Morgunblaðið - 17.01.1998, Blaðsíða 46

Morgunblaðið - 17.01.1998, Blaðsíða 46
46 LAUGARDAGUR 17. JANÚAR 1998 MORGUNB LAÐIÐ JÓN HJÖRTUR GUNNARSSON + Jón Hjörtur Gunnarsson fæddist í Reykjavík 5. júlí 1925. Hann lést á Sjúkrahúsi Reykjavíkur 3. janúar síðastliðinn og fór útför hans fram frá Neskirkju 12. janúar. Æ, elsku pabbi. Hver hefði trúað að kallið þitt væri komið, þú sem rétt varst að byrja að njóta lífsins, hætta að vinna og verða gamall eins og þú orðaðir það sjálfur, er við spjölluðum saman kvöldið áður en þú hvarfst á braut. Hugur minn reikaði víða með þér og margar minningar stóðu upp úr. Sú mynd sem hæst ber er þó hve traustur þú varst, stóðst við orð þín og hvattir okkur áfram í öllum hlut- um. Ég man er ég var um 6 ára göm- ul og var á leiðinni upp á Landa- kotsspítala. Ég var að fara að leggj- ast inn í augnaðgerð og á leiðinni upp á spítala komum við mamma við í vinnunni hjá þér. f>ú varst á kafi við að koma upp mótum við bygginguna á Miðbæjarmarkaðin- um. Þú gafst þér þó tíma til að líta upp, heyra tíðindin og faðma mig að þér, kyssa mig á kinn og sagðir mér að vera dugleg og hafa engar áhyggjur því Guð væri með mér. Þú lofaðir að heimsækja mig og ef ég yrði dugleg mundir þú færa mér eitthvað fallegt. Þú stóðst við það. Þú komst þegar ég var að vakna úr svæfingu. Ég man að ég skreið í faðminn þinn, þótt þú værir allur í steypuryki, mér var sama, pabbi var kominn, með smápakka. Tíminn leið og ég lærði stafi, þá stóð ég oft fyrir aftan þig eða sat í fanginu á þér og hjálpaði þér, að mér fannst, að ráða krossgátur. Ég gladd- ist alltaf mikið þegar þú skrifaðir stafi sem ég nefndi. Þú hafðir gaman af krossgátum og góðum bókum. Ég man þegar ég ákvað að ráða _ krossgátu fyrir þig. Ég sat um Lesbók Moggans og tók kross- gátuna og fyllti hana út með penna og stór- um stöfum svo ekki væri hægt að skrifa neinn staf í reitina. Ég vildi bara gera þetta fyrir þig svo þú gætir verið með okkur. Þú reiddist mér ekki, en ég fann að þú varst ekki ánægður. I stað þess að skamma mig tókstu mig í fangið, settist á stól og þakk- aðir mér fyrir. En þú sagðir mér að svona mætti ekki gera, þetta væri þitt. Svo skýrðir þú út iyrir mér að krossgátur væru orðskýringar. Þú spurðir hvað ég vildi og ég bað um að við færum að skoða litla húsið. Þú vissir hvaða hús það var, þú bjóst þar sjálfur. Mér þótti alltaf svo gaman að skoða það, af þvi að gatan var alveg að éta húsið, hún var komin upp á aðra hæð. Þú varst svo oft til í göngutúr með okkur um Mýrargötuna, til að skoða litla hús- ið. Margar ferðir um Elliðaárdalinn eru líka minnisstæðar. Þú notaðir oft frítíma þinn ef færi gafst, en þú vannst oft mikið og langan vinnu- dag. Oft sáum við þig ekki í nokkra daga því við vorum sofnuð þegar vinnudegi þínum lauk. Þegar ég eignaðist mitt fyrsta barn leit ekki allt vel út eftir fæð- ingu. Barnið endaði á vökudeild og ég sá enga ástæðu til að hlúa að henni. En þú gafst ekkert eftir. Þú komst í heimsókn og sýndir mér fram á að Steinunn Þuríður þyrfti á mér að halda. Þú hættir ekki að MINNINGAR hvetja mig til að heiisa upp á hana fyrr en ég fór, og þá bara fyrir þig. Þú hertir mig upp og sagðir mér að biðja fyrir henni. Þú vissir að þetta dygði, ég stóð mig, en bara fyrir pabba. Svo gekk þetta eftir, allt gekk vel og þú varst svo ánægður. Síðustu tvö ár hafði ég fengið að kynnast þér mjög vel. Þú varst far- inn að opna þig aðeins. Þegar við Siggi Már slitum sambúð eftir 11 ár þá tók það á þig. En það voru einmitt þú og mamma sem áttuð svo stóran faðm þá. Þú studdir mig hvað mest. Mörg kvöld kom ég, því ég vissi að þú varst einn heima. Ég kom bara til þess að spjalla við pabba og oft bara til að gráta. Þá var gott að kúra í faðminum þínum og láta tárin flæða og stundum flutu þín tár líka. Við skildum hvort ann- að, það þurfti ekki orð. Oft sagðir þú það sem ég hugsaði, ég þurfti ekki að segja orð. En ekki vantaði að þú stappaðir í mig stálinu og sagðir að Guð yrði alltaf með mér. Við ræddum stundum trúmál og þú sagðir mér frá því hvernig amma Sigríður hefði alltaf hvatt þig til að stunda KFUM heima á Akur- eyri. Þar eignaðist þú þína barna- trú og á henni stóðst þú og hvattir okkur áfram. Þú varst ánægður að vita af okkur systkinunum í slíkum félagsskap. Énda baðstu mig óspart um fyrirbænir þegar veik- indi þín hófust. Þú treystir Guði. Ég fékk líka að kynnast hlið sem ég veit að systkini mín fengu ekki eins mikinn skerf af. Þú varst ekki vanur að tala um tilfinningar þínar eða losa um það sem á hjartanu lá. Ég gróf mig að hjarta þínu og bor- aði mér þarna inn, því þar leyndist þinn innri maður, þessi tilfinninga- ríki og brothætti maður sem ekkert aumt mátti sjá eða illt finna. Þú sagðir mér frá tilfinningu og upplif- un við aðskilnað frá foreldrum þín- um þegar þú fluttir til ömmu þinn- ar á Akureyri. Þú talaðir þó alltaf um mömmu þótt amma væri. Ýmis- legt fleira sagðir þú mér sem var og er leyndarmál. Mér fannst ég orðið þekkja þig meira en margur annar. Mér þótti orðið svo vænt um þig, ekki bara sem pabba, heldur líka sem vin, mann með stórt hjarta. Það var líka gott að finna að þú treystir mér, og það verður ekki brotið þótt þú sért horfinn á braut. Við áttum svo yndislega stund daginn áður en þú kvaddir þennan heim. Við ræddum um ágæti síð- asta árs og framtíðina. Ég sagði þér að mér hefði fundist svo mikil náð að hafa fengið að fara með ykk- ur mömmu til London í haust og eyða með ykkur 10 daga fríi. Það var indæll tími. Svo fékk ég aftur að hafa ykkur mömmu á aðfanga- dagskvöld. Þú varst þá svo hress og kátur. Þú fylgdist með Steinunni og Helgu, Jósúa og Kaleb og gladdist með þeim. Ég veit að Steinunn og Helga sakna afa sárt. Helga átti svo góð tök í þér. Þú passaðir hana svo mik- ið fyrir mig, hún var afatrunta eins og þú nefndir hana. Hún er nú búin að fara og leita að afa sínum á Tunguveginum. Hún fór alveg frá efstu hæð og niður í kjallara. Þar mætti ég henni og hún sagði: „Hann er heldur ekki að smíða, hann er farinn til Jesú, verkfæra- laus.“ Hún var stundum í kjallaran- um að smíða með afa, og afi sagði henni að mörg verkfæri væru hættuleg, hún gat alveg bent mömmu á þau. Elsku pabbi, ég veit að þú hefðir ekki viljað öll þessi orð um þig, því þér fannst þú ekki merkilegur mað- ur, þú varst hógvær og af hjarta lít- illátur. En ég elska þig og á eftir að sakna þín mjög sárt. Far þú í friði og hafðu þökk fyrir allt. Ég elska þig. Þín Ásta Lda. Elsku afi minn. Það vissi enginn að þitt kall væri komið svona snemma, þú varst svo hress daginn áður og þú varst svo glaður, þú varst að byrja nýtt líf eftir veikindi þín. Þú varst alltaf svo hjálpsamur ef ég bað um hjálp við eitthvað t.d. í orðskýringum fyrir skólann og með heimalærdóminn. Afi minn, þú stóðst alltaf við þitt. Þú unnir öllum börnum og barnabörnum þínum. Þú lékst þér stundum við mig. Þú leyfðir mér oft að horfa á spólu þegar þú varst búinn að horfa á fréttirnar þótt einhver skemmtileg mynd væri eftir. Fátt þótti þér skemmtilegra en að ráða krossgátu og ég hafði svo gaman af að fylgjast með þér, þú varst svo klár. Mér þótti vænst um að fá að hafa þig hjá okkur síðasta aðfangadagskvöldið þitt, þú varst svo glaður og alveg eins var á gamlárskvöld. „Ég sakna þín, um daga og næt- ur hugsa ég um þig, á daginn kem- urðu upp í huga mér, á næturnar kemurðu en bara aðeins í draumi. Ég sakna þín mikið og ég sakna þín sárt afi minn Jón.“ „Það fæddist lítið ljós, lítið rautt gjafmilt ljós. Þetta ljós óx og dafn- aði og skilaði ávöxtum lífsins, þetta ljós var yndislegt þetta var hann afi minn.“ Við eyddum stundum okkar sam- an með því að fara og keyra fram- hjá litla húsinu hans afa við Mýrar- götuna. Nú er það horfið, manstu hvað við vorum hissa þá? Ég var svo heppin að mega fara með ykkur ömmu til London í haust. Það var gaman. Manstu öll fallegu blómin hjá Díönu, skemmtilegu dýragarðs- ferðina, skoðunarferðina um London og alla rigninguna sem kom allt í einu þá? Manstu sigling- una um Thames, þú varst svo heill- aður af öllum þessum stóru bygg- ingum. Þér fannst byggingarlistin falleg. Manstu þegar við fórum á vaxmyndasafnið, þú týndist. Svo komstu aftur, þá fannst þú hús í byggingu. Þú þurftir að skoða hvemig handbragð þeirra var, þér fannst þeir vinna skringilega. I vax- myndasafninu hittir þú Krókódfla- Dundee og lést mömmu taka mynd af þér, því þér þótti hann góður leikari. Mér þykir leitt afi minn að þú skyldir ekki sjá allar myndirnar af okkur frá London. Afi, mér þykir vænt um þig. Þín Steinunn. AUG L V S 1 1 1 IM Q A ! ATVINNU- AUGLÝSINGAR Verslunarstarf Leitum að samviskusömum og duglegum starfskrafti í fjölbreytt og lifandi verslunarstarf. Lágmarksaldur 25 ára, reyklaus og verður að geta hafið störf sem fyrst. Sænskukunnátta og/eða reynsla af útstillingum í fataverslun æskileg, þó ekki skilyrði. Umsókn skilisttil afgreiðslu Mbl., merkt: „Fólk". Verkstæðismaður Vanur verkstæðismaður óskast strax. Upplýsingar í símum 565 3143, 565 3140 og 852 8151. KENNSLA Leiklistarskóli Bandalags íslenskra leikfélaga auglýsir Grunnnámskeid í leikhúsförðun 30. janúar til 1. febrúar 1998. Reynslu er ekki krafist, áhugi og forvitni er nóg! Framhaldsnámskeið í leikhúsförðun 6.-8. febrúar 1998. Grunnnámskeið í leikhúsförðun — töluverð verkleg reynsla áskilin. Kennari er Gréta Boða. Kennt verður á Laugavegi 96, Reykjavík. Þátttöku þarf að tilkynna fyrir 20. janúar nk. Allar nánari upplýsingar í símum 551 6974 og 552 2944 virka daga milli kl. 9.00 og 13.00. Tónskóli Sigursveins D. Kristinssonar Undirbúningsdeild fyrir fullorðna verður starf- rækt á vorönn 1998. Hentar þeim, sem vilja læra á hljóðfæri eða söng og einnig foreldrum barna í tónlistarnámi. Nánari upplýsingar veittar á skrifstofu skólans, Engjateigi 1, sími 568 5828. ATVINNUHUBNÆÐ Atvinnuhúsnæði í Garðabæ Til leigu á besta stað í Garðabæ 470 m2 hús- næði sem hentarfyrir hvers kyns léttan iðnað, lager, skrifstofu, líkamsrækt eða annað. Á húsnæðinu eru innkeyrsludyr og gönguhurð- ir, góðir gluggar og fallegt útsýni. Aðkoma frá götu er mjög góð. Afmarkað rými erfyrir skrifstofu-, kaffi- og salernisaðstöðu. Þjófavarnakerfi. Nánari uppl. í síma 565 7570 eða 897 6248. TIL SOLU Byggingarkrani - steypusíló Til sölu PEINER byggingarkrani, árg. 1982, með 40 m bómu. Lyftigeta 1300 kg í enda, hæð und- ir krók 28 m, með 24 m af brautum. Mjög gott verð. Til afgreiðslu strax. Einnig til sölu ný steypusíló, 500 og 750 lítra. Mót heildverslun, Sóltúni 24,105 Reykjavík, símar 511 2300 og 892 9249. SMAAUGLYSINGAR FELAGSLIF FERÐAFÉLAG ÍSIANDS MÖRKINNI6 - SlMI 568-2533 Sunnudagur 18. janúar kl. 13.00 Fjöruganga á Álftanesi Bessastaðir — Skansinn — Skógtjörn o.fl. Ganga fyrir alla. Brottför frá BS(, austanmegin og Mörkinni 6. Þorraganga: Mörkin 6 — Foss- vogsdalur — Perlan, laugardags- kvöldið 24. janúar ki. 19.30. Göngunni lýkur með þorrahlað- borði í Perlunni (þarf að panta). Námskeið Þórhallur Guðmundsson, miðill, heldur námskeið dagana 24.— 25. janúar frá kl. 10—15 báða dagana á Suðurlandsbraut 46, 3. hæð, Bláu húsin. Námskeiðið fjallar um þinn innri mann, heilun með litum, tónlist og hugleiðslu. Verð kr. 3.500. Heitan hádegismat verður hægt að fá báða dagana, verð kr. 1.200. Upplýsingar og pantanir verða mánudaginn 19. janúar frá kl. 13-17 isíma 553 4488. Lifsaugað. , KKFASj, KRISTIÐ SAMFÉLAG Dalvegi 24, Kópavogi Almenn samkoma í dag kl. 14.00. Allir hjartanlega velkomnir. U1 H.illvoig.irstíg 1 • simi 561 4330 Sunnudaginn 18. jan.: Fræðslu- ferð. Farið að Stóra Ármóti og fræðst um nautgriparækt. Gengið um tignarlegt landslag Flóans. Brottför frá BSÍ kl. 10.30. Heimasfða: centrum.is/utivist Opið hús fyrir nemendur mína i Safamýri 18 mánudags- kvöldið 19. janúar kl. 20.00. • Fræðsla. • Hugleiðsla. • Reikimeðferðir. Guðrún Óladóttir, reikimeistari, sími 553 3934. KENNSLA Þýskunámskeið Germanfu hef jast 19. janúar. Boðið verður upp á byrjenda- hóp, þrjá framhaldshópa og tvo talhópa. Upplýsingar í sima 551 0705 kl. 17-19.30 og 892 4145. Stjórn Germaniu. TIL S0LU Fair-Play-Bingo vörur Við eigum allt fyrir bingó: Bingó- spjöld, bingómerki og margar aðrar vörur. Hringið f síma 00 298 5 6868. Fax: 00 298 5 6767. Farsími 84 333. Faroe Bingo Export.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.