir færu létt með að sinna öllu landinu. Til að lesandi geti gert sér í hugar- lund hvert umfang rafmagnseftirlits- ins er, þá voru um fjörutíu starfs- menn við þessi störf á landinu fram eftir árinu 1993. Þar af um þrjátíu starfsmenn rafveitna, sem auk raf- magnseftirlitsstarfa önnuðust ýmis önnur þjónustustörf rafveitnanna. Það má vel skilja á orðum Jóhanns að þessir 40 rafmagnseftirlitsmenn hafi verið slæpingjar sé miðað við þá fullyrðingu hans að 12 menn fari létt með það, sem fjörutíu sinntu áður. Þó svo að Jóhann hafi slík ofur- menni sem ætla má af orðum hans við fréttamann RÚV á Austurlandi 17. desember 1997, þá er það þó al- varlegast að hann er að skrökva að alþjóð um fjölda skoðun- armanna og ástand raf- magnseftirlits í landinu. Þegar opinber embætt- ismaður skrökvar vísvit- andi að þjóðinni, kemur upp spurningin: Hvemig er annað efni sem hann sendir frá sér? Það rétta er að skoð- unarstofurnar eru tvær sem sinna rafmagnseft- irliti. Það eru: Rafskoð- un ehf., sem hefur þrjá rafmagnseftirlitsmenn og Bifreiðaskoðun hf., sem hefur fjóra raf- Sigurður magnseftirlitsmenn, sem Magnússon samtals eru sjö menn en ekki tólf. Það má vera að Jóhann bæti Aðal- skoðun hf. við, sem hefur einn mann, sem aðeins starfar við raffangaeftir- lit og sinnir hann öllu landinu á því sviði. Raffangaeftirlit hefur aldrei verið flokkað sem rafmagnseftirlit og þannig má áætla að Jóhann Ólafs- Það má vel skilja á orð- um Jóhanns að þessir 40 rafmagnseftirlits- menn, segir Sigurður Magnússon, hafi verið slæpingjar sé miðað við þá fullyrðingu hans að 12 menn fari létt með það sem fjörutíu sinntu áður. son deildarstjóri rafmagnsöryggis- deildar Löggildingarstofu sé ekki góður í samlagningu því að talan tólf kemur ekki út við samlagningu á 3 + 4, heldur talan 7. Það er ólíklegt, þótt Jóhann vilji fullyrða að það sé framkvæmanlegt, að hann geti látið þessi 7 ofurmenni, sem hvert skilar þrjátíu og tveggja stunda vinnu á sólarhring, sinna öllu rafmagnseftirliti í landinu og að það mundi batna. Enda vita allir sem kynnt hafa sér ástand rafmagnseftir- lits í landinu, og þrátt fyrir þessi of- urmenni, þá er það algerlega í mol- um og fjarri því að vera sú almenn- ingsöryggisþjónusta sem því er ætl- að að vera. Ekki má gleyma því í þessari um- fjöllun að samkvæmt lögum nr. 146/1996, er Jóhann aðalráðgjafi hæstvirts iðnaðar- og viðskiptaráð- herra Finns Ingólfssonar. Höfimdur er fv. yfírrafmagnseftir- litsmaður.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.