Morgunblaðið - 17.01.1998, Blaðsíða 37

Morgunblaðið - 17.01.1998, Blaðsíða 37
MORGUNBLAÐIÐ AÐSENDAR GREINAR LAUGARDAGUR 17. JANÚAR 1998 37 Sérstaða Framsóknarflokksins ÞAÐ VERÐUR að teljast all sérstök staða sem komin er upp hjá mörgum flokksmönnum vinstri flokkanna. Ymist hafa flokkar þeirra gef- ist upp og eru að leggja sig niður eða eru að smáeyðast út í áföngum og enn aðrir telja eina bjargráðið vera að sam- einast öðrum flokki. Líklegt er að þessir flokkar sem nú standa frammi fyrir innbyrðis- átökum muni í náinni framtíð reyna að sam- einast í einn flokk. Mér þykir það undarlegt ef flokkar í tilvistar- og hugmynda- kreppu verði fýsilegri valkostur fyr- ir kjósendur sameinaðir fremur en sitt í hvoru lagi, þar sem ekki verður séð að betri málefnastaða sé mark- miðið, heldur haldi menn í vonina um aukið fylgi kjósenda sem birtst hefur í skoðanakönnunum fjölmiðla upp á síðkastið. Sameiningaræði virðist hafa heillað landann og er það hið besta mál á ákveðnum svið- um, en eins og svo oft áður tökum við duglegar kollsteypur en hugum ekki að því hvar við lendum. Hver verður t.d. hinn raunverulegi ávinn- ingur ofangreindra flokka við það að sameinast í einn flokk? Er líklegt að konur sem koma úr Kvennalistan- um muni nú axla ábyrgð og sam- þykkja að fara í ríkisstjóm ef til kemur? Má búast við þvi að íhalds- andi samstarf eigi að vera til þess eins að tryggja framgang brýnna málefna í Reykjavík og sem em á stefnuskrá framsóknar- manna. Þannig munu kjósendur sjá áfram- haldandi nýtingu orku- linda í sátt við um- hverfíð, borgarsjóð nýttan á bestan mögu- legan máta borgurun- um til hagsbóta, frelsi einstaklinga til athafna, aukna velferð þeirra sem minna mega sín í þjóðfélaginu, aukinn skilning og samskipti þéttbýlis- og landsbyggðar sem kemur Reykjavíkurborg til góða, átak til þess að efla menntun sem er öflugasta vopnið gegn atvinnuleysi og svo mætti áfram telja. Framundan er prófkjör fulltrúa allra flokka sem standa að kosninga- bandalagi R-listans og þar sem framsóknarmenn hafa nú tekið ákvörðun um það að starfa áfram í þessu bandalagi næsta kjörtímabil vil ég hvetja borgarbúa til að kynna sér stefnu Framsóknarflokksins og taka þátt í prófkjöri R-listans sem er laugardaginn 31. janúar næst- komandi, einnig vænti ég góðrar þátttöku framsóknarmanna á kjör- stað og styrkja þar með baráttumál okkar framsóknarmanna í Reykja- vík. Birna Kr. Svavarsdóttir Höfundur er hjúkrunarforstjóri Mér þykir það undar- ogfmmsóknarkona. legt, segir Birna Kr. Svavarsdóttir, ef flokk- Ekki heil Gullinbrú í stefnu R-listans GULLINBRÚ er helsti flöskuhálsinn í Reykj avíkurumferð- inni og umferðaröng- þveitið sem þar mynd- ast á morgnana og svo aftur síðdegis er orðið fastur hluti af lífi Graf- arvogsbúa. Á brúnni er ein akrein í hvora átt en yfir hana fara a.m.k. 22 þúsund bílar á sólarhring. Langt er síðan Gullinbrú hætti að bera svo mikinn umferðarþunga. Afleiðingin er sú að það getur tekið um 40 mínútur að morgni að aka úr Grafarvogi niður í miðbæ. Það er því vonum seinna að R- listinn skuli nú loksins hafa fallist á þá tillögu sjálfstæðismanna að borgin láni ríkinu fé til fram- kvæmda vegna breikkunar Gullin- brúar. Vonandi verður kúvending R-Iistans í málinu til þess að fram- kvæmdir við verkið hefjist hið fyrsta og ljúki í haust. Dýrmætur tími hefur þó þegar farið til spillis þar sem R-listinn undir stjóm Ingibjargar Sólrúnai- Gísladóttur borgai'stjóra dró lengi vel lapphTi- ar í málinu. R-Iistinn felldi tillöguna í apríl í fyrra fluttu fulltrúar sjálfstæðismanna tillögu um það í skipulags- og umferðamefnd að strax yrði gengið til viðræðna við ríkisvald- ið í því skyni að ýta á eftir framkvæmdum við breikkun Gullin- brúar. Sjálfstæðis- menn vildu að Reykja- víkurborg fjármagnaði framkvæmdimar þar til fjánnagn fengist til þeirra samkvæmt vegaáætlun. Þess má geta að Reykjavíkur- borg hefur oft fjár- magnað þjóðvegafram- kvæmdir tímabundið og fengið endur- greiðslu frá ríkisvald- inu síðar. Það var oft gert þegar sjálfstæðismenn stjórn- uðu borginni en lítið hefur farið fyrir slíkum stórhug og framtíðar- sýn í borgarstjóratíð Ingibjargar Sólránar Gísladóttur. Meirihluti R-listans í skipulags- og umferðamefnd treysti sér ekki til að hafa skoðun á málinu og vís- aði því til borgarráðs eftir nokkurt þref. Fulltmar R-listans í borgar- ráði felldu tillögu sjálfstæðismanna 27. maí síðastliðinn. Síðar um sum- arið, þegar besti framkvæmdatími ársins var að renna út, bauð R-list- inn á endanum 45 milljóna króna lán til verksins en heildai'kostnað- ur þess er talinn vera um 170 millj- ónir. R-listinn var því einungis til- búinn að leggja fram 45 milljónir til málsins síðasta sumar en á sama Það er vonum seinna, segir Kjartan Magnús- son, að R-listinn skuli loks hafa fallist á þá tillögu sjálfstæðis- manna að borgin láni ríkinu fé til fram- kvæmda vegna breikk- unar Gullinbrúar. tíma var hann tilbúinn til að kaupa 120 milljóna króna hlutafé í Áburð- arverksmiðjunni sem er í útjaðri B orgarholtshverfis. Kúvending fyrir kosningar Nú, fjóram mánuðum fyrir kosn- ingar, rjúka fulltrúar R-listans í borgairáði til og taka upp tillögu sjálfstæðismanna og bjóðast til að lána ríkinu að fullu fyrir breikkun Gullinbrúar. Ástæða er til að þakka R-listanum fyrir góðar undirtektir við þetta mál sjálfstæðismanna. Kúvending, svo skömmu fyrir kosningar, er þó óneitanlega bros- leg og sýnir að ekki er heil brú í stefnu listans í samgöngumálum höfuðborgarsvæðisins eða málefn- um Grafarvogs. Höfundur er blaðamaður. Kjartan Magnússon ar í tilvistar- og hug- myndakreppu verði fýsilegri fyrir kjósend- ur sameinaðir fremur en hver í sínu lagi. samir alþýðubandalagsmenn muni sýna sveigjanleika og veita fijáls- lyndum skoðunum stuðning? Mun Álþýðuflokkurinn víkja frá skoðun- um sínum í fiskveiðistjómun, land- búnaðarmálum eða yfirlýstri stefnu um inngöngu íslands í Efnahags- bandalagið? Hvað er það sem kallar á fækkun stjómmálaflokka á íslandi í dag? Eins og oft hefur komið fram láta vinstri menn sig ætíð dreyma um einn stóran vinstri flokk eins og þeir voru í Skandinavíu fyrir nokkrum árum, en þeir eiga nú allir undir högg að sækja og hefur fylgi þeirra minnkað jafnt og þétt síðustu árin. Eg hef trú á því að í framtíð- inni vilji fólk og muni kalla á enn fleiri valkosti innan flokkanna held- ur en er í dag. Þar munu ýmsir áhugahópar um fjölmörg átaksmál- efni sækja í þá stjórnmálaflokka sem líklegastir eru til að berjast fyr- ir málefnum þeirra og hefur Fram- sóknarflokkurinn kappkostað að kynna sér og taka tillit til hagsmuna minnihlutahópa í þjóðfélaginu í dag. Eg tel einnig að þegar til framtíðar er litið muni skipta mestu máli fyrir þjóðina að flokkamir séu trúir stefnu sinni svo að kjósendur geti ætíð áttað sig á því hvar hagsmun- um þeirra sé best borgið. Höfuðmál- efnið er og verður, að brýn og far- sæl málefni nái fram að ganga og að farið sé skynsamlega og vel með það gífurlega fjármagn sem ráðamenn fá í sínar hendur eftir kosningar, sem við svo sannarlega öll höfum unnið fyrir og leggjum til samneysl- unnar í þjóðfélagi okkar. Framsóknarflokkurinn hefur í gegnum tíðina starfað sem vinstri sinnaður miðjuflokkur. Framsókn- armenn tóku ákvörðun um það að taka þátt í kosningabandalagi sem nefnt er R-listinn og hefur verið í meirihluta í borgarstjórn Reykja- víkur á þessu kjörtímabili. Mín skoðun er sú að áframhald- Persía Suðurlandsbraut 46 við Faxafen Sími: S68 6999
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.