Morgunblaðið - 17.01.1998, Blaðsíða 43

Morgunblaðið - 17.01.1998, Blaðsíða 43
MORGUNBLAÐIÐ MINNINGAR LAUGARDAGUR 17. JANÚAR 1998 43 EYJOLFUR ELLERT JÚLÍUSSON Eyjólfur Ellert Júlíusson var fæddur að Hóli í Bol- ungarvík 26. október 1908. Hann lést 19. desember síðastliðinn og fór útför hans fram frá Hólskirkju í Bolungarvík 27. des- ember. Það er mikilsvert að verða samferða góðu fólki á lífsleiðinni og eignast vináttu þess. Góður vinur og vel- gjörðarmaður kvaddi þennan heim, rétt áður en hátíð ljóss og friðar gekk í garð. Eyjólfur Ellert Júlíusson var einmitt maður þeirrar gerðar, að geislar góðvildar, Ijóss og friðsæld- ar stöfuðu frá honum, og stutt var í góðlátlega brosið hans. Flett var blaði í lífsbók Eyja, þeg- ar hann kynntist frænku minni, Guðlaugu Kristinsdóttur, sem varð hans heilladís, og var hjónaband þeirra gæfuspor beggja. Frænka mín varð iyrir þung- bærri sorg, er hún missti fyrri mann sinn, Aðalstein, fjölhæfan, sjálfmenntaðan listamann, í blóma lífsins eftir 6 ára hamingjuríkt hjónaband. Þau eignuðust soninn Bjama, og reyndist Eyi honum sem bezti faðir. Með Eyja eignaðist hún soninn Guðmund Hálfdán. Heimili þeirra Eyja og frænku var einkar hlýlegt, snyrtilegt, lát- laust, og prýddu heimilið vönduð handverk hennar. Þau trúðu og treystu á hand- leiðslu Guðs og ljóssins starfa. Sóttu reglulega kirkju sína. Eyi var einn þriggja fyrstu bama, sem borin voru til skírnar í Hólskirkju, skömmu eftir vígslu kirkjunnar, annan sunnudag í aðventu 6. desem- ber 1908. Á árum áður stundaði Eyi sjómennsku hér í Víkinni og fór á vertíðir suður á land. En megin starf hans var í Lifrarbræðslu Bol- ungarvíkur, sem var í eigu fóður míns og tengdaföður, en hann varð einkaeigandi bræðsl- unnar síðar. Þar starf- aði Eyi um hart nær hálfrar aldar skeið af mikilli natni og trú- mennsku. Eigendurnir voru ekki sviknir af störfum hans, og kunnu vel að meta, hversu vel var jafnan staðið að verki. Margir vöndu komur sínar í lifrar- bræðsluna til að súpa á volgu lýsi og njóta ná- vistar Eyja, svo vinsæll sem hann var. Mörg sumur vann hann í byggingarvinnu hjá mági mínum. Verkstjóri mun hann og hafa verið einhver sumur við bygg- ingu brimbrjótsins. Hann lifði heilbrigðu lífí um æv- ina, stundaði m.a. útivist og sund. Honum var ljóst, hversu þýðingar- mikið er að eiga heilbrigða sál í hraustum líkama. Hann rak og smá- vegis sauðfjárbúskap, sér til yndis og ánægju. Mikil frændsemi og vinátta var á milli æskuheimilis míns og þeirra frænku og Eyja, og samgangur tíð- ur. Áttum við Hildur, kona mín, eftir að njóta ríkulega frændsemi og tryggrar vináttu þeirra. Þegar við settum saman bú fyrir 48 árum opnuðu þau Eyi og frænka mín heimkynni sín fyrir okkur. Húsnæðisskortur var á þeim árum í Bolungarvík. Hún frænka mín kom úr Austur- Skaftafellssýslu, eins og foreldrar mínir, og var einasta frænkan okkar bræðra í Víkinni. Okkur Hildi leið vel í þeirra ranni og sonar þeirra. Bræðurnir báðir gerðust dugandi menn, foreldrum sínum til sæmdar og gleði. Bjarni hefur í áratugi verið skólastjóri Reykjaskóla í Hrútafirði og Guðmundur Hálfdán, fyrrum skipstjóri hjá Hafskip, en nú yfir- verkstjóri Eimskips í Hafnarfirði. Öll samskipti voru eins góð og bezt verður á kosið. Þessi frumbýlisár okkar Hildar voru ljúf og hamingju- rik. Þar fæddi hún frumburð okkar, Einar. Þau heiðurshjón véku úr hjónaherbergi sínu, til að færi sem bezt um þau mæðginin. Frænka mín, blessunin, sinnti þeim af sinni einstöku ástúð og umhyggju. Fórn- fýsi þeirra öðlingshjóna verður aldrei fullþökkuð. Börnin okkar Hildai’ áttu síðar jafnan góðu að mæta á heimili þeirra. Tóku þau í fóstur opnum örmum, þegar við þurftum að bregða okkur af bæ. Einar var þai’ oftast, og skemmtileg tilviljun, að brúðkaupsdag Einars og konu hans bar upp á sama dag og þeirra heið- urshjóna. Eftir 27 ára ástríkt hjónaband, dró ský fyrir sólu á unaðslega heim- ilinu þeirra Eyja og frænku. Þá kenndi hún sjúkdóms, er ágerðist með árunum, og leiddi til þess, að síðustu 8 árin, er hún lifði, var hún bundin rúmi og hjólastól. Sökum fágætrar fórnarlundar og takmarkalausrar umhyggju Eyja, fékk hún ósk sína uppfýllta að fá að dveljast á heimili sínu, að segja má til síðustu stundar. í langvarandi veikindum hjúkraði hann konu sinni af eðlislæegri nær- fæmi ásamt með vinnu sinni. Leit- un mun vera að slíkri fórnfýsi og kærleika. Því er það svo, að þegar 'góðs manns er getið, kemur nafn hans í hugann. Eftir andlát frænku 1980, bjó hann áfram hér í Víkinni um 10 ára skeið, en fluttist síðan til Hafnar- fjarðar. Þar dvaldist hann í öruggu skjóli Guðmundar, sonar síns, tengdadóttur og barna þeirra, fyrst á heimili þeirra og síðar á Hrafnistu DAS í Hafnarfirði, þar til lífsbók hans var hljóðlátlega lokað að kvöldi dags 19. desember sl. Dánardægur frænku var 20. des- ember, og bæði kvödd sama mánað- ardag, 27. desember. Á því fer vel. Þau áttu löngum svo mikið sameig- inlegt. Með honum er genginn einstakur öðlingur, dagfarsprúður, skyldu- rækinn heiðursmaður. Við Hildur og bömin okkar minn- umst með hjartans þökk góðgirni og tryggðar hans í okkar garð og biðjum honum blessunar á nýjum leiðum. Benedikt Bjarnason. GARÐAR HALL BRYNHILDUR JÓNA TANSDÓTTIR HALL + Garðar Hall var fæddur á Þing- eyri við Dýrafjörð 17. janúar 1910. Hann lést í Reykjavík 20. desember 1997 og fór útför hans fram frá Bústaðakirkju 29. desember. Brynhildur Jóna- tansdóttir Hall var fædd í Reykjavík 3. september 1910. Hún Iést í Reykjavík 24. janúar 1973. Mig langar með nokkrum fátæk- legum orðum að minnast tengdafor- eldrar minna, Brynhildar og Garð- ars Hall. Garðar hefði orðið 91 árs í dag, 17. janúar, en Brynhildur eða Billie eins og hún var alltaf nefnd, lést langt um aldur fram á 63. æviári. Þau eignuðust fjögur börn; Guð- rúnu, Jónatan, Jónas og Hjördísi. Það var árið 1947 að þau hjónin fluttust búferlum, nánast úr hjarta Reykjavíkur, í nýbyggt, fallegt timburhús með risi á Bústaðabletti 4, austast í Fossvogsdalnum. Þarna blöstu við þeim iðjagræn tún og bú- smali á beit. í næsta nágrenni var bærinn Bústaðir, Blesugrófin og í suðurátt Kópavogurinn, þar sem fiskhjallar voru fleiri en húsin. I þessu umhverfi kynntist ég Guðrúnu dóttur þeirra og um leið tilvonandi tengdaforeldrum mínum. Mér var strax tekið opnum örmum og af mikilli hjartahlýju. Sá eigin- leiki var þessum sæmdarhjónum í blóð borinn og fylgdi þeim alla líf- daga. Þegar ljóst var hvert stefndi hjá unga fólkinu, var rishæðinni á Bústaðabletti 4, smám saman breytt í íbúð og þá naut sín vel út- sjónarsemi Garðars og hin haga hönd. Þarna bjuggum við hjónin íýrstu tólf ár okkar hjúskapar. I þessu nána sambýli bar aldrei skugga á. Tillitssemi og vinarþel var alltaf efst á baugi hjá tengdafor- eldrum mínum. Billie og Garðar voru boðin og búin að hjálpa og ann- ast og höfðu þó nóg fyrir með þrjú börn á heimilinu. Það var ætíð tilhlökkunarefni þegar Billie bauð til matar, því snilld hennar á því sviði var í háveg- um höfð og í tímans rás urðu svo fötin á fýrstu bamabörnin til í hönd- um hennar, gerð af mikilli vand- virkni. Ég tel það vera gæfu okkar barna að hafa kynnst ást og umhyggju afa og ömmu á neðri hæðinni og þá ósk átti ég alltaf í huga mér að Billie hefði auðnast lengra líf, staðið við hlið manns síns og veitt birtu og yl til óborinna afkomenda. Guð blessi minningu hjónanna. Agnar Einarsson. Skila- frestur minning- argreina EIGI minningargrein að birt- ast á útfarardegi (eða í sunnu- dagsblaði ef útför er á mánu- degi), er skilafrestur sem hér segir: I sunnudags- og þriðju- dagsblað þarf grein að berast fyrir hádegi á föstudag. í mið- vikudags-, fimmtudags-, föstu- dags- og laugardagsblað þarf greinin að berast fyrir hádegi tveimur virkum dögum fýrir birtingardag. Berist grein eftir að skilafrestur er útrunninn eða eftir að útfór hefur farið fram, er ekki unnt að lofa ákveðnum birtingardegi. + Elskulegur eiginmaður minn, faðirokkar, afi og langafi, ANTON ÓLASON, Sólheimum 23, Reykjavík, lést á Landspitalanum að kvöldi þriðjudagsins 13. janúar sl. Jarðarförin fer fram frá Langholtskirkju fimmtu- daginn 22. janúar kl. 13.30. Blóm og kransar vinsamlegast afþakkaðir, en þeim, sem vilja minnast hans, er bent á að láta Krabbameinsfélag íslands og Hjartavernd njóta þess. Kristjana Valdemarsdóttir, Birgir Antonsson, Valborg Antonsdóttir, Óli Antonsson, barnabörn og barnabarnabörn. + Elskulegur eiginmaður minn, tengdafaðir og afi, ÞORSTEINN ÞÓRARINSSON járnsmiður, lést á hjúkrunarheimilinu Barmahlíð, Reykhól- um, fimmtudaginn 15. janúar. Hallfríður Guðmundsdóttir, Þórarinn Þorsteinsson, Þórunn Játvarðardóttir, Steinunn Þorsteinsdóttir, Valdimar Jónsson, Sigvaldi Þorsteinsson, Kristín Mogensen og barnabörn. + Elskulegur eiginmaður minn, faðir okkar, tengdafaðir, afi og langafi, MATTHÍAS GUÐMUNDSSON fyrrv. póstmeistari í Reykjavik, Sólheimum 1, Reykjavík, andaðist á Sjúkrahúsi Reykjavíkur, Landakoti, fimmtudaginn 15. janúar sl. Gunnþórunn Einarsdóttir, Kristín Matthíasdóttir, Guðmundur Matthfasson, Ingrid Matthíasson, Einar Matthiasson, Guðbjörg Guðbergsdóttir, barnabörn og barnabarnabarn. + Elskulegur faðir okkar, tengdafaðir, afi og langafi, JÓN HJÖRTUR STEFÁNSSON, Hrauntungu 17, Kópavogi, (áður Reykjahlfð 14), lést á Landspítalanum laugardaginn 3. janúar. Jarðarförin hefur farið fram í kyrrþey að ósk hins látna. Rúnar Jónsson, Rose Dahlke Anna Jónsdóttir, Þröstur Eggertsson, barnabörn og barnabarnabörn. + Þökkum samúð og hlýhug vegna andláts og útfarar elskulegs föður okkar, tengdaföður, afa og langafa, GARÐARS HALL, Skjóli v/Kleppsveg, áður Langagerði 102. Sérstakar þakkir til starfsfólks á hjúkrunar- heimilinu Skjóli, 4. hæð. Hjördís Anna Hall, Sigurjón Stefánsson, Guðrún Hall, Agnar Einarsson, Jónas Hall, Ólafía Jónsdóttir, Jónatan Hall, barnabörn og barnabarnaböm.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.